Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 37 FÓLK sem fær sykursýki á fullorð- insárum og háan blóðþrýsting tapar meiru af andlegri getu með aldrin- um en heilbrigðir, samkvæmt nið- urstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum. Vísindamennirnir sem unnu rann- sóknina segja að þessir tveir kvillar leiði til vitsmunahnignunar sem geti haft áhrif á frammistöðu í prófum á andlegri snerpu þótt hnignunin sé lítil og sennilega myndu fæstir taka eftir henni. Þótt ekki sé ljóst með hvaða hætti sykursýki og háþrýst- ingur draga úr heilastarfsemi virð- ist sem vandann megi rekja til skemmda á fíngerðum æðum. En hver svo sem ástæðan er telja vísindamenn að með því að reyna að hafa hemil á framgangi sjúkdóm- anna um miðjan aldur megi draga úr hættunni á breytingum á and- legri getu áður en þær verða aug- ljósar. Ritgerð um rannsóknina birtist í nýjasta hefti tímaritsins Neurology. Dr. David Knopman, vísinda- maður við Mayo-læknamiðstöðina í Rochester í Minnesota í Bandaríkj- unum, stjórnaði rannsókninni. Fylgst var með hátt í 11 þúsund mönnum og konum á aldrinum 47-70 ára í sex ár. Var rannsóknin byggð á stöðluðum vitsmunaprófum á færni í að muna orð og valdi á tungumáli. Dr. Robert Daroff, taugasérfræð- ingur við Case Western Reserve-há- skóla í Cleveland í Bandaríkjunum, segir að tengslin á milli sykursýki, blóðþrýstings og vitsmunahnignun- ar séu ekki ný uppgötvun. En um- fang rannsóknarinnar og lengd, ásamt þátttöku nokkurra kynþátta og þátttaka tiltölulega ungs fólks í henni geri að verkum að hún sé einkar mikilvæg. Sykursýki og há- þrýstingur dregur úr andlegri getu TENGLAR ..................................................... Tímaritið Neurology: http://intl.neurology.org The New York Times Syndicate. REYKINGAR þrefalda hættuna á að maður fái algenga tegund húð- krabbameins, samkvæmt nið- urstöðum nýrrar rannsóknar er birtar voru í vikunni. Hópur hol- lenskra vísindamanna komst að því að reykingamenn voru 3,3 sinnum líklegri til að fá flögþekju- krabbamein en þeir sem ekki reykja. Ef maður reykir 21 sígar- ettu eða fleiri á dag eykst hættan fjórfalt. Há lækningatíðni Flögþekjukrabbamein er önnur algengasta gerð húðkrabbameins. Það er algengast meðal fólks sem hefur ljósleitt hár, ljósa húð og er komið yfir sextugt. Æxlin byrja sem litlir, stinnir, sársaukalausir kekkir eða blettir, oft á vörum, eyrum eða handarbaki. Ef æxlin eru ekki meðhöndluð geta þau borist til annarra staða í líkam- anum og geta reynst banvæn, þótt lækningatíðni sé há. Dr. Jan Nico Bouwes, við Leid- enháskóla í Hollandi, sagði að þessi rannsókn væri sú fyrsta þar sem í ljós kæmi „umtalsverð áhætta“ vegna reykinga. Hann sagði það vitað að sólbaði fylgi hætta á húðkrabba, en fáir vita að reykingar eru mikilvægur og sjálfstæður áhættuþáttur. „Reyk- ingar eru nú taldar tengjast krabbameinum öðrum en lungna- krabba, t.d. í þvagblöðru, höfði og hálsi, leghálsi og húð.“ Rannsóknin leiddi ekki í ljós tengsl milli reykinga og annarra gerða húðkrabbameins, grunn- frumukrabbameins eða hættuleg- ustu gerðinarinnar, sortuæxlis, sem er orsök þriggja af hverjum fjórum dauðsföllum af völdum húðkrabba. Tengslin á milli reykinga og húðkrabbameins hafa ekki verið fyllilega útskýrð, en talið er að reykingar skemmi erfðaefni í húð- vef. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Journal of Clinical Oncology. Algengasta gerð húðkrabbameins er grunn- frumukrabbamein, sem sjaldan breiðist út til annarra hluta lík- amans. TENGLAR ..................................................... Journal of Clinical Oncology: http://intl.jco.org/ Reykingar geta aukið hættu á húðkrabba The Daily Telegraph. Associated Press Leitað að merkjum um húðkrabbamein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.