Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SKILAFRESTUR skattframtals fyrir árið 2000 verður fyrir einstak- linga 19. mars nk. en kjósi menn að telja fram á Netinu rennur frestur- inn út 2. apríl. Meginástæða þess að fresturinn til að skila skattframtali færist fram í marsmánuð úr febrúar er sú að í ár verða fleiri upplýsingar prentaðar á framtalseyðublöðin og til að tryggja að þær séu sem ná- kvæmastar er nauðsynlegt að seinka dreifingu framtalanna, að sögn Indr- iða Þorlákssonar ríkisskattstjóra. Hann segir þessa seinkun og dreif- ingu á framtölum væntanlega varan- lega. Fyrir einstaklinga í atvinnurekstri rennur frestur til að skila skattfram- tali út 26. mars eða 9. apríl sé talið fram á Netinu. Skilafrestur lögaðila er til 31. maí. Rúmlega 70.000 netframtöl bárust skattstjóra í fyrra Í fyrra bárust ríkisskattstjóra rétt rúmlega 70.000 rafræn skattframtöl og er það mikil aukning frá árinu áð- ur en þá bárust innan við 20.000 net- skattframtöl. Indriði segir að starfs- menn ríkisskattstjóra hafi verið mjög ánægðir með undirtektirnar við netframtölum í fyrra. Hann segir fremur lítið hafa borið á því að fólk hafi lent í tæknilegum ógöngum við framtölin en hægt hafi verið að óska aðstoðar með tölvupósti eða hringja á skrifstofu ríkisskattstjóra. Net- framtölin hafa sjálfvirkar villupróf- anir og því þarf framteljandi ekki að leggja saman og er minni hætta á villum vegna mistaka í samlagningu. Indriði segir að öll eyðublöð séu til á Netinu. Sú breyting er gerð í ár að hægt er að prenta öll eyðublöð út af Netinu, þar með talið skattframtalið sjálft, svo að fólk geti gert uppkast áður en hafist er handa við að telja fram. Þess vegna verður skattframtal- seyðublaðið ekki sent út í tvíriti en hægt er að ná sér í viðbótarblöð á Netið eða á skrifstofum ríkisskatt- stjóra. Aðgangsorð að netframtali er prentað á skattframtalsseyðublöðin sem send eru í pósti til fólks. Indriði segir erfitt að meta sparn- að embættisins vegna þess að fólk sé farið að telja í auknum mæli fram á Netinu. Hann segir málið vera tví- þætt. Mikil vinna liggi í því að for- skrá upplýsingar í meira mæli en áð- ur hefur verið gert. Í fyrra hafi verið búið að skrá inn á framtalseyðublöð- in allar tekjur manna frá Trygginga- stofnun, lífeyrissjóðunum og at- vinnuleysistryggingum. Í ár verði bætt við, hjá einstaklingum utan rekstrar, upplýsingum frá Fast- eignamati ríkisins um fasteignir, frá Bifreiðaskráningu um bílaeign og einnig verða launaupplýsingar frá allmörgum stórum launagreiðend- um. Indriði segir að til þess hafi ver- ið mælst við 100 stærstu launagreið- endur á landinu að þeir létu ríkisskattstjóra í té upplýsingar með þessum hætti. Hann segir að ekki sé enn ljóst hve stór hluti þeirra verði við þessu en þó hafi undirtektir verið góðar. Hann segist því búast við upplýsingum frá mjög mörgum af þessum fyrirtækjum og væntanlega fleirum sem notist við sama launa- kerfið því að nauðsynlegt sé fyrir skattstjóra að upplýsingar berist á tilteknu formi og með miklu öryggi um að þær séu réttar og rétt flokk- aðar. Um 67.000 framteljendur fengu í fyrra skattframtalseyðublöð með fyrirframskráðum upplýsingum og þá voru tekjur áætlaðar allt að 42 milljarðar. Indriði segir að í ár muni þessi hópur stækka mjög mikið og hjá mjög stórum hluta framteljenda munu einhverjar upplýsingar birtast og líklega stærstur hluti upplýsing- anna hjá mjög stórum hópi. Indriði segir að fasteignamats- upplýsingar sem prentaðar verði á framtalseyðublöð verði þær sömu og fólk hafi fengið sendar í pósti frá Fasteignamati ríkisins. Upplýsingar um bílaeign verði um eignaraðild, þ.e. tegund og árgerð bifreiðar sem viðkomandi er skráður fyrir, en fólk þurfi eftir sem áður að færa inn verð- mæti bifreiðar. Fólk fær áfram sent í pósti launamiða frá launagreiðend- um þannig að unnt er að bera saman upplýsingar á honum og framtal- seyðublaði. Indriði segir að fari svo, að upplýsingar á eyðublaðinu séu ekki þær sömu og á launamiða, geti fólk leiðrétt það í sérstökum reit á framtalinu. Seinkun á dreifingu og skilum framtala væntanlega varanleg Indriði segir meginástæðu þess að ríkisskattstjóri seinki dreifingu framtala þá, að verið sé að gefa upp- lýsingagjöfum tækifæri á að gera sínar upplýsingar sem réttastar. Hann segir að mikil áhersla sé lögð á að fá nákvæmar upplýsingar sem ekki þurfi að breyta nema í undan- tekningartilvikum. Tæknileg vinnsla hjá embættinu sé ekki ástæða seink- unarinnar því hafist hafi verið handa við hana strax í haust og allt hafi gengið samkvæmt áætlun. Seinkun- in sé óhjákvæmileg afleiðing af breyttum vinnubrögðum við fram- talsgerðina. Indriði segir að búast megi við að þessi breyting verði var- anleg og býst ekki við að skil á skatt- framtali 2001 verði fyrr á árinu en nú. Fyrirtækin og stofnanirnar þurfi að hafa sínar upplýsingar tilbúnar og hreinar og embætti skattstjóra þurfi að taka á móti þeim, vinna úr þeim og ganga úr skugga um að þær séu í lagi. Síðan þurfi að prenta upplýs- ingarnar á framtalseyðublöðin og í fyrra hafi sú prentun tekið tíu daga enda prentað á um 200.000 framtöl. Þrátt fyrir þetta verða álagning- arseðlar sendir út á sama tíma og verið hefur, segir Indriði. Hann seg- ir að meiri vinna sé í undirbúningi en vonast til að það skili sér í minni vinnu og styttri tíma við úrvinnslu á framtölunum. Samkvæmt breytingu á tekju- skattslögum sem gerð var rétt fyrir áramót ákveður fjármálaráðherra með auglýsingu hvenær álagning skuli fara fram að fengnum tillögum ríkisskattstjóra. Hann hefur ákveðið að álagningardagar séu eigi síðar en 31. júlí fyrir einstaklinga en fyrir lögaðila eigi síðar en 31. október. Þegar sú ákvörðun liggur fyrir, ákveður ríkisskattstjóri skilafresti skattframtals. „Það er ekki lengur bundið í lög eins og áður var,“ bætir Indriði við. Skilafresti á skatt- framtölum seink- að til 19. mars Skattframtölum skilað á hefðbundinn hátt til Skattstjórans í Reykjavík. Ríkisskattstjóri áætlar að enn fleiri muni í ár skila framtölum sínum um Netið, en í fyrra voru það um 70 þúsund einstaklingar. Á framtöl einstaklinga verða prentaðar upplýsingar um bílaeign og fast- eignir og í nokkrum til- vikum um launa- greiðslur. SVEITARSTJÓRN Búðahrepps í Fáskrúðsfirði samþykkti bókun um síðustu helgi þar sem lýst var miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breyt- inga á starfsemi og starfsmannahaldi Rafmagnsveitna ríkisins, RARIK, á Austurlandi. Krafðist sveitarstjórnin þess að breytingarnar yrðu endur- skoðaðar og við þá endurskoðun verði öryggi og velferð íbúanna sem svæðið byggja „sett skör hærra en EES- pappírar á skrifborðum hinna háu herra í Reykjavík“, svo vitnað sé beint í bókunina. Rafmagnsveitu- stjóri, Kristján Jónsson, hefur nú sent sveitarstjórninni svarbréf þar sem fyrirtækið m.a. harmar „þann djúpstæða misskilning“ sem ýmsar fullyrðingar í bókuninni bera vott um. Í bókuninni frá Búðahreppi er einnig lýst áhyggjum af því ef skrif- stofu RARIK í bænum verði lokað og þjónustan að mestu flutt til Reykja- víkur. Engin vissa sé fyrir því að bak- vakt verði á staðnum eða nokkur starfsmaður þegar fram líða stundir, en núna eru tveir starfsmenn RARIK á Fáskrúðsfirði. Í bókuninni eru stjórnvöld einnig gagnrýnd og furðar sveitarstjórnin sig á þeirri byggða- stefnu sem ríkisstjórnin virðist líða í þessum breytingum hjá RARIK. Þjónustan við íbúa svæðisins skuli skert, óöryggi byggðarinnar aukið og störfum fækkað. Í svarbréfinu bendir rafmagns- veitustjóri á að RARIK sé að ganga í gegnum miklar breytingar á skipu- lagi vegna krafna sem ný raforkulög leggja því á herðar. Breytingarnar verði óhjákvæmilega til þess að verk- svið ýmissa starfsmanna breytist og áherslur í innri málum fyrirtækisins verði aðrar. Raforkulögin, sem taka eiga gildi um mitt árið 2002, kveða m.a. á um að RARIK og önnur orkufyrirtækii þurfa að skipta starfseminni upp í fjóra þætti, samkvæmt tilskipun EES. Þessir þættir eru sjálf orku- vinnslan og síðan flutningur, dreifing og sala orkunnar. Orkuvinnslan og salan eru á samkeppnismarkaði, samkvæmt tilskipuninni, en flutning- ur og dreifing háð einkaleyfum. Þess- ar breytingar hafa það m.a. í för með sér að RARIK þarf að aðgreina inn- heimtuna frá öðrum rekstri og gera breytingar í sölumálum. Rafmagnsveitustjóri segir í svarinu til Fáskrúðsfirðinga að skipulagsbreytingarnar muni ekki leiða til neinna breytinga á starfs- mannahaldi „umfram það sem verið hefði við óbreytt skipulag“. Starfs- stöðinni á Fáskrúðsfirði verði ekki lokað en verksviði hennar breytt. Kristján segir að bakvaktir verði áfram og ekkert slakað á í rekstrar- öryggi sem verið hefur. Enga þjón- ustuþætti á að flytja til Reykjavíkur en hins vegar á að efla yfirumsjón sölumála og gera hana markvissari, „til að búa fyrirtækið sem best undir aukna samkeppni á því sviði“. Síðan segir í svarbréfi rafmagnsveitu- stjóra: „Þær skipulagsbreytingar, sem nú er verið að vinna að innan RARIK, munu ekki hafa í för með sér skerð- ingu á þjónustu við íbúa svæðisins, þær munu ekki draga úr öryggi byggðarinnar og þær hafa ekki í för með sér fækkun starfa í byggðarlag- inu... Fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á samstarf og samvinnu við heimamenn í þeim málum, sem til framfara horfa eins og dæmin sanna. Vonandi munu samskipti þess við sveitastjórnarmenn í Búðahreppi halda áfram að þróast og dafna, þeg- ar hinn leiði misskilningur, sem fram kemur í ofannefndri bókun, hefur verið leiðréttur.“ Sveitarstjórinn vonast til að RARIK hafi rétt fyrir sér Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Búðahrepps, sagði við Morgunblaðið að svar rafmagnsveitustjóra skýrði margt og eyddi óvissu varðandi suma þætti málsins. Sveitarstjórnin hefði hins vegar heyrt aðra hlið á málinu. Nú væri hið gagnstæða fullyrt og ekki væri hægt að þræta um það. Steinþór vonaðist til að allt gengi þetta eftir hjá RARIK og að breyt- ingarnar hefðu í för með sér aukna þjónustu, bætt öryggi íbúanna í raf- orkumálum og að störfum fækkaði ekki í byggðarlaginu. Um meintan misskilning Búðahrepps, sem RA- RIK harmar, sagði Steinþór að hann væri þá einnig innan fyrirtækisins og greinileg óvissa væri þar á bæ vegna þessara breytinga sem fyrir dyrum stæðu. Steinþór átti von á því að sveitarstjórnin myndi svara RARIK formlega og að minnsta kosti þakka fyrir bréfið. RARIK harmar „djúp- stæðan“ misskilning Sveitarstjórn Búðahrepps í Fáskrúðsfirði óttast breytingar á starfsemi RARIK á Austurlandi LÍKLEGA er betra að ganga vel frá skipum og bátum þegar hvessir eins og nú er. Hvassviðri verður víða um land um helgina og er viss- ara að treysta böndin víðar er á fleytunum þegar svo háttar. Morgunblaðið/Ásdís Böndin treyst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.