Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 8
Gjörið svo vel, elskurnar mínar „sá á kvölina sem á völina“. FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýr forstöðumaður þróunarsviðs Starfið myndar brú milli stofnana HINN 1. febrúar nk.tekur Kristín A.Árnadóttir við starfi forstöðumanns þróun- ar- og fjölskyldusviðs Reykjavíkurborgar. Hún hefur verið aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra frá 1994 að einu námsári undan- skildu. Kristín var spurð hvað hið nýja starf fæli í sér? „Þetta nýja starf felur í sér að vera sviðsstjóri á einu af fjórum sviðum Ráð- hússins í Reykjavík. Hin sviðin eru stjórnsýslu- og fjármálasvið, skrifstofa borgarstjóra og skrifstofa borgarlögmanns. Þetta starf er tvíþætt, annars vegar að vera í tengiliðs- og sam- ræmingarhlutverki gagnvart nokkrum fjölda stofnana á vegum Reykjavíkurborgar. Svo sem leik- skólum Reykjavíkur, Fræðslumið- stöð, Félagsþjónustu og menning- argeiranum. Þetta starf felur í sér að vera brú milli þessara stofnana og æðstu stjórnar borgarinnar. Á hinn bóginn er þetta líka yfirum- sjón með starfsemi sjálfstæðrar deildar sem vinnur að verkefnum á sviði upplýsinga, þróunarverkefna, kannana og úttekta. Þetta svið hef- ur öðrum sviðum fremur með höndum að „undirbúa morgundag- inn“, leita nýjunga þvert á borg- arkerfið. Þar eru vistuð ýmis til- raunaverkefni.“ – Er þetta nýtt starf? „Nei, þessi staða spratt úr ann- arri í ársbyrjun 1999, þá varð þró- unarsviðið til. Stjórnsýsla þarf að vera í sífelldri endurskoðun. Þró- unarstarf var ekki skilgreint verk- efni hér í Ráðhúsinu áður. Hjá þró- unarsviði er gert ráð fyrir að stefnumótun fari fram á ólíkum sviðum og ýmsum verkefnum sinnt sem kunna að vera breytileg eftir árum og áherslum hverju sinni. Til dæmis er nú á lokastigi vinna við stefnumótandi langtímaáætlun sem nefnd hefur verið: Framtíðar- borgin. Eitt af þeim verkefnum sem nú er sinnt á þróunarsviði er undirbúningur almennrar at- kvæðagreiðslu um flugvöllinn í Reykjavík.“ – Nýtist þér vel í þessu nýja starfi nám þitt í stjórnun í Banda- ríkjunum? „Já tvímælalaust. Ég miðaði nám mitt þar að verulegu leyti við rekstur borga og mál sem brenna á borgum, einkum og sérílagi það sem flokka má undir þróunarmál. Ég beindi einkum sjónum að lýð- ræðisþróun, samskiptum yfirvalda við borgara og nýjungum í rekstri borga.“ – Kynntist þú þarna ytra marg- víslegum nýjungum í rekstri borga? „Já, ég held að almennt geti ég sagt að ný nálgun hafi verið áber- andi og sé að ryðja sér til rúms, svo sem opnari stjórnsýsla og dreif- stýring. Það vakti athygli mína að hugmyndir sem við höfum lengi stundað í Kvennalistanum, svo sem eins og virkt sam- ráð og „flatt skipulag“, er meðal þeirra hug- mynda sem stjórnunar- fræði leggur áherslu á í dag sem forsendu ár- angurs. Ég lagði mig eftir að kynnast betur ýmsum óhefðbundnari aðferðum við lausn ágreiningsefna sem nú eru æ meira notaðar í stjórnsýslu og rekstri.“ – Er erfitt að kveðja gamla starfið? „Það vill nú svo til að ég fer ekki langt, ég hugsa að ég myndi sakna þess meira ef ég væri að fara eitt- hvað langt í burtu. En þetta hefur verið góður tími og ég hef verið af- skaplega ánægð í því samstarfi sem ég hef átt við borgarstjóra og borgina sem aðstoðarmaður borg- arstjóra. Ég hugsa að verkefnin í nýja starfinu verði ef til vill í fast- ara formi en hér í þessu starfi þar sem ég reyndar þakka fyrir að hafa haft tækifæri til þess að vinna að afar ólíkum málum. Auðvitað hafa skyldurnar við borgarstjóra verið ríkastar og ég hef lagað mitt starf fyrst og fremst að hennar þörfum og hennar dagskrá.“ – Eru mjög glögg skipti á milli þeirra fjögurra sviða hjá borginni sem þú nefndir áðan? „Já, það eru nokkuð skýr skil og það langsamlega stærsta er stjórn- sýslu- og fjármálasvið sem borg- arritari Helga Jónsdóttir veitir for- stöðu. Undir það svið heyra fjármáladeild, borgarbókhald, kja- raþróunardeild og rekstrar- og þjónustuskrifstofa Ráðhússins. Hin sviðin eru minni þótt verkefni þeirra séu líka fjölþætt eins og ég hef rakið um þróunar- og fjöl- skyldusvið.“ – Kynntist þú ytra nýjungum hvað varðar fjölskylduþjónustu borga? „Ég get varla sagt það, enda held ég að við höfum varla mikið til Bandaríkjanna að leita hvað varð- ar samfélags- eða fjöl- skylduþjónustu. Hér og víða í Evrópu tel ég að miklu betur sé að þess- um málum staðið heldur en í Bandaríkjunum þar sem er með ólíkindum að fólk sætti sig við þá þjónustu sem fjölskyldum er búin, sem víða er afar lítil ef frá er talinn grunn- skólinn. Ég þori að fullyrða að stofnanir Reykjavíkurborgar sem sinna þjónustu við fjölskyldurnar séu í fremstu röð og fyrir mig er það tilhlökkunarefni að koma með beinum hætti að stefnumörkun á uppbyggingu þeirra.“ Kristín A. Árnadóttir  Kristín Aðalbjörg Árnadóttir fæddist 18. mars 1957 í Flóanum en ólst upp á Eskifirði. Hún lauk stúdentsprófi 1980 og BA-prófi frá Háskóla Íslands 1987 í ensku og fjölmiðlafræði og meistara- gráðu frá Maxwell School of Citi- zenship and Public Affairs í New Yorkfylki 1998 í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Hún hef- ur m.a. verið blaðamaður á Morgunblaðinu, deildarsérfræð- ingur í menntamálaráðuneytinu og deildarstjóri á alþjóðaskrif- stofu HÍ 1991 til 1994, auk þess að vera fyrsta starfskona þing- flokks Kvennalistans. Hún hefur verið aðstoðarmaður Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur borg- arstjóra frá 1994 að einu ári und- anskildu. Kristín er gift Val Harðarsyni markaðs- og sölu- stjóra og eiga þau þrjár dætur. Stofnanir Reykjavík- urborgar í fremstu röð ORKUVEITA Reykjavíkur og eig- endur jarðarinnar Öndverðarnes I, Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Múrarafélag Íslands, undirrituðu á fimmtudag samning um rétt Orku- veitunnar til nýtingar jarðhita í landi jarðarinnar. Samningurinn er liður í þeim áformum Orkuveitunnar að leggja hitaveitu sem þjónustar Grímsnes- og Grafningshrepp, sem verður ein af stærstu hitaveitum landsins. Áætlaður stofnkostnaður hitaveitunnar er um 440 milljónir króna. Áætlað er að lagning hitaveitunn- ar hefjist á þessu ári og að fram- kvæmdir taki þrjú ár. Hitaveita Þor- lákshafnar, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, sér um rekstur hita- veitunnar í Grímsnesi og Grafningi. Á fyrirhuguðu veitusvæði eru tæp- lega 1.000 sumarhús, sveitabæir, tvær sundlaugar, skóli og þjónustu- byggingar. Hitaveitan þjónar einnig framtíðarbyggð á svæðinu. Ætla má að á þessu svæði dveljist á milli 4.000-5.000 manns að meira eða minna leyti yfir sumartímann. Þetta verður því með stærstu hita- veitum á landinu og notendur henn- ar verða fleiri en t.d. íbúar í Borg- arbyggð, Grindavík, Húsavík eða Fjarðabyggð, en íbúatala hvers þessara sveitarfélaga er frá 2.300- 3.100 manns. Stofngjald notenda Grímsnes- og Grafningsveitu er áætlað innan við 100 þúsund krónur. Orkuveita Reykjavíkur semur við eig- endur jarðarinnar Öndverðarnes I Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá undirritun samningsins. F.h. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, Eggert Steinar Karlsson, formaður Múrara- félags Reykjavíkur, Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafn- ingshrepps og Guðmundur Rúnar Svavarsson, sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. Lagning hitaveit- unnar hefst á þessu ári ÞRÓUNARSJÓÐUR sjávarútvegs- ins hefur ekki greitt fasteignagjöld af húsum á Norðurtanganum á Ísa- firði undanfarin ár og hefur Ísafjarð- arbær því orðið af tekjum upp á tug milljóna eða meira. Samkvæmt nýj- um lögum þarf sjóðurinn nú að greiða umrædd gjöld, en lögin eru ekki afturvirk. Fram kemur í Bæjarins besta á Ísafirði að sjóðurinn þurfti lögum samkvæmt ekki að greiða fasteigna- gjöld af húsunum og varð bærinn þannig af þremur til fjórum milljón- um á ári í þrjú ár. „Þetta er gott dæmi um það hvernig lög sem sett eru geta komið niður á sveitarfélögunum þótt það sé kannski ekki ætlunin“, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar- bæjar. Fram kemur í BB að bæj- arstjórnarmenn hafi gert allt sem í valdi þeirra stóð til að fá lögunum breytt. „Eftir mikla baráttu flutti Einar Kr. Guðfinnsson frumvarp til breytinga á þessum lögum. Frum- varpið gekk í gegn og hefur sjóður- inn því greitt fasteignagjöld frá árs- byrjun 2000. Breytingin var ekki afturvirk og er því ljóst að Ísafjarð- arbær varð af tekjum upp á 9–12 milljónir,“ segir Halldór. Þróunarsjóð- ur greiddi ekki fast- eignagjöld Norðurtanginn á Ísafirði Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.