Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.01.2001, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 39 NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsókn- ar benda til þess að linezolid, eða Zyvox, sem er fyrsta lyfið í nýjum flokki sýklalyfja, geti sigrast á mörg- um sýkingum, sem svonefndar „of- urveirur“ hafa valdið, án mikilla aukaverkana. Rannsóknin var kost- uð af fyrirtækinu Pharmacia, sem framleiðir Zyvox. Samkvæmt niðurstöðunum virkar lyfið, sem var samþykkt af banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu í apríl, á margar þeirra baktería sem valda sýkingum í húð og mjúkvefjum og geta leitt til heilahimnubólgu, graftarkýla í lungum eða lungna- bólgu. Höfundur rannsóknarinnar, dr. Dennis L. Stevens, við lækna- deild Háskólans í Washington í Seattle í Bandaríkjunum, sagði að lyfið hafi ýmislegt fram yfir van- comycin, sem hingað til hefur verið öflugasta sýklalyfið sem fáanlegt er. Einungis sé hægt að gefa vancomyc- in í æð og getur reynst skaðlegt fyrir nýrun, en linezolid sé hægt að gleypa og það hafi engar alvarlegar auka- verkanir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í desemberhefti Antimicrobial Agents and Chemotherapy. 826 sjúklingar á sjúkrahúsum tóku þátt í henni og var þeim gefið linezolid eða þeir meðhöndlaðir með hefðbundn- um sýklalyfjum, oxacillin-dicloxacill- in. Linezolid sigraðist á aðeins fleiri sýkingum en oxacillin, 88,6% saman- borið við 85,6%. Bráðabirgðarannsóknir hafa enn- fremur sýnt fram á að linezolid virki á sumar gullklasahnettlusýkingar sem önnur sýklalyf, svo sem methi- cillin, pensílín og vancomycin, bíti ekki á, að því er rannsakendurnir benda á. Nýleg rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum leiddi í ljós að næstum 25% lungnahnettlusýkinga – sem er algengasta sýklaorsök lungnabólgu, miðeyrasýkinga og heilahimnubólgu – kunni að vera ónæm fyrir pensisilíni. Nýtt sýklalyf sigr- ast á ofurveirum New York. Reuters. TENGLAR ..................................................... Antimicrobial Agents and Chemo- therapy:http://aac.asm.org GEIMFARAR framtíðarinnar munu tæpast skilja getnaðarvarn- irnar eftir á Jörðu niðri. Nýjar rannsóknir gefa til kynna að þyngd- arafls sé ekki þörf hyggist par geta barn. Við tilraunir á músum hafa jap- anskir vísindamenn komist að því að þyngdarafls er ekki þörf til að getnaður geti átt sér stað. Við rannsóknir þessar kom í ljós að fósturvísar sem búnir voru til við aðstæður þar sem þyngdarafls gætti tæpast, þ.e.a.s. við aðstæður þar sem líkt var eftir geimferðum, þróuðust eðlilega. Tilraunin fór þannig fram að egg úr músum voru frjóvguð á tilrauna- stofum. Annars vegar var þetta gert við eðlilegar aðstæður en hins vegar við þær sem ríkja í geimnum. Fósturvísunum var síðan komið fyrir í músum sem gengu með þá og fæddu. Engin marktækur munur kom í ljós við þessar mismunandi aðstæður hvað frjóvgun og fæðingu varðaði. Greint er frá þessari rann- sókn í desemberhefti tímaritsins Fertility and Sterility. Fyrir rannsóknarhópnum fór dr. Yoshiyuki Kojima sem starfar við læknadeild Háskólans í Nagoya. Al- menna niðurstaðan er sú að tækni- frjóvgun geti farið fram við aðstæð- ur þar sem þyngdarafls gætir ekki. „Við teljum að þyngdaraflið sé ekki skilyrði þess að frjóvgun geti farið fram,“ segir í greininni. Við frekari tilraunir kom hins vegar í ljós að fósturvísar sem bún- ir voru til við aðstæður líkar þeim sem ríkja í geimnum voru síður lík- legir til að lifa en hinir. Um 40 ár eru nú liðin frá því að mannaðar geimferðir hófust. Koj- ima og félagar hans benda á að í flestum tilfellum hafi verið um karl- menn að ræða. Í framtíðinni muni maðurinn „ferðast á milli hnatta og mynda þar nýlendur“ sem óhjá- kvæmilega muni leiða til þess að getnaðir og fæðingar fari fram í geimnum. Af þessum sökum þurfi vísindamenn að rannsaka getu mannkyns til að fjölga sér við að- stæður ólíkar þeim sem ríkja á Jörðu. Þungun í geimn- um hugsanleg New York. Reuters. Associated Press Á leið í fjörið í himingeimnum. TENGLAR ..................................................... Tímaritið Fertility and Sterility: www.Sciencedirect.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.