Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 59
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 59 vera rædd og skoðuð. Þetta fordóma- leysi hans leiddi okkur oft til góðrar niðurstöðu. Fljótlega tókst með okk- ur góð vinátta þrátt fyrir næstum fjörutíu ára aldursmun og margar stundir átti ég á heimili hans við um- ræður um glímumál, síðast tveimur dögum fyrir andlát hans. Þá sátum við nefndarmenn í útgáfunefnd glímusögu, ég og Hjálmur Sigurðs- son, og ræddum við Þorstein um lokaáfanga vinnu við glímusöguna. Bak við handrit hans um sögu glím- unnar liggja miklar rannsóknir og óþrotleg vinna í meira en hálfa öld. Stundum fékk hann að heyra athuga- semdir manna um hvílíkan tíma þetta tæki. Þá sagði Þorsteinn jafnan að þeir ágætu menn sem áður sömdu ritverk um glímu, svo sem eins og Jó- hannes Jósefsson og Helgi Hjörvar, hefðu viðurkennt síðar að hafa þá verið í tímahraki og hefðu átt að gefa sér betri tíma til að rannsaka hlutina svo þeir yrðu réttari. „Glíman á það skilið að við gefum henni þann tíma sem hún þarf,“ sagði Þorsteinn og það gerði hann svo sannarlega. Þegar við Þorsteinn kynntumst átti hann að baki langt og merkilegt ævistarf sem íþróttafulltrúi ríkisins. Margir hafa sagt mér að hann hafi stundum þótt harður viðskiptis og ekki alltaf hvers manns hugljúfi í því starfi. Það var af illri nauðsyn. Fjár- magnið sem var til skiptanna var miklu minna en þörfin. Hann eign- aðist marga vini gegnum störf sín því menn mátu heiðarleika hans og rétt- sýni mikils. Margir hafa einnig minnst á hið ótrúlega starfsþrek hans, dugnað og áhuga við að koma málum í höfn sem oft var enginn leik- ur. Staðreyndin er sú að þetta starf var gífurlega erfitt en Þorsteinn hlífði sér hvergi og var þá sem einatt fyrr og síðar margra manna maki og reyndar með ólíkindum hversu miklu hann kom í verk við erfiðar aðstæður. Ritstörf Þorsteins eru sérstakur kapítuli. Ritverk hans um frjálsar íþróttir og fuglahandbók eru flestum kunn. Fjölmörg rit sem tengdust starfi hans eru umfangsmikil eins og t.d. samantekt á íþróttamannvirkjum á Íslandi og mörg fleiri. Nýlega lauk hann samantekt á öllum íþrótta- og ungmennafélögum á Íslandi, upphafi þeirra og afdrifum og gaf UMFÍ sem lét fjölrita hana. Þar kom enn vin- arhugur hans til UMFÍ í ljós en hann var ávallt sérstakur velunnari þess félagsskapar. Þá er ótalið framlag hans til glím- unnar. Ritverk hans um glímu stór og smá sem prentuð hafa verið eru um fjörutíu talsins og mörg umfangs- mikil og merk eins og kennslukver hans sem hafa verið endurútgefin nokkrum sinnum. Þorsteinn var helsti höfundur vandaðrar kennslu- bókar í glímu sem út kom 1968. Hann var líka óþreytandi að halda fyrir- lestra um glímuna og þar var ekki komið að tómum kofunum. Hann var hafsjór af fróðleik. Óhætt mun að fullyrða að fáir Íslendingar hafi haft jafnyfirgripsmikla þekkingu til að bera á jafnmörgum sviðum og hann. Þorsteinn hlaut í munni manna í gamni og alvöru nafnbótina „Sonur Íslands“ og það var sannmæli. Hann unni Íslandi, sögu þess og sérkenn- um og þá ekki síst því íslenskasta á Íslandi – glímunni. Hann var sannur Íslendingur. Þorsteinn var á yngri árum einn glæsilegasti íþróttamaður landsins. Hávaxinn og stæltur vakti hann at- hygli fyrir afrek sín, einkum í frjáls- um íþróttum og glímu. Íslandsmeist- ari varð hann oftar en einu sinni í kúluvarpi og hástökki og átti Íslands- met í kúluvarpi fyrir um 70 árum. Ekki sótti hann síður hróður sinn á glímuvöllinn. Hann þótti glíma af- burða vel og hlaut fegurðarverðlaun- in, Stefnuhornið, og titilinn „Glímu- snillingur Íslands“ í Íslandsglímunni árið 1932. Var það að einróma áliti dómnefndar og tóku áhorfendur und- ir þann úrskurð, segir í blaðagrein- um. Árið 1929 tók Þorsteinn þátt í fjölmennri glímusýningarför til Þýskalands á vegum glímufélagsins Ármanns og árið 1932 var hann með- al glímumanna félagsins sem sýndu list sína í Svíþjóð á íslenskri viku sem þar var haldin. Svo var Þorsteinn með í fjölmennu föruneyti íþrótta- kennara sem boðnir voru á Ólymp- íuleikana í Berlín 1936. Þar var hann m.a. fenginn til að sýna glímu á leik- unum ásamt Þorgeiri Sveinbjarnar- syni. Árið 1930 tók Þorsteinn þátt í Skjaldarglímu Ármanns. Hann lagði þar að velli skjaldarhafann, heljar- mennið Sigurð Thorarensen. Þor- steinn ætlaði sér stóra hluti á Ís- landsglímunni sem haldin var á Alþingishátíðinni síðar á árinu en vinnuslys kom í veg fyrir það. Hann náði því ekki Grettisbeltinu fremur en margir aðrir góðir glímumenn. Hitt var meira um vert að Þorsteinn kenndi mörgum góðum drengjum glímutökin og var óþreytandi á margs konar vettvangi glímunni til framdráttar. Á árunum 1938-1940 brá svo við að vaskur hópur Vest- mannaeyinga kom til keppni í Ís- landsglímunni. Þetta voru nemendur Þorsteins og vöktu þeir mikla athygli fyrir góða glímu og góða frammi- stöðu. Þorsteinn sat í glímubókar- nefnd og samdi leikreglur glímunnar sem komu út stórlega endurbættar 1951. Dómgæslu sinnti hann mikið og var til hins síðasta boðinn og búinn til liðsinnis glímunni er hann unni svo mjög. Á sjötíu og fimm ára afmæli sínu var hann kjörinn heiðursfélagi Glímusambands Íslands, mjög svo verðskuldað. Á helstu glímumótum, svo sem Íslandsglímunni, átti Þor- steinn síðari árin sitt fasta sæti og borð við glímuvöllinn og þar sat hann og ritaði sína minnispunkta sem skil- uðu sér sem blaðagreinar, ítarlegar og með sitt sérstaka orðfæri sem honum var einum lagið. Fyrir hönd Glímusambandsins vil ég flytja hon- um þakkir mínar fyrir hans miklu störf í þágu þess og glímunnar fyrr og síðar. Þá vil ég síðast en ekki síst flytja mínar persónulegu þakkir til Þorsteins fyrir ógleymanleg kynni og vináttu. Þótt aldur hans væri hár var hann ungur í anda og oft yngri en við margir sem töldum færri árin. Þor- steinn var einstakur maður á allan hátt. Jafnoka hans finnum við ekki. Börnum hans og afkomendum flyt ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorsteins Ein- arssonar. Jón M. Ívarsson, formaður Glímusambands Íslands. Merkur leiðtogi, Þorsteinn Ein- arsson, er látinn á nítugasta aldurs- ári. Maðurinn sem flestir þekktu í sjón og raun um allt Ísland á árunum 1941–1981 er hann starfaði í mennta- málaráðuneytinu, sem íþróttafulltrúi ríkisins. Hann var formaður nefnda og framkvæmdastjóri sjóða á vegum ríkisins, sem tengdust beint starfi hans, auk áhugasviðs innan íþrótta og náttúrufræða. Þorsteinn Einars- son var jafnan kærkominn gestur á fundi sveitarstjórnarmanna og for- ystumanna íþrótta– og ungmenna- félaga til þess að ræða og fræða um íþrótta– og félagsmál. Hann hlustaði einnig á frásagnir annarra af nátt- úrufari og mannlífi á líðandi stund og liðnum tíma. Hann var hafsjór af fróðleik um allt sem íslenskt er. Starf Þorsteins íþróttafulltrúa var byggt á íþróttalögum frá árinu 1940. Sundlaugar voru byggðar nánast um allt land, íþróttahús reist og íþrótta- vellir gerðir ásamt öðrum íþrótta- mannvirkjum. Þessi mannvirki hafa svo í krafti betri efnahags og meiri vinnutækni verið endurbætt og end- urgerð í samræmi við kröfur tímans. Hér var sköpuð sú undirstaða sem leiddi til almennrar íþróttaiðkunar og þeirra miklu íþróttaafreka Íslend- inga sem þekkt eru í dag. Þökk sé setningu íþróttalaga og forystuhlut- verki Þorsteins Einarssonar við framkvæmd þeirra í fjóra áratugi. Sem unglingur og ungur maður kynntist Þorsteinn hugsjónum og framsækni aldamótamanna, sem lögðu grundvöllinn að nýskipan at- vinnuhátta og mannlífi á Íslandi í dag. Snemma varð hann þátttakandi í íþróttum og nam fræði þeirra á námskeiðum hér heima og síðan er- lendis. Að loknu stúdentsprófi starf- aði Þorsteinn við kennslu í Vest- mannaeyjum þar til hann tók við starfi íþróttafulltrúa ríkisins. Starfi íþróttafulltrúa ríkisins fylgdi m.a. formennska í skólanefnd Íþróttakennaraskóla Íslands á Laug- arvatni, sem tók til starfa 1943 sam- kvæmt lögum frá Alþingi. Skólinn tók við af Íþróttaskóla Björns Jak- obssonar á Laugarvatni, sem stofn- aður var 1932. Þorsteinn var formað- ur skólanefndar Íþróttakennara- skóla Íslands til ársins 1981 en það ár lét hann af störfum vegna aldurs. Þorsteinn heimsótti skólann nokkr- um sinnum á ári hverju, ræddi við nemendur um starf íþróttakennar- ans og fleira. Hann flutti fyrirlestra um sögu íslenskra íþrótta að fornu og nýju og skýrði mál sitt með línuritum og teikningum. Þessar kennslu- stundir eru nemendum mjög eftir- minnilegar. Þorsteinn var framúr- skarandi kennari, hugmyndaríkur og frábær fræðari. Þorsteinn átti mik- inn þátt í undirbúningi og byggingu íþróttamannvirkja á Laugarvatni og fylgdist vel með skólastarfinu þar. Hann var áhugasamur um skólasetr- ið Laugarvatn. Undirritaður átti því láni að fagna, sem skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands, að starfa með Þorsteini í 25 ár og kynnast þessum mikla atorku- manni og eignast frábæran samherja og einlægan vin, sem var ávallt viðbúinn þegar á þurfti að halda. Mér eru ákaflega minnisstæðir margir fundir okkar um málefni skólans, með alþingismönnum og ráðherrum, þar sem sótt var og varist af einurð með góðan málstað að leiðarljósi. Þorseinn hafði allt frá árinu 1943 tengst Landsmótum ungmenna- félaganna, sem baráttumaður og virkur stuðningsmaður. Landsmótið á Laugarvatni árið 1965 er öllum minnisstætt, er þar voru, fyrir frá- bæra aðstöðu, einmuna veðurblíðu, mikinn mannfjölda og glæsilega framkomu í þróttamanna og hátíðar- gesta. Þar lögðust allir á eitt með for- ystusveit ungmennafélaganna í hér- aði og þar átti Þorsteinn stóran hlut að máli. Þorsteinn Einarsson var ekki að- eins frábær starfsmaður mennta- málaráðuneytisins, sem sinnti fjöl- breyttu starfi íþróttafulltrúa ríkisins. Tómstundirnar voru fáar en áhuga- málin mörg. Hann starfaði með skát- um og vann að dýraverndunarmál- um. Hann var fróður um náttúru landsins og sögu þess, hann ritaði bækur og skrifaði í blöð og tímarit um áhugasvið sitt, starfaði í bókaút- gáfu– og fræðslunefnd ÍSÍ og vann með UMFÍ að ýmsum málum. Hann sat í stjórn Félags áhugmanna um íþróttir aldraðra og stundaði reglu- lega sína líkamsrækt. Þorsteinn tók saman og samdi fjölmörg rit um íþróttir og íþróttamannvirki, ýmist einn sér eða með öðrum. Eftir að Þorsteinn lét af störfum fyrir tveimur áratugum, herti hann róðurinn og sinnti í auknum mæli öðrum fjölbreyttum hugðarefnum sínum. Hann bjó yfir miklum fróðleik um gömul fangbrögð og forna leiki, sund og aðrar íþróttir. Hann var mik- ill fræðimaður, virtur og eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum erlendra vís- indamanna, sem leituðu oft til hans er ráða þurfti gátur fortíðar í þessum efnum. Ritgerðir Þorsteins eru flest- ar í handriti og á minnisblöðum. Ný glímubók er þó nær fullbúin til prent- unar. Afrek Þorsteins Einarssonar í SJÁ SÍÐU 60 9        8 "  "  8   "           "     "   ? 2 ! ! ) ")@@ :#       #,  -:  + "  0  "       1&' 1 2  1  " ! $%/ .0 . )*.+) . 03 )..+) ..  88 +. 0 .+) . 83 .&..    /        9   0   8  "     "   &   "     "   A2: !BB 22 &. 'C *&&.3" %+     B);$..  A.   *-$..   )?7. A. $. 2.2*+.       /       / 9            8  # "  8   "        " !!A! 22 /  &&@ )*&%+ & 5      ! +) .. ;  "  :   22 % #  :  :        '' " ?"..    %/?". %  -)?".. 9           8  "  "  8   " "     "   A20D 0!2 ! -#$&  .A.%# . 8E+  ..  A.A. $) %/A.%# . ,  .    /       / !         "   "  $ ! 0! ! -#8 )* $% 'F $- - #    .  <   =      '$ '  )      . )A.%# . .* ) E    / 9      "   ?! D ! !  ' !&)* =  "    8   "          2"    %+      323  .)  -%/  D + )..*   )*+ ).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.