Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 51 niður í Vík eftir að við höfðum stolist þangað, en það þurfti svo sem aldrei að leita að okkur því það var viðbúið að við værum þarna. Afi missti mikið þegar amma dó, hún var hans hægri hönd og rúmlega það. En hann var ansi duglegur að bjarga sér, maður sem aldrei hafði þurft að elda ofan í sig, þvo þvott eða annað slíkt. Hann meira að segja dreif sig á námskeið til að læra að elda í örbylgjuofni og var bara nokk- uð slyngur í því. Þegar aldurinn fór að færast yfir hann vildi hann nú reyna að halda sér í formi, keypti þrekhjól og fór að synda á hverjum morgni. Ekki notaði hann hjólið mik- ið, en hann mætti í laugina allt þar til hann hætti að keyra. Það var án efa mikill missir fyrir hann því sundið gerði honum gott, þó aðhann hafi nú ekki farið margar ferðir á milli bakk- anna. Þrátt fyrir að hann hafi ekki átt gott með að hreyfa sig síðustu árin var hann alltaf vel með á nótunum, kollurinn var í góðu lagi. Nú rétt fyr- ir jólin hringdi hann í mömmu og bað hana að kaupa fyrir sig gsm síma! Við vorum reyndar búin að kaupa einn til að gefa honum í jólagjöf þannig að það hittisst vel á. Hann var fljótur að læra á hann og notaði hann óspart til að hringja í ættingja og vini og alltaf vildi hann fá fréttir af fiskiríi. Þegar hann hringdi úr sím- anum til að prófa hann sögðum við að nú væri hann orðinn eins og ungling- arnir, bara kominn með gemsa. Þá hló hann mikið. Elsku afi, við vitum að þú ert í góðum félagsskap með ömmu, Möggu og Magnúsi og svo fjölmörg- um öðrum. Langri og viðburðaríkri ævi þinni hér á jörðu er lokið en minningin um afa og ömmu í Vík mun lifa um ókomna framtíð. Hvílið í friði. Klara og Þuríður. Hann afi minn, Þorlákur Gíslason frá Vík í Grindavík, „Láki í Vík“ eins og hann var oftast kallaður, lést hinn 3. janúar síðastliðinn á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Þær eru margar minningarnar sem renna í gegnum hugann þegar maður er að kveðja einhvern sem hefur verið manni kær. Ekki var ég nú gamall þegar að ég fór að strjúka niður í Vík til ykkar ömmu ef að ég var ekki alveg sáttur við hana móður mína. Alltaf var tekið vel á móti manni og fékk ég þá að sofa til fóta hjá ykkur ef ekki vildi betur til. Það var kannski ekki skrítið að lítill polli vildi hvergi annars staðar vera, þarna voru kindurnar, hestarnir og allt það frjálsræði sem að lítill dreng- ur gat hugsað sér. Maður var kom- inn í sveitina og ekki langt að fara fyrir stutta fætur. Man ég alltaf eftir því þegar þú kallaðir á kindurnar þínar á þinn sér- staka hátt kibba kibb og alltaf komu þær til þín, en þegar ég ætlaði að reyna það sama gerðist ekkert. Þær litu kannski upp en hreyfðu sig ekki úr sporunum. Eins var það þegar þú varst að tala við þær í kofanum, þá var eins og þær skildu hvert orð sem að þú sagðir. Seinna þegar unglings- árin runnu upp og ég flutti meira og minna til ykkar gastu nú verið svolít- ið harður og ákveðinn við mann, því ef einhver tók eitthvað að sér átti hann að gera það fljótt og vel. Ég skildi það ekki fyrr en seinna á lífs- leiðinni að ekki var það illa meint, heldur varstu að leggja manni lífs- reglurnar, því að það borgaði sig að vera iðjusamur og stundvís. Varð mér stundum hugsað til þess nú í seinni tíð þegar að heilsu þinni hafði hrakað svo, að þú varðst að hætta að keyra jeppann þinn og hringdir kannski og athugaðir hvort hægt væri að fara á rúntinn. Þá vild- ir þú að ég kæmi á umsömdum tíma og ekkert múður með það. Nú þegar að þú ert búinn að fá hvíldina og hitt- ir ömmu á ný og börnin þín tvö, sem að fóru langt fyrir aldur fram, þakka ég þér, afi minn, fyrir allt sem þú gafst mér og kveð. Þorlákur Guðmundsson. Frændi minn, vinur og velgjörð- armaður, Þorlákur í Vík, hefur ekki sagt sitt síðasta nema hér á þessari braut vetrar og stiga. Því rita ég þessar fáu línur að hann var nábúi minn, félagi, vinur og umfram allt lærifaðir ungum strákpjakki sem taldi sig geta og vita allt um búskap og útgerð ásamt og fleiru. Þetta var árið 1968. Ég átti eftir að vita meira um manninn: Það er duga skal ef meira þarf. Strákurinn frá Garðhús- um pakkaði niður og fór reynslunni ríkari en án þess að skaða nokkurn það best hann veit. Þorlákur var sér- kennilegur maður, sem erfitt var að átta sig á. Hann var ljóngáfaður þó að margir hafi haldið annað. Því segi ég þetta til að minna okkur á að við erum stundum minni en við höldum. Enginn er fullkominn. Ekki var Þor- lákur félagi minn á vísu Bakkusar, en þó kann ég einn slíkan; seinnipart dags mörgum árum eftir að ég flutti fann ég óvænt Þorlák á hlaði hans í Vík. Við tókum tal saman og eftir stutta stund spurði ég hvort ekki mætti bjóða í glas. Hann þáði. Og bætti við: Ekki býrðu svo vel að eiga brennivín, Einar? Ég átti það ekki en bílstjórinn gat bætt úr. Að þess- um formáli loknum settumst við nið- ur á tröppur hússins í blíðskapar- veðri og kynntist ég þá Þorláki í fyrsta og hinsta sinn. Hann sagði mér ýmislegt um afa minn og fleiri en það verður tíundað síðar. Það eitt get ég sagt að hann var hreinmáll og sagði sína meiningu umbúðalaust. Það skal engum getum að því leitt að mér þótti vænt um þennan mann og megi góður Guð varðveita og blessa börn hans og niðja. Blaktandi glæður af ógrynnis eldi áttar hugann um dali og heiðar augnablikið í aldaveldi anda vorum beinir til leiðar uns fyrirheit Guðs yfir gröfina auða geymir á milli hafra og sauða. (Einar Ben.) Einar G. Ólafsson frá Garðhúsum. Ég á margar góðar æskuminning- ar frá ótal heimsóknum mínum til ömmu og afa í Vík. Í minningunni er eins og alltaf hafi verið sumar. Vænt- anlega er ástæðan sú að alltaf var gott að vera hjá þeim. Við barna- börnin lékum okkur yfirleitt þar enda alltaf líf í tuskunum. Hundarn- ir, kindurnar og litlu lömbin, fjaran, túnið og eldhúsið hjá ömmu. Það var hvergi betra að vera en hjá ömmu og afa í Vík. Afi úti á túni að sinna sauð- fénu og amma inni í eldhúsi að búa til besta mat í heimi eða bakandi dásamleg brauð. Við höfðum öll mat- arást á henni og flestum fannst betra að borða þar en heima hjá sér. En það var ekki bara gott að borða hjá ömmu og afa, það var líka toppurinn á tilverunni að fá að kúra á milli þeirra. Heimili þeirra var miðpunkt- urinn í þessari stóru fjölskyldu og amma var sú sem stjórnaði af mikilli sanngirni og góðmennsku. Það var því mjög sárt þegar amma dó árið 1981. Hún var fasti punkturinn í lífi okkar allra og ég sakna hennar enn. Missirinn var sárastur fyrir afa. Hann hins vegar stóð sig eins og hetja. Hann sem hafði verið dekr- aður af eldamennsku ömmu lærði húsverkin á gamals aldri. Hann var duglegur að fara í sund og út að labba og ég dáðist að honum hvað hann var sprækur. Duglegur var hann líka að heimsækja börnin sín meðan hann hafði heilsu til og þegar hún fór hrakandi þá var bara notast við símann. Þótt afi væri orðinn veik- ur var hann alveg skýr í kollinum og fylgdist vel með öllu og öllum og kom manni sífellt á óvart. Ég kveð hann með miklum söknuði en jafnframt gleði þar sem ég veit að nú líður hon- um vel og er hamingjusamur. Nú er hann kominn til konunnar sinnar og barnanna sinna, Margrétar og Magnúsar, og nú passa þau öll upp á okkur. Jóhanna Helga Halldórsdóttir. ✝ Ingibjörg Gísla-dóttir fæddist 2. september 1907. Hún lést 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Þorvarðsson frá Fag- urhólsmýri í Öræf- um, bóndi í Papey, og kona hans Margrét Gunnarsdóttir frá Flögu í Skaftár- tungu. Þeirra börn voru: Gunnar, Þor- varður, Ingólfur, Gústaf, Sigríður, Ingibjörg og Mar- grét. Síðari kona Gísla var Jó- hanna Gunnarsdótt- ir (systir fyrri konu). Þeirra börn voru Snorri, Kristín og Gunnþóra. Ingibjörg giftist Hinriki Einarssyni, bónda á Hömrum í Þverárhlíð, 22. júlí 1951 og bjuggu þau á Hömrum þar til þau fluttu í íbúð fyr- ir aldraða í Borgar- nesi haustið 1998. Útför Ingibjargar fer fram frá Borgar- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elli, þú ert ekki þung anda Guði kærum; fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. (St.Th.) Við fáa hefur þessi vísa átt jafn- vel og Imbu frá Hömrum. Undir hennar silfurhærum var falin ein- hver fegursta sál sem ég hef kynnst. Langlundargeð hennar var mikið og kærleika til manna og þó sérstaklega málleysingja átti hún í ríkum mæli, en þó var það hóg- værðin sem einkenndi hana öðru fremur. Þuríður Ingibjörg Gísladóttir var fædd í Papey 2. september 1907 og var dóttir hjónanna Gísla Þor- varðssonar og konu hans, Margrét- ar Gunnarsdóttur. Imba var næst- yngst sjö barna þeirra sem upp komust. Margrét lést af barnsför- um, en þá hún hafði fætt stúlku sem heitin var í höfuð móður sinn- ar, en hún hafði gengið með tví- bura og dó annar þeirra. Síðar gift- ist Gísli svo systur fyrri konunnar og áttu þau þrjú börn sem lifðu og lifa enn, en ein alsystir Imbu, Sig- ríður, er á lífi. Í Papey átti Imba svo heima þar til hún var 25 ára en þá fór hún til Reykjavíkur. Í Reykjavík vann hún lengst hjá sæl- gætisgerðinni Víkingi, tvö sumur var hún í veiðihúsunum við Langá og eitt sumar við Norðurá. Síðan hitti hún Hinna og þá voru örlög hennar ráðin. Eftir það fylgdust þau að í kringum hálfa öld, öll árin á Hömrum – að undanskyldu því síðasta sem þau áttu heima í Borg- arnesi. Mér er afar minnisstætt þegar ég, nýflutt upp í Þverárhlíð, fór í heimsókn að Hömrum. Þar áttu þá heima gömlu hjónin Guð- rún og Einar, bæði komin fast að níræðu og börn þeirra Guðrún, Sigursteinn og Hinrik – og Imba kona hans. Að sjálfsögðu bar Imba okkur veitingar en ekki óraði mig fyrir því að þessi kona sem gaf mér mjólk að drekka og gerði mér sætt í munni ætti eftir að verða ein mín besta vinkona þó að 36 ár skildu okkur að, en aldur virðist ekki skipta máli þegar vinátta er annars vegar. Frá þessari heimsókn man ég ekki eftir að Imba segði nema sæl og svo vertu sæl, þar kom til sá háttur hennar að halda sig til hlés. Smám saman fórum við að spjalla meira og þar kom að ég taldi mig þekkja hana mæta vel, en þar skjátlaðist mér. Þegar ég svo fór til þeirra í heimilishjálp sá ég fyrst hversu mikil hún var, hún var ein af þessum fágætu manneskjum sem vex í viðkynningu. Sjaldan heyrði maður hana segja styggðaryrði um nokkurn mann, hitt var sýnu oftar að hún berði í bresti manna ef á þá var hallað. Einn var sá þáttur í fari Imbu sem var ríkastur, það var ást hennar á ferfætlingum. Hjá henni áttu allar skepnur skjól og voru fljótar að finna það og treystu henni tak- markalaust, enda var því lambi ekki lífs vænt sem hún á annað borð ekki gat komið til. Þetta vissu Geiri í Kvíum og Helga þegar þau fundu móðurlaust lamb úti í haga snemmsumars 1998. Þau fóru með það til Imbu ef það mætti verða til þess að lambvesalingurinn héldi lífi Það gekk eftir, en ekki veit ég um aðra konu 91 árs sem hefur staðið við að baka tebollur með rúsínum handa heimalningnum sínum, en það gerði Imba því hún Kaka borðaði þó jólaköku ef ekki bauðst betra. Tebollur voru bestar og þá bakar maður að sjálfsögðu það besta handa vinum sínum. Imba var kím- in þegar hún sagði frá. Það voru henni daprir dagar þegar síðustu ánum var fargað, en sínu verri þó dagurinn þegar þeir voru felldir að velli vinirnir Lubbi og Kisi. Það var eins með umhyggjuna fyrir Köku. Imba var söm við sig og þann dag var hvítasta og fínasta lakið á bænum tekið og hún sat við að sauma utanum vinina sína, sam- an skyldu þeir hvíla og fallega um þá búið. Geri aðrar konur betur þó yngri séu en 92. Í sumar leið bauð Óli í Klettstíu þeim hjónum að aka með þau til Djúpavogs svo hún gæti fengið þeirri þrá sinni fullnægt að komast einu sinni enn út í Papey. Þökk sé honum fyrir það. Það endaði þann- ig að ég fór með því það eina sem háði henni var sjóndepra, svo ég aðstoðaði hana á ókunnugum stöð- um. Þetta var ævintýraferð og hún yngdist svo að við urðum að stoppa hana af úti í Papey til hvíldar. Örnefnin streymdu af vörum hennar eins og perlur á bandi, því hver blettur var henni svo kær. Það er eins og þar stendur að: Þótt ég lifi og leggi í strand langt frá dölum þínum, aldrei hverfur Austurland andans sjónum mínum (H.B.) Sárt þótti mér að þurfa að neita síðustu bón hennar að syngja fyrir hana úr Vísum Austfirðinga: Það er svo margt að minnast á frá morgni æsku-ljósum. Oft hefur mér þótt önugt að vera laglaus en sjaldan sem þá, en hvað gerði sú fullorðna, helsjúk raulaði hún bara fyrir mig í staðinn og skeikaði hvergi. Andlegum kröftum hélt hún meðan meðvitund var til stað- ar. Hún sagðist ætla að vera í mót- tökunefndinni minni þegar þar að kæmi og bætti við glettin á svip: „Ég tek jafnvel hann Lubba með, þið voruð svo góðir vinir.“ Að sjálfsögðu var hún ekki galla- laus frekar en aðrir, en ekki nennir maður að grafa eftir þeim þegar kostirnir eru svo margir. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka alla hennar góðvild mér og mínum sýnda. Hinna, systkinum hennar og öðr- um ættingjum sendi ég og fjöl- skylda mín okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Það er gott að eiga þess von að Imba taki á móti mér því eins og stendur í Hávamálum: …til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr of farinn. Ragnheiður á Sigmundarstöðum. INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR flokki Kjartans Sveinssonar. Þessi flokkur sá um viðhald á loftlínum víða um landið. Byrjað var austur í Öræfum og unnið vestur að Mark- arfljóti, þá flutt og unnið í báðum Húnavatnssýslunum og um haustið endað í Borgarfirðinum. Næsta sum- ar var Barðastrandarsýslunum bætt við. Þetta var útilegulíf. Fyrst um vorið var gist á bæjum, en síðan í búðum sem samanstóðu af litlum svefnskúrum og matartjaldi. Þetta var hollt líf fyrir harðnandi stráka, Kjartan og Þórhildur sáu um að óregla væri ekki til staðar. Við feng- um að fara á eitt ball allt sumarið! Þegar gaggó Aust lauk, ákváðum við Logi að Samvinnuskólinn í Bifröst væri góður kostur. Við vissum að það þyrfti að þreyta inntökupróf til að komast inn. Logi stakk þá upp á að við útveguðum okkur bækur, hæfum lestur á laugardögum og sunnudög- um, heima í koju. Þarna sýndi vinur minn framsýni og foringjahæfileika sína, en ég var kærulausari og latur að eðlisfari. En þetta tókst og við hófum nám í Bifröst, og auðvitað deildum við herbergi báða veturna. Aldrei minnist ég að styggðaryrði færi á milli okkar vinanna öll þessi ár, enda Logi snyrtimenni og lét líka alltaf alla njóta sanngirni í öllum málum. Loga var flest til lista lagt, en þó ekki eitt, hann komst ekki í skólakórinn, og síðar var það ein af uppáhalds sögunum hans, hvernig sjentilmaðurinn Halldór kórstjóri, kom Loga kurteislega í skilning um að betra væri að hann notaði tóm- stundirnar í annað. Þegar skóla- göngu lauk, tók við að mynda fjöl- skyldu og ævistarf. Þar var Logi einstaklega heppinn. Hann kvæntist Önnu og eignaðist dóttur og son og síðan starfaði hann með Runólfi föð- ur sínum í Blossa, öll árin sem fyr- irtækið hefur starfað. Því miður ger- ist það þegar alvara lífsins tekur við eftir skólagöngu, skilur leiðir, og hver fer að strita í sínu horni og sjá um sig og sína. Því var minna um samveru milli okkar vinanna þegar árin liðu. En ég hafði stundum hug- leitt hvað við myndum gera saman, þegar starfsævi lyki. Golf, göngur eða bara ræða málin til þrautar, eins og við, Helgi Hákon og Guðmundur gerðum heilu næturnar. Nei, því miður er komið að endanlegri kveðju, allt of fljótt, því miður. Ég óska þess að sá sem öllu ræður, haldi verndarhendi yfir fjölskyldu Loga, föður og bræðrum, og veiti þeim styrk í harmi. Blessuð sé minning Loga Runólfssonar. Gissur Karl. Kæri Svanberg minn. Við hjónin kveðj- um þig með söknuði og þökkum þér fyrir allar SVANBERG ÁRNASON ✝ Svanberg Árna-son fæddist á Ak- ureyri 28. janúar 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 27. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 4. janú- ar. ánægjustundirnar og öll jólakortin frá ykkur hjónum. Það er sárt að missa sína nánustu, en lífið er nú bara svona, enginn veit hver er næstur, það er lífsins saga. Við vitum að Guð vakir yfir þér og vernd- ar þig og blessar. Góð- ur Guð, láttu þitt eilífa ljós lýsa honum. Við hjónin sendum Ragnhildi og sonum og Fanneyju móður hans samúðarkveðjur. Laufey og Haukur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.