Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 39

Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 39 NIÐURSTÖÐUR nýrrar rannsókn- ar benda til þess að linezolid, eða Zyvox, sem er fyrsta lyfið í nýjum flokki sýklalyfja, geti sigrast á mörg- um sýkingum, sem svonefndar „of- urveirur“ hafa valdið, án mikilla aukaverkana. Rannsóknin var kost- uð af fyrirtækinu Pharmacia, sem framleiðir Zyvox. Samkvæmt niðurstöðunum virkar lyfið, sem var samþykkt af banda- ríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu í apríl, á margar þeirra baktería sem valda sýkingum í húð og mjúkvefjum og geta leitt til heilahimnubólgu, graftarkýla í lungum eða lungna- bólgu. Höfundur rannsóknarinnar, dr. Dennis L. Stevens, við lækna- deild Háskólans í Washington í Seattle í Bandaríkjunum, sagði að lyfið hafi ýmislegt fram yfir van- comycin, sem hingað til hefur verið öflugasta sýklalyfið sem fáanlegt er. Einungis sé hægt að gefa vancomyc- in í æð og getur reynst skaðlegt fyrir nýrun, en linezolid sé hægt að gleypa og það hafi engar alvarlegar auka- verkanir. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í desemberhefti Antimicrobial Agents and Chemotherapy. 826 sjúklingar á sjúkrahúsum tóku þátt í henni og var þeim gefið linezolid eða þeir meðhöndlaðir með hefðbundn- um sýklalyfjum, oxacillin-dicloxacill- in. Linezolid sigraðist á aðeins fleiri sýkingum en oxacillin, 88,6% saman- borið við 85,6%. Bráðabirgðarannsóknir hafa enn- fremur sýnt fram á að linezolid virki á sumar gullklasahnettlusýkingar sem önnur sýklalyf, svo sem methi- cillin, pensílín og vancomycin, bíti ekki á, að því er rannsakendurnir benda á. Nýleg rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum leiddi í ljós að næstum 25% lungnahnettlusýkinga – sem er algengasta sýklaorsök lungnabólgu, miðeyrasýkinga og heilahimnubólgu – kunni að vera ónæm fyrir pensisilíni. Nýtt sýklalyf sigr- ast á ofurveirum New York. Reuters. TENGLAR ..................................................... Antimicrobial Agents and Chemo- therapy:http://aac.asm.org GEIMFARAR framtíðarinnar munu tæpast skilja getnaðarvarn- irnar eftir á Jörðu niðri. Nýjar rannsóknir gefa til kynna að þyngd- arafls sé ekki þörf hyggist par geta barn. Við tilraunir á músum hafa jap- anskir vísindamenn komist að því að þyngdarafls er ekki þörf til að getnaður geti átt sér stað. Við rannsóknir þessar kom í ljós að fósturvísar sem búnir voru til við aðstæður þar sem þyngdarafls gætti tæpast, þ.e.a.s. við aðstæður þar sem líkt var eftir geimferðum, þróuðust eðlilega. Tilraunin fór þannig fram að egg úr músum voru frjóvguð á tilrauna- stofum. Annars vegar var þetta gert við eðlilegar aðstæður en hins vegar við þær sem ríkja í geimnum. Fósturvísunum var síðan komið fyrir í músum sem gengu með þá og fæddu. Engin marktækur munur kom í ljós við þessar mismunandi aðstæður hvað frjóvgun og fæðingu varðaði. Greint er frá þessari rann- sókn í desemberhefti tímaritsins Fertility and Sterility. Fyrir rannsóknarhópnum fór dr. Yoshiyuki Kojima sem starfar við læknadeild Háskólans í Nagoya. Al- menna niðurstaðan er sú að tækni- frjóvgun geti farið fram við aðstæð- ur þar sem þyngdarafls gætir ekki. „Við teljum að þyngdaraflið sé ekki skilyrði þess að frjóvgun geti farið fram,“ segir í greininni. Við frekari tilraunir kom hins vegar í ljós að fósturvísar sem bún- ir voru til við aðstæður líkar þeim sem ríkja í geimnum voru síður lík- legir til að lifa en hinir. Um 40 ár eru nú liðin frá því að mannaðar geimferðir hófust. Koj- ima og félagar hans benda á að í flestum tilfellum hafi verið um karl- menn að ræða. Í framtíðinni muni maðurinn „ferðast á milli hnatta og mynda þar nýlendur“ sem óhjá- kvæmilega muni leiða til þess að getnaðir og fæðingar fari fram í geimnum. Af þessum sökum þurfi vísindamenn að rannsaka getu mannkyns til að fjölga sér við að- stæður ólíkar þeim sem ríkja á Jörðu. Þungun í geimn- um hugsanleg New York. Reuters. Associated Press Á leið í fjörið í himingeimnum. TENGLAR ..................................................... Tímaritið Fertility and Sterility: www.Sciencedirect.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.