Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 55
var líka gott að vera nálægt þeim í annan tíma og verða þess heiðurs aðnjótandi að mega setjast í eldhús- krókinn hjá þeim og taka þátt í spjalli dagsins. Þá var sérlega gam- an að fylgjast með því þegar Auð- björg dreif sig til Noregs í heimsókn til Auðar Völu og Helga, það var ekkert verið að hika, gamla konan dreif sig bara af stað og ferðin tókst vel. Auðbjörg var hrein og bein í skoð- unum og gaman að ræða við hana um það sem efst var á baugi. Skiln- ingur hennar á samskiptum fólks var á sömu nótum, hún vildi ekki að hallaði á neinn og að hlutirnir væru á hreinu. Það var gott að vera nálægt Auðbjörgu og víst er að nálægð hennar í minningu aðstandenda verður góð. Á þessari kveðjustund viljum við þakka Auðbjörgu samskiptin, allan hlýhug og ræktarsemi. Innilegar samúðarkveðjur til Sigfúsar og allra aðstandenda, minningin um Auð- björgu lifir með okkur öllum. Sigurður Jónsson og Esther Óskarsdóttir. Andlátsfregn Auðbjargar Ámundadóttur kom undirrituðum mjög á óvart. Jólakort barst frá þeim hjónunum, svo sem verið hafði um fjöldamörg undangengin ár, allt frá því þau fluttu héðan frá Blöndu- ósi, en hér dvöldu þau á árunum 1954 til 1966 er maður Auðbjargar, Sigfús Þorsteinsson frá Sand- brekku, gegndi ráðunautarþjónustu fyrir Búnaðarsamband Austur- Húnavatnssýslu. Þetta umrædda árabil er senni- lega mesta umbóta- og framfara- tímabil landbúnaðarins, ekki aðeins í Austur-Húnavatnssýslu heldur og um gjörvallar sveitir landsins. Sig- fús var nýkominn frá búnaðarnámi, fullur áhuga og starfsþreks sem við bændurnir á sambandssvæðinu hrif- umst af og tileinkuðum okkur af feg- inleika. Sigfús aðlagaðist auðveldlega fólkinu í sýslunni og greiðir gagn- vegir mynduðust við heimili þessara ungu hjóna þar sem Auðbjörg tók á móti gestum með frjálsmannlegri reisn og fullum skilningi á starfi bónda síns, samhliða því að annast móðurhlutverk ungra barna er um þetta leyti fæddust hvert af öðru. Auðbjörg var mikil húsmóðir og mótaði heimilið af hlýju og höfðing- dómi samfara meðfæddri greiðasemi við þá sem að garði bar. Er þau hjón Auðbjörg og Sigfús hurfu héðan úr Húnavatnsþingi, æskuumhverfi Auðbjargar, til æsku- héraðs Sigfúsar austur á landi höfðu þau eignast stóran hóp samstarfs- fólks, kunningja og vina er þau hafa æ síðan haldið meira og minna sambandi við í gegn um árin. Mun það hafa verið nokkuð gagnkvæmt frá beggja hálfu þannig að þau komu hingað í héraðið og stöldruðu við svo sem ástæður þeirra leyfðu hverju sinni og eins var það að Húnvetn- ingar lögðu leið sína austur á Hérað á fund þeirra. Sem fyrr var hús þeirra hjóna opið og viðtökur mót- aðar af feginleika þeirra sem gest- gjafa. Húsmóðurinni var í engu brugðið um skörungsskap, skjót- leika og hlýtt, en þó óvæmið viðmót, en ánægð var hún ekki nema matur væri þeginn og helst næturgreiði, með tilheyrandi spjalli, sem henni var svo eiginlegt. Þetta reyndi ég og fjölskylda mín oftar en einu sinni og er minnisstætt, sem og öll kynni við þau Auðbjörgu og Sigfús frá fyrstu tíð. Auðbjörg Ámundadóttir hefir lot- ið lögmáli lífs og dauða. Í upphafi nýrrar aldar, en fyrir aldur fram, er hún kvödd til annars sviðs. Lífið gaf henni starfsþrek og hamingju en ag- aði hana einnig með baráttu við sjúkleika og annað mótlæti er hún mætti með reisn og þolgæði. Þegar veikindastríðið hafði náð hámarki fékk hún heitustu ósk uppfyllta að fá að vera á heimili sínu yfir jólahátíð- ina meðal ástvina. Gott er að hún hefir verið leyst frá hinni þungu raun. Samhug votta ég vini mínum Sig- fúsi Þorsteinssyni, sem og afkom- endum þeirra hjóna. Grímur Gíslason, frá Saurbæ. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 55 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Olsen útfararstjóri. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 ✝ Elín K. Sig-mundsdóttir fæddist á Breiða- bólsstað í Vest- mannaeyjum 28. febrúar 1936. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 30. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Sigmundur Karlsson frá Stokks- eyri, f. 23.9. 1912, d. 13.4. 1994, og Klara Kristjánsdóttir frá Heiðarbrún í Vest- mannaeyjum, f. 8.7. 1917, d. 23.1. 1993. Þau eignuðust ellefu börn. Elst var Elín, þá Guðmundur sem dó barnungur, Karl Sesar, Ester, Auður, Ólafur, Svavar, Heimir, Hlynur, f. 17.12. 1993, og Birkir, f 25.3. 1994. Áður átti Klara tvö börn með Páli Ragnarssyni en hann lést á nýársdag árið 1983. Börnin eru Ragnar Freyr, f. 25.11. 1973, maki Thelma Bárðardóttir, þeirra barn er Heiðar Páll, f. 9.9. 1996. Helga Lind, f. 17.11. 1982. 2) Elsa, sjúkraliði, búsett í Vest- mannaeyjum, f. 7.2. 1961, maki Björn Indriðason tæknifræðingur. Þeirra börn eru Elín Sigríður, f. 29.7. 1976, maki Símon Þór Eð- varðsson, þeirra barn er Aron Máni, f. 2.2. 1996. Elva Dögg, f. 3.9. 1982. 3) Gunnar Hallberg, nuddari, búsettur í Reykjavík, f. 27.2. 1972, maki Anna Elísabet Górska, þeirra barn er Adrian Ari, f. 20.4. 2000. Auk þess á Anna tvö börn af fyrra hjónabandi, Mikka og Natalíu, og fyrir á Gunn- ar dótturina Rakel Ösp, f. 30.10. 1997, með Elínu Hafsteinsdóttur. Útför Elínar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hörður, sem er látinn, Kristján og Laufey. Elín hóf sambúð ár- ið 1953 með eftirlif- andi eiginmanni sín- um Gunnari Jóhanns- syni frá Þórshöfn á Langanesi, f. 31.5. 1931. Foreldrar hans voru Hans Johansen og Sigríður Svein- björnsdóttir sem bæði eru látin. Elín og Gunnar bjuggu lengst af í Vestmannaeyjum en fluttu í gosinu árið 1973 til Reykjavíkur og hafa búið þar óslitið síðan. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Klara, hjúkrunarfræðingur, f. 3.3. 1955, búsett á Selfossi, maki Víðir Óskarsson læknir. Þeirra börn eru Elsku mamma mín. Ég trúi því varla ennþá að þú sért dáin. En þú ert farin þangað sem engir verkir og engin mein eru. Í huga mínum áttir þú alltaf að vera til staðar. Þegar ég heyrði sjúkdómsgrein- inguna þína fyrir þremur mánuðum snart kaldur veruleikinn mig, en mig grunaði ekki að þetta tæki svona fljótt af. Það er mjög sárt að vita til þess að þú sért ekki lengur meðal okkar. Þeir sem fengu að kynnast þér vissu af góðmennsku þinni og gjafmildi. Það leið varla sá dagur að þið pabbi fengjuð ekki gesti sem fengu að njóta gestrisni og góðra veitinga. En þótt söknuðurinn og sorgin sé sár á þessari stundu er hjarta mitt fyllt þakklæti fyrir að hafa átt þig sem móður. Í æsku minni minnist ég þess hve mikilvægt það var fyrir mig að þú varst ávallt heima og tókst svo vel á móti mér og þannig hefur það alla tíð verið. Hlýja þín og hjálpsemi við mig og fjölskyldu mína var mikil. Þau voru ófá skiptin þar sem þú komst á heimili okkar og annaðist það í fjarveru okkar Víðis. Hún mamma mín fylgdist vel með barnabörnunum og barnabarna- börnunum, vildi alltaf fá fréttir af því hvernig þeim liði og hvað þau væru að gera. Þótt dauði þinn sé sorglegur veit ég að þú vilt að við sem eftir lifum brosum, það var einn af mörgum góðum eiginleikum þínum að brosa, jafnvel á erfiðum stundum. Ég þakka þér, elsku mamma, allt og veit að þú ert komin á stað þar sem þér líður vel og þín bíða ný verkefni. Vafalaust munt þú halda áfram að fylgjast með fólkinu þínu og vaka yfir velferð þess. Ég bið góðan guða að umvefja þig örmum sínum þangað til fundum okkar ber saman á ný. Elsku pabbi, guð varðveiti þig og gefi þér styrk. Klara. Elsku mamma. Þá er komið að kveðjustund. Víst gæti ég skrifað heila bók um manngæsku þína, ást og umhyggju, ekki bara hvað fjöl- skylduna varðaði, heldur líka við alla sem þú kynntist. Minningarnar eru margar en flestar þeirra vil ég hafa fyrir sjálfa mig, geyma þær í hjarta mínu. Ég á eftir að sakna þín sárt en ég veit að þegar minn tími kemur tekur þú á móti mér með op- inn faðminn eins og þegar ég kom til þín á spítalann á annan í jólum. Það var svo gott að finna faðmlag þitt og ástina sem streymdi frá þér. Þakka þér fyrir allt mamma mín. Ég kveð þig með þessum línum og býð þér góða nótt: Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín dóttir Elsa. ,,Gunni minn, ég keypti handa þér einhvern nýjan rétt... eitthvað mjög gott.“ Þessi setning hljómar svo kunnuglega í huga mínum þeg- ar ég hugsa til þín. Við í fjölskyld- unni könnumst öll við þegar þú komst gangandi þínum þolinmóðu skrefum eftir Lindargötunni með þitt hljóðláta bros og oftast tvo poka úr búðinni sem höfðu að geyma eitthvað ljúffengt handa okkur ásamt auðvitað bláu mjólk- inni og skyrinu sem þú máttir ekki sleppa fyrir nokkurn mun. Það var alveg sama hver átti í hlut. Það varð alltaf að vera til eitthvað spennandi handa hverjum og einum og allir höfðu sína sérstöðu í huga þínum og ef eitthvað var ekki nógu gott, þá var bara að smeygja sér í skóna og rölta annan túr út í búð. Já, það var sama hvernig viðraði, alltaf varst þú tilbúin að leggja á þig nýja ferð til að gleðja aðra. Þó að innihald pok- anna væri spennandi voru það hug- ur þinn og umhyggja sem lágu að baki sem skiptu mestu máli, og þú kaust ætíð að tjá umhyggju þína og hugulsemi í verki. Þú þurftir ætíð að vera að tína í okkur gjafir og það var regla að gefa tengdadætrum að minnsta kosti eina peysu í mánuði. Þú hafðir ótæmandi þörf fyrir að gefa og gleðja og vildir ekkert í staðinn nema kannski litla Egils appelsín í plasti því dósir voru ómögulegar til að drekka úr. Að hafa þig ætíð nærri var eins og að byggja hús á bjargi sem stendur af sér öll veður og vinda, svo traust varst þú. En jafnvel björg gefa eftir í tím- ans rás og áfallið kom síðasta haust þegar við fengum að vita um veik- indi þín. Allt í einu breyttist líf okk- ar allra og okkur datt ekki í hug að þú yfirgæfir okkur á svo skömmum tíma. Það er mér mikils virði að hafa fengið tækifæri á því að faðma þig og kveðja og þú verður alltaf í hjarta mér. Guð geymi þig, elsku mamma. Þinn sonur Gunnar Hallberg. Þegar fréttin barst um að þú værir að hefja baráttu við slæman sjúkdóm var það eins og þruma úr heiðskíru lofti, þú barðist hetjulega þessa stuttu en hörðu baráttu. Það er merkilegt að á svona tím- um fara minningarnar á hraða ljóss- ins og mínar minningar um þig ein- kennast af einu, þeirri gífurlegu ást og umhyggju sem þú barst fyrir öll- um og máttir aldrei neitt aumt sjá eða neikvætt heyra um fólk. Við kynntumst fyrir 27 árum og var ég mjög heppinn að fæðast inn í þessa fjölskyldu og eignast þig sem ömmu. Mín fyrstu ár man ég ekki en við hlógum oft saman á Lind- argötunni þegar þú minntist þess- ara tíma og hversu skapstóran ömmustrák þú áttir. Alla mína barnaskólagöngu var heimili þitt minn daglegi áningar- staður en það var á Kárastíg og var ekkert betra en að koma til þín og fá mjólk og kleinur. Það sem olli mér miklum vangaveltum var af hverju þú opnaðir mjólkurfernuna á þenn- an sérstaka hátt. Þegar þú fluttir svo á Lindargötuna var það sama upp á teningnum, næstum daglegar heimsóknir og alltaf gat maður fengið mjólk og heimsins bestu kleinur. Á seinni árum fór þetta að breytast, heimsóknir urðu ekki dag- legar vegna anna en á sunnudögum var komið við hjá þér og var alltaf gott að fá kaffibolla og kleinur, geta rætt öll heimsins mál, sagt skoðanir sínar, fíflast og komið þér til að hlæja með einhverjum lélegum bröndurum sem enginn skildi nema þú. Þegar kom að þeim tímamótum að kynna skyldi unga konu sem komið hafði inn í líf mitt, þá var það eins og með allt annað, þessari stúlku var tekið opnum örmum og varð strax mikill kærleikur á milli þín og hennar. Matur var mjög mikilvægur þátt- ur í samskiptum okkar og ekkert var betra en að fá þitt fræga ömmu- læri í sunnudagshádegi og Royal- búðing í eftirrétt með blönduðum ávöxtum, kleinur og vínarbrauð var einnig hátt skrifað. Við sáumst ekki mikið síðustu ár- in vegna þess að ég hafði flutt af landi brott en þegar komið var í heimsókn var fyrsti áningarstaður ávallt Lindargatan og tókst þú allt- af svo innilega á móti okkur með faðmlagi sem einkenndist af kær- leika og umhyggju. Þegar lítill drengur kom í heim- inn og gerði þig að langömmu var það mikill hamingjudagur og var hann eins lánsamur að hafa fengið þig sem langömmu og frá því að þið fyrst sáust voruð þið í miklu upp- áhaldi hvort hjá öðru og ég minnist þess að þegar hann kom í fang þitt róaðist hann og sofnaði. Hann fann þetta hlýja hjarta og vissi að þarna var öruggt að vera, þú hafðir ótrú- lega gott vald á börnum og þau voru líka alltaf velkomin til þín. Þessi litli drengur naut þess að vera hjá þér og láta dekra við sig eins og þú gerðir og bað hann iðu- lega um að fá að heimsækja lang- ömmu á Lindargötunni. Eitt misstir þú aldrei þótt þú værir orðin mjög lasin og það var þessi kímnigáfa og löngunin til að hlæja og þú sagðir margt sem fékk okkur hin til að brosa út í annað og skella upp úr. Barátta þín við veikindin tók svo enda einn kaldan dag í desember og var það mikill sorgardagur í lífi mínu, þú varst lögð að stað í hið mikla ferðalag. Kæra amma, ég vil þakka þér fyr- ir þetta líf sem þú hefur fært mér, allan þann andlega auð sem þú hef- ur blessað mig með, allan þann kær- leika sem þú hefur sýnt mér í gegn- um súrt og sætt, allan þann tíma sem ég hef notið í návist þinni, allan þann þroska sem þú hefur gætt mig og alla þá umhyggju sem þú hefur sýnt mér og fjölskyldu minni. Kæri afi, ég votta þér samúð mína og hrósa þér fyrir hetjulega baráttu í gegnum mikil og erfið veikindi og þú sýndir það í verki hversu mikill maður þú ert og hversu stórt hjarta þú hefur. Hjarta mitt er fullt af sorg, sökn- uði og góðum minningum um bestu ömmu sem nokkur getur óskað sér og munu þessar minningar lifa og fylgja mér uns við hittumst á ný. Ég vil enda þetta með setningu sem var mér ofarlega í huga 30. des- ember árið 2000: ,,Sjá, guðs englar fagna og lofsyngja, því að ein af drottins fegurstu sálum hefur snúið aftur til himnaríkis.“ Þinn ömmustrákur, Ragnar Freyr Pálsson. ELÍN KRISTÍN SIGMUNDSDÓTTIR SJÁ FRAMHALD Á SÍÐU 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.