Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ AuðbjörgÁmundadóttir fæddist í Dalkoti í Kirkjuhvamms- hreppi í V-Húna- vatnssýslu 25. nóv- ember 1928. Hún lést á heimili sínu á Brá- völlum 1, Egilsstöð- um, aðfaranótt 5. janúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Ámundi Jónsson, f. 26. maí 1885, d. 10. mars 1970, bóndi í Dalkoti, og Ásta Margrét Sig- fúsdóttir, f. 6. maí 1890, d. 18. október 1960. Auðbjörg var yngst 13 systkina. Hin eru: Rögnvaldur Bergmann, f. 3. september 1906, d. 15. apríl 1979; Sigríður Ingibjörg, f. 20. september 1907, d. 26. júní 1985; Arilíus Dagbjartur, f. 9. júní 1909, d. 20. júní 1946; Sveinsína Sigurbjörg, f. 3. mars 1910, d. 10. október 1933; Hulda Guðrún, f. 17. júní 1912, d. 28. janúar 1985; Ólaf- ur Marz, f. 27. febrúar 1914; Emil Ófeigur, f. 24. október 1915; Böð- var, f. 1. janúar 1917, d. 24. janúar Sindri Snær, f. 28. febrúar 1989. 2) Ásta Margrét, f. 3. janúar 1951, verslunareigandi, gift Kjartani Reynissyni, f. 4. apríl 1952, versl- unareiganda. Börn: Auður Vala Gunnarsdóttir (faðir Gunnar Karlsson flugstjóri), f. 2. janúar 1971, gift Helga Sigurðssyni, f. 11. júní 1972. Esther, f. 18. september 1976, Reynir Helgi, f. 3. október 1981. 3) Ingibjörg, f. 17. mars 1952, d. 10. júní 1990, húsfreyja, gift Guðjóni Sveinssyni, f. 27. janú- ar 1950, verktaka. Barn: Sveinn, f. 17. mars 1974. 4) Ómar Arinbjörn, f. 8. apríl 1956, skipstjóri, sam- býliskona Elínborg Bárðardóttir, f. 13. maí 1948, framreiðslukona. Barn: Sigfús Valgeir, f. 7. nóvem- ber 1978. Eftir að almennri skólagöngu lauk fór Auðbjörg í Húsmæðra- skólann á Blönduósi veturinn 1949–50. Auðbjörg og Sigfús fluttu til Blönduóss 1954 frá Reykjavík. Þar starfaði hún sem húsfreyja og Sigfús var búnaðar- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi A-Hún. Árið 1966 fluttist fjölskyld- an til Egilsstaða og árið 1972 keyptu þau jörðina Fossgerði í N- Múl. og gerðust bændur. Þau stunduðu búskap til ársins 1996 er þau fluttu aftur til Egilsstaða. Útför Auðbjargar fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 2000; Margrét Ingi- björg, f. 23. júní 1919, d. 14. mars 2000; Jón Marz, f. 11. október 1921, d. 12. júní 2000; Sveinbjörn Sigurður Ingvar, f. 12. mars 1924, d. 5. nóvember 1988; Vigdís, f. 10. október 1925. Auðbjörg giftist 6. júní 1952 Sigfúsi Þor- steinssyni, búfræðingi frá Sandbrekku í N- Múlasýslu. Foreldrar hans eru Þorsteinn Sigfússon, bóndi á Sandbrekku, og Ingibjörg Geir- mundsdóttir húsfreyja. Börn Auð- bjargar og Sigfúsar eru: 1) Þor- steinn, f. 12. janúar 1949, bóndi að Skálafelli í A-Skaft, kvæntur Þóru Vilborgu Jónsdóttur, f. 27. júní 1953. Börn: Sigfús Már, f. 5. nóv- ember 1973, sambýliskona Svala Hjaltadóttir, f. 7. ágúst 1972, Jón Pálmar, f. 18. september 1976, sambýliskona Hrafnhildur Sigurð- ardóttir, f. 22. janúar 1978, Þor- valdur Heiðar, f. 20. desember 1980, Ingi Steinn, f. 6. mars 1986, Elsku amma mín. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! (S. Sigurðsson.) Amma, þú hefur verið stór hluti af lífu mínu alla tíð síðan ég kom til ykkar afa út í Fossgerði. Mamma fór að læra svo þið tókuð mig að ykkur á meðan, síðan hef alltaf átt mitt ann- að heimili hjá ykkur. Mér fannst gott að vera hjá ykkur afa í sveitinni og þaðan á ég margar góðar minn- ingar. Þú elskaðir að sitja með mér og segja frá bernskuminningum þín- um, hvernig lífinu var háttað áður fyrr sem og því sem var að gerast á líðandi stundu. Það var mikill gesta- gangur á heimili þínu og sem sannur gestgjafi barstu alltaf á borð nokkr- ar tegundir af sætabrauði enda varstu búin að kenna mér að baka tólf ára þannig að ég gæti aðstoðað þig við baksturinn. Við eyddum líka miklum tíma saman við bústörfin og unnum við sem einn hugur. Ég á mörg minningabrot sem eru mér mikilvæg á svona stundu, eins og þegar við borðuðum appelsínur við ákveðið sjónvarpsefni, hvernig þú breiddir sængina yfir mig á kvöldin þegar ég var lítil, þegar við fórum á kvöldin með vasaljós og horfðum á rollurnar bera, allir rúntarnir okkar í gegnum tíðina til að fá okkur ís. Fyrir nokkrum árum fluttu amma og afi til Egilsstaða úr sveitinni, það fannst mér skrítin tilfinning en engu síður var amma búin að búa sér til notalegan kaffikrók sem var mikið notaður af gestum og gangandi. Amma hafði alltaf nógan tíma fyrir alla og þetta var kona sem hafði skoðanir á hlutunum en var þó sann- gjörn. Amma var sterk kona og gaf mér svo mikinn fróðleik og visku sem ég geymi í hjarta mínu. Hún átti engan sinn líka. Elsku amma, ég veit að þú verður hjá mér áfram, guð geymi þig, Þín að eilífu, Auður Vala. Hún Auðbjörg amma okkar er dá- in. Við vissum frá því í haust að kall- ið gæti komið hvenær sem var en samt kom það okkur á óvart. Við hittum hana síðast í vor þegar hún kom í fermingu Inga Steins, þá datt okkur ekki í hug að það væri í síð- asta sinn. Við eldri bræðurnir fórum venjulega einu sinni á sumri í heim- sókn með foreldrum okkar til ömmu og afa í Fossgerði. Fengum við þá að fara með í hænsnahúsið og tína egg- in eftir fyrirmælum ömmu, hún var góður stjórnandi og vildi hafa allt í röð og reglu. Alltaf þegar við komum vildi amma slá upp veislu og kallaði þá líka á frændfólk okkar á Egils- stöðum og auðvitað var Fossgerðis- kjúklingur á borðum. Alltaf var allt fágað og fínt hjá ömmu þótt oft væri margt fólk í heimili og líka mjög gestkvæmt. Við munum minnast hennar ömmu sem ákveðinnar konu sem vildi hafa tímann fyrir sér, til marks um það voru það alltaf fyrstu jólapakkarnir sem komu til okkar frá ömmu og afa í Fossgerði. Oftast voru þeir mjúkir, við könnuðum það strax, en amma sagðist nú helst vilja senda okkur eitthvað nytsamlegt. Fyrir síðustu jól komu pakkarnir óvenju snemma, 26. nóvember, dag- inn eftir afmælið hennar, síðustu veisluna hennar ömmu, en þá var hún orðin veik og vissi að hverju dró. Þótt Ísland sé svo lítið getur það verið svo stórt þegar landsfjórðung- ur skilur fjölskyldur að, og þegar þetta er ritað er það ljóst að tveir okkar bræðra, Valdi og Ingi Steinn, geta ekki fylgt ömmu okkar síðasta spölinn, þar sem við munum annast bú foreldra okkar. Við vitum að amma skilur það, þar sem hún var samviskusöm kona sem annaðist heimili sitt og bú með alúð á meðan kraftar leyfðu. Hún taldi sig vart eiga heimangengt meðan þau afi bjuggu í Fossgerði enda farnaðist þeim þar vel. Við vonuðum að sá tími kæmi að við gætum hist oftar en það er of seint. Við vitum að nú líður ömmu vel og hún er búin að hitta Ingibjörgu frænku okkar sem hún syrgði svo mjög. Við þökkum henni allt það sem hún var okkur. Megi hún hvíla í friði. Elsku afi, Guð styrki þig í sorg þinni og missi. Jón Pálmar, Þorvaldur Heiðar, Ingi Steinn og Sindri Snær Þorsteinssynir. Mig langar til að minnast vinkonu minnar Auðbjargar Ámundadóttur í örfáum orðum. Ég kynntist henni fyrst á ættar- móti fyrir um ellefu árum, en Fúsi maðurinn hennar er frændi minn. Þá sá ég strax að þar fór kona sem var bæði hrein og bein og kom til dyranna eins og hún var klædd. Var það ekki síst þessi eiginleiki hennar sem ég dáðist að. Auðbjörg mín, þótt kynni okkar hafi ekki verið löng ef miðað er við heila mannsævi, en kannski hvað mest nú síðustu mánuði, er þið Fúsi dvölduð hér á Akureyri, var vinátta þín og hlýja mér ákaflega mikils virði. Dugnaður þinn og æðruleysi í þeim veikindum sem þú áttir við að stríða síðustu mánuði voru aðdáun- arverð. Ég mun ætíð minnast þín með mikilli hlýju og virðingu. Guð blessi þig og geymi í faðmi sínum. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala. Og einn þeirra blakar bleikum væng svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Elsku Fúsi minn og aðrir aðstand- endur. Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Guð blessi ykkur og styrki. Vala Valgarðsdóttir. Þegar mér barst andlátsfregn Auðbjargar föðursystur minnar framkölluðust ljúfar minningar og þakklæti, enjafnframt einmanaleiki um stund. Á tæplega einu ári hafa fjögur af 13 systkinum frá Dalakoti á Vatnsnesi horfið yfir móðuna miklu, var Auðbjörg þeirra yngst. Þegar ég kvaddi hana 16. júní síðastliðinn á útfarardegi föður míns óraði mig ekki fyrir að svo skammt undan yrði hennar hinsta kveðjustund, en 11. október síðastliðinn, á afmælisdegi hans, bárust tíðindi um illvígan sjúk- dóm sem lagt hefur hana af velli allt of fljótt. Í Hlíðardal í Vatnsnesfjalli bjuggu amma og afi, þar liggja bernskuspor frænku minnar fyrstu æviárin en síðan flutti fjölskyldan til Hvammstanga þar sem Auðbjörg ólst upp. Hér af bruna hvassra eggja, hvert sem litið er, þykir hátt og vítt til veggja, vittu, hvað þú sér: Tinda Eyjafjarðarfjalla, fjölda hnjúka, skörð, allt frá vegi Vatnahjalla vestur á Breiðafjörð. Suður heiðar víða vegu vötn og gróið land, austur flæmin eyðilegu, ís og hraun og sand, Snæfellsbyggðir mistri máðar móti Skor og Bæ. Sjáðu höf á hendur báðar, hvort með sínum blæ. Húnaflóa Furðustrendur, firðir, eyjar, sker, þetta er allt í augsýn – stendur opið fyrir þér. Lítum austur, opnast geimur eins og sjónhverfing. Þetta er enginn „annar heimur“, aðeins Húnaþing. (Sigurður Norland.) Vatnsnesfjallið var fjallið hennar og sterkar taugar hafði hún til Húnaþings, þótt búseta austur á Héraði yrðu heimkynni hennar og starfsvettvangur, lengst af. Fyrstu minningar mínar um Auðbjörgu eru úr húsi ömmu og afa á Hvamms- tanga, fjölskyldumynd á stofuskápn- um, Auðbjörg og Fúsi með börn sín Þorstein, Ástu og og Ingibjörgu, Ómar ekki fæddur. Þetta er ein eft- irminnilegasta fjölskyldumynd í mínu barnsminni. Á þessum tíma voru þau búsett á Blönduósi og við á Hvammstanga og heimsóknir þeirra viðburðir sem lifa í minningunni, fjör hjá frændfólkinu, sjálfsagt prakk- arastrik, þótt þau séu gleymd. Efst í huga á kveðjustund þakklæti fyrir elsku og kærleika sem umvafði okk- ur og reynst hefur okkur gott vega- nesti. Ég minnist heimsóknar til hennar í gamla læknisbústaðinn á Blönduósi sumarið 1961, þegar hún bauð í kvöldmat að lokinni heimsókn fjölskyldu minnar til Rögnvaldar í Vatnahverfi föðurbróður míns. Þar var veitt af rausn eins og henni einni var lagið, sósan með kjötinu var ógleymanlega góð. Á fermingardag- inn minn komu Auðbjörg og Fúsi með rausnarlega gjöf handa mér. Þá voru gefin undirpils, fallega blátt með blúndum og slaufum hafði frænkan valið og meira, silfurhring sem mér þótti afar varið í að eignast, á ég hann enn í dag, sem er mér minjagripur um elskuleg hjón. Eftir að þau fluttu austur á Hérað fækk- aði samverustundunum, þó var fylgst með úr fjarlægð. Mikil var gleði Auðbjargar, Fúsa og foreldra minna sem um líkt leyti fengu „ömmu- og afatitil“, töldu þau sig yngjast við svo merk tímamót. Svo er um, að barnabörnin hafa verið þeim öll augasteinar og gleðigjafar, sum komin með eigin fjölskyldur og nýr titill kominn til sögunnar. Heim- sóknir í Fossgerði urðu ekki margar, því miður, en eftirminnilegar og var ekkert til sparað að gera okkur allt það mesta og besta sem hægt var, t.d. hef ég aldrei bragðað eins góða kjúklinga og það sem meira var þeir voru úr eigin bústofni. Af kjarki og dug byggðu þau hjón upp kjúk- lingabú og voru afurðir vinsælar á markaði. Fúsi sagði mér að hann hefði farið að búa með búgrein sem hann kynni minnst til, en hagur þeirra blómstraði, það hefur þurft dug og eljusemi við að markaðssetja nýjungar, það tókst þeim vel. Auð- björg varð fyrir alvarlegu heilsu- farsáfalli aðeins 46 ára gömul og var á Landspítalanum um nokkurra vikna skeið. Í heimsóknartímum til hennar var aðdáunarvert þegar hún, mikið lömuð, var ákveðin í að komast sem fyrst heim til eiginmanns síns og taka þátt í störfum utan og innan húss og umönnun barna sinna, og allra sem að hennar garði komu; það tókst. Auðbjörg var ættrækin og óskaði heitt að fá frændgarðinn í heimsóknir, þráði að við fjölmennt- um austur á ættarmót. Það er eins og leiðin austur sé lengri, en að aust- an, alla vega varð aldrei af því, en hún og hennar fólk var duglegt að koma eða láta í sér heyra af eitthvað var um að vera. Það hefur myndast stórt skarð í fjölskylduna hans pabba á stuttum tíma sem verður ekki fyllt en minningar um systkinin milda og styrkja komandi tíma. Auð- björg var vinnusöm, viljug og mynd- arleg í störfum sínum hvar sem hún fór. Þegar ég hef hitt samferðamenn hennar er einrómur um góða konu sem gott var að þekkja og þau hjón bæði. Sorgin gleymir engum. Í júní 1990 lést Ingibjörg yngri dóttirin, aðeins 38 ára gömul, syrgð af öllum sem hana þekktu. Samhugur og styrkur fjölskyldunnar auðveldaði erfiða tíma, einkum Fúsi „án hans hefði ég aldrei komist í gegnum þetta allt saman“, sagði Auðbjörg. Sumarið 1999 voru þau í heimsókn í Húna- þingi í nokkra daga og bar fundum okkar saman með kunningjum að austan, þar sem þau voru í glöðum hópi vina sinna, hlátur og gaman- semi í fyrirrúmi. Þegar ég hugsa til baka til þessa tíma leið henni vel, fegurð og friður yfir heimabyggð hennar er hún kvaddi þar í hinsta sinn. Á kveðjustund er margs að minnast, söknuður, jafnframt þakk- læti til elsku Auðbjargar, fyrir allt sem hún gaf okkur, samferðafólki sínu. Hver lítil stjarna, sem lýsir og hrapar, er ljóð, sem himinninn sjálfur skapar. Hvert lítið blóm, sem ljósinu safnar, er ljóð um kjarnann, sem vex og dafnar. Hvert lítið orð, sem lífinu fagnar, er ljóð við sönginn, sem aldrei þagnar. (Davíð Stefánsson.) Einlægar samúðarkveðjur til Fúsa, barna þeirra og fjölskyldna, svo og allra ástvina. Guð blessi ykk- ur öll. Guðrún Jónsdóttir. Kynni okkar hjóna af Auðbjörgu voru góð. Þau hófust þegar þau giftu sig Helgi og Auður Vala en milli Auðar Völu og Auðbjargar var sterk taug og samband þeirra náið og gjöf- ult. Auðbjörg var kvik í fasi, glögg á mannkosti fólks, fylgdist greinilega vel með því sem var að gerast í kringum hana og hafði auga með sínu fólki. Hún var fulltrúi þeirrar kynslóðar í landinu sem hefur frá mörgu að segja og miklu að miðla um reynslu sína og þau gildi sem gefast best í samskiptum fólks. Þessu miðlaði Auðbjörg hiklaust og þess njóta nú þeir sem hún umgekkst og hafði samskipti við. Sá sem kynnist slíku fólki verður að ríkari. Auðbjörg var höfðingi heim að sækja og gott að koma til hennar og Sigfúsar. Það var gaman að hitta þau hjónin þegar þau buðu öllum til sín í grillveislu í garðinum daginn fyrir brúðkaup Auðar og Helga. Það AUÐBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Birting afmælis- og minningargreina Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.