Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 22

Morgunblaðið - 26.01.2001, Page 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓEINING og flokkadrættir hafa sett mark sitt á hæstarétt Bandaríkj- anna eftir að rétturinn kvað upp hinn sögulega úrskurð sem réð úr- slitum bandarísku forsetakosning- anna, að því er fram kemur í um- fjöllun dagblaðsins USA Today. Deilunum um úrslit forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum lauk í des- ember sl. þegar hæstiréttur úr- skurðaði, George W. Bush í vil, að endurtalning atkvæða í Flórída stæðist ekki stjórnarskrána. Fimm dómarar af níu mynduðu meirihlut- ann sem kvað upp dóminn en fjórir dómaranna voru mótfallnir þessari niðurstöðu. Að sögn hæstarétt- arfréttaritara USA Today, Joan Biskupic, eimir enn eftir af þessum klofningi meðal dómaranna sem taka það auk þess nærri sér að hafa neyðst til að leika aðalhlutverkin í hinu pólitíska drama. William Rehnquist, forseti hæsta- réttar, breytti í ræðu á nýársdag frá þeirri venju að minnast ekki á ein- stök dómsmál og fjallaði um mála- ferlin vegna kosningaúrslitanna. „Forsetakosningarnar voru þyngsta prófraunin sem lýðræðiskerfi okkar hefur gengið í gegnum,“ sagði hann- og kvaðst vona að slík afskipti hæstaréttar „yrðu sjaldan eða aldrei nauðsynleg í framtíðinni.“ Þúsundir mótmælabréfa Dómurum hæstaréttar hefur ver- ið umhugað að halda sér utan sviðs- ljóssins og það er afar sjaldgæft að úrskurðir réttarins valdi írafári. Eft- ir kosningadóminn hafa hins vegar borist þúsundir bréfa frá reiðum Bandaríkjamönnum. Sumir bréfrit- aranna hafa jafnvel látið kjósenda- skilríki sín fylgja, með þeim ummæl- um að það hafi verið tímasóun að mæta á kjörstað í nóvember. Eitt bréf mun til dæmis hafa borist, þar sem skilaboðin voru stutt en skýr – mynd af hauskúpu og krosslögðum beinum. Hefur þetta haft slæm áhrif á andrúmsloftið innan réttarins, sem var þegar lævi blandið sökum klofn- ings. Samskiptin milli dómaranna sem tilheyrðu meirihlutanum ann- ars vegar og minnihlutanum hins vegar munu enn vera stirð, sex vik- um eftir að úrskurðurinn var kveð- inn upp. Meirihlutinn skiptist reyndar í tvennt, því Rehnquist, Antonin Scalia og Clarence Thomas héldu því fram að dómstólar í Flórída hefðu ekki haft vald til að heimila endurtalningar atkvæða og Sandra Day O’Connor og Anthony Kennedy töldu endurtalningar einnig brjóta í bága við stjórnarskrá en á þeirri for- sendu að ekki hefði verið farið eftir samræmdum reglum um endurtaln- ingu í sýslum ríkisins. Þau tvö voru undir þrýstingi frá minnihlutanum um að fallast á málamiðlun sem fæli í sér að leyft yrði að halda endur- talningunni áfram en samkvæmt samræmdum reglum. O’Connor og Kennedy tóku á endanum afstöðu með Rehnquist, Scalia og Thomas, en David Souter, Stephen Bryer, John Paul Stevens og Ruth Bader Ginsburg tilheyrðu minnihlutanum. USA Today hefur eftir starfs- mönnum hæstaréttar að klofning- urinn virðist hafa komið niður á af- köstum dómaranna. Eftir jólafrí hefur hann úrskurðað í um það bil helmingi færri málum en venja er. Jafnvægið gæti raskast Ýmislegt þykir meira að segja benda til að einn dómaranna, Sandra Day O’Connor, íhugi að láta af störfum vegna þessa. O’Connor, sem er sjötug, hefur setið í hæsta- rétti í tvo áratugi og var fyrsta kon- an til að taka við embætti hæstarétt- ardómara. Hún og Rehnquist eru sögð hafa tekið kosningamálið sér- staklega nærri sér. Þau eru bæði repúblikanar og nærri starfslokum og vitað er að þau vilja heldur að forseti úr röðum repúblikana velji eftirmann þeirra en það gerir stöðu þeirra afar óþægilega. O’Connor hefur að sögn tjáð vin- um að á sínum starfsferli hafi dóms- mál aldrei valdið slíkri óeiningu inn- an réttarins. Haft er eftir vinum hennar að vegna málsins, og þess að eiginmaður hennar sé ekki heilsu- hraustur, hafi hún hug á að setjast í helgan stein næsta sumar. O’Connor hefur neitað að svara spurningum fjölmiðlamanna þar að lútandi en ef hún lætur af störfum fær Bush strax tækifæri til að setja sitt mark á réttinn. Forsetinn hefur sagt að hann muni skipa dómara sem muni túlka stjórnarskrána á íhaldssaman hátt og hefur nefnt hina íhaldssömu dómara Scalia og Thomas sem fyrirmyndir. O’Connor þykir vera mitt á milli íhaldsmanna og frjálslyndra í réttinum og er álit- in fara með oddaatkvæðið. Því er ljóst að jafnvægið í hæstarétti rask- ast ef hún lætur af störfum og Bush skipar íhaldsmann í hennar stað. Hæstiréttur Bandaríkjanna enn klofinn eftir sögulegan úrskurð í forsetakosningunum Rætt um að einn dómar- anna láti af störfum HANS-Dietrich Genscher, fyrrver- andi utanríkisráðherra Þýskalands, vísaði því á bug í gær að ríkisstjórn Helmuts Kohls hefði þegið mútur í tengslum við sölu bryndreka til Sádi- Arabíu. Hann sagði tilefni sölunnar hafa verið að styðja við bakið á Bandaríkjunum í Persaflóastríðinu. Genscher hélt þessu fram í yfir- heyrslu sérskipaðrar nefndar þýska þingsins sem fer með rannsókn á ásökunum um að í kanslaratíð Helm- uts Kohls 1982–1998 hafi greiðendur í leynisjóði Kristilegra demókrata (CDU) getað haft áhrif á ákvarðanir ríkisstjórnarinnar. Genscher sagði að Þjóðverjar hefðu viljað styðja Bandaríkjamenn í stríðinu gegn Írökum, sem hertekið höfðu Kúveit 1990, en athafnafrelsi ríkisstjórnarinnar hefði verið tak- markað vegna þeirrar stefnu, sem tekin var upp eftir hörmungar heimsstyrjaldanna og þátt Þjóðverja í þeim, að senda ekki hersveitir á er- lenda grundu. Genscher var utanrík- isráðherra Þýskalands í 18 ár, allt til 1992. Genscher sagði að þáverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, James Baker, hefði falast mjög eftir stuðn- ingi Þjóðverja sem einnig lögðu sem nemur 475 milljarða króna til stríðs- reksturins. Gjaldkeri CDU á tíma Persaflóa- stríðsins, Walter Leisler Kiep, tók við andvirði 41 millj. ísl. kr. frá þýsk- kanadíska vopnasalanum Karlheinz Schreiber eftir að skrifað hafði verið undir sölu bryndrekanna. Rann- sóknaraðilar halda því fram að pen- ingarnir komi frá þýska vopnafram- leiðandanum Thyssen og hafi verið mútur til að vinna hylli ríkisstjórn- arinnar. Kohl í yfirheyrslu í þriðja skipti Kohl kom fyrir nefndina í þriðja skipti síðdegis í gær og sagðist engu vilja bæta við mál bryndrekasölunn- ar. Hann endurtók fyrri staðhæfing- ar sínar um að yfirheyrslur nefnd- arinnar væru samsæri gegn honum sem gerðu meira úr þeim mistökum, sem hann hefur þegar játað að hafa gert, en efni stæðu til. Kohl viðurkenndi í desember 1999 að hafa látið hjá líða að tilkynna um framlög í kosningasjóð CDU að and- virði yfir 80 millj. kr. á árunum 1993- 1998. Segir stjórn Kohls ekki hafa verið fala Berlín. AP, Reuter. Genscher ber vitni PETER Mandelson, sem sagði af sér embætti Írlandsmálaráðherra í bresku stjórninni á miðvikudag vegna afskipta sinna af umsókn ind- versks auðkýfings um breskt ríkis- fang, tilkynnti í gær að hann hyggð- ist gefa kost á sér í næstu þingkosningum, sem búist er við að haldnar verði í vor. Stjórnmálaskýr- endur virðast þó á einu máli um að Mandelson eigi ekki endurkomu auðið í framlínu stjórnmálanna, enda er þetta í annað sinn á rúmum tveim- ur árum sem hann neyðist til að segja af sér ráðherraembætti. Bresku dagblöðin slógu í gær- morgun upp fréttum um að stjórn- málaferli Mandelsons væri lokið, en hann brást skjótt við og sagði í við- tali við blað í kjördæmi sínu, Hartle- pool, að hann myndi verja þingsæti sitt í næstu kosningum. Var einn helsti ráðgjafi Blairs Þrátt fyrir yfirlýsingu Mandel- sons sagði Alastair Campbell, tals- maður Tony Blairs, í gær að ráð- herrann fyrrverandi ætti að gefa öll áform um frekari frama í stjórnmál- um upp á bátinn. „Peter hefur gefið það skýrt til kynna að hann muni draga sig í hlé frá framlínu stjórn- málanna.“ Þingmenn Íhaldsflokksins höfðu áður krafist þess að forsvarsmenn Verkamannaflokksins tækju af allan vafa um að Mandelson myndi ekki framar gegna áhrifastöðum, hvorki sem ráðgjafi bak við tjöldin né sem þingmaður. Mandelson hefur um langt skeið verið einn helsti ráðgjafi Blairs, og afsögn hans er talin koma sér afar illa fyrir forsætisráðherrann, eink- um í ljósi þess að búist er við að kosningar verði haldnar innan fárra mánaða. Þá er afsögnin talin áfall fyrir þá sem styðja inngöngu Breta í myntbandalag Evrópu, en Mandel- son var einn af helstu forvígismönn- um þess innan stjórnarinnar að inn- göngu yrði flýtt. Brotthvarf Mandelsons er jafnframt talið styrkja stöðu fjármálaráðherrans Gordons Browns. William Hague, leiðtogi Íhalds- manna, fullyrti í spurningatíma for- sætisráðherra í neðri deild þingsins á miðvikudag að Blair hefði gerst sekur um „ótrúlegan dómgreindar- skort“ með því að skipa Mandelson í ráðherraembætti á ný í október 1999, aðeins tíu mánuðum eftir að hann hafði neyðst til að segja af sér embætti viðskiptaráðherra. Blair reyndi þó að gera lítið úr málinu, og fyrir ríkisstjórnarfund í gær sagði hann fréttamönnum að þrátt fyrir að hann skildi að málið vekti mikla athygli fjölmiðla, þyrfti stjórnin að halda sínu striki. BBC hafði eftir embættismönnum í for- sætisráðuneytinu að Blair hefði að- eins varið mínútu í að ræða afsögn- ina á ríkisstjórnarfundinum í gær. Breskir stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrir sér hvað Mandel- son taki sér fyrir hendur. Það þykir ljóst að þessi pólitíski refur muni eiga bágt með að halda sig fjarri eld- línu stjórnmálanna, og hann þykir manna ólíklegastur til að sætta sig við að vera óbreyttur þingmaður. Fjölmiðlar veltu í gær upp ýmsum möguleikum, til dæmis að Mandel- son yrði atkvæðamikill í almanna- tengslageiranum, en honum er eign- aður heiðurinn af ímyndar- sköpuninni í kringum Blair og „hinn nýja Verkamannaflokk“. Aðrir stungu upp á því að hann gæti notað reynslu sína úr viðskiptaráðuneytinu til að hasla sér völl í fjármálaheim- inum, en dálkahöfundur The Daily Telegraph kom þó vísast með skemmtilegustu hugmyndina. Hann segir að þar sem Mandelson sé þekktur fyrir ást sína á hinu ljúfa lífi og sjáist reglulega í fylgt með hinum ýmsu stjörnum og fyrirmennum, liggi beinast við að hann leiti frama í Hollywood. Verður ekki saknað Mandelson hefur alla tíð verið afar umdeildur, ekki síst fyrir að færa Verkamannaflokkinn „of mikið til hægri“. „Verkamannaflokkurinn á Peter Mandelson margt að þakka, því hann gerði flokkinn vænlegan í augum kjósenda. Hann fékk flokk- inn til að svíkja allt sem hann stóð fyrir, og þessvegna ... verður hans ekki saknað af óbreyttum flokks- mönnum,“ segir Boris Johnson, rit- stjóri vikuritsins Spectator, í pistli í The Daily Telegraph í gær. Víst er að Mandelson á sér ýmsa óvildarmenn innan Verkamanna- flokksins. John Prescott aðstoðar- forsætisráðherra tók hann sem ung- an mann upp á arma sína fyrir tveimur áratugum, en sagt er að Prescott hafi fljótlega fengið slíka andúð á honum að um langt árabil hafi hann borið nafn hans vísvitandi rangt fram, og kallað hann „Mendel- son“. Gordon Brown er einnig sagður hafa horn í síðu Mandelsons, sem sveik hann við formannskjör í Verkamannaflokknum árið 1994 og gerðist einn helsti stuðningsmaður Blairs. Um langa hríð eftir þetta töl- uðust þeir ekki við. Mandelson er auk þess talinn afar óvinsæll meðal óbreyttra flokks- manna. Hann er sagður búa yfir óvenjulegum „hæfileikum“ til að fá fólk upp á móti sér og valda deilum og misklíð. Reyndi að breiða yfir afskipti sín Mandelson sagði af sér eftir að hann viðurkenndi að hafa gefið „rangar“ upplýsingar um afskipti sín af umsókn indverska auðkýfingsins Srichand Hinduja um breskan rík- isborgararétt. Á sama tíma höfðu Hinduja og bræður hans staðfest að þeir hyggðust leggja eina milljón punda, eða um 125 milljónir ís- lenskra króna, til Þúsaldarhvelfing- arinnar í Lundúnum, en málefni hvelfingarinnar heyrðu þá undir ráð- herrann. Það sem helst vakti gagn- rýni voru tilraunir Mandelsons til að breiða yfir að hann hefði hringt í að- stoðarráðherra í innanríkisráðu- neytinu vegna málsins. Mandelson sagði af sér embætti viðskiptaráðherra árið 1998, eftir að upp komst að hann hefði þegið lán frá Geoffrey Robinson, aðstoðarráð- herra í fjármálaráðuneytinu. Hafði hann haldið því leyndu þegar ráðu- neyti hans hóf að rannsaka fjárreið- ur Robinson. Dálkahöfundurinn Sîon Simon segir í The Daily Telegraph í gær: „Hann lifði hratt og dó ungur. Tvisvar.“ Ferill Mand- elsons sagður á enda AP Peter Mandelson greinir fjölmiðlafólki frá afsögn sinni fyrir utan breska forsætisráðherrabústaðinn í Downingstræti 10. London. The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.