Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 41
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 41 „Are you lonesome tonight? do you miss me tonight?“ Þannig hófst ferill minn með Elvis, ég var tólf ára og platan gullplata númer þrjú. Þessi seið- andi og magnþrungna rödd hel- tók mig töfrum sínum. Ég lyftist í hæstu hæðir og sveif í rokk- uðum rytmanum langt, langt í burtu. Síðan hafa margir vetur hlánað en kóngurinn vaxið og dafnað að sama skapi í lífi sem dauða. Hann lifir í lögum sínum jafnt sem anda og trúin á mátt hans handan grafar er mörgum naglfastur sannleikur um að; „Elvis lifir“. Trúin flytur fjöll og trúin á Elvis leiddi hugann að annarri súperstjörnu sem lifir þrátt fyrir dauðann því trúin á hann er máttug, heit og ákveðin líkt og trúin á Elvis og hann lifir og mun koma aftur líkt og kon- ungurinn. En hvað er þá trú? Kraftur? Vilji? Ást? Sannfæring? Von? Ótti? Eða á trúin sér dýpri og duldari rætur? Þegar maður kafar ofan í óminni sjálfsins úr grunnu draumalauginni kemur maður niður á dulvitað dýpi þar sem dumbrauð slikja þekur allt líkt og myrkvað tungl og komist maður niður úr slikjunni birtast hraðfara skuggar án ákveðins forms en hníga samt og rísa eða þeir hrökkva til í skrykkjum líkt og dans. Nái maður að grípa í skottið á einhverjum skugganum sem hnígur í blekkingu sjálfsins, breytist hann í tákn sem stekkur fram úr fölvanum markað hvítum línum í rauðunni. Táknið sem birtist er líkast mynd af Óla prik en samt eins og sól eða engill. Veran sem hreyfist hægt og hljótt er eins og fornt kletta- málverk í Ástralíu og maður spyr sjálfan sig með klipi í handlegg- inn, er draumurinn að blekkja mig eða er ég að blekkja draum- inn? Er Guð til eða er þetta minn eigin tilbúningur? Lifir Elvis? Draumar „KFK“ 2.10. 1992 dreymdi mig að ég ók í bíl mínum niður Laugaveg en á móts við Bankastræti stöðvaðist vélin, ég steig út og reyndi að ýta bílnum í gang aftur en þá missti ég hann svo hann rann stjórnlaust niður strætið. Við horn Þingholtsstrætis stendur maður, ljós yfirlitum, hann sér hvað verða vill, stekkur upp í bíl- inn og stöðvar hann. Ég þakka manninum og býð honum í kaffi, um leið verður mér litið inn um glugga kaffihússins á horninu og sé þá Elvis Presley. Við förum inn á kaffihúsið sem er allt inn- réttað í rauðum tónum; veggir, borð, stólar og skreytingar en Elvis er farinn. Við setjumst og fram kemur myndarleg kona, há og grönn og býður okkur vel- komna. Ég panta kaffi og lít í kringum mig, sé þá meðal annars að tröppur liggja niður í kjallara. Þegar konan fer að sækja kaffið laumast ég niður stigann og mæti þar Elvis sjálfum, hann heilsar mér kunnuglega og býður mér inn til sín í íbúð sína sem er í geysistórum sal og öll stúkuð niður í bása. Þar er allt í rauðum tónum en í básunum er mikið af alls konar smágerðum og fal- legum munum, austurlenskar styttur, postulín og fleira. Elvis býður mér sæti og í því kemur konan úr kaffistofunni, hún er byrst á svip en þegar hún áttar sig á því að við erum mátar, gengur hún til mín, faðmar mig og kyssir. 14.5. ’96 dreymdi mig að ég var kominn í heimsókn á heimili Elvis Presleys. Hann bjó í hvítu tveggja hæða húsi með nokkuð stórum garði, (ég er ekki viss hvort þessi draumur gerist á Ís- landi eða annars staðar en Elvis talaði íslensku, ég hafði kynnst honum í öðrum draumi fyrir fjór- um árum og þá fyrir tilviljun). Nú þegar ég kom til hans var hann breyttur frá því sem áður var, grannur með hárið stutt, lit- að brúnt og greitt niður til hlið- ar, með venjuleg gleraugu og ósköp venjulegur að sjá en þó Elvis. Hann bjó þarna í húsinu með konu (ég hitti hana ekki), tveimur dætrum 5 og 7 ára og vinnumanni (lífverði) sem sá um aðföng, viðgerðir og annað sem til féll. Mér hafði verið boðið í mat en var fyrst boðið til setu- stofu af vinnumanninum sem sagði, „Hann“ kemur bráðlega. Ég sat þarna einn um stund í stórri og bjartri setustofu með svörtu leðursófasetti, borði og landslagsmyndum á veggjum. Eftir nokkra stund kom Elvis og fór vel á með okkur, við spjöll- uðum góða stund en þá bauð hann mér til borðstofu og við settumst til borðs og snæddum fisk og grænmeti. Þegar við vor- um langt komir að snæða, varð mér litið út um gluggann og sá þá fara hjá lest úlfalda, fíla og annarra sirkusdýra ásamt vögn- um á leið inn í bæ. Sirkusinn var kominn því það var sumar. Elvis kallaði á dætur sínar og við horfðum á lestina fara hjá, en þá var kominn tími fyrir mig að kveðja og ég man að við kvödd- umst innilega, enda kærir vinir. Ráðning Hvernig ræður maður drauma um guði? Hvernig skilgreinir maður hið óskiljanlega? Er hægt að setja ímynd eða tákn fyrir hvað sem er og skilgreina það? Verður sú túlkun trúverðug? Er ímynd raunveruleg? Tákn er raunverulegt því það er ímynd einhvers sem er eða var!? Er hægt að skilja Guð í samhengi við skilning okkar og skynjun í þrívíðri tilveru og kalla fram raunverulegan guð? Það þarf víð- sýni til að sjá guði í réttu ljósi og fjarsýni til að skynja tilveru þeirra en með nærsýnni skoðun má sjá Guð í sjálfum sér á ætt- artrénu miðju. Þar er Elvis hluti af meiðnum enda mun hver sá er grannt skoðar draumana, sjá sjálfan sig og veröld alla í spegl- unum þeim. Draumurinn um Elvis Draumstafir Kristjáns Frímanns  Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. Handan við sjáaldur augna þinna. Mynd/Kristján Kristjánsson Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÚTSALAN ER HAFIN Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 13-16 Nuddstofan Hótel Sögu hættir Opið hús laugard. og sunnud. kl. 13-15. Allt á að seljast. Nánari uppl. hjá Eddu, 896 2040 Pawer Pak universal æfingastöð ................250.000 2 UWE ljósabekkir .....180.000 stk. 2 nuddbekkir...............20.000 stk. Hitaljós 4 stk. ...............5.000 stk. Eumania uppþvottav. ný ............60.000 General Electric þvottavél 3 ára............35.000 General Electric þurrkari ......................25.000 Gram ísskápur, lítill.......5.000 Sjóðsvél ........................5.000 Sími m/faxi ...................5.000 Aneisi leirvafnings- pottur m/öllu...............10.000 Hillusamstæða m/spegli í botni og glerhillum ....20.000 Fataskápur....................5.000 Sólstofuhúsgögn ...........tilboð Skrifborð.......................5.000 Hillur ............................5.000 50 handklæði og 20 lök .............................300 stk. 4 stórir veggspeglar.......tilboð 2 samanleggjandi hjólaborð ......................1.500 Ræstivagn stór............25.000 Ræstivagn lítill ..............5.000 Skilrúm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.