Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 29 Innlausnarverð: 7.785.893 kr. 1.557.179 kr. 155.718 kr. 15.572 kr. 1. flokkur 1991: Innlausnardagur 15. janúar 2001. Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.406.697 kr. 240.670 kr. 24.067 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 2.141.496 kr. 1.070.748 kr. 214.150 kr. 21.415 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 10.546.028 kr. 2.109.206 kr. 210.921 kr. 21.092 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1993: Innlausnarverð: 10.380.523 kr. 2.076.105 kr. 207.610 kr. 20.761 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 3. flokkur 1993: Innlausnarverð: 9.559.923 kr. 1.911.985 kr. 191.198 kr. 19.120 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1994: Innlausnarverð: 8.510.379 kr. 1.702.076 kr. 170.208 kr. 17.021 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. 1. flokkur 1995: Innlausnarverð: 8.258.188 kr. 1.651.638 kr. 165.164 kr. 16.516 kr. Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.463.148 kr. 146.315 kr. 14.631 kr. 1. 2. og 3. flokkur 1996: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð húsbréfa Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf. FYRIR tvö hundruð árum, í rit- gerðinni Eilífur friður, ímyndaði Immanuel Kant sér framtíðar „samvinnu frjálsra ríkja. En árið 1795 voru frjáls ríki óhlutlæg hug- mynd. Samt ímyndaði Kant sér okkar nútíma veruleika þar sem frjáls lýðræðisríki blómstra. Enn- fremur virðist hugmynd Kants um eilífan frið enn síður langsótt vegna þess að ekkert lýðræðisríki hefur nokkurn tíma farið í stríð gegn öðru. „Aldrei stríð milli lýð- ræðisríkja“ er reyndar það sem gæti farið næst því að verða að óbreytanlegum, diplómatískum lögum. Fræðimenn hafa sýnt fram á sannleiksgildi þessa. Prófessor R.J. Rummel, við Háskólann á Hawaii, rannsakaðir 353 pör af stríðsaðilum frá 1916 til 1991. Lýðræðisríki barðist við ríki sem ekki var lýðræði í 155 tilfellum. Einræðisríki barðist við einræð- isríki í 198 tilfellum. Hann fann engin dæmi um að lýðræðisríki hafi barist við hvort annað. Sumir smásmugulegir menn halda því fram að undantekningar sé að finna. En ef nánar er að gætt kemur í ljós að umrædd átök voru annaðhvort einhvers konar borg- arastríð eða annar aðilinn var ekki raunverulegt lýðræðisríki (Þýskaland 1914), eða að fjöldi þeirra sem féllu var svo lítill að ekki var hægt að kalla átökin raunverulega stríð. Þetta er ekki bara tölfræðileg villa eða heppileg tilviljun. Í lýð- ræðisríki væri næstum því ógern- ingur að tryggja nægan almennan stuðning við vopnað áhlaup á ann- að lýðræðisríki. Lýðræðisþjóðir þekkja og treysta hver annarri. Lýðræðislegar stjórnir telja eðli- legt að semja hverjar við aðra. Sá kostnaður sem mannkynið hefur mátt greiða á meðan beðið hefur verið eftir því að hugsjón Kants yrði næstum að veruleika er skelfilegur og hann varð að greiða á fleiri stöðum en vígstöðv- unum. Frá 1900 til 1987 voru um 170 milljónir manna drepnar af pólitískum ástæðum þar sem ekki kom til styrjaldar. Alræðisríki myrtu 138 milljónir af þessum 170 milljónum. Í einræðisríkjum voru 28 milljónir felldar. Lýðræðisríki myrtu um tvær milljónir manna, aðallega með alþjóðlegum loft- árásum á borgaraleg skotmörk. En það er alveg sama hversu um- deild dæmin eru þar sem lýðræð- isríki hafa gengið of langt, þau breyta ekki heildarmyndinni. Megnið af þessari slátrun kom til vegna sambræðslu marx-lenín- ismans á algildri hugmyndafræði og algjöru valdi. Ef mætti umorða hugsun Actons lávarðar: Vald drepur og algert vald drepur al- gerlega. Margir komust að öðrum nið- urstöðum. Þegar marxistar voru öflugir og frjálslyndisstefnan veik sögðu rithöfundar, stjórnmála- menn, stjórnmálaflokkar og dag- blöð hvað eftir annað: Lýðræði er ekki mikilvægt í þriðja heiminum. Frelsi í slíkum löndum er „forms- atriði“. Mun mikilvægara er að enginn svelti. Þetta fengum við að heyra: Frjálslyndisstefnan er engin lausn fyrir þróunarlöndin. „Ekki mæla aðra með þínum eigin tommustokk,“ sagði einn helsti leikrita- og skáldsagnahöf- undur Svíþjóðar þegar stjórn Pols Pots útrýmdi fjórðungi kambód- ísku þjóðarinnar. Það sem hann átti við var að fjöldamorð á Kambódíumönnum væri ekki hörmulegt með sama hætti og fjöldamorð á Evrópumönnum. Þetta eru öfugsnúnir kynþátta- fordómar: Maður þykist bera virðingu fyrir öðru fólki þegar maður í raun og veru fyrirlítur það. Margir þeirra Vesturlandabúa sem hrósuðu Mao, Castro eða Honecker vildu í rauninni sjaldn- ast flytja inn ógnarstjórn þeirra. Maður þarf bara að reyna að leggja minnstu hömlur á málfrelsi í einhverju Vesturlandanna til að fá yfir sig holskeflu mótmæla frá sama fólki og mælir sjaldan með því til handa þriðjaheimsþjóðum. Kúgun má einungis beita aðra. Hræsni er auðvitað ekki bara að finna á Vesturlöndum. Þegar leiðtogar í til dæmis Singapore, Malaysíu og á meginlandi Kína tala um „asísk gildi“ til þess að sveipa stjórnarfar sitt rómantísk- um blæ andmæla þeir líka lýðræð- islegum gildum. En fyrrverandi forseti Taívans, Lee Teng-hui, telur þessar röksemdir lélegt skálkaskjól fyrir andlýðræðislega stefnu. Hvað mannréttindi varð- ar, segir Lee, eru engin sérstök asísk gildi. Frelsi er altækt gildi. Þrátt fyrir fall kommúnismans sætir frjálslyndisstefnan enn árásum. Amartya Sen, Nóbels- verðlaunahafi í hagfræði, sýndi raunverulega fram á það engin hungursneyð – fjöldahungur er leiðir til fjöldadauða – hafi nokk- urn tíma orðið í ríki undir lýðræð- islegri stjórn. Tvær eða þrjár milljónir létust í Bengal-hungurs- neyðinni 1943. Það gerðist undir breskum yfirráðum. Frá því Ind- land varð sjálfstætt 1947 með fjöldaflokkslýðræðislegu fyrir- komulagi hefur landið aldrei orðið fyrir slíkum hörmungum. Nær- ingarskortur, uppskerubrestur og matarskortur hefur skollið yf- ir, en aldrei hefur orðið hungurs- neyð. Berum þetta saman við „stóra framfaraskrefið“ hans Maos 1958–1961 þegar 30 milljónir Kín- verja létust úr hungri. Það er tí- faldur fjöldi þeirra Indverja sem létust vegna hins mikla hungurs í Breska Indlandi innan við tuttugu árum áður. Sen kannaði ennfremur nokkur Afríkuríki sem urðu fyrir upp- skerubresti og matarskorti. Rík- isstjórnir undir lýðræðislegum þrýstingi taka yfirleitt harkalega og af sanngirni á málunum; fólk er býr undir einræðisstjórn má oft þola hungursneyð sem yfir- völd koma til leiðar og stjórna. Þar sem stjórnarandstaða og frjálsir fjölmiðlar eru öflug geta yfirvöld ekki hunsað þúsundir manna sem svelta heilu hungri. Þegar þaggað er niður í andstöð- unni og í fjölmiðlum heyrist ein- ungis rödd einræðisherrans er hægt að fela og/eða virða að vett- ugi milljónir manna sem eru að deyja úr hungri. Eli Wiesel, sem lifði af Ausch- witz og Buchenvald og er Nób- elsverðlaunahafi, sagði eitt sinn: „Gleymum ekki hetjunum frá Varsjá, píslarvottunum frá Trebl- inka, börnunum frá Auschwitz. Þau börðust einsömul, þau þjáð- ust einsömul, en þau dóu ekki ein- sömul, því að eitthvað í okkur öll- um dó með þeim.“ Hvað varð það sem dó með þeim? Mitt svar er þetta: Sú hugmynd að grimmd mannanna séu takmörk sett. Nú gerum við okkur grein fyrir því, að það eru engin takmörk. Við þekkjum að fenginni reynslu hverjir eru kostir lýðræðisins, er varðar frið og velferð fólks, og verðum að staðfesta nauðsyn og skuldbindingu okkar við hug- mynd Kants. Ekkert stríð, ekkert hungur eftir Per Ahlmark Per Ahlmark er fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra Svíþjóðar. Þegar marxistar voru öflugir og frjálslynd- isstefnan veik sögðu rithöfundar, stjórn- málamenn, stjórn- málaflokkar og dag- blöð hvað eftir annað: Lýðræði er ekki mikilvægt í þriðja heiminum. Frelsi í slíkum lönd- um er „formsatriði“. Mun mikilvægara er að enginn svelti. Þetta fengum við að heyra: Frjálslynd- isstefnan er engin lausn fyrir þróun- arlöndin. © Project Syndicate. MARGRÉT prinsessa, systir Elísa- betar Bretadrottningar, var flutt á sjúkrahús Játvarðs konungs í Marylebone á miðvikudag vegna veikinda. Að sögn lækna þjáist hún af „alvarlegu lystarleysi“ en hugs- anlegt þykir, að hún hafi fengið vægt heilablóðfall í síðustu viku. Margrét er sjötug að aldri. Margrét prinsessa hefur ekki verið heilsuhraust í nokkurn tíma og líklegt þykir, að lystarleysið, sem hrjáir hana núna, sé afleiðing heilablóðfalls. Fyrir þremur árum fékk hún einnig heilablóðfall er hún var í fríi á Karíbahafseyjunni Mustique. Þá var hún flutt í skynd- ingu á sjúkrahús í Englandi en hún var einnig á Mustique í mars árið 1999 er hún brenndist illa á fótum í baði. Hafa þau sár gróið seint og illa og hefur hún stundum þurft á hjólastól að halda af þeim sökum. Fyrir rúmum 15 árum var Margrét flutt á sjúkrahús vegna mikilla verkja í brjósti og þá var hluti vinstra lunga fjarlægður. Að auki hefur hún verið undir lækn- ishendi vegna þráláts höfuðverkj- ar, bólgu í barkakýli, berkjubólgu, lifrarbólgu og lungnabólgu. Margrét hefur á stundum lifað nokkuð stormasömu lífi og alltaf hefur þótt sópa að henni. Haft er eftir vinum hennar, að nú sé henni þó brugðið. Hún sé orðin mjög máttfarin, skammtímaminnið bágt og hún eigi stundum erfitt með að halda uppi samræðum. Margrét prinsessa á sjúkrahús Máttfarin og lystarlaus London. Daily Telegraph. AP Lögreglumaður á verði fyrir framan King Edward VII-sjúkrahúsið í London þar sem Margrét prinsessa dvelur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.