Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Vandaðar og vel skipu- lagðar 4ra-5 herbergja íbúðir á góðum stað í Reykjavík til sölu. Íbúðirnar eru með stór- um svölum á móti suðri, þvottahús í íbúð- inni, rúmgott baðher- bergi, stór barnaher- bergi, rúmgott eldhús og fallegt útsýni. Upplýsingar í síma 896 1606 og 557 7060 MYNDLISTARMAÐURINN Anna Jóhannsdóttir, Anna Jóa, opnar sýn- ingu á málverkum í dag, laugardag, kl. 14 í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Auk þess sýnir Anna vatnslitamynd- ir, teikningar og myndbandsverk. Verkin voru unnin á sl. 2 árum en auk þess hefur Anna tekið virkan þátt í menningarárinu og má þar nefna þrjú gróðurhús með grænmetisskúlp- túrum á Lækjartorgi og ljósgjörning í Elliðaánum í tengslum við ljósahátíð í nóvember sl., glímugjörning á fram- hlið Háskóla Íslands í október og mál- aða skúlptúra við Ljósafossvirkjun í sumar. Að sögn Önnu voru málverkin, líkt og þrívíðu verkin sem hún vann á árinu, unnin út frá hugmyndum um birtingarform orku sem hreyfingar. Í garðgalleríinu „Yfir vegginn“ sem er á Laufásvegi 62, gefur að líta verk- ið (T) Aflstöðvar, sem sýnt var við Ljósafossvirkjun, líti vegfarendur yf- ir garðvegginn. Sýningin stendur til 28. janúar og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14–18. Morgunblaðið/Árni Sæberg Myndlistarkonan Anna Jóa í Listasafni ASÍ. Anna Jóa sýnir í Listasafni ASÍ Í BAKSAL Gallerís Foldar, Rauð- arárstíg 14–16, verður opnuð sýning í dag, laugardag, kl. 15, sem hefur yf- irskriftina Íslensk myndlist um alda- mót: Fjársjóður nútímans. Sýningin var fyrst sett upp í húsa- kynnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington og eiga eftirtaldir lista- menn verk á sýningunni: Bragi Ás- geirsson, Daði Guðbjörnsson, Guð- björg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Karólína Lárusdótt- ir, Pétur Gautur Svavarsson, Soffía Sæmundsdóttir, Tryggvi Ólafsson og Þorgerður Sigurðardóttir. Verk eftir þrjá skúlptúrista og einn textíllistamann, sem þátt tóku í sýningunni í Washington, eru til sýn- is í fremra rými gallerísins. Þeir eru Guðrún Halldórsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Magnús Þorgríms- son. Sýningin Icelandic Art 2000: Mod- ern Treasures var opnuð í sýning- arsal Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (The International Monetary Fund) í Washington í október sl. Sýningin var samstarfsverkefni sendiráðs Ís- lands í Bandríkjunum, Landafunda- nefndar, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Gallerís Foldar. Hún var haldin í tengslum við hátíðahöld vegna 1000 ára afmælis landafunda. Listafólkið var valið með það í huga að gefa gott yfirlit yfir það sem helst er að gerast í íslenskri myndlist um þessar mundir. Sýningarstjóri var Elínbjört Jónsdóttir. Sýningin í Galleríi Fold stendur til 28. janúar og er opin daglega frá kl. 10–18, laugardaga til kl. 17 og sunnu- daga frá kl. 14–17. Íslensk myndlist um aldamót Morgunblaðið/Þorkell Elínbjört Jónasdóttir sýningarstjóri kemur hér fyrir mynd Daða Guð- björnssonar, Gullaugað, í sýningarsal Gallerís Foldar. ANNA Margrét Guð- jónsdóttir hefur verið ráðin menningarfull- trúi á skrifstofu menn- ingarmála hjá Reykja- víkurborg frá 22. janúar nk. Menningar- fulltrúi er aðstoðar- maður og staðgengill menningarmálastjóra, Signýjar Pálsdóttur, sem hefur heildarum- sjón með menningar- málum á vegum Reykjavíkurborgar og samvinnu hennar í menningarmálum við aðra aðila. Meðal verkefna sem menningarfulltrúi mun annast er umsjón með þróunarverkefnum á sviði menningartengdrar ferðaþjón- ustu, einkum í Viðey og öðrum eyj- um á Sundunum, umsjón með kynn- ingu á menningarstarfi borgarinnar auk annarra verkefna á sviði menningarmála hjá Reykjavíkurborg. Anna Margrét er fædd 1. júní 1961. Hún lauk prófi í landafræði og uppeldis- og kennslufræðum frá Háskóla Íslands. Auk kennslu hefur hún starfað sem ferða- málafulltrúi Vest- fjarða, ferðamála- fulltrúi Reykjavíkur- borgar og verkefnis- stjóri Þróunaráætl- unar miðborgar. Hún hefur setið í verkefn- isstjórn Menningar- nætur frá upphafi auk þess að tengj- ast ýmsum verkefnum á sviði menningarmála. Anna Margrét er gift Þorgeiri Ólafssyni listfræðingi og eiga þau samtals fimm börn. Ráðin menningar- fulltrúi í Reykjavík Anna Margrét Guðjónsdóttir SÖNGSETUR Estherar Helgu er að hefja vorönn sína, að þessu sinni bæði í Reykja- vík og Grindavík. „Kórar á vegum Söngset- ursins eru Regnbogakórinn í Reykjavík, en fyrirhugað er að stofna kammerhóp út frá honum, og Brimkórinn í Grindavík. Út frá Brimkórn- um er verið að stofna ung- lingadeild kórsins en þeir hafa verið mjög áhugasamir um þátttöku í þessu starfi og einnig kammerkór Brimkórs- ins en sérstök inntökupróf verða í þann hóp,“ segir stjórnandinn Esther Helga Guðmundsdóttir. Kórarnir verða með tón- leika í Reykjavík og Grinda- vík í apríl nk. og að þeim lokn- um verður farið í kórferðalag til Ungverjalands. Kórar á vegum Söng- setursins ÁÐUR en Austurríkismaðurinn Werner Schwab (f. 1958) drakk sig í hel á nýársmorgun 1994 hafði hann skrifað fimmtán leikverk sem í dag eru talin með fremstu verkum nú- tímaleikritunar á þýskri tungu. Flest þeirra eru rituð á frjósömu fjögurra ára tímabili í lífi leikskáldsins og það verk sem í gærkvöldi var frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins, Önd- vegiskonur, var frumsýnt í Vín í febrúar 1990 og fékk óblíðar viðtök- ur. Á þeim rúma áratug sem síðan er liðinn hefur Schwab þó verið tekinn í sátt, verðlaunaður og viðurkenndur sem eitt fremsta leikskáld sinnar kynslóðar og mikill endurnýjunar- maður þýskrar tungu. Það er því ánægjulegt að sjá þetta umdeilda og ögrandi verk fært upp í Borgarleik- húsinu í frábærri þýðingu Þorgeirs Þorgeirsonar. Leikurinn gerist í eldhúsi Ernu (Hanna María Karlsdóttir) sem er örorkubótaþegi og einstæð móðir fertugs sonar, Herrmanns, sem stundar drykkju af kappi og hrellir móður sína. Í heimsókn hjá Ernu eru þær Gréta (Margrét Helga Jóhanns- dóttir) örorkubótaþegi sem man sinn fífil fegri og Mæja (Sigrún Edda Björnsdóttir) sem losar stíflur úr klósettum ríka fólksins – og notar aldrei hanska. Verkið lýsir samskipt- um þessara þriggja lánlitlu kvenna, lífsbaráttu þeirra, draumum og blekkingum. Samtöl kvennanna spinnast áfram í kringum þríheilagt þema: trú, kynlíf og skít – og í texta verksins eru þessi umræðuefni út- færð á hinn fjölbreytilegasta máta og þanin til hins ýtrasta. Snorri Freyr Hilmarsson, sem sér um leikmynd og búninga, og Ólafur Örn Thoroddsen, sem sér um hljóðið, hafa búið verkinu viðeigandi um- gjörð. Þeir leika sér með táknrænar skírskotanir verksins, bæði jarð- neskar og trúarlegar. Klóakrör liggja utan á veggjum allt umhverfis sviðið og öðru hverju má heyra vatnsnið og frárennslishljóð (þegar sturtað er niður) sem nokkurs konar „undirspil“ við textann. Öll hönnun hljóða og tónlistar sýningarinnar er sérlega vel unnin og jók mjög á áhrifamátt textans sem er einstak- lega vel saminn og þéttur og rambar stöðugt á mörkum kómedíu og tragedíu. Leikmyndin er reyndar færð út fyrir salinn: áhorfandinn er leiddur langa leið – upp og niður tröppur – áður en hann kemst inn í salinn; inn í kjallaratilveru persón- anna. Viðar Eggertsson leikstjóri hefur unnið meistaralega sýningu úr þessu ögrandi og á köflum vægast sagt frá- hrindandi leikverki. Hann keyrir upp kómedíuna á völdum köflum svo að úr verður stórkostlegur farsi, en dregur einnig skýrt fram þann mannlega harmleik sem býr í verk- inu. Viðar nýtir trúarlegar skírskot- anir verksins til fullnustu og er „lokaræða“ Mæju gott dæmi um það. Hún sem hefur fórnað sér til að hreinsa upp allan þann saur sem frá manneskjunum kemur, birtist okkur í Messíasarlíki með ógnvænlegan boðskap – og endalokin eru óvænt, en engu að síður óhjákvæmileg. Þær Hanna María, Margrét Helga og Sigrún Edda sanna hér svo ekki verður um villst að þær eru í hópi allra bestu leikkvenna landsins og hver um sig nær slíkum tökum á sinni persónu að aðdáun vekur. Hlut- verkin eru öll ótrúlega krefjandi; persónurnar þrjár eru inni á sviðinu allan tímann; allar eru þær stöðugt í sviðsljósinu svo að segja og samleik- ur þeirra þriggja er í einu orði sagt frábær, allt frá byrjun til enda. Þær eiga mikið lof skilið fyrir frammi- stöðu sína. Það má kallast viðeigandi að þessi fyrsta frumsýning nýrrar aldar sé á verki sem á ótrúlega magnaðan hátt sýnir okkur bakhlið tuttugustu ald- arinnar; aldar framfara, velferðar og ofgnóttar vestræns samfélags. Hér er líkið í lestinni dregið fram og blas- ir hlífarlaust við. Spurningin er bara hvort við þolum þennan sannleika. „Maður á að geta þolað sannleikann“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Þær Hanna María, Margrét Helga og Sigrún Edda sanna hér svo ekki verður um villst að þær eru í hópi allra bestu leikkvenna landsins.“ LEIKLIST L e i k f é l a g R e y k j a v í k u r Höfundur: Werner Schwab. Íslensk þýðing: Þorgeir Þorgeirson. Leik- stjóri: Viðar Eggertsson. Leikarar: Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilm- arsson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Lýsing: Elfar Bjarna- son. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Litla svið Borgarleikhússins 12. janúar 2001. ÖNDVEGISKONUR Soff ía Auður Birgisdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.