Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 66
MESSUR 66 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Tilfinningaleg tjáskipti STEFÁN Jóhannsson fjölskylduráð- gjafi kemur í heimsókn í hjónastarf Neskirkju n. k. sunnudagskvöld 14. janúar og ræðir um efnið tilfinninga- leg tjáskipti. Eins og nafnið ber með sér fjallar erindið um það hvernig hjón/fólk í sambúð tjáir tilfinningar sínar hvort við annað eða tjáir ekki. Stefán Jóhannsson hefur langa reynslu af ráðgjöf í fjölskyldumálum, lærði og starfaði sem slíkur vestur í Bandaríkjunum á sínum tíma. Fyr- irlestur hans hefst kl. 20:00 og er öll- um opinn. Halldór Reynisson. Barna- og æskulýðsstarf Árbæjarkirkju BARNA- og unglingastarf kirkjunn- ar hefst aftur sunnudaginn 14. janúar eftir gott jólafrí. Sunnudagaskólinn er á hverjum sunnudegi kl. 13. Þar er mikið sungið og sprellað. Hlýtt á skemmtilegar sögur úr biblíunni og annar fróðleikur á boðstólum. Á sunnudagskvöldum eru æsku- lýðsfélögin með fundi sína frá kl. 20- 22. Samverurnar eru ætlaðar 8.-10. bekkingum. Kirkjuprakkarar, börn á aldrinum 7-9 ára eru á mánudögum kl. 16-17. TTT-starf fyrir börn frá 10- 12 ára eru sömuleiðis á mánudögum kl. 17.30-18.30. TTT-starf í Ártúns- skóla er á þriðjudögum kl. 17.10- 18.10. Það er boðið upp á uppbyggilegar samverur fyrir alla aldurshópa í Ár- bæjarkirkju og allir eru boðnir vel- komnir að taka þátt í skemmtilegu starfi. Starfsfólk Árbæjarkirkju. Lifandi steinar – námskeið um trúarvöxt FRAMUNDAN er námskeiðið „Lif- andi steinar“ á vegum Reykjavík- urprófastsdæmis vestra í samstarfi við Hallgrímskirkju og Leikmanna- skóla þjóðkirkjunnar. „Lifandi steinar“ er fullorðins- fræðslunámskeið um hvernig tengja má trúna og hversdagslífið. Því er m.a. ætlað að hjálpa fólki að nálgast trúarlegan uppruna sinn að nýju og þroskast í tilbeiðslu. Þá mun þátttaka í námskeiðinu vekja fólk til vitundar um mikilvægi samfélags í trúariðkun og uppljúka helgihaldi og táknmáli þess á nýjan hátt. Loks má nefna að námskeiðið er einnig vel til þess fallið að virkja þau sem eru leitandi að trúarlegri festu og endurnýjun. Námskeiðið er öllum opið. Það verður haldið í suðursal Hallgríms- kirkju sex miðvikudagskvöld kl. 20-22 frá 17. janúar til 21. febrúar ásamt með einum laugardegi, 3. febrúar, kl. 10-15. Kostnaður hvers þátttakanda er kr. 3.500.- og er innifalinn matur í há- degi á helgarsamveru. Sr. María Ágústsdóttir og frú Jónanna Björns- dóttir munu leiðbeina á námskeiðinu ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Safnaðarstarf ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Kaffisala Safnaðarfélags Áskirkju eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Foreldrar, ömmur og afar eru hvött til þátttöku með börnunum. Ungmennahljómsveit undir stjórn Pálma J. Sigurhjartarsonar. Guðs- þjónusta kl. 14:00. Prestur sr. María Ágústsdóttir. DÓMKIRKJAN: Kristniboðsvígsla kl. 11:00. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson vígir Salóme Huld Garðarsdóttur til kristniboðsstarfa. Vígsluvottar: Birna G. Jónsdóttir, Jónas Þórisson, Skúli Svavarsson og sr. Valgeir Ástráðsson. Séra Jak- ob Ágúst Hjálmarsson, dómkirkju- prestur, þjónar fyrir altari. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14:00. Prestur sr. Lárus Halldórs- son. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jó- hannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barna- starfs Magnea Sverrisdóttir. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10:00. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11:00. Sr. Carlos A. Ferrer, Pétur Björgvin Þorsteinsson fræðslufulltúi, Sólveig Halla Krist- jánsdóttir, guðfræðinemi og Guðrún Helga Harðardóttir, djáknanemi. Messa kl. 14:00. Einsöngur Erla B. Einarsdóttir. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Carlos A. Ferrer. Mola- sopi eftir messu. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11:00. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Barnastarf í safnaðarheimilinu á sama tíma. Um- sjón Lena Rós Matthíasdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11:00. Kór Laug- arneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Jóna Hrönn, Halla og Andri stýra sunnudagaskólanum. Prestur sr. Bjarni Karlsson. Messu- kaffi. Messa kl. 13:00 í dagvistar- salnum Hátúni 12. Þorvaldur Hall- dórsson syngur, Margrét Scheving sálgæsluþjónn, Guðrún K. Þórsdótt- ir djákni og sr. Bjarni Karlsson þjóna ásamt hópi sjálfboðaliða. Kvöld- messa kl. 20:30. Kór Laugarnes- kirkju syngur við undirleik Gunnars Gunnarssonar á píanó, Matthías M.D. Hemstock á trommur, Sigurður Flosason á saxófón og Jón Rafnsson á kontrabassa. Prestshjónin sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Bjarni Karlsson þjóna að orðinu og borð- inu. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór eldri borgara Neskirkju leiðir söng. Prestur sr. Halldór Reyn- isson. Organisti Reynir Jónasson. Sunnudagaskólinn og 8–9 ára starf- ið á sama tíma. Kirkjubíllinn ekur um hverfið á undan og eftir eins og venjulega. Safnaðarheimilið er opið frá kl. 10:00. Kaffisopi eftir guðs- þjónustu. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Altarisganga. Organisti Viera Manasek. Sr. Sigurður Grétar Helgason. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Bjóðum börnin sérstak- lega velkomin til skemmtilegrar samveru. Ýmislegt nýtt á döfinni. Verið öll hjartanlega velkomin. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðsþjón- usta kl. 14:00. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Pavel Smid. Kirkju- kórinn syngur. Sunnudagaskólinn kl. 13.00. Fræðsla, söngur og sögur. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson messar. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti: Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Leiðbeinendur: Þórunn, sr. Gunnar og Þóra. Léttur málsverður í safnaðarsal að lokinni messu og sunnudagaskóla FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Lenka Mátéová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í safnaðarheimilinu í um- sjón Margrétar Ó. Magnúsdóttur. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11:00. Sr. Sigurður Arnar- son prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organ- isti Hörður Bragason. Barnaguðs- þjónusta kl. 11:00 í Grafarvogs- kirkju. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Sigrún og Þor- steinn Haukur. Undirleikari: Guð- laugur Viktorsson. Barnaguðsþjón- usta í Engjaskóla. Prestur sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Umsjón: Sigrún og Þorsteinn Haukur. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Barn borið til skírnar. Salka E. Hjálmarsdóttir og Sandra Ó. Kristbjarnardóttir leika á trompet. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti: Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta í Lindaskóla kl. 11 og í kirkjunni kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18. Prestarn- ir. KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti: Julian Hewlett. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11.00. Mikill söngur og nýr lím- miði. Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Anna Margrét Óskarsdóttir syngur ein- söng. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Ath. guðsþjónustunni verður útvarp- að. Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Val- geir Ástráðsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Olaf Engsbråten prédikar. Allir hjartan- lega velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Léttur hádegis- verður á eftir. Samkoma kl. 20. Högni Valsson prédikar. Allir hjartan- lega velkomnir. KEFAS, Dalvegi 24: Almenn sam- koma kl. 14. Ræðumaður Björg R. Pálsdóttir. Mikil lofgjörð og fyrirbæn. Kaffi og spjall að lokinni samkomu. Allir hjartanlega velkomnir. BOÐUNARKIRKJAN: Samkoma kl. 11. Í dag sér Magnea Sturludóttir um prédikun og Ragnheiður Ólafs- dóttir um biblíufræðslu. Á laugardög- um starfa barna- og unglingadeildir. Súpa og brauð eftir samkomuna. All- ir hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Lofgjörðarhópurinn syngur. Allir hjartanlega velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Laugardags- skóli í dag kl. 13. Sunnudag kl. 20 hjálpræðissamkoma í umsjón majór Elsabet Daníelsdóttur. Mán: Kl. 15 heimilasamband. Majór Turid Gamst talar. Fimmtud: kl. 20 lofgjörðarsam- koma í umsjón majór Turid Gamst. Föstud: kl. 21 bænanótt fyrir Ísland og Færöyjar deild. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Sam- koma kl. 17:00. Kveðjusamkoma fyrir Salóme Huld Garðarsdóttur, kristniboða, sem er á förum til Ken- ýa. Upphafsorð og bæn: Kornelia Eichhorn. Ávarp: Salóme Huld Garð- arsdóttir. Söngur: Kangakvartettinn. Ræða: Skúli Svavarsson. Fundir fyrir börn á meðan samkoman stendur yf- ir. Heitur matur eftir samkomuna á vægu verði. Komið og njótið upp- byggingar og samfélags. Vaka 20:30. Guðlaugur Gunnarsson fjallar um efnið: Hvernig er á himn- um? Á dauða mínum átti ég von, en… Mikil lofgjörð. Boðið verður upp á fyrirbæn í lok samkomu. Komum og lofum Guð saman. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Dómkirkja Krists Kon- ungs: Sunnudag: Biskupsmessa kl. 10.30. Jósefssystur kvaddar. Messa kl. 14.00. Messa kl. 18.00 (á ensku). Mánudag til laugardags: messa kl. 18.00. Mánudag, þriðju- dag og föstudag: messa einnig kl. 08.00. Laugardag: Barnamessa kl. 14. Reykjavík - Maríukirkja við (Jóh. 2.) Brúðkaupið í Kana. Morgunblaðið/Ómar VETURINN 1996 var byrjað að halda svokölluð „Jákvæð námskeið um hjónaband og sambúð“ á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Í fyrstu var ætlunin að halda aðeins eitt nám- skeið fyrir jól og annað eftir, en eft- irspurnin var slík að námskeiðin urðu 8 og þau sóttu um 400 manns þann veturinn. Síðan hafa þessi námskeið verið haldin reglulega og sýnir ásóknin í þau að margir vilja leggja sitt af mörkum til þess að styrkja hjónaband sitt og fjöl- skyldulíf. Námskeiðin eru ætluð öll- um sem eru í hjónabandi eða sam- búð og ekki aðeins þeim sem eiga við vandamál að stríða. Á námskeið- unum er fjallað um samskipti for- eldra og barna, stjórnun innan fjöl- skyldunnar og hvernig þessi atriði endurspeglast í hegðun barna og unglinga utan fjölskyldunnar. Farið er í gegnum helstu gildrur sambúð- arinnar, hvernig fjölskyldumynstr- um hægt er að festast í, fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði. En fyrst og fremst eru kynntar þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr vítahring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má innviði fjölsyldunnar. Þau pör er taka þátt geta síðan skráð sig í einkaviðtöl mánuði eftir að nám- skeiðinu lýkur, þyki þörf þar á. Einnig er vísað til presta og fagaðila er geta veitt nánari aðstoð, sé þess óskað. Þó hér sé um að ræða nám- skeið fyrir hjón og sambúðarfólk, væri að sjálfsögðu nauðsyn að halda slík námskeið fyrir alla foreldra, hvort sem þeir eru í sambúð eða ekki. Á ofangreindum námskeiðum hafa þátttakendur einnig bent á, að á mörgum vinnustöðum ríkir mjög neikvætt andrúmsloft, baktal og samskiptaörðugleikar sem starfs- menn síðan taka með sér heim hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þann- ig eitrar andrúmsloft vinnustaðar fjölskyldulífið. Nauðsynlegt er því að huga að aðstæðum hinna full- orðnu sem eru fyrirmynd barnanna. Það eru þannig mikil og stór verk sem bíða Þjóðkirkjunnar. Hjóna- starf í söfnuðum landsins er aðeins hluti af því. Nú hefur „Jákvætt nám- skeið um hjónaband og sambúð“ verið haldið í samvinnu við Fræðslu- deild Biskupsstofu um mest allt land frá árinu 1996 og hafa meira en 1700 pör eða 3400 manns tekið þátt í þeim. Á vori komandi verður fram haldið með námskeiðið 6. árið í röð og er skráning hafin í Hafnarfjarð- arkirkju sem og á öðrum stöðum um land allt þar sem námskeiðið fer fram. Sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarkirkju og leiðbein- andi á „Jákvæðu námskeiði um hjónaband og sambúð“. Hafnarfjarðarkirkja Jákvætt námskeið um hjónaband og sambúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.