Morgunblaðið - 13.01.2001, Page 22

Morgunblaðið - 13.01.2001, Page 22
LANDIÐ 22 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ VAR fagurt skýjafar yfir Eskifirði og kyrrð yfir firðinum í góðviðrinu á dögunum. Sést yfir Mjóeyri við Eskifjörð og út á Reyðarfjörð. Líklega er þó ekki leng- ur svo kyrrt yfir fjörðunum. Fegurð á Eskifirði Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Hvolsvelli - Íþróttafélagið Dímon hélt uppskeruhátíð sína í íþróttahús- inu á Hvolsvelli 29. desember sl. Fjöl- margt var til skemmtunar og sýndi rangæskt íþróttafólk m.a. fimleika, glímu og stangarstökk. Þá veittu ein- stakar deildir félagsins viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur á árinu. Mikið fjölmenni mætti í íþrótta- húsið til að fagna með íþróttafólkinu og var í lokin boðið upp á kaffi og meðlæti. Uppskeruhátíð Dímons Á íþróttahátíðinni voru sýnd ýmis glímubrögð og einnig kepptu nokkrir ungir og efni- legir glímumenn. Íþróttafólkið sem tók þátt í sýningu á uppskeruhátíð íþróttafélagsins Dímons í Rangárvallasýslu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Vestmannaeyjum - Lionsklúbbur Vestmannaeyja, umhverfisnefnd og Bæjarveitur Vestmannaeyja hafa sameinast um að verðlauna smekklegustu jólaskreytingu við heimahús og götu í Vest- mannaeyjum jólin 2000. Félagar í Lionsklúbbnum fóru um bæinn skömmu fyrir jól og völdu álitlegustu skreytingarnar. Jólaskreytingar við heimahús og fyrirtæki hafa aukist mjög mikið í Vestmannaeyjum á síðustu ár- um. Margir Eyjabúar fara kvöld- rúnt með börnin og skoða það sem er mest spennandi hverju sinni og er af nógu að taka og greinilegt að margir hafa lagt gífurlega vinnu í skreytingarnar sjálfum sér og öðrum til mikillar ánægju. Þeim var því vandi á höndum að velja fallegustu skreytinguna og fallegustu göt- una. Smekklegasta jólaskreytingin við heimahús var valin íbúðar- húsið Búhamar 18 en þar búa hjónin Ísleifur A. Vignisson og Hulda Ástvaldsdóttir ásamt syn- inum Arnari Frey. Smekklegast gatan var valin Túngata, en þar stóðu íbúarnir sameiginlega að skreytingum húsa sinna og tvö stór kerti voru við gatnamótin í götuna og settu mikinn svip á allt umhverfið. Jólaskreytingar verðlaunaðar Smekklegasta gatan var valin Túngata, en þar stóðu íbúarnir sameiginlega að skreytingum húsa sinna sem settu mikinn svip á allt umhverfið. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Smekklegasta jólaskreytingin á heimahúsi var valin íbúðarhúsið Búhamar 18. Húsavík - Undirritaður var nýlega í Safnahúsi Þingeyinga á Húsavík samningur milli Þjóðminjasafns Ís- lands og Landvistar ehf. á Húsavík um fjarvinnsluverkefni. Jóhannes Jóhannesson, framkvæmdastjóri Landvistar ehf., og Margrét Hall- grímsdóttir, þjóðminjavörður, skrif- uðu undir samninginn. Þjóðminja- vörður sagðist vera mjög ánægð með áframhaldandi samstarf og sagði að það færi vel á því að vinna fyrir safnið færi fram á landsbyggð- inni og m.a tæki til starfa minja- vörður á Norðurlandi eystra 1. febrúar nk. og væri það ný staða. Þjóðminjasafnið og Landvist ehf. hafa frá því í maí á síðasta ári átt gott samstarf um skráningu gagna í upplýsingakerfið Sarp. Sarpur er miðlægt upplýsingakerfi sem verið hefur í notkun innan Þjóðminja- safnsins síðastliðin tvö ár og vel flest byggða-og minjasöfn stefna að því að taka kerfið í notkun á þessu ári. Mikið magn menningarsögu- legra upplýsinga liggur fyrir innan safnanna í handskrifuðum skrám, stefnt er að því að koma þeim á tölvutækt form á næstu árum. Þjóð- minjasafnið fékk 15 milljónir á fjár- lögum fyrir þetta ár til skráningar í fjarvinnslu. Samstarfssamningur milli Þjóðminjasafnsins og Land- vistar ehf. hljóðar upp á 2/3 hluta þeirrar upphæðar. Landvist ehf. starfar á Húsavík. Fyrirtækið var stofnað fyrir einu og hálfu ári og starfsemi fyrirtækisins byggist á tveimum meginsviðum, þ.e upplýsingasviði og verkfræði- sviði. Auk skráningarverkefna af þessu tagi leggur fyrirtækið áherslu á landupplýsingakerfi, gagnagrunna og miðlun upplýsinga, bygginga- og rafmagnsverkfræði, skipulagsgerð, arkitektúr og kortagerð. Þá hefur verið unnið að heimasíðugerð hjá fyrirtækinu, m.a fyrir Safnahús Þingeyinga. Reinhard Reynisson, bæjastjóri á Húsavík, sagðist við þetta tækifæri vilja þakka Þjóðminjasafninu það traust og þor sem það sýndi í þessu máli. Ennfremur sagði hann að ekki mætti gleyma að frumkvæðið að þessu verkefni kom frá heimamönn- um. Þar átti Guðni Halldórsson, for- stöðumaður Safnahússins, stóran hlut að máli, Landvist ehf. og bæj- aryfirvöld á Húsavík sem styrktu þetta verkefni. Þjóðminjasafnið og Landvist ehf. Framhaldssamningur um fjarvinnsluverk- efni undirritaður Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Jóhannes Jóhannesson, framkvæmdastjóri Landvistar ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.