Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 62
UMRÆÐAN 62 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÆFING er hugtak sem notað er um þjálf- un og meðferð, sam- bærilega endurhæf- ingu, hjá fólki sem hefur fatlast áður en fullum þroska er náð. Í hæfingu er því unnið við þjálfun á margvís- legum athöfnum og færni sem hinn fatlaði hefur ekki búið yfir áð- ur. Endurhæfing fæst hins vegar oftast við þjálfun færniþátta sem hafa glatast vegna af- leiðinga sjúkdóma eða slysa. Reykjalundur hefur sinnt hæfingarverkefnum allt frá því að almenn endurhæfingarstarfsemi hófst þar. Í fyrstu var hæfingarmeð- ferð ekki aðskilin frá annarri endur- hæfingu. Hæfingarverkefni eru tals- vert frábrugðin hefðbundnum endurhæfingarverkefnum og krefj- ast nokkurrar sérhæfingar innan endurhæfingarinnar. Því hefur sér- stakt meðferðarteymi sem hefur hæfingu sem aðalverkefni verið starf- rækt á Reykjalundi frá árinu 1993. Reykjalundur er eina sjúkrastofn- un landsins þar sem hægt er að leggja unglinga og fullorðna inn til hæfingar. Hæfingarteymið á Reykja- lundi hefur að jafnaði 5 legupláss til umráða. Árlega koma um það bil 45 einstaklingar þangað til hæfingar. Hæfingarteymið hefur einkum sinnt hreyfifötluðum en einnig fólki með ýmsar þroskaraskanir og fatlan- ir frá miðtaugakerfi. Helstu verkefni hæfingarteymis- ins eru á sviði margs konar þjálfunar, við úttekt og aðlögun á hjálpartækj- um, aðlögun umhverfis að þörfum hins fatlaða og könnun á getu til náms, starfa og búsetu. Til hæfingarteymisins á Reykja- lundi er einkum vísað þegar vinna þarf að stærri verkefnum sem erfitt er að sinna utan sjúkrahúss. Eins er töluvert um það að á Reykjalund komi fatlaðir af landsbyggðinni sem ekki hafa aðgang að ráðgjöf, þjálfun og meðferð á heimaslóðum. Ímyndað dæmi um verkefni hjá hæfingarteyminu gæti verið 16 ára strákur, Nonni, úr kaupstað úti á landi. Hann er með spastíska lömun í fótum, skerta göngugetu og þarf að nota öklaspelkur og ganga við hækj- ur. Hann er líka klaufskur í höndum, skrifar illa og er seinn að vinna. Tal er óskýrt. Í skólanum þarf hann sér- kennslu og stuðning. Hann þarf að vera í stöðugri sjúkraþjálfun 2–3 svar í viku til að halda hreyfifærni sinni. Síðastliðin 2 ár hefur hann stækk- að mjög mikið og þyngst. Hann var orðinn leiður á sjúkraþjálfuninni og notaði tækifærið þegar gamli sjúkra- þjálfarinn flutti burt fyrir einu ári og hætti í sjúkraþjálfuninni þótt nýr kæmi skömmu seinna. Við þetta varð hann mjög stífur í fótunum og öll hreyfifærni minni. Hann á orðið í erfiðleikum með að fara um á hækjunum og þarf að vera í hjólastól til lengri ferða og því háður því að aðrir geti keyrt hann í stólnum eða bíl. Hann kemst því minna út á meðal vina og jafnaldra og hefur ein- angrast talsvert. 10. bekkur gekk illa og hann náði ekki samræmdu próf- unum. Fljótlega eftir komuna á Reykja- lund eru sett upp meðferðarmarkmið í samráði við Nonna og foreldra hans. Það þarf að bæta göngugetu hans og teygja á spastískum vöðvum, bæta þol og þrek og vekja áhuga hans á lík- amsþjálfun og íþróttum. Hann þarf að léttast. Það þarf að endurnýja spelkur og skó og athuga með hjálp- artæki sem henta honum í sambandi við að komast leiðar sinnar. Hann þarf að fara í talþjálfun. Hann langar að halda áfram í skóla og þarf hjálp við að átta sig á hvað hentar. Til þess þarf að athuga náms- og verkgetu hans og hvort hann þurfi hjálpartæki, eða aðlög- un til að geta stundað námið. Auka þarf sjálf- stæði hans og vinna gegn þeirri einagrun sem hann er kominn í. Til að sinna öllum þessum verkefnum þarf samstarf margra aðila. Í hæfingarteyminu eru sjúkra-, heilsu-, tal-, og iðjuþjálfar, læknir, hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi. Auk þessara aðila þarf að fá aðstoð stoðtækjafræðings og sálfræðings utan staðarins. Þegar líður að lokum veru Nonna á Reykjalundi þarf að draga saman ár- angur og niðurstöður meðferðarinn- ar og undirbúa það sem við tekur. Hann fær ráðgjöf um heppilegt nám og skóla. Haft er samband við sjúkra- þjálfarann heima varðandi áfram- haldandi sjúkraþjálfun og Nonni hvattur til að stunda sjálfur heppi- lega þjálfun eða íþróttir. Til að bæta sjálfstæði hans er sótt um rafknúið fjórhjól þegar séð er að ekki gengur að auka göngugetu hans þannig að hann komist sjálfur lengri leiðir. Til að auðvelda honum skólastarf er sót um að tölvu í skólanum og heima. Ekkert er ákveðið um endurinn- lögn á Reykjalund sem fer eftir þörf- um sem upp kunna að koma. Framtíð hæfingar á Reykjalundi á að geta verið björt. Skipulagsbreyt- ingar sem eru fram undan í sambandi við gerð þjónustusamnings við heil- brigðisráðuneytið eiga að geta auð- veldað fyrirkomulag starfseminnar. Bygging þjálfunarhúss, með sund- laugum, leikfimisal og tækjasal, sem er komin af stað mun gjörbreyta og bæta aðstöðu hæfingarinnar. Hreyfi- fötluðu fólki er flestu nauðsynlegt að vera í mjög mikilli og góðri líkamlegri þjálfun til að viðhalda hreyfifærni sinni og sjálfsbjargargetu. Með til- komu þjálfunarhússins opnast miklir möguleikar fyrir íþróttir fatlaðra og heilsuþjálfun. Málefni hreyfifatlaðra hafa verið talsvert til umræðu meðal þeirra heil- brigðisstofnana sem sinna þjónustu við þá. Reykjalundur hefur tekið virkan þátt í umræðunni. Í kjölfar umræðunnar var settur á stofn starfshópur sem í eiga sæti fulltrúar frá endurhæfingardeild Landspítala, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og Reykjalundi, sem er að ljúka undir- búningi að viðmikilli rannsókn á heilsu og högum ungs fólks á Íslandi með heilalömun og þjónustu við þá. Tilgangur rannsóknarinnar er meðal annars að kanna þjónustuþörf hreyfi- fatlaðra með það fyrir augum að bæta þjónustu við þá. Niðurstöður rann- sóknarinnar kunna að hafa áhrif til breytinga á hæfingarstarfsemi Reykjalundar sem og annarra aðila sem fást við hæfingu. Það má því vænta mikilla breyt- inga á hæfingarstarfsemi Reykja- lundar á næstunni sem vonandi verð- ur til góðs fyrir þá sem hennar munu njóta. Hæfingar- meðferð á Reykjalundi Ludvig Guðmundsson Höfundur er læknir. Þjálfun Framtíð hæfingar á Reykjalundi á, að mati Ludvigs Guðmundssonar, að geta verið björt. VIÐ verðum víst að horfast í augu við þá nöturlegu staðreynd að sjónvarpið mótar heimsmynd almenn- ings meira en nokkur annar fjölmiðill og skammtar fréttirnar. Það sem ekki kemur í sjónvarpinu hefur ekki gerst. Þetta er dapurlegt vegna þess að áhugi sjónvarps- fréttamanna og þekk- ing í sumum mála- flokkum (einkum menntun og menn- ingu), virðist tak- markast við upphlaup og illdeilur, eða þá einkennilegar eða kunnar persónur, umfjöllunin verður eftir því yfirborðsleg og persónubundin, skortir frumleika, lit og dýpt. Hneykslun almennings á því þegar Megasi voru veitt Jónasar- verðlaunin á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, er gott dæmi um afleiðingar þess þegar sjónvarpið skammtar þjóðinni sitt þrönga sjónarhorn. Verðlaunin voru afhent á hátíðarsamkomu menntamálaráðherra í þjóðmenn- ingarhúsinu. Þar var haldin fjöl- breytt og merkileg dagskrá, og veittar þrjár viðurkenningar. Hæst bar auðvitað Jónasarverð- launin, sem að þessu sinni komu í hlut Megasar. Sjónvarpsmenn komu á staðinn með tæki sín og tól. Þeir röðuðu sér í kringum Megas og beindu vélum sínum ógnvekjandi að hon- um, líkt og til að missa nú ekki af minnstu svipbrigðum þessa ein- kennilega horaða skálds, sem allt- af kemur á óvart, þessa skálds uppreisnar, utangarðsmanna og fíkniefna, sem menn halda stund- um að hljóti að vera dauður, en rís alltaf upp aftur, kampakátur og hýr. Athygli sjónvarpsvélanna var límd við skáldið, líkt og athygli hunds sem mænir á húsbónda sinn til að missa ekki af minnstu bend- ingu hans. Barnalegur ofuráhugi sjónvarpsvélanna á Megasi vakti ýmist furðu eða kátínu viðstaddra, og fréttirnar sem á eftir fylgdu staðfestu þröngt sjónarhorn myndavélanna. Fréttamenn virtust ekki hafa áhuga á öðru en Megasi, en athyglin beindist ekki að skáld- skap hans eða framlagi til ís- lenskrar ljóðlistar, heldur að Megasi sem fígúru. „A bunch of money“ Nú mætti í sjálfu sér spyrja hvað sé merkilegt og hvað ekki. Jónasarverð- launin þykja vænta- lega frásagnarverð, vegna þess að þau eru kennd við Jónas Hall- grímsson og vegna þess hve vegleg þau eru, „a bunch of mo- ney“ sagði Megas í sjónvarpsviðtali. Hinn þröngi áhugi fjölmiðla á Megasi yfirskyggði gersamlega að við sama tækifæri voru veittar tvær aðrar viðurkenningar, lista- verk eftir Ólöfu Einarsdóttur, sem lægra fóru í fjölmiðlum, en voru þó ekki síður merkilegar: Dick Ringl- er, prófessor við Wisconsin há- skóla í Madison, fékk viðurkenn- ingu fyrir veraldarvef sinn um Jónas Hallgrímsson og Stóra upp- lestrarkeppnin í 7. bekk fékk við- urkenningu fyrir að hafa eflt áhuga í skólum landsins á vandaðri framsögn og flutningi texta. Dick Ringler er gott dæmi um snilling sem ekki ætti að sleppa hjá garði án þess að fá að minnsta kosti hálftíma viðtalsþátt í sjón- varpinu. Maðurinn er ekki aðeins vandaður fræðimaður, vel mæltur á íslensku, sem numið hefur ís- lenskri menningu nýtt land á ver- aldarvefnum með glæsilegum hætti, heldur líka stórskemmtileg- ur, og gæti haldið uppi klukkutíma sjónvarpsþætti ef sjónvarpsmenn hefðu rænu á að fá hann til viðtals við sig. Að þessu sinni tók bara ríkishljóðvarpið stutt viðtal. Þriðji verðlaunahafinn, Stóra upplestrarkeppnin, er stærsta þró- unarverkefni í íslenskum skólum um þessar mundir. Sama dag og Megas fékk sína verðskulduðu við- urkenningu — einn, skrifuðu Sparisjóðirnir og Edda — miðlun og útgáfa, undir þriggja ára samn- ing við undirbúningsnefnd upp- lestrarkeppninnar um að veita samtals allt að fjórfalt hærri fjár- hæð á ári í verðlaun handa nem- endum í 7. bekk um land allt fyrir vandaðan upplestur. Þriðja fyrir- tækið, Flugfélag Íslands, hét einn- ig þriggja ára stuðningi sínum á sama degi. Framlag þessara þriggja fyrirtækja nemur samtals ríflega fimm milljónum á þremur árum, og hygg ég að sjaldan eða aldrei hafi einkafyrirtæki á Íslandi heitið skólanemendum og þróun- arverkefni í skólum jafn vænum „bunch of money“. En þetta þótti sjónvarpsmönnum lítt frásagnar vert. Póstmódernískar þverstæður Landsmenn höfðu að minnsta kosti tvær góðar og gildar ástæður til að hneykslast. Þegar Megas kvaddi sér hljóðs um 1970 varð hann frægur að endemum fyrir að svívirða minningu Jónasar Hall- grímssonar, en hampar nú þeim verðlaunum sem við hann eru kennd. Í öðru lagi hefur verið bent á með réttu að framburður Megas- ar í söng sé vægast sagt sérkenni- legur, og lengi hefur verið óger- legt að greina orðaskil í söng hans. Auk þess slettir skáldið ótæpilega ensku, einkum í viðtölum upp á síðkastið. Og svo á þessi maður að fá verðlaun sjálfs Jónasar Hall- grímssonar fyrir að auðga íslenska tungu, maður sem svívirt hefur hvort tveggja! Menn hafa hneykslast á nefnd- inni sem lét sér til hugar koma að veita Megasi þessa viðurkenningu, og á ráðherra fyrir að láta glepj- ast. En hinn barnalegi ofuráhugi fréttamanna á fígúru Megasar varð til þess mönnum skaust yfir að á þessum degi var ekki veitt bara ein viðurkenning, heldur þrjár, og þær verður allar að skoða í samhengi. Enginn af gáfnaljósum fjöl- miðlanna, ekki einu sinni hinn fjöl- gáfaði pistlahöfundur Víkverji, kom auga á þá þverstæðu við níð Megasar um Jónas, að önnur við- urkenning var veitt bandarískum manni fyrir að halda skáldskap Jónasar á lofti á veraldarvef. Við verðlaunaafhendinguna las Ringler sjálfur upp nokkur ljóð Jónasar – á ensku! Enginn kom heldur auga á þá þverstæðu við þvoglulegan fram- burð Megasar, að þriðja viður- kenningin var veitt fyrir að efla með ungu fólki skýran framburð og vandaða túlkun texta. Á marg- umræddri hátíðarsamkomu mátti heyra þrjá unga lesara flytja ljóð, þar á meðal ljóð eftir Megas. Flutningur þess stóð í skínandi mótsögn við flutning Megasar sjálfs á eigin ljóði þar sem ekki skildist nema eitt og eitt orð á stangli. Hinir hneyksluðu verða að átta sig á því að við lifum á póstmód- ernískum tímum, þar sem allt er leyfilegt, og verðlaunaveitingin til Megasar, sem og dagur íslenskrar tungu yfirleitt, er gott dæmi um þær margföldu póstmódernísku þverstæður sem hvarvetna blasa við í íslensku þjóðlífi nú um stund- ir. Þeir sem unna íslenskum skáld- skap ættu frekar að finna til með Megasi, sem varð að þola það að vera settur á stall og gerður að fí- gúru af fávísum fréttamönnum, svo manni verður hugsað til skáld- bróður hans, sem einnig hneyksl- aði samtíð sína, og stúlkunnar hans með sægrænu augun sem spurði: „Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?“ Skyldi mannin- um ekki leiðast að láta kross- festa sig? Baldur Sigurðsson Verðlaun Verðlaunaveitingin til Megasar er gott dæmi um þær margföldu póstmódernísku þver- stæður, segir Baldur Sigurðsson, sem hvar- vetna blasa við í íslensku þjóðlífi. Höfundur er formaður undirbúningsnefndar um landskeppni í upplestri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.