Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 61
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 61 RÍKISSTJÓRN Ís- lands hefur valið sér andstæðing. Sá and- stæðingur heitir Ör- yrkjabandalag Ís- lands, samtök fólks sem tapað hefur starfsorku, að hluta til eða öllu leyti, vegna veikinda eða fötlunar. Flestir þess- ara einstaklinga eiga það sammerkt að hafa lítinn framfærslulíf- eyri. Þegar þetta tvennt kemur saman, fötlun og fátækt, leita menn eftir því sem talið er vera viðeig- andi lýsingarorð eða heiti. „Þeir sem minna mega sín“ eða jafnvel „lítilmagnar“ eru lýsingar- og við- urnefni sem iðulega eru viðhöfð um öryrkja. Nú kann vel að vera að í röðum öryrkja séu einhverjir, einsog í öll- um þjóðfélagshópum, sem minna mega sín einsog kallað er eða eru ekki mikils megnugir. Til forna skildu menn þó að sá sem væri veikur á einu sviði gæti komið að gagni á öðru, samanber speki Hávamála, haltur ríður hrossi, hjörð rekur handarvanur. Nafngiftir og lýsingar af þessu tagi orka þó allar mjög tvímælis í samfélagi sem vill kenna sig við samhjálp og mannréttindi enda iðulega skilin sem niðrandi af hálfu öryrkja. Hitt orkar hins veg- ar ekki tvímælis að raðir Öryrkja- bandalags Íslands skipa kröftugir og sterkir einstaklingar og forysta bandalagsins hefur komið fram af mikilli einurð og festu í baráttu fyrir þeirri mannrétt- indakröfu að öryrkj- um yrði tryggður lág- markslífeyrir til framfærslu. Eftir þrotlausa baráttu ákvað Öryrkjabanda- lagið að skjóta deilu- máli sínu við ríkis- valdið til æðsta dómstóls landsins. Hæstiréttur Íslands kvað upp úr með dómi sem segir að skerðing örorkubóta með hlið- sjón af tekjum maka einsog tíðkast hefur um árabil sé ekki í samræmi við stjórnar- skrá Íslands og mannréttindasátt- mála sem við eigum aðild að. Eftir að þessi hæstaréttarúrskurður lá fyrir ætluðu flestir að öryrkjum yrðu greiddar að lágmarki 51 þús- und krónur á mánuði óháð hjú- skaparstöðu. Ríkisstjórnin var ekki á þessu máli. Hún skipaði sérstakan háyfirdóm yfir Hæsta- rétt. Hann ráðlagði ríkisstjórninni að lækka þessa upphæð niður í 43 þúsund, taldi að þar með væri rík- isstjórnin sloppin fyrir horn. Svo verður þó ekki. Almanna- samstök í landinu, verkalýðshreyf- ingin, BSRB, ASÍ, BHM og Kenn- arasamband Íslands ásamt Landssambandi eldri borgara hafa lýst yfir samstöðu með öryrkjum. Allir skynja að öryrkjar hafa nú dregið mannréttindafána að húni. Undir þann fána mun þorri lands- manna skipa sér. Við erum stolt af því að skipa okkur í baráttusveit undir sóknarfánum öryrkja, þess fólks sem sýnt hefur siðferðilegan styrk sinn og að það kann flestum öðrum betur að bera höfuðið hátt. Öllum má vera ljóst að sú rík- isstjórn sem nú situr er mjög veik. Þess vegna valdi hún sem and- stæðing þann sem hún taldi veikan fyrir. En vopnin hafa snúist í hendi hennar. Hinn veiki reyndist sterkur. Hann reyndist sterkur því hann átti sér góðan málstað og var reiðubúinn að berjast fyrir honum. Á komandi dögum mun reyna á siðferðisþrek alþingismanna sem mynda stjórnarmeirihlutann. Mun þeim auðnast að bera höfuðið hátt, koma fram af sjálfstæði og reisn eða munu þeir láta skipa sér fyrir verkum? Þá myndi sannast að þar færu lítilmagnar í andanum, þeir einstaklingar sem raunverulega minnst mega sín í okkar samfélagi. Auðvitað bæri okkur þá að sýna samúð. Ég óttast að okkur yrði ekki öllum sú mildi gefin. Ríkisstjórn Íslands og aðrir sem minna mega sín Ögmundur Jónasson Öryrkjadómurinn Öllum má vera ljóst að sú ríkisstjórn sem nú situr er mjög veik, segir Ögmundur Jónasson. Þess vegna valdi hún sem andstæðing þann sem hún taldi veikan fyrir. Höfundur er alþingismaður og formaður BSRB. VIÐBRÖGÐ ríkis- stjórnarinnar við ör- yrkjadómnum eru að fótum troða áfram mannréttindi. Vegið er að grundvelli lýð- ræðisins og þrígrein- ingu valdsins. Vald og vilji ráðherranna gild- ir – ekki dómur Hæstaréttar. Einræði valdhafanna Þetta er svo alvar- leg ógnun við lýðræð- ið í landinu og mann- réttindi, að þessa ósvinnu verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Ný mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar frá 1995, sem eru horn- steinn lýðræðisþjóðfélags, eru í húfi. Hvernig þessu máli lyktar fyrir Alþingi er prófsteinn á lýð- ræðið og þetta nýja mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar. Þau eiga að tryggja jafnrétti og að fólk hafi möguleika á að lifa með mann- legri reisn. Hverjum einstaklingi eru þar tryggð ákveðin lágmarks- réttindi og lífskjör sem miðuð eru við rétt hans sem einstaklings. Þjóðin stendur nú frammi fyrir því hvort mannréttindaákvæðin nái til- gangi sínum eða hvort hér ríki ein- ræði valdhafanna og þeim takist að brjóta á bak aftur dóm Hæsta- réttar og þar með mannréttinda- ákvæði stjórnarskrárinnar. Það reynir ríkisstjórnin nú með frum- varpi sem lagt verður fyrir Alþingi eftir helgi. Skammta fólki mannréttindi Það hlýtur að vera áhyggjuefni að þegar dómur fellur stjórnvöld- um í óhag segir for- sætisráðherra hann nánast pólitískan og líkir honum við slys. Í geðvonskukastinu yfir dómsniðurstöðunni er síðan skipuð nefnd lögfræðinga til að túlka dóminn og sveigja hann og beygja að vilja for- sætisráðherra, sem skammtar fólki mann- réttindi eftir eigin geðþótta. Niðurstaða ríkisstjórnarinnar er að enn á að skerða líf- eyri öryrkja vegna tekna maka þótt úr skerðingunni sé dregið. Sveigt er að þessari niðurstöðu, m.a. til að minnka líkur á að afnema þurfi líka tengingu lífeyris við tekjur maka hjá öldruðum. Jafnljóst er þó að lífeyrir aldraðra er líka tengdur við tekjur maka og 18 þúsund krónur á mánuði duga þeim ekki heldur sem lágmarkslíf- eyrir samkvæmt túlkun 65. og 76. gr. stjórnarskrárinnar. Og auðvit- að ætti ríkisstjórnin að sjá sóma sinn í að skila aftur þegar í stað öllum milljörðunum sem hún hefur hlunnfarið lífeyrisþega um sl. 5 ár, sem skrimta þurfa af 70 þúsund krónum með því að slíta á tengsl lífeyris og launa. En heilbrigðis- ráðherra lætur þá enn bíða og set- ur bara nefnd í málið. Geðþóttaákvarðanir og ólögmæt taka fjármuna Það er með ólíkindum hvað rík- isstjórnin leggst lágt við að skammta öryrkjum eins lítil rétt- indi og þeir mögulega komast af með á sama tíma og hún greiðir götu nokkur hundruð forríkra kvóta- og fjármagnseigenda með 20 milljarða skattaívilnun á sl. tveimur árum. Það liggur fyrir að ólögmæt taka fjármuna hefur átt sér stað sl. 7 ár, þ.e. lögleysa sem gengur gegn mannréttindaákvæð- um stjórnarskrárinnar. Sjálfskip- aður hæstiréttur forsætisráðherra vill aðeins greiða öryrkjum fyrir hluta þess tíma, sem þessi mann- réttindabrot áttu sér stað, auk þess að skerða greiðslur í tvö ár af þeim fjórum sem þeir ætla að greiða. Ósvífnina gagnvart öryrkj- um kóróna þeir svo með nánast geðþóttaákvörðun um greiðslu 5,5% vaxta á skuld og vanskil rík- issjóðs við öryrkja á sama tíma og hið opinbera tekur 23% dráttar- vexti af vanskilum og ógreiddum skattaskuldum einstaklinga. Prófsteinn á mann- réttindi og lýðræði Jóhanna Sigurðardóttir Öryrkjadómurinn Í geðvonskukastinu yfir dómsniðurstöðunni er síðan skipuð nefnd lög- fræðinga til að túlka dóminn, segir Jóhanna Sigurðardóttir, og sveigja hann og beygja að vilja forsætisráð- herra, sem skammtar fólki mannréttindi eftir eigin geðþótta. Höfundur er alþingismaður. FÁTT er eðlilegra en að gera mistök, það kemur fyrir alla. Á hinn bóginn er það heimska eða helber ósvífni að neita eða vilja ekki draga lærdóm af þeim mistökum. Þessi kenn- ing eða ,,frasi“ var það fyrsta sem kom upp í hugann þegar viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar í svokölluðu ,,öryrkja- máli“ voru kynnt með lúðraþyt og blæstri á blaðamannafundi í ráð- herrabústaðnum. Á fundinum kom fram að ríkisstjórnin ætlar í einu og öllu að fara að tillögum nefndar, sem hún skipaði til að ,,skýra“ efni dómsins og gera tillögur um úrbætur. Nefndinni var m.ö.o. fengið það hlutverk eða vald, að greina, skýra og túlka efni dóms sem kvað á um mannréttinda- brot stjórnvalda gagnvart öryrkjum. Um leið fékk nefndin það hlutverk að skilgreina þann rétt sem Hæstirétt- ur dæmdi öryrkjum í máli þeirra gegn stjórnvöldum. Nefndarskipanin Skipan nefndarinnar vakti strax furðu mína. Ég átta mig ekki á því hvernig það getur gengið að sá er ,,tapar“ dómsmáli skuli einhliða, án samráðs eða fulltingis ,,sigurvegar- anna“, skipa nefnd, sem er ætlað að túlka og skýra ,,efni“ dómsins. Nefndin, sem þetta hlutverk fékk, var að sjálfsögðu skipuð starfsmönn- um, vinum og velunnurum ríkis- stjórnarinnar. Í framhaldinu hlýtur að vakna spurning hvort stjórnvöld hafi ekki í reynd, með skipun nefnd- arinnar, verið að skipa sinn eigin hæstarétt? Einhvers konar yfir- og endurskoðunarrétt. Það er því ekki að undra að ýmsir eigi erfitt með að átta sig á því hvar hið raunverulega dómsvald liggi nú um stundir, þrátt fyrir skýr ákvæði stjórnarskrár þar um. Tillögur nefndarinnar Tillögur nefndarinnar komu eng- um á óvart. Þær eru í samræmi við annað. Dómurinn er skýrður eins þröngt og kostur er. Öryrkjum er úr hnefa stjórnvalda skammtaður rétt- ur eins og hann horfir við stjórnvöld- um. Það sem þó vakti einna mesta at- hygli hjá mér var sú mikla áhersla sem nefndin leggur á fyrningu krafna. Af einhverjum orsökum leggur hún stóra lykkju á sína leið til að sýna fram á að kröfur, skv. nið- urstöðu dómsins, séu að stórum hluta til fyrndar. Í þessu sambandi ber að hafa í huga að það er ekki skylt að bera fyrir sig fyrningu. Fyrningu má slíta með því að við- urkenna kröfu. Vitaskuld hefðu stjórnvöld átt að viðurkenna kröfur öryrkjanna í stað þess að bera fyrir sig fyrningu. Til þess að bíta höfuðið af skömminni hafnar nefndin því svo að fyrningu hafi verið slitið með út- gáfu stefnu 1998, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi talið að Öryrkja- bandalagið væri réttur fyrirsvarsaðili, eins og fram kemur bæði í hér- aðsdómi og Hæstarétti. Í mínum huga er það því hrein og klár ósvífni af hálfu stjórnvalda að bera fyrir sig fyrningu, þegar kröfur á hendur þeim eiga rót sína að rekja til mannréttinda- brota. Í mínum huga fyrnast mannréttinda- brot ekki. Réttarríkið Það er ekki sjálfgefið að átta sig á því hvert framhald málsins verð- ur, en líklegt má telja að það stefni í áframhaldandi málaferli. Það virðist því vera óskhyggja ein þegar heil- brigðisráðherra lýsir því yfir við þessar aðstæður að tilllögur nefnd- arinnar séu innlegg í einhvers konar sátt. Hefði verið til staðar vilji hjá stjórnvöldum til sátta í málinu (þ.e.a.s. ef hægt er að tala um sátta- vilja þegar fjallað er um niðurstöðu Hæstaréttar) hefði þeim verið í lófa lagið að óska eftir viðræðum við Ör- yrkjabandalagið um það hvernig fullnægja mætti efni dómsins, í stað þess að skipa sinn eigin endurskoð- unardóm. Hvort stjórnvöld eru með þessu að gefa almennt fordæmi um hegðan þeirra sem verða undir í við- urkenningamáli skal ósagt látið. En enginn vafi leikur á því að með nefndarskipuninni gerðu stjórnvöld lítið úr þeim rétti einstaklinga og félagasamtaka, að geta borið álita- efni sín og réttindi undir dómstóla. Þegar þar er komið sögu réttarríkis er farið að hrikta í stoðum. Heimska eða ósvífni? Lúðvík Bergvinsson Höfundur er alþingismaður. Öryrkjadómurinn En enginn vafi leikur á því að með nefndarskip- uninni gerðu stjórnvöld, segir Lúðvík Berg- vinsson, lítið úr þeim rétti einstaklinga og félagasamtaka, að geta borið álitaefni sín og réttindi undir dómstóla. www.leir.is Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.