Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 75
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 75 Munið gömlu dansana í Húnabúð, Skeifunni 11 í kvöld kl. 21.30. Hljómsveitir Þorsteins Þorsteinssonar og Þórleifs Finnssonar leika fyrir dansi. Félag harmonikuunnenda HALLÓ — HALLÓ! HARMONIKUBALL í kvöld í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima. Dansað frá kl. 22.00. Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika fyrir dansi ásamt gestaspilurum frá Félagi harmonikuunnenda Suðurnesjum, (FHUS). Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Helga Jónsdóttir leikari Jón Viðar Jónsson fíl.dr., leikhúsfræðingur Inga Bjarnason leiksstjóri Allar nánari upplýsingar í símum 552 3132 og 866 1659 (Inga) og 551 7743 og 863 6437 (Jón Viðar) Ertu að hugsa um að komast inn í leiklistarskóla? Þá er betra að mæta vel undirbúinn í inntökuprófið. Seinni önn námskeiðsins hefst miðvikudaginn 17. janúar nk. Megináhersla verður lögð á leiktúlkun og greiningu leikrita. Getum bætt við fáeinum nemendum en eldri nemendur ganga fyrir. Le Bossu (Le Bossu) Æ v i n t ý r a m y n d  Leikstjóri: Philippe de Broca. Handrit: Philippe de Boca, Jean Cosmos, Jerome Tonnerre. Aðal- hlutverk: Daniel Auteuil, Fabrice Luchini, Vincent Perez. (128 mín.) Frakkland, 1997. Háskólabíó. Ekki við hæfi ungra barna. ÞESSI franska ævintýramynd ætti aldeilis að vera við hæfi þeirra sem gaman hafa af skylmingarköpp- um og hetjum í dulargervi, ástum, örlögum og blúnduermum. Le Bossu er gerð eftir sígildri skáldsögu Pauls Fevals sem sver sig í ætt við sögur á borð við Vesalingana, Skytturnar þrjár og Cyrano de Bergerac. Þar seg- ir frá Lagardere sem er frábær skylmingarmaður. Hann kemur hin- um ágæta hertoga af Nevers til varnar, þegar reynt er að ráða Nev- ers af dögum ásamt nýbakaðri eig- inkonu og dóttur. Lagardere tekst aðeins að bjarga barnungri dóttur- inni, og elur hann hana upp í leynd. Þetta er bráðskemmtileg og vel gerð ævintýramynd, með öllu tilheyrandi. Þó vantar örlítið upp á kraftinn í þessari kvikmyndaútgáfu sögunnar, og þannig jafnast Le Bossu ekki fyllilega á við bestu ævintýramyndir sinnar tegundar. Heiða Jóhannsdótt ir MYNDBÖND Skylmingar og blúndu- ermar LISTAHÚS Veru bauð rússneskum og úkraínskum börnum sem búsett eru á Íslandi ásamt foreldrum sínum til ekta rússneskrar jólaskemmtunar á annan í jólum. Vitaskuld bauð Vera sjálfum rússneska jólasveininum til veislunnar og skemmti sveinki börn- unum í sérstökum viðhafnarbúningi að rússneskum sið sem gestgjafinn Vera hafði saumaði á hann. Vera lét ekki þar við sitja heldur aðstoðaði hún jólasveininn vin sinn við að út- vega gjafir börnunum handa. Smá- fólkið þakkaði hlýhug sveinka og Veru með því að fara með vel valin jólaljóð á rússnesku við hlýlegar undirtektir foreldra og annarra við- staddra. Rússnesk jóla- skemmtun Sveinki dansaði með börnunum í kringum stórt og fagurgrænt jólatréð. Börnin voru himinlifandi yfir að hitta jólasveininn og spjalla við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.