Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 77
FÓLK Í FRÉTTUM KVIKMYNDAKLÚBBURINN Filmundur stendur í stórræðum þessa dagana í góðu samstarfi við Alliance Française – íslenskt félag sem stofnað var 1911 og er ætlað að efla áhuga og þekkingu Íslendinga á franskri menningarstarfsemi. Þessir tveir hópar hafa sannarleg gert skurk í þeim málum því að á fimmtudaginn var opnuð stór og mikil hátíð helguð franskri kvik- myndagerð sem mun standa yfir dagana 11. – 22. janúar í Háskóla- bíói. Franskar myndir hafa í gegnum tíðina haft á sér þann stimpil að vera leiðinlegar; uppfullar af atrið- um þar sem eitthvert lið er að hræra í kaffibollunum sínum í tíu mínútur. Kvikmyndalandslagið í Hollywood virðist þó vera að gera því franska gott þar sem margar nýlegar stórmyndir þaðan eru nokkuð listrænar að eðli og inntaki – eiginleiki sem gæti hjálpað til við að fella niður þessa innstimpluðu fordóma í garð franskra mynda. Hvað sem hægt er að segja um þessi mál hefur Filmundur ætíð lagt áherslu á að ná til sem flestra, án þess þó að glata niður þeim markmiðum sínum að vera „alvöru“ kvikmyndaklúbbur, samanber Þor- gerði Sigurðardóttur, starfsmann Filmundar. Á þessari hátíð er enda að finna margskonar myndir, allt frá sprelligosamyndum yfir í níst- andi harmræn drömu. Allt eru þetta nýlegar myndir, sú elsta er frá árinu 1995. „Einnig er skemmti- legt að sjá að fjórir leikstjóranna eru konur,“ segir Þorgerður. „Þannig að það virðist vera upp- gangur í því þarna í Frakklandi.“ Miðaverð er 500 kr. inn á allar sýningar en einnig verður boðið upp á tíu miða kort á kr. 3500. Myndirnar Hér á eftir fer stutt yfirlit yfir þær átta myndir sem í boði verða. Place Vendôme e. Nicole Garcia. (1998) Myndin fjallar um auðugan skartgripasala sem deyr dularfull- um dauðdaga. Ekkja hans, leikin af Catherine Deneuve sem fer á kost- um, ákveður að halda rekstri bónda síns áfram en þarf að berjast bæði við eigin drykkjusýki svo og rúss- nesku mafíuna sem er hefur vafa- söm tengsl við andlát eiginmanns- ins. Vénus beauté (institut) e. Tonie Marshall. (1999) Var valin besta kvikmynd Frakk- lands á síðasta ári. Ljúfsárt og beinskeytt gaman-drama sem ger- ist á snyrtistofu þar sem konur á hinum og þessum aldri deila með sér sigrum og sorgum tilverunnar. Post-coitum animal triste e. Brigitte Roüan. (1997) Eldheit ástarmynd sem skartar djörfum tæknibrellum og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir nýbreytni í tökum og myndmáli. Fjallar um tveggja barna móður sem stundar framhjáhald með ítölskum pípulagningamanni sem því miður er ekki jafn heitur og frú- in fyrir ástarævintýrinu. Le Cousin e. Alain Corneau. (1998) Engin venju- leg sakamála- mynd sem hlotið hefur mikið lof og var m.a. til- nefnd til fimm Cesarverðlauna. Orðið „frændi“ vísar til þeirra glæpamanna sem hljóta skerf af eiturlyfjasölu þeirri sem þeir klaga til lögreglunnar. Myndin fjallar um hættulegt samb- and lögreglumannsins Gérard og bófans Nounours að þessu leytinu til. Serial Lover e. Ja- mes Huth. (1998) Gamanmynd sem fjallar um sakamálahöf- undinn Claire sem þarf svo sem ekki að kvarta fyrir utan stakt lánleysi í karlamálum. Hún bregður á það ráð að bjóða nokkrum karl- kyns vinum sínum heim til sín og afræður að velja einn þeirra sem tilvonandi eiginmann. En þá fara voveiflegir atburðir að gerast... Le Pari e. Didier Bourdon og Bernard Campan. (1997) Sprenghlægileg grín- mynd með einu þekkt- asta spaugpari Frakk- lands, þeim Didier Bourdon og Bernard Campan. Mágar tveir sem keðjureykja hand- sala með sér veðmál um að þeir geti hætt í eit- urhólkunum í tvær vik- ur. Þeir lenda að sjálf- sögðu í miklum hrakförum; geðpirring- ur og magakýlingar voma yfir þeim en þeir halda engu að síður ótrauðir áfram í átt að lokatakmarkinu. Le Fils préfere e. Nicole Garcia. (1995) Fráskilin maður lifir sorgum hlöðnu lífi. Faðir hans liggur fár- veikur á sjúkrahúsi og í kjölfarið þarf maður- inn, Jean-Paul, að tak- ast á við ýmis vandamál í fjölskyldunni og upp- götvar í leiðinni ýmis leyndarmál. Meðal leik- ara er Jean-Marc Barr sem sést hefur í myndum eins og The Big Blue, Breaking the Waves og Dancer in the Dark. Y-aura-til de la neige a Noel? e. Sandrine Veysset. (1997) Stórbrotið drama sem fjallar um sjö barna móður sem er kúguð af landeiganda sínum. Hann er faðir barna hennar og elskhugi en býr þó með annarri konu og á börn með henni einn- ig. Söguhetjan og börnin henn- ar eru einungis ódýrt vinnuafl í huga landeigandans sem bannar þeim að yfirgefa búgarðinn. Ástríki konunnar til barnanna er þeirra eina lífsviðurværi. Frönsk filmu- flóra Í hönd er að fara viða- mikil kvikmyndahátíð, helguð franskri kvik- myndagerð. Arnar Egg- ert Thoroddsen fór í saumana á henni með Þorgerði Sigurðardótt- ur, fulltrúa kvikmynda- klúbbsins Filmundar. Catherine Deneuve (til hægri) í hlut- verki sínu í mynd- inni Place Vendôme. Þorgerður Sigurðardóttir er starfsmaður Filmundar, kvikmyndaklúbbs sem stofnaður var fyrir tæpu ári og hefur verið mikilsvirk- ur í starfsemi sinni æ síðan. Frönsk kvikmyndahátíð framundan Atriði úr myndinni Serial Lover. Morgunblaðið/Árni Sæberg MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.