Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR fagurt skýjafar yfir Eskifirði og kyrrð yfir firðinum í góðviðrinu á dögunum. Sést yfir Mjóeyri við Eskifjörð og út á Reyðarfjörð. Líklega er þó ekki leng- ur svo kyrrt yfir fjörðunum. Fegurð á Eskifirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hvolsvelli - Íþróttafélagið Dímon hélt uppskeruhátíð sína í íþróttahús- inu á Hvolsvelli 29. desember sl. Fjöl- margt var til skemmtunar og sýndi rangæskt íþróttafólk m.a. fimleika, glímu og stangarstökk. Þá veittu ein- stakar deildir félagsins viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur á árinu. Mikið fjölmenni mætti í íþrótta- húsið til að fagna með íþróttafólkinu og var í lokin boðið upp á kaffi og meðlæti. Uppskeruhátíð Dímons Á íþróttahátíðinni voru sýnd ýmis glímubrögð og einnig kepptu nokkrir ungir og efni- legir glímumenn. Íþróttafólkið sem tók þátt í sýningu á uppskeruhátíð íþróttafélagsins Dímons í Rangárvallasýslu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Vestmannaeyjum - Lionsklúbbur Vestmannaeyja, umhverfisnefnd og Bæjarveitur Vestmannaeyja hafa sameinast um að verðlauna smekklegustu jólaskreytingu við heimahús og götu í Vest- mannaeyjum jólin 2000. Félagar í Lionsklúbbnum fóru um bæinn skömmu fyrir jól og völdu álitlegustu skreytingarnar. Jólaskreytingar við heimahús og fyrirtæki hafa aukist mjög mikið í Vestmannaeyjum á síðustu ár- um. Margir Eyjabúar fara kvöld- rúnt með börnin og skoða það sem er mest spennandi hverju sinni og er af nógu að taka og greinilegt að margir hafa lagt gífurlega vinnu í skreytingarnar sjálfum sér og öðrum til mikillar ánægju. Þeim var því vandi á höndum að velja fallegustu skreytinguna og fallegustu göt- una. Smekklegasta jólaskreytingin við heimahús var valin íbúðar- húsið Búhamar 18 en þar búa hjónin Ísleifur A. Vignisson og Hulda Ástvaldsdóttir ásamt syn- inum Arnari Frey. Smekklegast gatan var valin Túngata, en þar stóðu íbúarnir sameiginlega að skreytingum húsa sinna og tvö stór kerti voru við gatnamótin í götuna og settu mikinn svip á allt umhverfið. Jólaskreytingar verðlaunaðar Smekklegasta gatan var valin Túngata, en þar stóðu íbúarnir sameiginlega að skreytingum húsa sinna sem settu mikinn svip á allt umhverfið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Smekklegasta jólaskreytingin á heimahúsi var valin íbúðarhúsið Búhamar 18. Húsavík - Undirritaður var nýlega í Safnahúsi Þingeyinga á Húsavík samningur milli Þjóðminjasafns Ís- lands og Landvistar ehf. á Húsavík um fjarvinnsluverkefni. Jóhannes Jóhannesson, framkvæmdastjóri Landvistar ehf., og Margrét Hall- grímsdóttir, þjóðminjavörður, skrif- uðu undir samninginn. Þjóðminja- vörður sagðist vera mjög ánægð með áframhaldandi samstarf og sagði að það færi vel á því að vinna fyrir safnið færi fram á landsbyggð- inni og m.a tæki til starfa minja- vörður á Norðurlandi eystra 1. febrúar nk. og væri það ný staða. Þjóðminjasafnið og Landvist ehf. hafa frá því í maí á síðasta ári átt gott samstarf um skráningu gagna í upplýsingakerfið Sarp. Sarpur er miðlægt upplýsingakerfi sem verið hefur í notkun innan Þjóðminja- safnsins síðastliðin tvö ár og vel flest byggða-og minjasöfn stefna að því að taka kerfið í notkun á þessu ári. Mikið magn menningarsögu- legra upplýsinga liggur fyrir innan safnanna í handskrifuðum skrám, stefnt er að því að koma þeim á tölvutækt form á næstu árum. Þjóð- minjasafnið fékk 15 milljónir á fjár- lögum fyrir þetta ár til skráningar í fjarvinnslu. Samstarfssamningur milli Þjóðminjasafnsins og Land- vistar ehf. hljóðar upp á 2/3 hluta þeirrar upphæðar. Landvist ehf. starfar á Húsavík. Fyrirtækið var stofnað fyrir einu og hálfu ári og starfsemi fyrirtækisins byggist á tveimum meginsviðum, þ.e upplýsingasviði og verkfræði- sviði. Auk skráningarverkefna af þessu tagi leggur fyrirtækið áherslu á landupplýsingakerfi, gagnagrunna og miðlun upplýsinga, bygginga- og rafmagnsverkfræði, skipulagsgerð, arkitektúr og kortagerð. Þá hefur verið unnið að heimasíðugerð hjá fyrirtækinu, m.a fyrir Safnahús Þingeyinga. Reinhard Reynisson, bæjastjóri á Húsavík, sagðist við þetta tækifæri vilja þakka Þjóðminjasafninu það traust og þor sem það sýndi í þessu máli. Ennfremur sagði hann að ekki mætti gleyma að frumkvæðið að þessu verkefni kom frá heimamönn- um. Þar átti Guðni Halldórsson, for- stöðumaður Safnahússins, stóran hlut að máli, Landvist ehf. og bæj- aryfirvöld á Húsavík sem styrktu þetta verkefni. Þjóðminjasafnið og Landvist ehf. Framhaldssamningur um fjarvinnsluverk- efni undirritaður Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Jóhannes Jóhannesson, framkvæmdastjóri Landvistar ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.