Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 19 Til sölu er 204 fermetra iðnaðarhúsnæði við Fjölnisgötu á Akureyri. Stór hurð er á norðurhlið. Upplýsingar í síma 893 0040 (Gísli) Iðnaðarhúsnæði við Fjölnisgötu TÓNLEIKAR verða haldnir í safn- aðarheimili Dalvíkurkirkju á morgun, sunnudaginn 14. janúar, og hefjast þeir kl. 17. Flytjendur á þessum tónleikum eru Unnur Faidia Vilhelmsdóttir, píanó, Vigdís Klara Aradóttir á saxó- fón og Gudio Bäumer. Á efnisskránni eru verkin Lombric eftir Francios Rossé, Dou-Sonata eft- ir Sofiu Gubaidulina, Adria eftir Christian Lauba og Three Quarks for Muster Mark eftir Randolph Peters. Unnur hóf nám í píanóleik sjö ára gömul, en píanókennaraprófi lauk hún árið 1990 frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og einleikaraprófi ári síð- ar. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og lauk doktorsprófi haustið 1997. Hún hefur verið virk í tónlistarlífinu eftir að hún kom heim þaðan. Unnur kennir nú við Tónlist- arskóla Kópavogs. Vigdís Klara lauk fyrst prófum í klarinettleik og á saxófón, en hélt þá til framhaldsnáms í Sviss og dvaldi auk þess eitt ár í Bandaríkjunum við tónlistarnám. Hún hefur leikið með nokkrum kammerhópum meðfram kennslu, nú síðast í Sviss, en Vigdís býr nú á Dalvík og kennir við tónlist- arskólann þar. Tónleikar á Dalvík FIMM tilboð bárust í smíði tengi- byggingar milli FSA og Sels á Ak- ureyri og voru þau öll yfir kostnaðar- áætlun. Tilboðin voru opnuð hjá Ríkiskaupum í vikunni. SS Byggir ehf. átti lægsta tilboðið, tæpar 15,4 milljónir króna, eða rúm- lega 101% af kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á tæpar 15,2 milljónir króna. Össi ehf. bauð rúmar 16,4 milljónir króna, eða um 108% af kostnaðaráætlun, Trésmiðja Ásgríms Magnússonar bauð 16,8 milljónir króna, eða rúmlega 110% af kostn- aðaráætlun, Stáltak hf. bauð 17,5 milljónir króna, eða um 115% af kostnaðaráætlun og Fjölnir ehf. bauð rúmar 18 milljónir króna, eða tæp 119% af kostnaðaráætlun. Jón Sigurðsson hjá Ríkiskaupum sagði að eftir væri að fara yfir tilboðin en að stefnt væri að því að ganga frá samningi um verkið á næstu tveimur vikum. Áætluð verklok samkvæmt út- boðinu eru þann 20. maí í vor. SS Byggir bauð lægst í byggingu FSA og Sels Öll tilboðin yfir kostn- aðaráætlun FORSVARSMENN BGB-Snæfells hafa ákveðið að setja á fjögurra tíma næturvakt í frystihúsi félagsins á Dalvík síðar í þessum mánuði, frá kl. 03-07. Þessi breyting kallar á fleira starfsfólk en alls hafa um 50 atvinnu- umsóknir borist til fyrirtækisins eða mun fleiri en Sigurður Jörgen Ósk- arsson yfirverkstjóri átti von á og hægt er að verða við. Hann sagðist frekar hafa verið hræddur um að fá ekki nóg af fólki í vinnu. Hjá fyrirtækinu hefur að jafnaði verið 40 stunda vinnuvika fyrir utan tilfallandi yfirvinnu eins og gengur í slíkum rekstri. Með þessari nýju vakt er verið að auka vinnsluna í landi og bæta við 40 hálfum stöðum en ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu margir verða ráðnir til starfa, þar sem eitthvað er um að núverandi starfsmenn ætli að bæta við sig vinnu. Sigurður Jörgen sagði að á næt- urvaktinni yrði unninn fiskur sem yrði svo fluttur ferskur daglega beint á markað erlendis með flugi. Hann sagði fyrirtækið hafi sent prufusend- ingar af ferskum fiski utan en að nú ætti að fara að auka þann útflutning. „Við höfum verið að gera lengri samninga og um meira magn en áð- ur.“ Sigurður Jörgen sagði að hráefnis- öflunin hafi gengið upp og ofan og að meira væri af smáfiski í aflanum nú. Pökkunarstöð félagsins í Hrísey var flutt til Dalvíkur fyrir um einu ári, eins og flestum er kunnugt, og hefur rekstur hennar gengið vel þetta fyrsta ár á Dalvík. „Við erum alltaf að ná betri og betri tökum á þessu og þá um leið meiri afköstum og þau mark- mið sem menn settu sér við flutning- inn hafa gengið eftir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns við vinnsluna.“ BGB Snæfell hyggst setja á fjögurra tíma næturvakt Um 50 atvinnuumsóknir hafa borist fyrirtækinu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.