Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 49
Þá er hún amma dáin. Minningarn- ar úr sveitinni í gamla daga hrannast upp, og þá saknar maður sko liðinna tíma. Amma og afi bjuggu á Innra- Hólmi og stunduðu þar búskap en voru þó farin að minnka við sig þegar ég man eftir mér. Amma sá þó um púddurnar sínar alveg þangað til þau fluttu frá Hólmi, og í stígvélum með fötu rölti hún út í hænsnakofa og spjallaði við vinkonur sínar á meðan hún gaf þeim að borða. Afi var hins vegar meira fyrir hestana og átti endalausar sögur um þá frá því hann var ungur. Alltaf var gott að koma í sveitina og á meðan maður hámaði í sig heima- bökuðu kræsingarnar sem amma bauð alltaf upp á lá afi á bekknum í eldhúsinu og sagði sögur eða svaf með Moggann yfir hausnum og hraut rausnarlega. Amma hugsaði vel um heimilið og aldrei man ég eftir neinu drasli. Hún dekraði líka við okkur barnabörnin og man ég þegar ég, gikkurinn, gisti í sveitinni, þurfti ég ekki að borða „sveitamatinn“ sem var ekki vinsæll hjá mér heldur hafði amma keypt kókó puffs og pulsur og fleiri nýjungar sem ég fékk í kvöld- matinn sem þau annars borðuðu ekki. Jólin í sveitinni eru líka ógleymanleg og það er eitthvað sem maður mun alltaf sakna. Þá hittumst við, börn og barnabörn sem bjuggu í sveitinni eða á Skaganum, og opnuðum pakka og gæddum okkur á hlaðborði að hætti ömmu. Þá var sko líf og fjör eins og svo oft var í litla húsinu. T.d. eftir messur í Innra-Hólmskirkju bauð amma söfnuðinum upp á kaffi og með því og þá var margt um manninn. Eft- ir að amma og afi fluttu frá Hólmi og á Ásfelli jók amma enn meir við handa- vinnuna og eru þeir ótalmargir púð- arnir sem hún saumaði út og dúkarnir sem hún málaði á sem fóru í jólapakk- ana. Síðast þegar ég hitti ömmu tók hún gott hláturskast sem hún gerði ósjald- an og þannig man ég hana, hægláta en alltaf stutt í húmorinn. Hún fékk að fara snöggt og þjáningarlaust 88 ára gömul. Nú eru amma og afi saman á ný og einungis góðar minningar sem lifa. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Heiða. til dyranna með sitt hlýja bros, breiddi út faðminn og tók mér eins og hún ætti í mér hvert bein. „Komdu í eldhúsið, við skulum fá okkur kaffisopa“ var síðan það næsta. Ef Óli sat ekki þá þegar við borðsendann var þess ekki langt að bíða að hann kæmi. Ég settist alltaf á rósóttu rýjamotturnar á eldhús- bekknum innan við borðið og Auður á móti mér. Svo var drukkið blek- sterkt kaffi og spjallað um alla heima og geima. Óli kunni frá mörgu að segja og Auður kímdi og pírði þá svo skemmtilega annað augað. Þetta voru góðar stundir og þó þær verði ekki fleiri hérna megin er minningin það sem ekki verður frá okkur tekið. Auður hafði yndi af blómum og þeim leið vel hjá henni, blómstruðu mikið bæði úti og inni. Í litla gróð- urhúsinu sunnan við bæinn ræktaði hún rósir og margt annað og þar undi hún sér vel. Sumarið var henni og þeim báðum erfitt. Óli á sjúkrahúsi og hennar heilsa ekki sem best ofan á áhyggjur af honum. Eftir að hún varð ein í haust fór heilsa hennar versnandi. Hún lærbrotnaði þegar hún ætlaði að snara sér fram úr rúminu og svara í símann sem hana dreymdi að væri að hringja. Stuttu fyrir jólin komst hún heim til dóttur sinnar, þá komin í göngugrind. En skyndilega hafði ill- kynja sjúkdómur, sem hún var búin að kljást við um árabil, betur. Auður mín, ég þykist vita að þú sért nú komin til Óla og Lóu, farin að hella upp á bleksterkt kaffi, baka heimsins bestu pönnukökur, kíma að öllu því broslega og hafir þú mögu- leika á að rækta kartöflur verður það ekki útsæðið þitt sem síðast spírar í vor. Hafðu þökk fyrir allt. Elsku Þórir, Hanna, Gunna, Halli, barnabörnin og fjölskyldur. Gott veri með ykkur, innilegar samúðarkveðj- ur. Kolbrún Sveinsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 49 Elsku Halli frændi okkar. Það fékk mikið á okkur þegar mamma hringdi og sagði okkur að þú værir farinn. Við vildum ekki trúa því að þú skyldir fara strax og við grétum rosalega. Þú varst okkur sem ann- ar afi og vildir allt fyrir okkur gera. Þegar við vorum búnar að jafna okkur að mestu þá fórum við syst- urnar að rifja það upp þegar við krakkarnir vorum hjá þér á hverj- um einasta degi alltaf eftir skóla og um helgar og fengum okkur heitt kakó og neskaffi með miklum sykri og kringlur með, þá var spjallað um lífið og tilveruna, það voru alveg yndislegar stundir. Líka það þegar þú safnaðir tóm- um eldspýtustokkum og við lékum okkur með þá með því að henda þeim í gamla tösku sem þú hengdir upp og kepptumst við um það hverjir hittu sem flestum. Svo safn- aðir þú líka fiskbeinum og skarst út fallega svani og settir þá upp á hill- una þína og svo spiluðum við líka alltaf kasjón, olsen olsen og fleira. Þú fórst alltaf með okkur á rúntinn út á skaga og skutlaðir okkur hing- að og þangað. Elsku Halli okkar, það er sárt að vita það að þú sért farinn en við vitum að þér líður vel þar sem þú ert. Það var æðislegt að fá að kynn- ast þér, við munum aldrei gleyma þér og viljum við þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, minningin lifir að eilífu. Við elskum þig öll og munum alltaf gera. Megi sál þín hvílast og varðveit- ast af guði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir og Sólrún Jóna Ásgeirsdóttir. Hann Halli frændi var mjög góð- ur maður og þótti gaman að spila og kenna börnum á spil. Þegar maður kom gat maður alltaf fengið heitt kakó og spilað við hann. Ég átti einu sinni heima fyrir ofan hann þegar ég var lítil. Það kom fyrir að pabbi skutlaði mömmu í vinnuna snemma um morguninn, þá vaknaði ég stundum og varð hrædd að vera ein, en þá fór ég alltaf niður til Halla frænda og fékk að kúra í rúminu hjá honum þangað til pabbi sótti mig. Á hverj- um laugardegi eða sunnudegi, þeg- HALLDÓR JÚLÍUS INGIMUNDARSON ✝ Halldór JúlíusIngimundarson, Garðstöðum í Garði fæddist 14. júní 1912. Hann lést á heimili sínu 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Jónína Guðmundsdóttir, f. 22.10. 1882, d. 6.3. 1970, og Ingimundur Guðjónsson, húsa- smiður, f. 28.3. 1886, d. 22.5. 1958. Systk- ini Halldórs: Þórunn Þorlaug, f. 1908, d. 1978; Guðmundur, f. 1913; Valgerður, f. 1915; Guð- mundur Björgvin, f. 1917; Guðni, f. 1923, og Ingimar, f. 1926. Halldór byrjaði ungur að vinna við vegagerð og varð síðan vöru- bílstjóri og var það hans ævistarf. Halldór var ókvæntur og barn- laus. Útför Halldórs fer fram frá Út- skálakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. ar mamma og pabbi voru ekki vöknuð, fór ég alltaf niður til hans og við fengum okkur morgunmat saman, venjulega ég kornfleks og hann kaffi. Svo leyfði hann mér að fá litla skeið og fá kan- elsykur. Þegar ég nennti ekki að leika við sjálfa mig og mamma og pabbi voru að horfa á fréttirnar fór ég niður til Halla frænda. Þar sat hann í stólnum sínum og horfði á fréttirnar en hann vildi samt alltaf spila við mann, hann hafði alltaf tíma fyrir mann. Ég vona að honum líði mjög vel því hann á það skilið því hann var mjög góður maður. Hann Halli frændi átti marga ketti um ævina en upp- áhaldskötturinn hans var Rósa, hann átti hana þegar ég flutti inn- .Hann Halli var svo góður eins og afi, stundum mismælti ég mig og sagði:Heyrðu afi, nei ég meina Halli. Honum fannst gaman að leggja kapal eða leysa krossgátur. Á veturna var gott að koma til Halla og fá heitt kakó. Stundum þegar maður kom til hans á sumrin var hann stundum úti sitjandi á litlum bekk sem hann smíðaði. Þar sat hann í sólinni og í kringum hann voru blóm sem mamma hans gróðursetti. Nú er Halli kominn til mömmu sinnar og pabba og þau hafa örugglega tekið vel á móti honum. Ég veit að þér líður vel núna, Halli minn, og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð blessi þig. Þín Eva Berglind. Frændi kær og vinur, þitt endað ævi- skeið, en eftir lifa minningarnar björtu. Dáður fyrir drengskap og dyggð, hvar lá þín leið, á langri vegferð þinni, sem blessa þakk- lát hjörtu. Við ungar misstum föður, sem okkur var svo kær, hans auða sæti vakti sorg og trega. Þá komst þú frændi góði með kærleiksgjafir þær, sem kunnu að hugga og gleðja, þess minnumst ævinlega. Þá heiðursmaður kveður, er hljótt um heimabyggð, er horfin ár sem dýrar perlur skína. Við biðjum Guð að launa þér gjafir, hlýju og tryggð, er gröfin lokast hljóða. Og blessum minning þína. (I.S.) Erna og Ingibjörg. Þá er hann Halli okkar dáinn, á 89. aldursári. Það gleymdist oft hversu gamall hann var því hann var svo hress og, að manni fannst, alltaf eins nema þetta síðasta ár hans eftir að hann fékk hæga heila- blæðingu; hann varð aldrei aftur al- veg eins og hann átti að sér. Við hjónin vorum svo heppin að fá að vera á Garðstöðum meðan við vor- um að byggja, eins og svo margir aðrir í fjölskyldunni. Þetta voru fjögur og hálft ár og erum við þakklát fyrir að hafa átt þennan tíma með Halla. Hann var svo létt- ur í lund og hafði mikið skopskyn og var fljótur að átta sig á öllu djóki. Hann var líka svo minnugur, bæði á gamla tímann og það sem var að gerast þá stundina enda fylgdist hann vel með fréttunum. Hann borðaði með okkur á kvöldin þegar allir voru heima og þótt hann væri orðin þetta gamall þá var hann alltaf til í að smakka nýja rétti sem hann var ekki vanur að borða en hann lét vita ef honum lík- aði það ekki. Eins og þegar hann smakkaði hvítlauksbrauð þá sagði hann: „Uss þetta er nú bara vont!“ Ég var líka mikið á Garðstöðum sem krakki og þær eru ófáar minn- ingarnar sem maður á frá þeim tíma. Halli var mikil barnavinur og hafa börn, bæði úr fjölskyldunni og víðar, lagt leið sína til Halla og fengið eitthvað gott í gogginn. Hann fékk mikið út úr þeim heim- sóknum þar sem honum auðnaðist aldrei að eiga nein börn sjálfur og bjó einn eftir að foreldrar hans lét- ust. Kallið er komið komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við kveðjum þig, elsku Halli, og þökkum fyrir þær samverustundir sem við áttum saman. Við vitum að þér líður vel á þeim stað sem þú ert kominn á og biðjum Guð að geyma þig. Ágústa og Magnús. Bernskuár mín á loftinu á Garð- stöðum eru mér ógleymanleg. Þau geyma minningar sem eru svo óskaplega ljúfar og góðar. Það eru minningarnar um Halla frænda. Ég var svo heppin að fá að búa í sama húsi og Halli frændi og eyddi því með honum ófáum stundum og kynntist honum mjög vel. Hann kenndi mér svo margt um lífið og tilveruna sem ég á og varðveiti í hjarta mínu. Ég sagði honum ein- hvern tímann þegar ég var u.þ.b. fimm til sex ára gömul að ég ætlaði að giftast honum, þegar ég yrði stór. Hann brosti nú kankvís og sagði að þegar að því kæmi myndi sennilega einhver annar verða fyrir valinu. Halli frændi var þeirrar náttúru gæddur að sjá ávallt hinar broslegu hliðar lífsins. Hann var brunnur af sögum og hafði gaman að því að segja þær á sinn skemmtilega hátt. Halli frændi kenndi mér að drekka neskaffi og þeir voru nú ófáir bollarnir sem runnu ljúft niður við eldhúsborðið á Garðstöðum. Margt var brallað á þessum ár- um hjá Halla frænda sem ekki var eins vinsælt á öðrum bæjum. Halli frændi kenndi okkur krökkunum sem hópuðust að honum, t.d. leik- ina Hollinn, skollinn og að fela hlut. Hann var ótrúlega þolinmóður við okkur og hafði oft og tíðum gaman af ærslaganginum, en lét okkur þó alltaf vita þegar komið var yfir strikið. Dýrmætustu minningarnar um Halla frænda eru þó þær stundir sem ég átti með honum einum. Varla leið sá dagur að ég kæmi ekki niður til Halla frænda, til að heilsa upp á hann og spjalla. Á þeim stundum kenndi hann mér m.a. að leggja kapal og baka flat- kökur á eldavélahellunni. Mörgum stundum eyddum við líka í að spila kasinó, rommý og Olsen. Krossgát- urnar voru þá ekki langt undan, en Halli frændi var mjög snjall í að leysa þær á skömmum tíma. Halli frændi kenndi mér líka mörg lög og ung að árum raulaði ég t.d. rev- íulagið um hana Tótu litlu tindil- fættu. Halli frændi kenndi mér líka að syngja lagið Dagný og ég man hversu mjög mér þótti það fallegt. Þá var lagið um 10 litla negra- stráka í sérstöku uppáhaldi hjá mér, því Halli frændi gerði leik úr laginu sem mér þótti svo skemmti- legur og skellihló. Á þessum árum með Halla frænda var lífið svo óskaplega ljúft, áhyggjulaust og einfalt séð með augum barnsins. Þær minningar mun ég geyma ævilangt. Elsku Halli frændi, ég vil nú með þessum fátæklegu orðum þakka þér fyrir allt, allar stundirnar og gleðina sem þú gafst mér. Hvíl þú í friði, elsku frændi og vinur. Ég kveð þig nú með laginu sem við sungum svo oft saman. Er sumarið kom yfir sæinn og sólskinið ljómaði um bæinn og vafði sér heiminn að hjarta ég hitti þig, ástin mín bjarta. Og saman við leiddumst og sungum með sumar í hjörtunum ungum, – hið ljúfasta úr lögunum mínum, ég las það úr augunum þínum. Þótt húmi um hauður og voga, mun himinsins stjörnudýrð loga um ást okkar, yndi og fögnuð, þótt andvarans söngrödd sé þögnuð. (Tómas Guðmundsson.) Þín Helga Birna. Elsku Halli minn, þú varst svo góður, svo góður við mig, og þú varst besti vinur minn, ég sakna þín svo mikið. Þú kenndir mér að spila Ólsen Ólsen, steliþjóf og veiði- mann. Við fengum okkur alltaf að drekka saman, þú neskaffi en ég heitt kakó og kringlur eða snúð með. Það var svo gott að koma til þín, Halli vinur minn. Stundum varstu bara að hlusta á útvarpið og þá sofnaði ég í sófanum hjá þér, það var líka gott að koma við hjá þér þegar ég var að leika mér inni í Garði og hvíla mig aðeins, en núna þarf ég að labba beint heim því þú ert ekki lengur heima. Manstu einu sinni þegar þú komt heim, þá var ég sofandi í rúminu þínu? Þú vaktir mig og gafst mér heitt kakó og snúð sem þú varst að kaupa í búð- inni. Það var alltaf hægt að koma inn, því þú læstir aldrei hjá þér. Á kvöldin þegar ég fer að sofa bið ég Guð um að passa þig og ég er búin að biðja Guð um að leyfa þér að fylgjast með mér. Ég verð að segja bless núna, Halli vinur minn, þú verður alltaf besti frændi minn. Guð blessi þig og geymi og sofðu rótt. Ó Jesú bróðir besti, og barna vinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (P. Jónsson.) Þín Lilja Bjarklind. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku besti Halli frændi, takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman, takk fyrir að kenna okkur að spila og allt kakóið og kringl- urnar. Mamma sagði okkur að núna væri ekki hægt að koma til þín því að þú værir farinn að sofa og vaknaðir hjá Guði, því að hann ætlar að passa þig núna og gera þig að engli. Þegar þú færð vængi, Halli, og ert orðinn engill, viltu þá fljúga um og passa okkur? Mamma segir að þú gerir það örugglega og núna getur þú leikið þér við Brúnó, þá leiðist honum ekki. Vertu bless, Halli frændi. Guð blessi þig og geymi, góða nótt og dreymi þig vel. Sigurður og Kristinn Sveinn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku besti Halli, takk fyrir hvað þú varst alltaf góður við mig, ég mátti kalla þig frænda eins og hinir krakkarnir þótt við værum ekkert skyld. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið, Halli minn. Guð blessi þig og geymi, sofðu rótt. Eydís Ósk, Hausthúsum, Garði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.