Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ getur svo sannarlega tekið á að
eiga leiðinlegan eiginmann. Viðkom-
andi getur jafnvel reynst drepleiðin-
legur, í orðsins fyllstu merkingu, ef
marka má rannsóknir sem sænskir
vísindamenn hafa unnið að.
Í könnun sem greint var frá í des-
ember kom fram að konur sem fengið
hafa hjartaáfall eða alvarlegan
brjóstverk eru þrisvar sinnum lík-
legri til að þurfa að glíma við frekari
hjartveiki ef hjónabandi þeirra fylgir
streita og leiðindi. Þær sem ekki
þurfa að þola drepleiðinlegan eigin-
mann og eru í prýðilegu sambandi við
maka sinn eru hins vegar ekki í auk-
inni hættu.
Dr. Kristina Orth-Gomer sem
starfar við Karolinsku-stofnunina í
Svíþjóð fór fyrir rannsókn þessari, en
300 konur tóku þátt í henni. Greint er
frá niðurstöðunum í tímariti banda-
rísku læknasamtakanna („Journal of
the American Medical Association“)
20. desember.
Fylgst var með konunum í fimm ár
eftir að þær höfðu fyrst fundið fyrir
hjartveiki. Í ljós kom að streita í
hjónabandi tengdist klárlega aukinni
hættu á því að viðkomandi veiktist
aftur. Þau tengsl héldu jafnvel þegar
tekið hafði verið tillit til áhættuþátta
á borð við reykingar, sykursýki og
háan blóðþrýsting auk þess að aldur
viðkomandi hækkaði vitanlega. Í ljós
kom að konur, giftar sem ógiftar,
sem sinntu erfiðum og streituvald-
andi störfum, voru ekki líklegri en
aðrar til að veikjast á ný af hjartveiki.
Í rannsókninni nota höfundarnir
„streita í hjónabandi“ en sumar kon-
urnar sem þátt tóku voru ógiftar en í
sambúð og var ekki gerður greinar-
munur þar á.
Ort-Gomer og samstarfsmenn
hennar benda á að konur finni síður
fyrir miklum stuðningi frá maka sín-
um en karlar. Tilfinningalegt álag og
skortur á stuðningi geti haft áhrif á
hjarta viðkomandi með því að verða
þess valdandi að konur iðki síður
holla lífshætti auk þess sem áhrifin á
heilsu viðkomandi geti verið bein og
milliliðalaus. Ein könnun hefur t.a.m.
leitt í ljós að átök í hjónabandi kalla
fram hormónabundin viðbrögð í kon-
um en ekki hjá körlum.
Höfundar sænsku rannsóknarinn-
ar segja að „streita í hjónabandi“ geti
haft langtíma- og skammtímaáhrif
hvað hjarta konunnar varðar og geti í
senn stuðlað að hæggengum hjarta-
sjúkdómi og skyndilegu hjartaáfalli.
Hjónabandið
getur reynt
á hjartað
Associated Press
Ekkert stress.
New York. Reuters.
TENGLAR
.....................................................
Journal of the American Medical
Association:
http://jama.ama-assn.org/
Sumir eiginmenn geta beinlínis verið
drepleiðinlegir, upplýsa sænskir vísindamenn.
LÆKNAR kunna innan tíðar að
geta yngt upp hjörtu sem ekki
slá lengur af fullum krafti, með
því að búa til nýjan vöðva og æð-
ar úr frumum sem teknar eru
annars staðar úr líkama sjúk-
lingsins. Benda niðurstöður
nýrra rannsókna til þessa.
Hugmyndin er að gera við
hjörtu sjúklinga, sem þjást af
blóðríkishjartabilun, með því að
endurnýja hjartavef sem hefur
skemmst af völdum hjartaáfalla
og slitnað sökum öldrunar.
Nokkrar rannsóknarniðurstöður
um þetta efni voru kynntar á
ársfundi bandarísku hjarta-
samtakanna (American Heart
Association) nýverið.
Þótt flestar rannsóknir séu
enn gerðar á dýrum greindu
franskir vísindamenn frá tilraun
sem gerð hafi verið til að bæta
hjarta í manni með því að nota
vöðva sem numinn var úr læri
hans. „Þetta eru einstaklega
spennandi vísindi,“ sagði dr.
Rose Marie Robertson, við Van-
derbilt-háskólann í Bandaríkj-
unum, sem er formaður samtak-
anna.
Fyrst var greint frá frönsku
tilrauninni í síðasta mánuði.
Sjúklingurinn var 72 ára karl-
maður með alvarlega hjartabil-
un í kjölfar hjartaáfalls og var
ör á hjartanu og virkni þess
veikt. Partur úr vöðva á læri
sjúklingsins var fjarlægður og
síðan ræktaður á rannsókn-
arstofu til þess að búa til millj-
ónir samdráttarfruma. 800 millj-
ónum þessara fruma var síðan
sprautað með nál í og í kringum
örið á hjartanu.
Dr. Philippe Menasche, við
Bichat-sjúkrahúsið í París, sagði
að sjúklingnum hefði farið mikið
fram og nýi vefurinn í hjarta
hans slái taktbundið. Sjúk-
lingurinn gekkst reyndar líka
undir kransæðarhjáveituaðgerð
og því geta læknarnir ekki vitað
fyllilega að hve miklu leyti
batinn stafar af ígræðslunni.
Menasche segir að þótt nið-
urstöðurnar virðist jákvæðar
verði að fara varlega. Vonast
frönsku læknarnir til þess að
geta endurtekið tilraunina á átta
öðrum sjúklingum innan árs.
Nýir vöðvar og æðar búnar til úr frumum sjúklinga
Hjartað
yngt upp
New Orleans. AP.
Associated Press
Raunverulegar „viðgerðir“ á hjörtum manna sýnast ekki lengur vera
fjarlægur möguleiki.
TENGLAR
....................................................
Bandarísku hjartasamtökin:
www.americanheart.org/
BANDARÍSKIR vísindamenn hafa
einangrað prótín sem virðist gegna
lykilhlutverki í stjórn stinningar
getnaðarlims á rottum. Vona vís-
indamennirnir að efni er hefta
prótínið geti leitt til nýrrar meðferð-
ar við getuleysi hjá mönnum.
Prótínið, er nefnist rho-kinase, er
hluti af lífrænni keðjuverkun sem
virkar á vöðva og heldur getnaðar-
limnum linum og kemur þannig í veg
fyrir stinningu, sagði dr. Christoph-
er J. Wingard, við Læknaháskólann í
Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum,
einn af höfundum rannsóknar á
þessu.
Eftir að í ljós var komið að
rho-kinase-prótínið á þátt í að halda
limnum linum sprautuðu vísinda-
mennirnir í rotturnar efni sem vitað
er að heftir virkni prótínsins. Afleið-
ingin var sú, að rottunum stóð, að
sögn Wingards. Greint er frá niður-
stöðum rannsóknarinnar í janúar-
hefti Nature Medicine.
Wingard segir ennfremur að hátt í
40 prósentum þeirra manna, sem
eiga við getuleysi að stríða, hafi ekki
nýst lyfið Viagra. Vonast hann til
þess að þessum mönnum megi koma
til hjálpar með nýrri meðferð
byggðri á niðurstöðum rannsóknar-
innar.
Enn sem komið er hefur prótínið
einungis virkað í rottum með því að
því sé sprautað beint í getnaðarlim-
inn, en ólíklegt má telja að sú aðferð
verði vinsæl meðal manna. Segir
Wingard að verið sé að leita leiða til
þess að koma efninu á réttan stað
með öðrum hætti.
Von á nýrri
meðferð við
getuleysi
New York. Reuters.
TENGLAR
.....................................................
Tímaritið Nature Medicine:
http://www.nature.com/nm
Ný efnablanda
kemur í veg fyrir
hárlos af völdum
lyfjameðferðar
New York. Reuters.
komið í veg fyrir hárlos af völdum
lyfjagjafar.
Niðurstöður tilrauna á rottum
lofa góðu, að því er þeir greina frá
í tímaritinu Science 5. janúar sl.
Þegar CDK-hemill var settur í
hársvörð rotta er gengust undir
algenga lyfjameðferð dró úr hár-
losi á þeim um 33% til 50%.
Á spennandi slóðum
Rannsóknin er fyrsta skrefið á
„spennandi slóðum í lyfjaupp-
götvunum,“ að því er Davis segir.
Hann tók fram, að efnin komu að-
eins í veg fyrir hárlos á þeim stöð-
um þar sem þau voru borin á, en
ekki á öðrum stöðum á rottunum,
sem bendi til þess að efnin muni
ekki sporna gegn virkni lyfjameð-
ferðar vegna krabbameins.
Þrátt fyrir að bráðabirgðanið-
urstöður lofi góðu segir Davis að
þörf sé á frekari öryggisprófun-
um á efnablöndunum sem notað-
ar hafi verið í þessari rannsókn.
Þær prófanir þurfi að gera á dýr-
um, áður en hægt verður að fara
að gera tilraunir með efnin á
mönnum.
VÍSINDAMENN greindu frá því
í síðustu viku að þeir hefðu gert
tímamótauppgötvun í leit sinni að
leiðum til að koma í veg fyrir hár-
los, sem er algeng aukaverkun
lyfjameðferðar. Sýndu þeir fram
á að tilraunaefni dró úr hárlosi
um allt að 50% í rottum sem
gengust undir lyfjameðferð.
Mörg þeirra lyfja sem notuð
eru við slíka meðferð virka með
því að ráðast gegn frumum sem
skipta sér hratt, þ. á m. krabba-
meinsfrumum. En vegna þess að
frumur í hársekkjum skiptast líka
hratt er hárlos oft meðal óæski-
legra aukaverkana slíkrar með-
ferðar.
Virkni ensíms stöðvuð
„Lyfin gera ekki greinarmun á
krabba og öðrum frumum sem
fjölgar ört,“ sagði aðalhöfundur
rannsóknarinnar, dr. Stephen T.
Davis, starfsmaður lyfjafyrir-
tæksins Glaxo Wellcome í Norð-
ur-Karólínu í Bandaríkjunum.
Davis og samstarfsfólk hans
þróaði efnasambönd sem ráðast á
ensím er nefnist CDK2 og virkar
eins og rofi er setur af stað
frumuskiptaferlið. Með því að
stöðva virkni þessa ensíms væntu
vísindamennirnir þess að geta
TENGLAR
.................................................
Tímaritið Science:
http://intl.sciencemag.org
Vísindamenn í Bandaríkjunum