Morgunblaðið - 13.01.2001, Side 24
VIÐSKIPTI
24 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SAMKEPPNISYFIRVÖLD í
Bandaríkjunum hafa nú loksins lagt
blessun sína yfir samruna America
Online (AOL) og Time Warner en
tilkynnt var um samrunann í upp-
hafi síðasta árs. Áður lá fyrir sam-
þykki samkeppnisyfirvalda í Evr-
ópusambandslöndunum. Time
Warner–AOL verður stærsta fjöl-
miðlafyrirtæki heimsins en verð-
mæti þess er um 207 milljarðar
dala eða hátt í 17.500 milljarðar ís-
lenskra króna og er þetta þriðja
stærsta sameining fyrirtækja í sög-
unni. Fjarskiptanefnd Bandaríkj-
anna hefur þó sett ákveðin skilyrði
fyrir sameiningunni en þau eru sett
til þess að vernda smærri netfyr-
irtæki. Time Warner–AOL verður
með tímanum gert skylt að veita
öðrum netfyrirtækjum aðgang að
sístækkandi breiðbandskerfi félags-
ins. Skilyrði fjarskiptanefndarinnar
eru þó hvergi nærri eins ströng og
keppinautar Time Warner–AOL
höfðu krafist.
Í fjölmiðlum í Bandaríkjunum
hefur komið fram að líklegt sé að
fyrsta verk stjórnenda Time Warn-
er–AOL verði að hagræða í rekstri
CNN-fréttastofunnar en hún er
hluti af Time Warner-fjölmiðlaveld-
inu. Því er spáð að stöðugildum hjá
CNN verði fækkað um alls eitt þús-
und talsins. Gengi bréfa bæði AOL
og Time Warner hækkaði á
fimmtudag þegar ljóst var að sam-
einingin myndi ganga í gegn.
Time Warner
og AOL
Samruninn
endanlega
samþykktur
Washington. AFP.
VÍSITALA neysluverðs hækkaði um
0,1% á milli mánaðanna desember og
janúar, samkvæmt nýjum mæling-
um Hagstofunnar. Án húsnæðis
hækkaði vísitalan um 0,3% á sama
tímabili.
Hækkun vísitölu neysluverð, þ.e.
verðbólga, síðustu 12 mánuði var
3,5% og án húsnæðis 2,9%. Árið 2000
var vísitalan að meðaltali 5,0% hærri
en árið 1999. Sambærileg hækkun
milli 1999 og 1998 var 3,4% og 1,7%
milli áranna 1998 og 1997.
Ef litið er til síðustu þriggja mán-
aða hefur vísitala neysluverðs hækk-
að um 0,4% sem jafngildir 1,8% verð-
bólgu á ári.
Niðurstaðan um verðbólgu síðustu
12 mánaða er töluvert undir því sem
spáð hefur verið á síðustu vikum en
þær spár hafa gert ráð fyrir verð-
bólgu upp á 3,7%-4,5% á síðustu 12
mánuðum.
Það fyrirtæki sem komst næst því
að spá rétt var Ráðgjöf og efnahags-
spár. Í samtali við Yngva Harðarson,
hagfræðing hjá fyrirtækinu, kom
fram að þar væri stuðst við tölfræði-
legt líkan við gerð spánna, þar sem
laun og gengi hefðu mikið vægi og
miðað væri við sögulega reynslu,
árstíma og fleira. Spurður að því
hvernig túlka bæri niðurstöðu verð-
bólgumælingar Hagstofunnar nú,
sagði Yngvi að þær væru að minnsta
kosti ekki til að auka svartsýni á
framhaldið og að fremur væri
ástæða til aukinnar bjartsýni. Hann
sagði að líklega yrði ekki mikil breyt-
ing á verðbólguspá fyrirtækisins í
janúar frá því sem var í desember en
þá spáði það 4,0% verðbólgu frá upp-
hafi til loka þessa árs.
Mikil lækkun fatnaðar og eldsneytis
Þegar mæling Hagstofunnar á
verðlagi í byrjun janúar er greind
eftir vöru- og þjónustuliðum má sjá
að vetrarútsölur leiddu til 4,4% verð-
lækkunar á fötum og skóm og eru
áhrif þessarar lækkunar á vísitöluna
0,24%. Bensín og olía lækkuðu einnig
um 4,4%, sem veldur 0,21% lækkun
vísitölunnar. Vegna lækkunar fast-
eignagjalda utan höfuðborgarsvæð-
isins, sem stafa af breytingum á
álagningarstofni, lækkuðu fasteigna-
gjöld um 3,7%, sem lækkar vísitöl-
una um 0,09%. Matvörur hækkuðu í
verði um 1,7%, sem hækkaði vísitöl-
una um 0,25%, fjölmiðlar hækkuðu
um 4,9%, sem lyfti vísitölunni um
0,11% og símkostnaður hækkaði um
6,5%, sem hækkaði vísitöluna um
0,09%.
Nýjar verðbólgutölur frá Hagstofunni
Verðbólgan minni
en búist var við
Vetrarútsölur leiddu til 4,4% verðlækkunar á fötum og skóm og eru áhrif
þessarar lækkunar á vísitöluna 0,24%.
ÍSLANDSBANKI–FBA og
fjárfestingarfélagið Gilding
keyptu 96,58% hlut í Ölgerð-
inni Agli Skallagrímssyni í
lok október síðastliðins en
ekki voru veittar upplýsingar
um kaupverð. Að sögn Ívars
Guðjónssonar hjá markaðs-
viðskiptum Íslandsbanka–
FBA er ekki verið að vinna
að sölu á Ölgerðinni sem
stendur. Hann segir að menn
séu hins vegar að vinna að því
að stækka og efla fyrirtækið.
Aðspurður telur Ívar að
rekstur Ölgerðarinnar hafi
gengið vel á síðasta ári þó
endanlegt uppgjör liggi ekki
enn fyrir.
Hagnaður Ölgerðarinnar
árið 1999 nam um 150 millj-
ónum króna og fram hefur
komið að átta mánaða upp-
gjör hafi komið vel út þannig
að gera má ráð fyrir að af-
koman verði vart verri en ár-
ið 1999.
Ölgerðin Egill Skallagríms-
son var stofnuð árið 1913 og
framleiðir nú gosdrykki, bjór
og léttöl, bæði undir eigin
merkjum og annarra. Meðal
þekktra vörumerkja fyrirtæk-
isins eru Egils Appelsín, Mal-
textrakt, Egils gull og Egils
kristall, Pepsi, Tuborg og
Grolsch.
Ölgerðin Egill
Skallagrímsson
Ekki
unnið
að sölu
!
" #
#
#
$
%&'!
( ' )* #
)*
)*
+, $
#-$
#
.
../
-
0 12
+ 3 12 # '
+ 3 12 '
4
51 +, 12 2 +, 12 /$//
.
#
./$
-$--
.
4
12
12
0& 12
12 #
)6 2 !
+, 12
#$
.$.
.-
!"
7!! ! #
! #
!
!
51 +, -##$
-
.--
#/
#
8 4
31 9 4
31 9 4
31 # 9 /-
..-
#-
#-
Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær um
nafnávöxtun bankareikninga árið
2000 var ranglega sagt að Markaðs-
reikningur Netbankans, NB.IS, hefði
borið næsthæsta nafnávöxtun allra
sérkjarareikninga hjá bönkum og
sparisjóðum. Hið rétta er að Mark-
aðsreikningur Netbankans bar hæstu
nafnávöxtun sérkjarareikninga, eða
11,38%, og Markaðsreikningur verð-
tryggður, einnig hjá NB.IS, bar
þriðju hæstu nafnvextina.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Netbankinn NB.IS
með hæstu ávöxtunina
LANDSBRÉF hf. hafa sent frá sér
spá um afkomu fyrirtækja á Verð-
bréfaþingi Íslands í ársuppgjörum
ársins 2000. Þar segir að gert sé ráð
fyrir að afkoman verði nokkuð undir
þeim væntingum sem gerðar voru til
fyrirtækjanna í byrjun árs vegna
óhagstæðrar þróunar á ytri skilyrð-
um í efnahagsumhverfi landsins og
að þess vegna hafi afkomuspá
Landsbréfa, sem birt var í júlí síðast-
liðnum, verið lækkuð nú.
Í spánni segir að vegna hækkunar
olíuverðs hafi rekstur flutningafyr-
irækja og sjávarútvegsfyrirtækja
versnað til muna. Þá hafi veiking ís-
lensku krónunnar mikil áhrif á fyr-
irtæki með erlendar skuldir. Skuld-
irnar hafi þannig hækkað og
gengismunurinn hafi mjög neikvæð
áhrif á rekstrarniðurstöðu félag-
anna. Til marks um þetta spá Lands-
bréf því að gengistap langtíma-
skulda hjá flutningafyrirtækjunum
Eimskip og Flugleiðum reynist sam-
tals tæpir 3,5 milljarðar króna.
„Bæði hlutabréf og skuldabréf
lækkuðu talsvert í verði á síðasta ári
en bankarnir eiga þar umtalsverðar
stöður sem munu hafa nokkur áhrif á
rekstrarniðurstöðuna, sérstaklega
hjá Búnaðarbankanum og Íslands-
banka–FBA. Launaskrið teljum við
einnig hafa talsverð áhrif á afkomu
fyrirtækja en mörg þeirra spornuðu
við þessari þróun að einhverju leyti
með því að gera valréttarsamninga
við sína starfsmenn,“ segir í spánni.
Verulegt gengis-
tap Eimskips
og Flugleiða
!" # $%
&'
(" #) * %&)
+&, -
.///
Afkomuspá Landsbréfa fyrir árið 2000
MÁLMUR – samtök fyrirtækja í
málm- og skipaiðnaði og Félag
járniðnaðarmanna hafa tekið
höndum saman um að veita ár-
lega viðurkenningu því fyrirtæki
í málm- og véltæknigreinum sem
skarar fram úr hvað varðar góða
umgengni, útlit og aðstöðu fyrir
starfsmenn, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá félög-
unum. Sérstök dómnefnd hefur
undanfarið unnið að því að velja
fyrsta fyrirtækið sem hlýtur
þessa viðurkenningu og fyrir val-
inu varð fyrirtækið Formax hf.,
Faxagötu 2 í Reykjavík.
Í tilkynningunni segir að For-
max hafi getið sér gott orð fyrir
hönnun og smíði véla og tækja til
matvælavinnslu. Þar hafi nýjustu
tækni verið beitt og ennfremur
búið vel að öllu í starfsumhverf-
inu. Vinnustaðurinn sé rúmgóður
og bjartur auk þess sem tækja-
búnaður, vinnuskipulag og öll að-
staða starfsmanna sé til fyr-
irmyndar. Því telja Málmur og
Félag járniðnaðarmanna Formax
vel að því komið að hljóta þessa
viðurkenningu fyrst fyrirtækja.
Morgunblaðið/Ásdís
Ingólfur Sverrisson, forsvarsmaður Málms, afhenti Bjarna Sigurðssyni,
framkvæmdastjóra Formax hf.. og Grími Guðmundssyni, trúnaðarmanni
starfsmanna, viðurkenningarskjalið í gær.
Formax
fær viður-
kenningu
fyrir góða
aðstöðu