Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 53 ✝ Ásta Rut Gunn-arsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. janúar 1914. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Jóns- dóttir, f. 24. septem- ber 1883, d. 27. maí 1957, og Gunnar Marel Jónsson, skipasmíðameistari í Vestmannaeyjum, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979. Systk- ini Ástu voru: Albróðir Ingvar Valdimar Gunnarsson, f. 10. nóvember 1910, d. 25. ágúst 1928. Hálfbróðir sammæðra Magnús Magnússon, f. 19. októ- ber 1906, d. 10. október 1985. Hálfsystkin samfeðra voru 13. Ásta Rut giftist 12. desember 1936 Engilbert Ármann Jóns- syni, f. 28. febrúar 1906, d. 12. apríl 1987. Synir þeirra: 1) Ingi, f. 14. desember 1938. 2) Gísli Guðmundur, járnsmíðameistari, f. 24. ágúst 1940, kv. 12. maí 1983 Margréti Guðmundsdóttur, myndlistarmanni. Börn Gísla og fyrri konu hans, kv. 9. september 1962, Paulu Michelsen, f. 4. desember 1936: a) Eyjólfur Ásgeir, rafmagnsverkfræð- ingur, f. 26. apríl 1963, á konu og á þrjú börn. b) Hann- es, doktor í eðlis- fræði, f. 22. júlí 1965, á konu og tvo syni. c) Áslaug, f. 13. júní 1974, nem- ur þjóðháttafræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. 3) Jónas Davíð, bifreiðarstjóri, f. 26. júní 1946, k. 29. mars 1975 Aðalheiður H. Jónsdóttir, iðn- verkakona, f. 10. desember 1952. Börn: a) Ásta Rut, f. 27. febrúar 1974, nemur sagnfræði við Háskóla Íslands, á einn son. b) Álfheiður Sif, f. 10. septem- ber 1976, býr í Svíþjóð, starfar við ferðamennsku. 4) Ingvar Georg, starfsmaður Vita- og hafnamálastofnunar. Útför Ástu Rutar Gunnars- dóttur fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hugurinn reikar ósjálfrátt til baka, þegar fréttin berst til manns um það að mamma sé dáin. Hún Ásta Rut Gunnarsdóttir var heima- vinnandi húsmóðir og sáum við fjórir synirnir oft til þess að hún hafði í nógu að snúast og oft komu félagarnir í heitt kakó og smur- brauð. Við áttum heima í Hólshúsi, sem var lítið timburhús við Báru- stíg 9 Vestmannaeyjum, en þar sem hjartað var stórt var plássið nóg og á vertíðum komu ættingjar í verið og var þá stundum skotið skjólshúsi yfir þá, alla vertíðina, og voru þeir meira og minna í fæði líka. Seinna byggðu þau pabbi nýtt hús á lóðinni, er ber nafnið Hóls- hús. Ásta var sílesandi og fróð um marga hluti, Íslendingasögurnar voru í miklu uppáhaldi hjá henni ásamt Bíblíusögunum. Þú vildir svolítið móta okkur synina eftir þínu höfði, málgefin varstu og mælsk. Þú varst algjör bindindis- manneskja á áfengi og tóbak. Þú skrifaðir mikið og áttir danska pennavini og fylgdist vel með heimspólitíkinni. Þitt líf var ekki dans á rósum, á unglingsárum fékkstu berklaveiki ásamt bróður þínum Ingvari sem lést úr berklum aðeins 17 ára og olli það þér mikl- um harmi. Þegar við drengirnir vorum litlir þurftir þú oft að fara á sjúkrahús og fara í uppskurði, þú hafðir andlegan styrk og brotnaðir aldrei saman, á hverju sem gekk. Seinni hluta ævinnar var þín heilsa nokkuð góð, fyrir utan allra síðustu ár þín sem þú dvaldir á Hrafnistu í Reykjavík og er þín góða umönnun þar þökkuð hér með. Synir mínir nutu svo samvista við ykkur pabba en þeir voru mjög ungir orðnir liðtækir í taflmennsk- una og tefldu mikið við ömmu sína og afa. Gömlu hjónin undruðust oft snilli hinna ungu gutta og þeim hefur eflaust ekki dottið í hug þá, að þeir ættu eftir að verða há- menntaðir stærðfræðingar og vís- indamenn. Þeir kunnu einnig vel að meta bakkelsið hjá ömmu sinni, svo ég tali nú ekki um hinar frábæru fiskibollur er voru blanda af þorski og ufsa. Allt er breytingum háð, skyndi- lega fór að gjósa í Eyjum og fljót- lega eftir það skilur leiðir, ég og mín fjölskylda flytjumst til Fær- eyja og þið Engilbert farið aftur til Eyja. Ég þakka þér, kæra móðir mín, fyrir samfylgdina og fyrir það sem þú varst börnunum mínum. Það var ánægjulegt að vera með ykkur Hannesi í haust og sjá hvað þú varst glöð að fá hann í heimsókn frá Færeyjum. Ég þakka Guði fyrir það að hafa fengið að hafa þig svo lengi á meðal okkar, svo bið ég al- góðan Guð að blessa anda þinn og minningu þína. Gísli Engilbertsson. Hinn 22. desember, þegar styst- ur var dagur, kvaddi tengdamóðir mín, Ásta Rut Gunnarsdóttir, hátt á 87. aldursári sínu. Ásta var fædd og uppalin í Vest- mannaeyjum og þar hóf hún bú- skap með eiginmanni sínum. Eng- ilbert Ármanni Jónassyni, ættuðum frá Efri Kvíhólma, V-Eyjafjöllum. Ásta var heimavinnandi húsmóðir en Engilbert starfaði lengst af hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Hann starfaði einnig mikið að félagsmál- um og var formaður verkalýðs- félagsins um áraraðir og mikill bar- áttumaður um bætt kjör þeirra lægst launuðu. Einnig var Engil- bert liðtækjur á harmonikkuna og spilaði m.a. á böllum á sínum yngri árum. Ég kom til Eyja með Gísla og yngri syni mínum Sigurði haustið 1979, þá voru þau Ásta og Eng- ilbert aftur flutt í húsið sitt á Báru- stígnum eftir gosið. Vel var tekið á móti okkur og mikið þóttu mér Vestmannaeyjarnar fallegar og sérstakar, en ég var að koma þang- að í fyrsta sinn. Sigurður minn tók þátt í því að bjarga pysjunum, sem flugu á ljósin í bænum á kvöldin, þetta var nýr heimur fyrir hann og einnig sprangið. Ásta var dugleg að skrifa okkur er við fluttum til Svíþjóðar og síðar til Danmerkur. Gaman var oft að hennar nákvæmu náttúru- og veðurfarslýsingum. Þau hjónin heimsóttu okkur haustið 1981 til Kaupmannahafnar og dvöldu hjá okkur í sex vikur. Þetta var góður tími og notuðum við hann vel, eftir skóla og vinnu, til að sýna þeim allt það helsta og Ásta var ótrúlega kunnug eftir ára- langar skriftir við danska penna- vini og upp í Sívalaturninn var hún ákveðin í að komast. Um helgar fórum við lengri ferðir, m.a. í Hró- arskeldukirkju og „Öresund runt“ þ.e. hringinn Helsingör-Helsing- borg og Limhavn-Dragör, þar lent- um við meðal annars á maísakri þar sem við fengum sjálf að tína maísinn, sem við keyptum. Það þótti þeim alveg sérstakt. Síðan komum við stutt við hjá systur minni og manni hennar í Lundi, þar sem vel var tekið á móti okkur. Einnig höfðu þau Ásta og Eng- ilbert gaman af að hitta Hannes hjá okkur, er hann kom í nokkra daga. Ásta var síðustu árin á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar góðrar umönnunar. Hún var mjög hress og ræðin, þegar við Gísli komum til hennar að kveðja hana, daginn áð- ur en við fórum til Kína í þriggja vikna ferð, þar sem ég var þátttak- andi í þremur alþjóðlegum mynd- listarsýningum. Hún brosti glað- lega og veifaði til okkar þegar við fórum. Það var síðasta kveðjan hennar til okkar, því hún lést að morgni 22. desember, en við kom- um til landsins seinnipart sama dags. Ég þakka þér samfylgdina, Ásta mín. Starfsfólki Hrafnistu sendi ég kærar þakkir fyrir umönnun Ástu og hlýju í hennar garð. Sonum hennar og barnabörnum votta ég innilega samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Margrét Guðmundsdóttir. Þegar blessuð jólin voru að ganga í garð dó amma okkar, Ásta R. Gunnarsdóttir, 86 ára gömul á elliheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Ásta var ættuð úr Hólshúsi í Vest- mannaeyjum og gift Engilbert Jón- assyni, ættuðum frá Kvíhólma und- ir Eyjafjöllum. Við viljum minnast elsku ömmu okkar. Við bræðurnir, Eyjólfur og Hannes, synir Gísla Engilbertsson- ar, ólumst upp við bæjardyr ömmu og afa í Eyjum. Hún amma passaði okkur oft, þegar móðir okkar Paula var í vinnu og sagði okkur þá sögur úr Íslendingasögunum, sagði okkur ævintýri og útskýrði fyrir okkur ættina sína. Amma elskaði bækur, las mikið. Hún hafði gaman af að skrifa dagbók og bréf og hafði sér- staklega gott bréfasamband við móður okkar, eftir að við fluttum til Færeyja 1974, og alveg þangað til að amma gat ekki skrifað meira. Áhugi hennar snerist líka um póli- tík, bæði innanlands svo og erlend- is, og fylgdist hún vel með áhuga- málum afa um bætt kjaramál verkafólks. Þeim afa þótti líka gaman að tefla og fóru síðar að tefla á móti okkur strákunum og kenndu okkur svoleiðis að tefla. Amma batt þá rauða slaufu um drottninguna sína, til þess að hún gleymdi ekki að passa hana vel. Eftir gosið í Vestmannaeyjum 1973 bjuggum við saman í Ölfus- borgum og síðar í Grindavík. Við minnumst þess hvað amma gladd- ist mikið þegar vorið kom, fylgdist með þegar allt fór að vaxa og blómgast og þótti þeim afa mikið gaman að labba úti í náttúrunni til að hlusta á fuglasönginn. Afi og amma fluttu aftur til Vestmanna- eyja og við fluttum til Færeyja, enn hún hélt áfram góðu sambandi við okkur. Sumarið 1977 komu þau bæði til Færeyja, og þótti henni mikið vænt um þetta ferðalag og skrifaði „Fagurt er land ykkar“ í gestabók okkar. Það tók ömmu sárt þegar afi dó, henni þótti svo vænt um bónda sinn. Áslaug systir var ungbarn þegar við fluttum til Færeyja, svo hún kynntist henni ekki eins mikið, enn samt skrifuðust þær á annað kastið og hittust bæði í Vestmannaeyjum og í Færeyjum. Hannes heimsótti ömmu á Hrafnistu í október 2000 og hafði mikið gaman af að spjalla við hana og tók þar samtal með ömmu á myndband. Þar sendir amma bestu og síðastu kveðjur til móður okkar og okkar allra og seg- ir: „Allt fram streymir endalaust / ár og dagar líða. / Nú er komið hrímkalt haust / horfin sumar- blíða.“ Að lokum biður hún góðan Guð að blessa okkur. Blessuð sé minning hennar. Með samúðarkveðjum til pabba okkar, Gísla, og bræðranna Inga, Jónasar og Ingvars. Ömmubörnin í Færeyjum, Eyjólfur, Hannes og Áslaug. ÁSTA RUT GUNNARSDÓTTIR Fólk, staðir og stundir hafa gert mér orð í ljóð og sögur en þú gafst mér ævintýrið orðlaust og ljóðið sem lifir aðeins í einu brjósti. Jæja, mamma mín, núna ertu farin, farin til englanna. En ég man hverja stund. Ég man þegar ég var lítil og þú varst að reyna að svæfa mig og straukst yfir augnlokið á mér. Það var nú bara til þess að ég myndi hafa augun lokuð og sofna, en það var samt gott og ég sofnaði á endanum. Ég man svo mikið. Þú varst ávallt lífsglöð og vildir hafa mikið af fólki í kringum þig. Þú kenndir mér mikið og minningin um þig mun alltaf eiga vissan stað í hjarta mínu. Fegurð og yndi allt á himni og jörðu einum þér hneigir og skín af þér. Hvert sem ég leita, hvað sem ég þrái hjarta míns gimsteinn vertu mér. Þín dóttir Linda Björk. Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð. Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu, KOLBRÚN ERLA EINARSDÓTTIR ✝ Kolbrún ErlaEinarsdóttir fæddist á Akureyri 22. september 1944. Hún lést á Landspít- alanum 4. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkurkirkju 12. janúar. því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu, amen. Elsku amma. það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért dáin, þú sem varst alltaf svo kát og góð við okkur. Minningarnar um fal- lega brosið þitt munu fylgja okkur um alla framtíð og ylja okkur um hjartarætur. Elsku amma, hvíldu í friði, við munum allt- af elska þig. Góði guð, styrktu okkur öll í sorginni. Ástarkveðja, Þórður Valdimar, Fanney Dögg og Anton Ægir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Erla. Þín mun verða sárt saknað. Þú varst drifkrafturinn í fjölskyldunni. Ég kveð þig nú með söknuði. Megi Guð fylgja þér um vegi himnaríkis. Þorsteinn Þórðarson. Lúlla „frænka“ var ein af þessum litríku persónuleikum sem maður rekst alltof sjaldan á í lífinu. Það var alltaf líf og fjör í kringum hana, enda með stórt heimili og annað eins af gestagangi. Því sjaldan kom maður til Lúllu öðruvísi en að það hefði einhver komið við og fengið kaffi hjá henni og beðið hana spá í bolla fyrir sig. Ekkert var betra fyrir sálina í manni þegar illa stóð á en að fara til Lúllu og láta spá fyrir sér. Og viti menn, hún sá betri tíð framundan, stundum smá peninga og að draumaprinsinn væri rétt ókominn inn í líf manns. Og meðan hún rýndi í bollann eftir kúnstarinnar reglum, JÚLÍANA VIGGÓSDÓTTIR ✝ Júlíana Viggós-dóttir fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1929. Hún lést 14. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 28. desember. (því oft voru gleraugun héðan og þaðan) sagði maður henni hvað manni lá þyngst á hjarta í það og það skiptið. Og alltaf létti manni á sálinni eftir þessi samtöl við Lúllu. Því af lífsgleði, ráð- leggingum og hjarta- hlýju hafði hún nóg að gefa. En fáar mann- eskjur hef ég hitt á lífsleiðinni sem voru jafn örlátar og Lúlla, því varla gat hún eign- ast svo nokkurn hlut að hún væri ekki búin að gefa allt jafn óðum. Alltaf fann hún einhverja til að gleðja með smá gjöf og oft komu hlutirnir frá henni sér vel, því hún hafði lag á að sjá hvar þörfin var. Elsku vina, takk fyrir alla kaffi- bollana, spádómana, og öll huggun- arorðin þegar á reyndi. Börnum hennar og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Kristrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein- ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heima- síðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna skilafrests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.