Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 36
VIKULOK Börn Áhrif lyfja rannsökuð sér- staklega Lækningar Verður unnt að yngja upp hjartað? Framtíðin Þungun hugsanleg í geimnum Samskipti Hjónabandið getur drepiðHEILSA 36 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SJÖUNDA áratugnum létust nokkur nýfædd börn eftir að þeim höfðu verið gefin sýklalyf fyrir fullorðna, sem lifur þeirra réð ekki við að brjóta niður. Sýndi þetta og sannaði að hvað lyf varð- ar eru börn ekki „litlir fullorðnir“. Þrátt fyrir þessa lexíu vita barnalæknar enn lítið um það hvernig flest lyf virka á sjúklinga þeirra. Einungis um fjórðungur allra lyfja hefur verið prófaður á börnum og þurfa læknar því í mörgum tilfellum að geta sér til um hvaða meðferð henti best. En nýjar upplýsingar eru tekn- ar að berast, þökk sé frumkvæði sem tekið var fyrir 2 árum, og að- gerðum bandarískra stjórnvalda sem komu til framkvæmda nú í mánuðinum og hefur orðið til þess að fyrirtæki eru farin að gera rannsóknir á börnum. Samkvæmt fyrirmælum sem bandaríska þingið gaf geta lyfja- framleiðendur fengið hálfs árs framlengingu á einkarétti á sölu á hverju því lyfi sem rannsakað hef- ur verið með tilliti til virkni þess á börn. Þessi framlenging á einka- rétti á sölu, áður en keppinautar fá að koma með samheitalyf á markaðinn, getur þýtt hundruð milljóna dollara aukinn hagnað af einu lyfi. Lyfjaframleiðendur hafa þegar lagt til að gerðar verði um 200 barnalækningarannsóknir á lyfj- um við alnæmi, ofnæmi, astma, þunglyndi og næstum því öllum þeim kvillum sem hrjá börn. Yfir 20 þúsund börn kunna að taka þátt í þessum rannsóknum, allt frá hvítvoðungum til unglinga. Til samanburðar nefnir dr. Dianne Murphy, aðstoðarframkvæmda- stjóri barnalækningasviðs banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA), að einungis 11 rannsóknir á börnum hafi verið gerðar frá 1991 til 1997. „Það er ekki hægt að gera bara hvaða rannsókn sem er,“ segir dr. Murphy. „FDA ákvarðar hvort um sé að ræða eitthvað sem komi almenningi til góða.“ Ný reglugerð veitir FDA vald til að krefjast rannsókna á börnum fyrir lyf sem gætu nýst börnum. Vilja ráðamenn vita hvaða skammtar myndu henta börnum og hvort einhver lyf gætu haft óvæntar aukaverkanir þegar þau komast í snertingu við óþrosk- uð líffæri barnanna og öðru vísi líkamsstarfsemi. En það er ekki auðvelt að gera rannsóknir á börnum. Lyfjafyrirtæki fá alla jafna fullorðna sjálfboðaliða til þátttöku í tilraunum, en nú þurfa fyrirtækin að leita til sérfræðinga sem geta aðstoðað við að gera barnalæknarannsóknir. Um árabil hafði fólk áhyggjur af því að það væri ósiðlegt að nota börn sem til- raunadýr, en dr. Robert Ward, prófessor í barnalækningum við Háskólann í Utah í Bandaríkj- unum, kveðst telja að þær deilur hafi verið að mestu leystar. „Við meðhöndlun á börnum höf- um við ekki allar þær upplýsingar sem til þyrfti um virkni, skammta- stærð og áhættu. Maður þarf ein- ungis að spyrja sig hvort sé ósið- legra, að meðhöndla börn með þessum hætti, eða meðhöndla barn við gerð tilraunar?“ Þar að auki getur verið erfitt að fá börn til samstarfs. Ung börn geta átt erfitt með að kyngja pill- um eða vilja kannski ekki taka lyf vegna þess að það bragðast illa. Og hvernig er hægt að fá mjög ung börn til að lýsa verkjum? Finna þarf nýjar aðferðir til að mæla virkni lyfja. Auk þess er ver- ið að endurbæta sumar rannsókn- armiðstöðvar, mála þær í björtum litum og koma þar upp leikjum og annarri skemmtan til þess að börnunum leiðist síður. En þessu fylgir kostnaður. Þótt tekjur framleiðenda sérheitalyfja muni aukast þurfa neytendur að greiða hærra verð í hálft ár, og eiga ekki kost á ódýrara sam- heitalyfi í stað vinsælla lyfja á borð við ofnæmislyfið Claritin og þunglyndislyfið Prozac. Washington. Reuters. Rannsaka áhrif lyfja á börn Associated Press Mjög vantar upp á vitneskju um hvernig lyf verka á börn. TVÖ stærstu flugfélög Ástralíu skýrðu frá því á miðvikudag að fram- vegis yrði að finna viðvörun um hugsanlegar afleiðingar langra flug- ferða og þrengsla fyrir heilsu við- komandi á farseðlum fyrirtækjanna. Kemur þetta í kjölfar mikillar umræðu víða um heim um svo- nefnda djúpsegamyndun (á ensku „deep vein trombosis“ eða DVT) í kjölfar langra flug- ferða sem fullyrt er að kostað hafi fjölda manns lífið. Breskir læknar fullyrtu í vikunni að 2.000 manns hið minnsta létu lífið á ári hverju í Bretlandi af völdum blóðstíflu, sem rekja mætti til langra flugferða. „Farrýmis-heilkenni“ Djúpsegamyndun hefur verið nefnd „almenns-farrýmis-heil- kenni“ enda hefur hún einkum verið tengd við langar flugferðir og mikil þrengsl um borð í flug- vélum. Djúpsegamyndun lýsir sér þannig að blóðtappi myndast í æð, yfirleitt í fótum, og flyst í hjarta eða lungu þar sem hann veldur dauða. Eldra fólk og feitlagið er talið í sérstakri hættu en dæmi finnast um að ungt fólk í blóma lífsins hafi gefið upp öndina af þessum sökum eftir langa flugferð. Nú hafa stærstu flugfélög Ástral- íu, Qantas og Ansett, lýst yfir því að þau hyggist auka viðvaranir til far- þega í þessu tilliti. Verða viðvaranir festar framvegis við farmiða. Að auki hafa ráðamenn Ansett ákveðið að láta gera myndband þar sem fjallað er um djúpsegamyndun og hvernig freista megi þess að koma í veg fyrir hana. Verður myndbandið sýnt um borð í þotum félagsins og grein um sama efni verður birt á heimasíðu þess. Víð föt og magnýl Ákvörðun þessi kemur í kjölfar til- kynningar British Airways, sem á 25% í Qantas, frá því á þriðjudag þess efnis að farþegum yrðu fram- vegis gefin heilræði varðandi hvern- ig varast megi djúpsegamyndun. Sérstaklega er mælt með því að fólk klæðist víðum fötum á lengri ferða- lögum, það snæði aðeins léttan mat og að menn gæti hófs í áfengisnotk- un á meðan flugið stendur yfir. Að auki hefur verið mælt með því að farþegar taki inn magnýl, aspirín eða skyld lyf sem innihalda virka efnið acetýlsalicýlsýru sem hefur áhrif á storknunar- þætti blóðsins. Lögmenn í Melbourne í Ástr- alíu vinna nú að undirbúningi málshöfðunar á hendur flug- félögunum og tekur hún til tæp- lega 1.000 manns sem kveðast hafa þjáðst af djúpsegamyndun eftir langar flugferðir í þrengslum. Eitt dauðsfall á mánuði á Heathrow Læknar á Bretlandi fullyrtu í vikunni að allt að 2.000 Bretar gæfu upp öndina af völdum djúpsegamyndunar eftir langar flugferðir á hverju ári þar í landi. Fólk sem þjáist af djúpsega- myndun við komuna á Heathrow- flugvöll í Lundúnum er flutt á Ash- ford-sjúkrahúsið í Middlesex. John Belstead, sérfræðingur á þessu sviði sem starfar við sjúkrahúsið, sagði í samtali við fréttavef breska ríkis- útvarpsins, BBC, á miðvikudag að í hverjum mánuði gæfi einn maður, hið minnsta, upp öndina af völdum blóðtappa í lungum við komuna til Heathrow-flugvallar. Á síðustu þremur árum hefðu 30 dauðsföll af þessum orsökum komið til kasta sjúkrahússins og væri þá aðeins um að ræða fólk sem létist er það færi frá borði á flugvellinum. Hækkar verðið? Belstead fagnaði því að British Airways hefðu ákveðið að birta við- vörun til farþega og hvetja þá til að hreyfa sig um borð í flugvélum á meðan ferðalagið stæði yfir. Hann mælti og með notkun lyfja þeirra sem nefnd voru hér að framan. Hann kvaðst hins vegar telja að takmörk væru fyrir því hvað flugfélög gætu gert í þessu viðfangi. „Eina leiðin til að auka rýmið um borð í flugvélun- um er sú að hækka fargjöldin og ég býst ekki við að almenningur væri hrifinn af því.“ Dauðsföll af völdum djúpsegamyndunar eftir langar flugferðir Associated Press Ef marka má fullyrðingar breskra lækna kemur oft fyrir að menn gefi upp öndina af völdum djúpsegamyndunar við komu á áfangastað. Viðvaranir á flug- miðum í Ástralíu Læknar bendla djúpsegamyndun við þrengsli á almennu farrými og kyrrsetu á löngum ferðalögum. TENGLAR ..................................................... Heimasíða British Airways: www.british-airways.com Melbourne. AP. Associated Press
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.