Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 24
VIÐSKIPTI 24 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNISYFIRVÖLD í Bandaríkjunum hafa nú loksins lagt blessun sína yfir samruna America Online (AOL) og Time Warner en tilkynnt var um samrunann í upp- hafi síðasta árs. Áður lá fyrir sam- þykki samkeppnisyfirvalda í Evr- ópusambandslöndunum. Time Warner–AOL verður stærsta fjöl- miðlafyrirtæki heimsins en verð- mæti þess er um 207 milljarðar dala eða hátt í 17.500 milljarðar ís- lenskra króna og er þetta þriðja stærsta sameining fyrirtækja í sög- unni. Fjarskiptanefnd Bandaríkj- anna hefur þó sett ákveðin skilyrði fyrir sameiningunni en þau eru sett til þess að vernda smærri netfyr- irtæki. Time Warner–AOL verður með tímanum gert skylt að veita öðrum netfyrirtækjum aðgang að sístækkandi breiðbandskerfi félags- ins. Skilyrði fjarskiptanefndarinnar eru þó hvergi nærri eins ströng og keppinautar Time Warner–AOL höfðu krafist. Í fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur komið fram að líklegt sé að fyrsta verk stjórnenda Time Warn- er–AOL verði að hagræða í rekstri CNN-fréttastofunnar en hún er hluti af Time Warner-fjölmiðlaveld- inu. Því er spáð að stöðugildum hjá CNN verði fækkað um alls eitt þús- und talsins. Gengi bréfa bæði AOL og Time Warner hækkaði á fimmtudag þegar ljóst var að sam- einingin myndi ganga í gegn. Time Warner og AOL Samruninn endanlega samþykktur Washington. AFP. VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,1% á milli mánaðanna desember og janúar, samkvæmt nýjum mæling- um Hagstofunnar. Án húsnæðis hækkaði vísitalan um 0,3% á sama tímabili. Hækkun vísitölu neysluverð, þ.e. verðbólga, síðustu 12 mánuði var 3,5% og án húsnæðis 2,9%. Árið 2000 var vísitalan að meðaltali 5,0% hærri en árið 1999. Sambærileg hækkun milli 1999 og 1998 var 3,4% og 1,7% milli áranna 1998 og 1997. Ef litið er til síðustu þriggja mán- aða hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 0,4% sem jafngildir 1,8% verð- bólgu á ári. Niðurstaðan um verðbólgu síðustu 12 mánaða er töluvert undir því sem spáð hefur verið á síðustu vikum en þær spár hafa gert ráð fyrir verð- bólgu upp á 3,7%-4,5% á síðustu 12 mánuðum. Það fyrirtæki sem komst næst því að spá rétt var Ráðgjöf og efnahags- spár. Í samtali við Yngva Harðarson, hagfræðing hjá fyrirtækinu, kom fram að þar væri stuðst við tölfræði- legt líkan við gerð spánna, þar sem laun og gengi hefðu mikið vægi og miðað væri við sögulega reynslu, árstíma og fleira. Spurður að því hvernig túlka bæri niðurstöðu verð- bólgumælingar Hagstofunnar nú, sagði Yngvi að þær væru að minnsta kosti ekki til að auka svartsýni á framhaldið og að fremur væri ástæða til aukinnar bjartsýni. Hann sagði að líklega yrði ekki mikil breyt- ing á verðbólguspá fyrirtækisins í janúar frá því sem var í desember en þá spáði það 4,0% verðbólgu frá upp- hafi til loka þessa árs. Mikil lækkun fatnaðar og eldsneytis Þegar mæling Hagstofunnar á verðlagi í byrjun janúar er greind eftir vöru- og þjónustuliðum má sjá að vetrarútsölur leiddu til 4,4% verð- lækkunar á fötum og skóm og eru áhrif þessarar lækkunar á vísitöluna 0,24%. Bensín og olía lækkuðu einnig um 4,4%, sem veldur 0,21% lækkun vísitölunnar. Vegna lækkunar fast- eignagjalda utan höfuðborgarsvæð- isins, sem stafa af breytingum á álagningarstofni, lækkuðu fasteigna- gjöld um 3,7%, sem lækkar vísitöl- una um 0,09%. Matvörur hækkuðu í verði um 1,7%, sem hækkaði vísitöl- una um 0,25%, fjölmiðlar hækkuðu um 4,9%, sem lyfti vísitölunni um 0,11% og símkostnaður hækkaði um 6,5%, sem hækkaði vísitöluna um 0,09%. Nýjar verðbólgutölur frá Hagstofunni Verðbólgan minni en búist var við Vetrarútsölur leiddu til 4,4% verðlækkunar á fötum og skóm og eru áhrif þessarar lækkunar á vísitöluna 0,24%. ÍSLANDSBANKI–FBA og fjárfestingarfélagið Gilding keyptu 96,58% hlut í Ölgerð- inni Agli Skallagrímssyni í lok október síðastliðins en ekki voru veittar upplýsingar um kaupverð. Að sögn Ívars Guðjónssonar hjá markaðs- viðskiptum Íslandsbanka– FBA er ekki verið að vinna að sölu á Ölgerðinni sem stendur. Hann segir að menn séu hins vegar að vinna að því að stækka og efla fyrirtækið. Aðspurður telur Ívar að rekstur Ölgerðarinnar hafi gengið vel á síðasta ári þó endanlegt uppgjör liggi ekki enn fyrir. Hagnaður Ölgerðarinnar árið 1999 nam um 150 millj- ónum króna og fram hefur komið að átta mánaða upp- gjör hafi komið vel út þannig að gera má ráð fyrir að af- koman verði vart verri en ár- ið 1999. Ölgerðin Egill Skallagríms- son var stofnuð árið 1913 og framleiðir nú gosdrykki, bjór og léttöl, bæði undir eigin merkjum og annarra. Meðal þekktra vörumerkja fyrirtæk- isins eru Egils Appelsín, Mal- textrakt, Egils gull og Egils kristall, Pepsi, Tuborg og Grolsch. Ölgerðin Egill Skallagrímsson Ekki unnið að sölu                                    !   " # # # $    %&'! ( ' )* # )*  )*  +,  $ #-$  #  . ../  -    0 12 + 3 12 # ' + 3 12 ' 4  51  +, 12 2 +, 12  /$// .  # ./$ -$--  .     4 12  12 0& 12       12 # )6 2 !  +, 12   #$ .$. .-      !" 7!!  !  # !  # !   !   51 +, -##$ - .--   #/   # 8 4 31  9 4 31  9 4 31 # 9 /- ..- #- #- Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um nafnávöxtun bankareikninga árið 2000 var ranglega sagt að Markaðs- reikningur Netbankans, NB.IS, hefði borið næsthæsta nafnávöxtun allra sérkjarareikninga hjá bönkum og sparisjóðum. Hið rétta er að Mark- aðsreikningur Netbankans bar hæstu nafnávöxtun sérkjarareikninga, eða 11,38%, og Markaðsreikningur verð- tryggður, einnig hjá NB.IS, bar þriðju hæstu nafnvextina. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Netbankinn NB.IS með hæstu ávöxtunina LANDSBRÉF hf. hafa sent frá sér spá um afkomu fyrirtækja á Verð- bréfaþingi Íslands í ársuppgjörum ársins 2000. Þar segir að gert sé ráð fyrir að afkoman verði nokkuð undir þeim væntingum sem gerðar voru til fyrirtækjanna í byrjun árs vegna óhagstæðrar þróunar á ytri skilyrð- um í efnahagsumhverfi landsins og að þess vegna hafi afkomuspá Landsbréfa, sem birt var í júlí síðast- liðnum, verið lækkuð nú. Í spánni segir að vegna hækkunar olíuverðs hafi rekstur flutningafyr- irækja og sjávarútvegsfyrirtækja versnað til muna. Þá hafi veiking ís- lensku krónunnar mikil áhrif á fyr- irtæki með erlendar skuldir. Skuld- irnar hafi þannig hækkað og gengismunurinn hafi mjög neikvæð áhrif á rekstrarniðurstöðu félag- anna. Til marks um þetta spá Lands- bréf því að gengistap langtíma- skulda hjá flutningafyrirtækjunum Eimskip og Flugleiðum reynist sam- tals tæpir 3,5 milljarðar króna. „Bæði hlutabréf og skuldabréf lækkuðu talsvert í verði á síðasta ári en bankarnir eiga þar umtalsverðar stöður sem munu hafa nokkur áhrif á rekstrarniðurstöðuna, sérstaklega hjá Búnaðarbankanum og Íslands- banka–FBA. Launaskrið teljum við einnig hafa talsverð áhrif á afkomu fyrirtækja en mörg þeirra spornuðu við þessari þróun að einhverju leyti með því að gera valréttarsamninga við sína starfsmenn,“ segir í spánni. Verulegt gengis- tap Eimskips og Flugleiða                                                 !"  #   $%  &'   (" #)  *  %&)    +&, -   .///                          Afkomuspá Landsbréfa fyrir árið 2000 MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði og Félag járniðnaðarmanna hafa tekið höndum saman um að veita ár- lega viðurkenningu því fyrirtæki í málm- og véltæknigreinum sem skarar fram úr hvað varðar góða umgengni, útlit og aðstöðu fyrir starfsmenn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félög- unum. Sérstök dómnefnd hefur undanfarið unnið að því að velja fyrsta fyrirtækið sem hlýtur þessa viðurkenningu og fyrir val- inu varð fyrirtækið Formax hf., Faxagötu 2 í Reykjavík. Í tilkynningunni segir að For- max hafi getið sér gott orð fyrir hönnun og smíði véla og tækja til matvælavinnslu. Þar hafi nýjustu tækni verið beitt og ennfremur búið vel að öllu í starfsumhverf- inu. Vinnustaðurinn sé rúmgóður og bjartur auk þess sem tækja- búnaður, vinnuskipulag og öll að- staða starfsmanna sé til fyr- irmyndar. Því telja Málmur og Félag járniðnaðarmanna Formax vel að því komið að hljóta þessa viðurkenningu fyrst fyrirtækja. Morgunblaðið/Ásdís Ingólfur Sverrisson, forsvarsmaður Málms, afhenti Bjarna Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Formax hf.. og Grími Guðmundssyni, trúnaðarmanni starfsmanna, viðurkenningarskjalið í gær. Formax fær viður- kenningu fyrir góða aðstöðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.