Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 72

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 72
DAGBÓK 72 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Rano- sen kemur í dag, Faxi RE fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur, Kópur og Is- berg komu væntanlega í gær. Skandia og Hvilv- tenni fóru væntanlega í gær. Great Majest fer væntanlega í dag. Fréttir Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ, Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjudag kl. 17.30. Mannamót Aflagrandi 40. Þorra- blót verður haldið á bóndadaginn 19. janúar. Húsið opnað kl. 18:15. Þorrahlaðborð. Minni karla og kvenna flytja sr. Anna Sigríður Páls- dóttir og sr. Sigurður Arnarson, prestar í Grafarvogi. Konur úr Vox Feminae syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Hljóm- sveit Ragnars Leví og félaga leikur fyrir dansi. Skráning og upplýs- ingar í afgreiðslu sími 562-2571. Enska byrjar á þriðjudaginn kl. 10 og kl. 11. Bankaþjónusta verður á þriðjudag kl. 10.15. Bólstaðarhlíð 43. Þorra- blót verður haldið föstu- daginn 26. janúar kl. 17. Þóra Ágústsdóttir og Bjarni Aðalsteinsson kveðast á. Bragi Þór Valsson syngur við und- irleik Þóru Fríðu Sæ- mundsdóttur. Kvenna- kór Félagsþjónustunnar syngur undir stjórn Guðbjargar Tryggva- dóttur. Ragnar Leví og félagar leika fyrir dansi. Salurinn opnaður kl. 16.30. Skráning í síma 568-5052 fyrir föstudag- inn 26. janúar. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag verður félags- vist kl. 13:30. Púttæfing í Bæjarútgerðinni mánudag kl. 10–12, tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Á þriðjudag verður bridge og saum- ar. Línudans á miðviku- dag kl. 11. Byrjendur velkomnir. Á miðviku- dag og föstudag verður myndmennt. Getum bætt við örfáum í mynd- mennt á miðvikudögum. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10–13. Matur í hádeg- inu. Hana-nú gönguhóp- ur Félags eldri borgara í Kópavogi mætir í Ás- garð Glæsibæ í boði Göngu-Hrólfa í dag laugardag 13. janúar kl. 10 hóparnir ætla að eiga notalega og skemmti- lega samverustund og eru allir velkomnir. Mánudagur: Brids kl. 13. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30, og alkort spil- að kl. 13.30. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 18. jan- úar kl. 11–12. Panta þarf tíma. Silfurlínan opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10–12. Ath. Skrifstofa FEB er opin frá kl. 10–16. Upp- lýsingar í síma 588-2111. Félag eldri borgara, Kirkjuhvoli, Garðabæ. Boccia mánudaga og fimmtudaga kl. 10.30 brids þriðjudaga kl. 13. Félagsfundur verður föstudaginn 19. janúar kl. 16 í Kirkjuhvoli. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánu- dögum kl. 9.25 og fimmtudögum kl. 9.30. Umsjón Edda Bald- ursdóttir íþróttakenn- ari. Á þriðjudag kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Skráning á námskeið stendur yfir, nokkur pláss laus t.d. í bókband, klippimyndir, silki- málun, tréskurð og ensku. Gjábakki, FEBK og Hananú. Þorrablót verður í Gjábakka laug- ardaginn 20. janúar. Fjölbreytt dagskrá, Árni Tryggvason leikari flytur gamanmál, söng- ur, dans og fleira. Skráning hafin, miðar verða afhentir fimmtu- daginn 18. janúar og föstudaginn 19. janúar. Upplýsingar í síma 554- 3400. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Félagsstarf SÁÁ. Bridge á sunnudags- kvöldum í Hreyfilshús- inu (3. hæð) kl. 19.30. Vesturgata 7. Fyr- irbænastund verður fimmtudaginn 18. jan- úar kl. 10. 30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar, dóm- kirkjuprests. Allir vel- komnir. Þorrablót verð- ur haldið fimmtudaginn 1. febrúar, húsið opnað kl. 17.30. Þorrahlaðborð, kaffi og konfekt. Pavel Manasek við flygilinn, veislustjóri Árni John- sen, Edda Björgvins- dóttir leikkona kemur í heimsókn, Fjölda- söngur, minni karla flyt- ur Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir og minni kvenna flytur Einar Örn Stefánsson. KKK syngja undir stjórn Pavels. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi. Upplýsingar og skráning í síma 562- 7077. Breiðfirðingafélagið. Félagsvist spiluð á sunnudögum kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Bandalag kvenna í Reykjavík. For- mannaráðsfundur verð- ur haldinn mánudaginn 15. janúar kl. 20 að Hall- veigarstöðum Túngötu 14. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur verður í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Í Vestmannaeyjum: hjá Axel Ó. Láruss. skó- verslun, Vest- mannabraut 23, s. 481- 1826. Á Hellu: Mosfelli, Þrúðvangi 6, sími 487- 5828. Á Flúðum: hjá Sól- veigu Ólafsdóttur, Versl. Grund sími 486-6633. Á Selfossi: í versluninni Íris, Austurvegi 4, sími 482-1468 og á Sjúkra- húsi Suðurlands og heilsugæslustöð, Árvegi, sími 482-1300. Í Þor- lákshöfn: hjá Huldu I. Guðmundsdóttur, Odda- braut 20, sími 483-3633. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga, fást á eftirtöldum stöðum á Reykjanesi. Í Grindavík: í Bókabúð Grindavíkur, Vík- urbraut 62, s. 426-8787. Í Garði: Íslandspósti, Garðabraut 69, s. 422- 7000. Í Keflavík: í Bóka- búð Keflavíkur Penn- anum, Sólvallagötu 2, s. 421-1102 og hjá Íslands- pósti, Hafnargötu 89, s. 421-5000. Í Vogum: hjá Íslandspósti b/t Ásu Árnadóttur, Tjarn- argötu 26, s. 424-6500, í Hafnarfirði: í Bókabúð Böðvars, Reykjavík- urvegi 64, s. 565-1630 og hjá Pennanum- Eymundsson, Strand- götu 31, s. 555-0045. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vesturlandi: Á Akranesi: í Bóka- skemmunni, Stillholti 18, sími 431-2840, Dal- brún ehf., Brákarhrauni 3, Borgarnesi og hjá El- ínu Frímannsd., Höfða- grund 18, sími 431-4081. Í Grundarfirði: í Hrann- arbúðinni, Hrannarstíg 5, sími 438-6725. Í Ólafs- vík hjá Ingibjörgu Pét- ursd., Hjarðartúni 1, sími 436-1177. Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Vestfjörðum: Á Suðureyri: hjá Gesti Kristinssyni, Hlíðavegi 4, sími 456-6143. Á Ísa- firði: hjá Jóni Jóhanni Jónss., Hlíf II, sími 456- 3380, hjá Jónínu Hög- nad., Esso-versluninni, sími 456-3990 og hjá Jó- hanni Káras., Engjavegi 8, sími 456-3538. Í Bol- ungarvík: hjá Kristínu Karvelsd., Miðstræti 14, sími 456-7358. Í dag er laugardagur 13. janúar, 13. dagur ársins 2001. Geisladagur. Orð dagsins: Þú skalt ekki framar hafa sólina til að lýsa þér um daga, og tunglið skal ekki skína til að gefa þér birtu, heldur skal Drott- inn vera þér eilíft ljós og Guð þinn vera þér geislandi röðull. (Jes. 60, 19.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. ÉG bý í blokk. Um kl. 23.30 á gamlárskvöld safnaðist fólk saman úti á bílaplani til þess að skjóta upp flugeld- um. Stóð það fram á miðja nótt. Hávaðinn var það mik- ill að ekki var hægt að hlusta á sjónvarp. Það eru lög um það að ekki megi valda fólki ónæði eftir á miðnætti. Hvers vegna gilda ekki sömu lög á nýárs- nótt? Börn og heilsuveilt fólk þarf að fá að sofa í friði fyrir hávaða. Það á að banna að vera með sprengingar og hávaða við íbúðarhús. Guðbjörg. Málefni öryrkja og staða þeirra í byrjun 21. aldar ÉG undirritaður var einn af þeim er fóru í Trygginga- stofnun ríkisins 2. janúar sl. Eftir þónokkra bið kom for- stjóri Tryggingastofnunar- innar, Karl Steinar Guðna- son, ákaflega kurteis og ljúfur maður, og tjáði okkur að málið væri í höndum rík- isstjórnarinnar. Hann sagði að öryrkjar væru ekki of- haldnir af þeim bótum sem þeir fengju og hann hefði gjarnan vilja greiða meira fé en stofnuninni er skammtað af ríkisstjórn- inni. Tryggingastofnun til- heyrir trygginga- málaráðherra en flestir sem þarna voru inni sögðu að heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra réði senni- lega engu, það væri í hönd- um forsætisráðherra. Sá kafli í öllu þessu máli er hneisa út af fyrir sig og allri ríkisstjórninni til skammar. Þegar dómur féll í hæsta- rétti, hefði átt að leiðrétta strax það sem var búið að taka ófrjálsri hendi af ör- yrkjum, síðan gátu svo menn rætt framhaldið. Mér þykir ákaflega sárt að heyra því haldið á lofti í fjölmiðlum að Garðar Sverrisson og Helgi Seljan séu að þrýsta á stjórnvöld eingöngu af pólitískum hvötum. Það er bara alls ekki rétt, báðir tveir hafa verið að berjast við stjórn- völd fyrst og fremst fyrir öryrkja. Sjálfsstæðisflokk- urinn sat við völd þegar þessar skerðingar komust á fyrst með Alþýðuflokknum og síðan með Framsóknar- flokknum. Því hljóta núver- andi stjórnvöld að bera ábyrgð. Þeim ber því skil- yrðislaust að hlíta dómi hæstaréttar og skipa Tryggingastofnun að gera upp við öryrkja samkvæmt hæstaréttardómi. Hvað varðar framtíðina er svo allt annað mál, sem svo Alþingi getur afgreitt þegar það kemur saman. Það þýðir ekki að gera líðið úr æðsta dómstól þjóðarinnar, þó svo að dómar þaðan séu ekki forsætisráðherra að skapi. Ef svo ætti að vera, þá bú- um við ekki lengur í landi sem hefur lýðræði. Hvað er orðið af frelsi einstaklings- ins? Það virðist nefnilega ekki alltaf vera í gildi hug- takið „Allt fyrir frelsið“. Ör- yrkjar bíða núna eftir því að þessi mál komist á hreint. Uppstokkun hjá almanna- tryggingakerfinu þarf að eiga sér stað svo leiðrétta megi allt það misrétti sem þar er að finna. Gunnar G. Bjartmarsson, Hátúni 10. Seinn jólapóstur ANNA hafði samband við Velvakanda og vildi kvarta undan þjónustu hjá Íslandspósti varðandi flutning á jólapósti. Hún fékk jólakort sem var 18 daga á leiðinni frá Þýska- landi. Jólakort, sem var póstlagt sex dögum fyrir jól, komst til skila 8. jan- úar sl. Finnst fólki eitt- hvað athugavert við þetta? Tapað/fundið Skrautsund á vegum KR árið 1945 ÁGÚSTA hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort einhver ætti myndir frá skrautsundi á vegum KR í Sundhöll Reykjavíkur árið 1945. Ef svo væri, vinsamlegast hafið samband við hana í síma 564-5025. Dýrahald Kettlinga vantar heimili LITLA átta vikna kett- linga vantar góð heimili. Kassavanir. Upplýsingar í síma 564-2954. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hávaði á nýársnótt Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur áhyggjur afframtíð íslenskrar tungu. Mál- far ungs fólks á Íslandi í upphafi nýrr- ar aldar gefur heldur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni í þeim efnum. Vík- verja blöskrar stundum þegar hann heyrir á tal unga fólksins og það sem verra er, unglingarnir virðast beinlín- is gangast upp í því að klæmast á móðurmálinu og sletta ensku í tíma og ótíma. Þeim finnst líklega „kúl“ að „dissa“ miðaldra „dúdda“ eins og Vík- verja með svona tali. Það sem gerir björgunaraðgerðir gagnvart íslenskri tungu erfiðari nú en á tímum Fjölnismanna, þegar Jón- as og félagar skáru upp herör gegn áhrifum dönskunnar og höfðu sigur, er að enskumælandi ljósvakafjölmiðl- ar og hin nýja upplýsingatækni ver- aldarvefjarins eða „Internetsins“ á greiðan og óhindraðan aðgang inn á heimilin. Talið er að um áttatíu af hundraði alls efnis á Netinu séu á ensku og stór hluti ungs fólks notfær- ir sér þessa upplýsingatækni, sem í sjálfu sér er af hinu góða, ef ekki kæmu til þessi neikvæðu áhrif á tung- una. Ekki bætir svo úr skák að stjórn- endur íslenskra sjónvarpsþátta, sem ætlaðir eru ungu fólki, virðast gang- ast upp í að sletta ensku hvar sem því verður við komið og viðmælendurnir, sem oft eru ungt fólk sem er að fást við eitthvað áhugavert (er að „meik- a’ða“ eins og það er orðað á nútíma- íslensku), lætur auðvitað ekki sitt eft- ir liggja við að niðurlægja móðurmálið ef þess er nokkur kostur. x x x RAUNAR finnst Víkverja oft þess-ar íslensku „sjónvarpsstjörnur“ brjóstumkennanlegar, þar sem þær aka sér í herðum í sjálfsánægju sinni og drýldni, með nefið upp í loftið og telja sig eiga heiminn, en hafa þó lítið annað til brunns að bera en útlitið. Þetta lið getur ekki einu sinni talað skammlausa íslensku. Samt gapa ungir áhorfendur upp á þessa „plebba“ (sletta úr latínu, Víkverji biðst forláts) og éta upp eftir þeim „slúberta-húmorinn“ eða hvað svo sem menn vilja kalla þessar umræð- ur, sem oft snúast ekki um annað en kynlíf og fyllerí. (Víkverji biðst afsök- unar á þessum slettum, en honum finnst þær hæfa tilefninu enda hafðar innan „gæsalappa“. Auðvitað væri hægt að nota góð og gild íslensk orð yfir þetta eins og „aulafyndni“ eða „fábjánaháttur“.) Að dómi Víkverja er nú þörf rót- tækra aðgerða í anda Fjölnismanna. Í rauninni er það kraftaverk að við skulum enn tala tungu forfeðranna og það þarf að brýna fyrir ungu fólki hversu mikilvægt það er. Ef við glöt- um tungunni glötum við um leið ís- lensku þjóðerni. x x x MORGUNBLAÐIÐ fjallaði um ís-lenska tungu í leiðara um síð- ustu helgi. Þar er vitnað í viðtal við Kristján Árnason, prófessor og for- mann Íslenskrar málstöðvar, þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af stöðu íslenskunnar og íslenskra mállýskna. Í leiðaranum segir meðal annars: „En hvað er til ráða? Því hefur ver- ið haldið fram áður hér að lítt stoði að reyna einungis að halda úti þeirri verndarstefnu gagnvart erlendum og þá einkum enskum áhrifum á tung- una sem fylgt hefur verið. Með nýrri fjölmiðlatækni hafa allir múrar milli landa og þjóða og málsvæða fallið. Nú er til dæmis hægt að nálgast það sjón- varpsefni sem hugurinn stendur til hvar sem er í heiminum eða því sem næst. Árangursríkast virðist því að hefja gagngera sókn inn á umráða- svæði enskunnar, það er að segja fjöl- miðlana og tölvuheimana./ Það þarf að styrkja tunguna í sessi í þessu nýja umhverfi með því að efla framleiðslu á íslensku sjónvarps-, útvarps-, net- og tölvuefni. Á sama tíma þyrfti að efla íslenskukennslu í grunn- og fram- haldsskólum.“ Víkverji tekur heils hugar undir þessi sjónarmið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 atyrtir, 8 fimur, 9 blíðu- hót, 10 ílát, 11 sníkja, 13 sárum, 15 blýkúlu, 18 slagi, 21 glöð, 22 hanga, 23 svarar, 24 tónverkið. LÓÐRÉTT: 2 rykkja, 3 mæta, 4 hryggja, 5 reiðum, 6 ókjör, 7 ergileg, 12 skaut, 14 dveljast, 15 ógna, 16 ljóður, 17 þrjót, 18 fram- endi, 19 næða, 20 sjá eft- ir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 skáld, 4 fávís, 7 gömul, 8 látið, 9 les, 11 sund, 13 erta, 14 ólgan, 15 þarm, 17 nekt, 20 krá, 22 kuldi, 23 sæl- ar, 24 innan, 25 renni. Lóðrétt: 1 seggs, 2 álman, 3 dall, 4 fals, 5 vitur, 6 síðla, 10 elgur, 12 dóm, 13 enn, 15 þokki, 16 rolan, 18 eklan, 19 tarfi, 20 kinn, 21 ásar. K r o s s g á t a

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.