Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 76
FÓLK Í FRÉTTUM 76 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ filmunegatífurnar settar í geymslu á stað þar sem ekkert á að geta grand- að þeim um alla framtíð.“ Hundrað Rex-þættir „Frá 1984 hef ég verið meira og meira viðloðandi kvikmyndagerð. Fyrst byrjaði ég sem annar aðstoð- armaður við kvikmyndatökur, en varð þá svo heppin að fá vinnu hjá Movicam, austurísku fyrirtæki sem framleiðir 35 mm kvikmyndatökuvél- ar. Það hefur orð á sér fyrir að vera eitt hið besta í heimi á þeim vettvangi og hjá þeim vann ég í tvö ár. Eftir það var ég aðstoðartökukona og vann sem slík á átta ár. Á þeim tíma vann ég mikið með Bretum sem „operator“, sem ég á ekki orð yfir á íslensku. „Operator“ vinnur við hlið kvik- myndatökustjórans og svo kemur aðstoðartökumaðurinn. Bretar og einnig Bandaríkjamenn hafa aðra verkskiptingu. Fyrir mig var þetta góður skóli og til mikils gagns.“ Nú berst talið að Lögregluhundinum Rex: „Fyrsta verkefni mitt við fyr- irtækið sem annast gerð kvikmynda- þáttanna var að taka myndir í Vín, en í hverjum þætti eru kynningarmynd- ir frá borginni sem tengjast ekki endilega efninu hverju sinni. Ég þurfti að klifra upp um hina og þessa turna á morgnana eða á kvöldin við sólsetur.“ En störf hennar fyrir kvik- myndaverið jukust smám saman og hún hefur ein séð um tökur fimm þátta og þriggja annarra í samvinnu við kollega sína. Þættirnir eru nú að nálgast hundraðið. Reyndar hefur hún ekkert starfað með þeim á þessu ári vegna annríkis við önnur störf. Auk þess hefur verið gert tökuhlé því þættirnir sem verða sýndir á næsta ári verða þeir síðustu með núverandi leikurum. Þótt tökurnar á Rex séu ekki skipulagðar með mjög löngum fyrirvara kveðst Birgit vita að hún BIRGIT Guðjónsdóttir fædd-ist og ólst upp á Íslandi til 7ára aldurs, „en þá fór ég áflakk með móður minni, sem er austurrísk. Við bjuggum um tíma í Noregi, þá í Þýskalandi og loks í Austurríki. Þegar ég var 15 ára fór ég aftur til Reykjavíkur og var þar tvö ár í skóla, áður en ég fór aftur til Vínar. Eftir að dóttir mín Hedí fædd- ist bjó ég aftur í ár í Reykjavík. Sam- tals hef ég búið í 10 ár á Íslandi. Þegar ég var um tvítugt fannst mér spennandi að vera á meginlandinu, en nú orðið sæki ég sífellt meira til heimalandsins, eftir því sem ég eld- ist“. Minjavernd í Japan og Noregi Birgit hefur gott samband við föð- ur sinn á Íslandi og á líka marga vini þar. Hún leggur leið sína þangað einu sinni til tvisvar á ári. Þegar fundum okkar Birgit bar saman var hún rétt nýkomin frá mánaðardvöl í Japan. Þar vann hún að gerð þriggja 15 mín- útna heimildarmynda um staði sem eru verndaðir af UNESCO. Í öllum heiminum eru fleiri en 280 staðir, sem þykja verðskulda þessa virðingu, ým- ist vegna náttúrufegurðar eða þeir eru einstök menningarfyrirbrigði. Þessir vernduðu staðir í Japan eru í fyrrverandi höfuðborg keisaradæm- isins Kyoto í Hiroshima, leifar frá kjarnorkusprengjuárásinni 6. ágúst 1945 og svo hið fræga „fljótandi“ helgihlið eða „torií“ að Itsukusima- helgidómnum á Miyajima. Þessar myndir voru framleiddar af þýsku kvikmyndafyrirtæki í Berlín. „Ég mun væntanlega vinna með sama tökustjóranum, hvert sem hann fer, t.d. eru norsku timburkirkjurnar á dagskrá eftir ár. Þessar myndir eru teknar á 35 mm filmu til að tryggja bestu myndgæði. Þegar heildarfrá- gangi þessara mynda er lokið verða verður áfram með þegar tökurnar með nýjum leikurum hefjast á ný næsta sumar. Þetta er vel borgað starf og oft skemmtilegt, en auðvitað mismunandi gefandi. Um þessar mundir er verið að sýna óperu í Vín og vann Birgit, í tengslum við sýninguna, 70 mínútna bíómynd. Þetta er lítið þekkt, ókláruð ópera eft- ir Mozart sem heitir Zeide. Hún er sýnd í bíósal og söngvararnir syngja á sviðinu fyrir framan tjaldið, en leika líka í myndinni. Kvikmyndin þjónar þannig sem leikmynd og gott betur. „Frá okkar hendi er þetta frum- smíð, nokkurskonar tilraun í framúr- stefnulegu formi.“ Það er óvenjulegt að sameina óperu og kvikmynd í einni sýningu. „Já, þetta er mjög óvenjuleg aðferð í kvikmyndagerð,“ staðhæfir Birgit. „Við höfðum enga reynslu að baki til að hafa hugmund um hvernig þetta mundi takast, og áttum oft lang- ar og strangar umræður um hvernig við skyldum vinna verkið, en nú vitum við meira um hvernig við skuli brugð- ist í ýmsum tilfellum. Þetta var sem sagt fyrst og fremst góður skóli. Það væri virkilega gaman að gera fleiri myndir í þessum dúr ef fjárveiting væri fyrir hendi.“ Óperan fékk ágætar viðtökur og var sýnd 10 sinnum fyrir fullu húsi. Birgit segir það hafa komið til tals að selja hugmyndina að uppfærslunni til annarra landa eða kannski fremur að vinna aðra uppfærslu á svipuðum for- sendum. „Það væri spennandi að fá meira fjármagn og þá væri væntan- lega mögulegt að ná enn betri ár- angri. Því má kannski bæta við að þetta var í fyrsta sinn sem ég starfaði sem leikstjóri en sá sem skrifaði handritið var lítt kunnugur kvik- myndaleikstjórn og því varð að sam- komulagi að ég annaðist leikstjórn- ina, ásamt tökuna á myndinni. Hann sá svo um tónlistarhlutann og að koma öllu saman á sviðinu. Þetta verkefni má í raun þakka framtaki og áhuga eiganda Schikan- eder-kvikmyndahússins sem kom öllu þessu í verk. Bíósalurinn er lítill en eigandinn virðist hafa óseðjandi löngun til að finna upp á einhverju ný- stárlegu og leggur hart að upprenn- andi listamönnum að spreyta sig á einhverju sem ekki hefur verið gert áður. Mynd um menningarborgina Reykjavík „Á síðastliðnu sumri var ég þátt- takandi í að gera heimildarmynd um Reykjavík – menningarborg fyrir þýsk/austurrísku sjónvarpsstöðina 3 SAT sem lét gera heimildarmyndir um allar menningarborgirnar. Við vorum stödd „heima“ í tvær vikur í ágústmánuði síðastliðnum. Þegar ég frétti að þetta stæði til í Reykjavík hringdi ég til þeirra og sagði þeim að þeir gætu bara alls ekki farið til Ís- lands án mín. Mér fannst sérlega gaman að vera við vinnu á Íslandi. Þarna hitti ég margt fólk og sá gerða skemmtilega hluti og áhrifamiklar sýningar. Íslendingar stóðu sig mjög vel, eins og alltaf,“ bætti Birgit við og brosti drýgindalega. Kennir kvikmyndatöku Birgit er í Félagi austurrískra kvikmyndatökumanna, AAC, og einnig í þýsku félagi sömu starfs- greinar. „Ég byrjaði fyrir tveim árum að kenna kvikmyndatöku við Kvik- myndaskólann í Baden-Würtemberg í Ludwigsburg í Þýskalandi. Þeir hafa úr töluvert miklu fjármagni að spila og skólinn er mjög vel búinn nýj- ustu stafrænum tækjum. Þeir kapp- kosta að fá ungt fólk, sem er starfandi við kvikmyndagerð, til að halda tveggja mánaða námskeið. Ég fer þangað aftur núna í janúar. Fyrir mig var mjög sérstakt að fara að kenna, ég sem sjálf lærði aldrei kvikmynda- töku í skóla en var hinsvegar fjögur ár í ljósmyndanámi á sínum tíma. Þetta gengur samt bara vel og ég reyni að haga kennslunni og setja efnið fram á þann hátt sem ég hefði viljað læra það áður en ég byrjaði að starfa sem kvikmyndatökukona. Það eru miklar breytingar í kvik- myndaiðnaðinum þessa dagana. Staf- ræna öldin er hafin og bráðum heyrir sögunni til að bíómyndir séu sýndar með því að renna 6.000 metra filmu í gegnum þessar hefðbundnu sýning- arvélar. Stafræna sýningartæknin er ódýrari og tryggir gæði filmunnar til lengri tíma. En þrátt fyrir að nú séu komnar litlar myndbandstökuvélar, sem eru líka notaðar við kvikmynda- töku, þá verður 35 mm filman alltaf með bestu gæðin og mest notuð við upptökur. Eftir það verða þær unnar í tölvum og sýndar stafrænt,“ útskýr- ir Birgit. Reynir að halda í íslenska ríkisborgararéttinn Birgit talar dágóða íslensku „en mig skortir stundum orð en þá kemur Hedí dóttir mín mér til hjálpar“. Pabbi Hedíar er íslenskur og hún er að hluta til alin upp á Íslandi. Nú er hún í skóla í Vínarborg og lýkur fimm ára fatahönnunarnámi í vor. Á sumr- in er hún hinsvegar heima og vinnur þá hjá Eldhestum. Birgit kappkostar að halda í íslenska ríkisborgararétt- inn, þótt það á stundum hafi kostað mikla fyrirhöfn, þ.e. áður en EFTA kom til sögunnar. „Ég vann oft bara í nokkra daga að sama verkefni og við það næsta kannski eina eða tvær vikur og var alltaf að skipta um vinnu- veitendur. Þá þurfti ég ætíð að sækja um atvinnuleyfi fyrir hvert verkefni og í ríki skriffinnskunnar tók þetta oft óþægilega langan tíma, jafnvel þegar mér var orðið mögulegt að gera þetta gegnum síma. Ég hafði oftast sam- band við sama manninn, sem var orð- inn hundleiður á mér og sagði einu sinni: „Fyrst þú vilt alls ekki verða austurrísk gætir þú kannski náð þér í austurrískan eiginmann, það mundi auðvelda þessi leyfi sem þú þarft,“ sagði Birgit og skellihló. Samtali okkar Birgit lauk hér með en hún var önnum kafin við að búa sig og dótturina undir jólaferðina til Ís- lands. Kvikmyndatökukonan Birgit Guðjónsdóttir býr og starfar í Austurríki Myndaði lögreglu- hundinn Rex Birgit Guðjónsdóttir: „Stafræna öldin er hafin og bráðum heyrir sögunni til að bíómyndir séu sýndar með því að renna 6.000 metra filmu í gegnum þessar hefðbundnu sýningarvélar.“ Birgit mundar tökuvélina. Austurríski lögregluhundurinn Rex er ís- lenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur. Færri vita að ein þeirra sem feng- ist hafa við að mynda hundinn klóka er Ís- lendingurinn Birgit Guðjónsdóttir. Haraldi Jóhannssyni lék forvitni á að vita hvernig hún rataði í starfið og komst að því að hún hefur komið æði víða við. Svartur og hvítur (Black & White) S a t í r a Leikstjórn og handrit: James To- back. Aðalhlutverk: Robert Down- ey jr., Claudia Schiffer, Brooke Shields. (99 mín.) Bandaríkin 1999. Skífan. Bönnuð innan 12 ára. ÞESSI mynd er meira en lítið rugl- ingsleg og mann grunar einna helst að hér hafi aldeilis lauslega verið stuðst við handritið og spuninn látinn ráða ferðinni. Um- fjöllunarefnið er kynþáttaárekstrar í Bandaríkjum samtímans og frá- sagnarmátinn er í formi satíru. Því veit maður hrein- lega ekki hvenær höfundinum Toback er alvara og hve- nær ei. Ef ég reyni að finna einhvern þráð til að lýsa efni myndarinnar – einhverja leið til þess að lýsa innhald- inu í þessu „blandi í poka“ – þá er best að orða það sem svo að myndin gangi út á það þegar hvítir millistéttarung- lingar lenda í félagsskap með ofur- svölum hip-hop-stjörnum af götunni, klíkuliðinu sem náð hefur vinsældum í gegnum rapptónlistargeirann. Hér blótar hver ofan í annan, eiturlyfin flæða, ofbeldið er tilbeðið og kynlífið sett á oddinn – allt í rétta hip-hop- stílnum. Það er augljóst að Toback er að deila á dýrkunina á þessari klíku- menningu en ádeilubroddurinn missir marks í allri ringulreiðinni. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Bland í poka Gakktu fram af mér (Drive me Crazy) G a m a n m y n d  Leikstjóri: John Schultz. Handrit: Rob Thomas, byggt á sögu eftir Todd Strasser. Aðalhlutverk: Mel- issa Joan Hart, Adrian Grenier. (90 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Öllum leyfð. ÞÆR eru ófáar myndirnar sem gerðar hafa verið í anda unglinga- myndanna sem tröllriðu níunda ára- tugnum og skört- uðu ungstjörnum á borð við Patrick Dempsey og And- rew McCarthy (en frægðarsól þess- arar leikara entist lítið umfram myndirnar). Þar segir jafnan frá fremur óhrjáleg- um unglingspilti sem eftir ýmsar raunir endar sem mjög frambærileg- ur draumprins og kvennagull. Í Gakktu fram af mér, er þessi marg- tuggna saga yfirfærð í tónlist og tísku tíunda áratugarins, án nokk- urra teljandi viðbóta, með mjög lit- lausum árangri. Myndin er stíllaus og langdregin enda skartar hún leik- urum sem eru upp til hópa leiðinlegir og ekki líklegir til að verða að stór- stirnum. Aðalleikkonan er þekkt fyr- ir áralangan leik sinni í sjónvarps- þáttunum um ungnornina Sabrinu, og birtist hér sem ein mest óaðlað- andi aðalpersóna sem sést hefur lengi. Sem sagt, ekki eyða tíma í þessa kvikmynd. Heiða Jóhannsdótt ir Lúðinn snikkaður til ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.