Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 57 hvers manns færi að melta þennan lúmska húmor hans. Það vafðist þó ekki lengi fyrir mér og var mér farið að þykja vænt um að heyra hann kalla mig ráðskonuna sína. Hann sýndi mér alltaf mikla virðingu og sú virðing var gagnkvæm. Elsku afi, þakka þér fyrir samveruna og guð geymi þig og ömmu. Í minningu um afa minn: Þegar bláir kristalsspeglar þiðna og grasið kitlar iljarnar drekk ég af lífsins bikar og finn eldinn þjóta um æðarnar. Þá sting ég mér í fróðleiks- ins ólgusjó og læt mig berast með straumum um heimsins höf, þar til ég syndi í land á kærkomnum stað. Leik mér í vindinum, sameinast svo við brjóst móður jarðar og finn það bif- ast er hjarta hennar slær. Þá veit ég að það er kominn nýr dagur með óskrifað handrit, þar sem óstaðfest lífslögmálin leikstýra. Ég gæði mér á ávöxtum jarðar, sái fræjunum í gjöf- ula mold forfeðranna og eftir að mán- inn hefur blikkað sólina vaxa upp lit- skrúðug fóstur sem teygja anga sína á móti ljósinu. Þá klíf ég fjöllin með gott veganesti, legg mig svo í lautu og læt hugann reika yfir farinn veg, þar til fugl dagsins breiðir vængi sína yfir augu mín og suðið í hjartanu þagnar. (JBG, 6.1. ’01). Jóhanna Björk Gísladóttir. Elsku afi, ég vil fá að kveðja þig með örfáum orðum. Það er margs að minnast því ég átti margar ánægju- legar samverustundir með þér en það sem stendur upp úr og ég vil þakka þér fyrir er hversu fróðleikfús þú varst og hversu ákafur þú varst að koma vitneskju þinni áfram. Þú varst fyrirmynd á margan hátt en fyrir mig verðurðu fyrirmynd í vísindum vegna ákafa þíns í leit að þekkingu og að miðla henni. Því miður var ég ekki alltaf móttækileg fyrir öllu því sem þú vildir miðla t.d. þegar ég lítil stelpa og við gengum saman úti í náttúrunni og þú þuldir yfir mér nöfnin á plöntunum sem við gengum hjá, fuglategundunum sem við heyrð- um í eða flugu yfir eða skordýrin sem við sáum. Þá vildi ég bara hlaupa um með vindinum og tína falleg blóm, hvað sem þau hétu. En þetta smásí- aðist inn og þegar ég fór í kapphlaup við fugl var það ekki bara einhver fugl heldur þröstur eða lóa. Og þegar ég tíndi blóm þá voru það ekki bara einhver blóm sem voru bleik eða gul að lit heldur voru það geldinga- hnappar, sóleyjar og hrafnaklukkur sem ég tíndi saman í vönd eða hnýtti í krans. Þakka þér fyrir þolinmæðina. Seinna þegar ég hóf nám í líffræði varstu alltaf að spyrja mig út í námið, hvað ég væri að læra og sama hvað ég nefndi þá áttir þú bók eða greinar sem tengdust þessum fögum og þú vildir endilega lána mér. Oft spurð- irðu mig út úr og þá fannst mér stundum ég vera í munnlegu prófi og ef þú rakst mig á gat þá varstu fljótur að fylla upp í það með vitneskju þinni. Þú varst alltaf spyrjandi og að segja frá, alveg fram á síðasta dag, þú fylgdist svo vel með. Þetta á ekki eingöngu við um vísindin heldur einnig um ættfræði, sagnfræði, ung- mennafélög, íþróttir t.d. glímu, sund og frjálsar o.fl. þar varstu líka fyr- irmynd sem fræðimaður og leiðbein- andi. Elsku afi og amma, nú eru þið saman á ný og minninguna um ykkur mun ég ávallt varðveita í hjarta mínu. Guðbjörg Ólafsdóttir. Ástkær afi minn, Þorsteinn Ein- arsson, lést í svefni aðfaranótt 5. janúar. Kyrrlátur dauðdagi. Hann var enn svo hress í anda þannig að í huga mér fannst mér sem hann ætti langt eftir. Kær amma, Ásdís Guð- björg Jesdóttir, lést 23. ágúst sl. Ætla ég að minnast þeirra beggja í minningargrein þessari. Þegar amma lést fannst mér erfitt að skrifa um hana eina sér þar sem ég leit alla tíð á þau heiðurshjón sem eina heild. Þau voru samrýnd og ríkti mikil ást og virðing milli þeirra. Það furðar mann því ekki, svona eftir á að hyggja, af hverju afi lést svona óvænt. Ég man eitt sinn þegar við afi ræddum um ástina sagði hann mér, og hann meinti það svo sannarlega, að menn gætu einfaldlega dáið af söknuði ef þeir misstu þann sem þeir elskuðu. Þetta sannaðist fyrir mér þegar hann lést aðfaranótt sl. föstu- dags. Er ég var lítil stelpa þjáðist ég af miklum astma og bjuggu mamma og pabbi í hálfkláruðu húsi sínu í Garða- bæ með okkur systurnar þrjár. Læknarnir vildu prufa að setja mig einhvers staðar í „fóstur“ eins og afi ávallt kallaði það, í annað húsnæði. Ég dvaldi hjá ömmu og afa á Laug- arásveginum. Soffía frænka bjó þá ein með þeim þar og var að fara gegnum unglingsárin. Afi og amma töluðu oft um þennan tíma við mig og hugsa ég til hans með söknuði. Þótt ég hafi verið ung að aldri man ég enn eftir mörgu sem ég kynntist hjá ömmu og afa. Afi tók mig eitt sinn í Blómaval og fræddi mig þar um plöntur þótt ung ég væri. Afi var mjög fróður um plöntur, eins og svo margt annað. Hann gaf mér vínrauð strá sem ég geymdi í mörg ár. Amma reyndist mér mjög vel meðan ég var þarna hjá þeim. Þar sem ég var mjög ung elti ég hana á röndum og mátti ekki af henni sjá. Í þessu stóra húsi var auðvelt að týna henni og man ég eftir því einu sinni sem það gerðist. Ég varð mjög hrædd, fór út og bað öskukallana að finna hana ömmu mína. Amma kom að vörmu spori á eftir mér og mikið var ég fegin að finna fyrir nærveru henna aftur. Ég teiknaði oft mikið hjá ömmu því einn af hennar mörgu kostum var hve draghent hún var. Ein teikningin fékk að prýða salernishurðina á Laugarásnum til margra ára. Amma lét mig líma hana svo vel á hurðina að engum datt í hug að reyna að fjar- læga hana. Rétt fyrir sl. jól fór ég í ferðalag til Japans og bað afi mig þá í fyrsta sinn um viðvik. Hann bað mig að svipast eftir bók um böð Japana. Ég fann enga slíka en færði honum þess í stað bók um sögu sundlauga. Nokkrum dögum fyrir andlát hans ræddum við um bókina. Hann var einn þeirra manna sem las bækur ekki eingöngu vegna innihaldsins heldur líka rædd- um við um uppsetningu bókarinnar, niðurröðum heimilda og fleira og fleira. Hann var ávallt að leita sér meiri visku á einn eða annan hátt enda ekki fróðari mann hægt að hitta. Ég á ótal minningar um afa og ömmu og sú sterkasta er eflaust sú þar sem við situm í blíðskaparveðri uppí hvammi á Laugarásvegi og njót- um útivistarinnar. Minningin um samrýnd hjón, sem bjuggu yfir mik- illi visku, lifir í huga okkar og hjarta um aldur og ævi. Ásdís Helga. Í mínum augum var afi mikil- menni. Það var aldrei lognmolla í kringum hann og í raun má segja að hann hafi lotið sínum eigin lögmálum. Þegar ég var yngri voru orð hans lög og hann óhagganlegur, hrjúfur en blíður risi sem sagði stórkostlegar sögur, kenndi manni að sá radísum og hjúkra veikum fuglum. Ávítur frá afa tók maður alvarlega og að óhlýðnast honum olli hröðum sak- bitnum hjartslætti og hnút í magan- um. Það var þó ekki margt sem við máttum ekki krakkarnir, ég furða mig enn á því hvað okkur var leyft að vaða í allt heima hjá afa og ömmu, skoða og handfjatla, djöflast um og gramsa. Afi naut þess til fullnustu að vera höfuð stórrar fjölskyldu og ég á sennilega alltaf eftir að sjá hann fyrir mér standandi í miðju hópsins í veislum, kveðja sér hljóðs og halda ræður um það sem honum fannst nauðsynlegt að fjölskyldan vissi um land og þjóð, segja frá árangri fjöl- skyldumeðlima með stolti eða bjóða nýliða velkomna í fylkinguna. Ástríða hans fyrir leikjum af öllu tagi er minnisstæð, bæði kenndi hann okkur krökkunum leiki og skipulagði þá. Eitt sinn stjórnaði hann ratleik í Laugardalsgarðinum fyrir eldri borgara og ég, sem vann þar það sumar, gerðist svo kræf að hjálpa nokkrum áttavilltum konum og fékk fyrir það miklar ávítur því þetta fannst honum vera svindl. Leiki átti að taka alvarlega og þeir voru honum einnig háalvarlegt rann- sóknarefni. Til dæmis tók hann sig einhvern tímann til og prófaði að blása upp og þurrka þvagblöðrur úr einhverju dýri þar sem þetta hafði áður fyrr verið notað sem boltar eða blöðrur. Þar sem þessi illa lyktandi fyrirbæri héngu á snúru inni í þvotta- húsi mönuðum við krakkarnir hvert annað til að snerta þau. Ég man ennþá hvernig þetta var viðkomu. Ég fékk alltaf að vera óboðinn matargestur þegar rabarbaragraut- ur var á borðum hjá afa og ömmu (amma bjó til stórkostlegasta rabar- baragraut í heimi), fékk einnig hjálp við föndur og annað dundur þegar þau sátu í rólegheitum á kvöldin inni í stofu og ég á gólfinu þar við iðju mína þegar mamma var í kvöldskóla og pabbi ekki heima. Í minningunni voru amma og afi alltaf samstiga, órjúfanleg heild, hvort sem það var þegar afi las upphátt framhaldssög- una í dönsku blöðunum hennar á meðan hún straujaði eða þegar þau fóru í sinn daglega göngutúr niður í Laugardalsgarð. Mér finnst gott að hugsa til þess að nú séu þau saman aftur. Ég mun sakna hans afa. Elsa Eiríksdóttir. Hægt og hljótt hvarf glæsimennið Þorsteinn föðurbróðir inn í nóttina eilífu. Lífsglímu hans er lokið og skarð fyrir skildi í föðurfjölskyldu okkar systkina. Þrátt fyrir háan ald- ur var það ekki alveg í takt við lífsstíl framvarðarins og fánaberans, Þor- steins Einarssonar, sem fasmikill var jafnan í fylkingarbrjósti, að hverfa svo hægt út um hliðardyr leiksviðs þessa lífs. Það kvað jafnan að Þor- steini frænda, glímukappa, íþrótta- fulltrúa ríkisins til áratuga, braut- ryðjanda íþrótta og sívakandi áhugamanni um lífið og tilveruna. Jafnan var hann mættur, prúðbúinn, fasmikill og fallegur, hvar sem íþróttasýning eða leikar fóru fram. Áhugamaður um flest svið lífsins. Eitt var fuglafræði sem hann ritaði mikið og fagmannlega um. Með sanni má segja að skammt sé stórra högga á milli í ástvinahópi þeirra Þorsteins og Ásdísar, en hana kvöddu þau í ágústlok. Þorsteinn og Ásdís höfðu leikið í sama „stykkinu“ í nærri 60 ár, skipað aðalhlutverkið í lífi hvort annars frá unga aldri og m.a. átt saman tíu börn. Þau voru samstúdentar, höfðu gegnt nafninu Dídí og Steini í einu orði nær alla æv- ina, svo ólík en þó sem ein mann- eskja. Hann farfugl og heimsmaður, oftar en ekki eins og Kría á steini, hún staðfugl, yfirveguð, rólynd og heimakær. Góðar fyrirmyndir og félagar voru þau börnum sínum, barnabörnum og tengdabörnum, en hvort á sinn hátt. Afkomendaópurinn ber enda Dídí og Steina sérlega fag- urt vitni. Lífsneisti Steina dapraðist þegar Dídí dó og nú svo örskömmu síðar er ljósið hans fyrirvaralaust horfið til hennar. Daginn fyrir andlát Þorsteins mátti þó ekki greina það berum augum, þar virtist sami, flotti kappsmaður á ferð sem fyrr. Við bræðrabörnin höfum alltaf verið stolt af honum Steina og þeim systkinum öllum. Steini var eini föð- urbróðirinn og víst voru þeir bræður eins og keisarar í þessum „elegant“ systkinahópi af Kárastígnum. Eftir- lifandi systur, Sigga, Bubba og Estha, eins og drottningar hvar sem þær fara, hver annarri tignarlegri. Litla systirin, uppáhald þeirra, Hrafnhildur, dó í blóma lífsins. Hjárænuleg eða niðurlút hafa þau systkin aldrei verið og ekki hefur það farið með veggjum „Slektið von Kárastígur“ eins og tengdasonur einn komst að orði um fjölskylduna á Kárastíg 8. Öll komust þau vel til manns undir handarjaðri almúga- hjóna í Skólavörðuholtinu á fyrri helmingi nýliðinnar aldar. Á harð- býlistímum þjóðarinnar var á téðu al- þýðuheimili lögð megináhersla á menntun barnanna. Allt var lagt und- ir og hjálpast að, börnin skyldu fá að ganga menntaveginn; hljóta það besta. Í heimaranni var „mússiserað, sungið og ljóðað.“ Stórhuga og sam- hent voru foreldrarnir, Guðríður Ei- ríksdóttir og Einar Þórðarson í Ljóma, eða í Nýja bíó, sem hann gjarnan var kenndur við. „Að falla aldrei verk úr hendi “ átti vel við á þeim bæ. Afi Einar í tveimur til þremur störfum í einu. Í Ljóma frá dagrenningu að afgreiða smjörlíkis- kassa, við dyravörslu í bíó á kvöldin og reiðubúinn til útkalls hjá slökkvi- liði Reykjavíkur á nóttunni. Hin metnaðarfulla, nútímalega kona, amma Guðríður, hagmælt, fróð og framsýn, sló heldur ekki slöku við. Vinnudagur hennar hófst þá fyrst af alvöru þegar aðrir gengu til náða. Þau lögðu börnum sínum traustan heimanmund í hendur sem Þorsteinn og þau systkin bjuggu ætíð að. Þegar Þorsteinn er nú kvaddur hverfur enn einn burðarás hins mik- ilvæga ættarskjóls einstaklinga allra tíma. Dragsúg og söknuð setur að er við hugsum til þeirra sem voru hluti af lífinu, hafa horfið og eru óaftur- kræfir nema í minningunni. Hann sem fyrir fáum dögum var enn meðal okkar sem hinn hnarreisti ættarhöfð- ingi er nú allur – minningin ein – líkt og hinir sem á undan fóru. Hugur okkar er hjá afkomendum Þorsteins og Ásdísar og föðursystrunum. Megi góðar vættir geyma ykkur. Hvíl í friði frændi við hlið Ásdísar, minning um logann ykkar lifir. Elín, Edda, Katrín og Guðjón, Grétu- og Ólafsbörn. Þorsteinn Einarsson íþrótta- fulltrúi er horfinn af sjónarsviðinu, en íþróttahreyfingin á Íslandi mun lengi búa að störfum hans. Ég kynntist Þorsteini fyrst í flokki þeirra íþróttafrömuða er fóru á Ól- ympíuleikana 1936. Hann var aðstoð- arfararstjóri ásamt Þórarni Þórar- inssyni frá Eiðum. Aðalfararstjóri var Ásgeir Einarsson dýralæknir. Ég var óþekki strákurinn í hópnum, vildi t.d. ekki heilsa með framréttum handlegg, en Þorsteinn vildi að hóp- urinn kæmi fram sem ein heild. Íþróttalög voru samþykkt 1939 og Þorsteinn Einarsson skipaður í nýtt embætti, íþróttafulltrúa ríkisins. Í framhaldi af þessari þýðingarmiklu lagasetningu boðaði íþróttafulltrúi íþróttakennara og ýmsa forystu- menn íþróttahreyfingarinnar til fundar að Laugarvatni vorið 1940. Tvær ræður eru mér minnisstæðar frá þessu þingi. Íþróttafulltrúi reifaði hugmyndir sínar og ráðagerðir um skipulag og framkvæmdir íþrótta- mála á komandi árum og lagði sér- staka áherslu á skólaíþróttir. Hinn ræðumaðurinn sem á var hlustað af mikilli athygli var Hermann Jónas- son forsætisráðherra ef ég man rétt. Hann fjallaði um almenningsíþróttir, taldi að þær ættu að vera andlegur og líkamlegur heilsubrunnur en lagði á það áherslu að fórnfúst sjálfboða- liðastarf væri forsenda þess að svo mætti verða. Ég tel að á þessum fundi hafi verið markaðar línurnar að ævistarfi Þorsteins Einarssonar. Um þetta leyti er ég sestur að sem kennari á Fáskrúðsfirði og fyrsta samstarfsverkefni okkar Þorsteins var bygging sundlaugar þar. Það var mikið átak fyrir fátækt sveitafélag og án aðstoðar Þorsteins hefði orðið bið á því en hann barðist mjög fyrir því að sund yrði skyldunámsgrein í skól- um. Ég held ég þori að fullyrða að fyrir hans atbeina urðu flest börn á Íslandi synd á nokkrum árum. En hann kom víða við. Það er mér vel kunnugt. Við vorum meira og minna samverkamenn á Austurlandi í 30-40 ár. Ég var oft fylgisveinn hans og nokkrum sinnum vorum við hjón- in svo heppin að hafa hann sem gest okkar, stundum næturgest. Það voru góðar stundir. Hann var glaður og reifur og hafði frá mörgu að segja. Hann var vinnuforkur, hreint ham- hleypa. Fyrir Eiðamótið unnum við að því heila nótt að mála og merkja hlaupabrautir, eftir teikningum Gísla Halldórssonar arkitekts og það kom ekki til mála að hætta fyrr en allt var klárt. Ég ætla ekki að rekja verkefni hans en þau voru óþrjótandi: sund- laugar, íþróttahús, félagsheimili o.fl. o.fl. Mér er líka til efs að nokkur embættismaður ríkisins hafi afkast- að öðru eins verki og Þorsteinn. Ég spurði hann eitt sinn nokkru eftir að hann fór á eftirlaun hvort hann ætl- aði að fara að skrifa ævisöguna. Nei var svarið, bæði hef ég ekki áhuga á því og svo má ég ekkert vera að því. Og það var mála sannast. Hann var alltaf að vinna. Í mörg, mörg und- anfarin ár hefur hann sent mér jóla- kveðjur og sumar þeirra eru hreint og beint vísindagreinar um gamlar og gleymdar íþróttir og leiki. En að leiðarlokum þá minnist ég fyrst og fremst mannsins, þessa hlýja og viðfelldna manns sem alltaf var boðinn og búinn að hlusta á kvabbið í manni og leysa úr vanda- málum. Nokkur síðust árin hitti ég hann stundum í Laugardalnum þeg- ar hann var að gefa fuglunum. Þá fann maður best hvar hjartað sló. Hann var vinur allra sem þörfnuðust hjálpar eða aðhlynningar. Það birtir yfir ellinni að hafa kynnst manni eins og Þorsteini Ein- arssyni. Blessuð sé minning hans. Gunnar Ólafsson, fv. skólastjóri. Kær vinur er kvaddur. Sjaldan hefur mér brugðið svo við andlátsfregn nokkurs manns mér óskylds sem Þorsteins Einarssonar, míns gamla, góða vinar og samstarfs- manns um langt árabil. Við höfðum ákveðið að ég kæmi til hans í heitt súkkulaði, sem hann lag- aði manna best, fljótlega upp úr ára- mótunum en því miður varð maður- inn með ljáinn fyrri til. Það var ljóst að Þorsteini hafði hrakað mikið við missi Ásdísar sinnar á síðasta ári, en það grunaði engan að svo stutt yrði á milli þeirra sem raun bar vitni. Bless- uð sé minning þeirra. Með Þorsteini Einarssyni er geng- inn einn af Íslands bestu sonum. Hann var vel af Guði gerður, glæsi- menni sem vakti athygli hvar sem hann kom heima sem erlendis. Hann var vel búinn íþróttum og var lengi meðal bestu glímumanna og frjáls- íþróttamanna Íslands. Vegna frækn- leika síns og glæsileika var hann eft- irsóttur fánaberi við íþróttaviðburði. Var hann valinn til þess að bera ís- lenska fánann við opnunarhátíð Ól- ympíuleikanna í Berlín 1936. Enn- fremur á lýðveldishátíðinni 1944 þegar þingmenn gengu fylktu liði niður Almannagjá og á Lögberg. Líkamshreysti og andlegt atgervi héldust hönd í hönd hjá Þorsteini Einarssyni. Hef ég fáum kynnst sem gæddir voru slíkri atorku og starfs- þreki sem hann. Það var undravert hversu miklu hann kom í verk. Hætt er við að slíkir dugnaðarforkar verði helst til einráðir og finnst þeir þurfa að gera allt sjálfir þótt þeir hafi ágætisstarfsfólk að leita til. Var Þor- steini stundum álasað fyrir þetta og að hann væri of ráðríkur. Um tíu ára skeið áttum við Þor- steinn náið samstarf í íþróttanefnd ríkisins og önnur tíu ár í Ólymp- íuakademíunni (fræðsluráði Ól. Ísl.). Samstarfið með Þorsteini var ein- staklega ánægjulegt. Hann var gæddur eldlegum áhuga sem dreif aðra með sér. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvílíku Grettistaki Þorsteinn Ein- arsson lyfti fyrir íþróttir í landinu í þau 40 ár sem hann var íþrótta- fulltrúi ríkisins. Það var ekki einung- is að hann ætti stóran þátt í undir- búningi og framkvæmd allra íþróttamannvirkja á vegum íþrótta- nefndar ríkisins heldur hafði hann einnig hönd í bagga með íþróttahús- byggingum og sundlaugagerð við skóla um allt land á starfstíma sínum. Hann var einnig framkvæmdastjóri stjórnar Félagsheimilasjóðs frá því sjóðurinn var stofnaður 1947 og sá um hlut sjóðsins og fylgdist með byggingu þeirra fjölmörgu félags- heimila sem reist voru á þessum ár- um. Skipta þessi mannvirki hundruð- um þegar á heildina er litið. Sem dæmi um þær miklu framfarir sem Þorsteinn Einarsson átti stóran hluta að frá setningu íþróttalaga 1940 má nefna að þá voru aðeins skráðir 12 íþróttasalir í landinu, en 1981 þegar hann lætur af störfum eru þeir orðnir um 100 talsins. Svip- aða sögu er að segja um sundlaugar, íþróttavelli, skíðamannvirki, golfvelli o.fl. Hafi menn í huga að það sem hér hefur verið minnst á var aðeins einn þáttur í umfangsmiklu og vandasömu starfi Þorsteins sem íþróttafulltrúi hljóta menn að undrast afköstin og vera mér sammála um að það hafi verið happ fyrir þjóðina að Þorsteinn SJÁ SÍÐU 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.