Morgunblaðið - 26.01.2001, Blaðsíða 29
FJÖLMIÐLUN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2001 29
KRINGLUNNI
Nýjar vörur
Dragtir í miklu úrvali
Frábær snið
af buxum,
verð 3.900
Útsölunni fer
senn að ljúka
Á næstunni mun Stöð 1 hf. setja í loft-
ið tvær nýjar sjónvarpsstöðvar, auk
þess sem Útvarp 101 Reykjavík mun
hefja útsendingar á næstu vikum. Um
er að ræða tilraunaútsendingar á
hefðbundinni dagskrá Stöðvar 1, auk
þess sem ný stöð verður stofnsett á
dreifikerfi Línu.nets.
Kapalnet er samnefnari fyrir staf-
ræna sjónvarpsþjónustu Stöðvar 1 og
er frágangur á lokastigi, segir í frétta-
tilkynningu. Líklegt er að útsending-
ar muni hefjast í lok febrúar eða byrj-
un mars. Á Kapalneti mun bjóðast
sérvalin dagskrá fyrir aðila tengda
sjónvarpsveitu Línu.nets, og verða
útsendingar allan sólarhringinn.
Hyggjast bjóða tengingu
við myndveitu
Sent verður út hefðbundið dag-
skrárefni, spennuþættir og kvik-
myndir. Auk þess mun Kapalnet
bjóða notendum að tengjast mynd-
veitu, þar sem hægt er að panta kvik-
mynd í stafrænu formi beint heim í
stofu. Auk þess hafa forsvarsmenn
Stöðvar 1 hf. aðstoðað menn Lín-
u.nets hf. undanfarið við að útvega
nýjar gervihnattastöðvar, og munu
fjölmargar nýjar stöðvar sem ekki
hafa áður sést koma fyrir sjónir not-
enda Línu.nets nú um miðjan febrúar.
Stöð 1 er samsett af hefðbundinni
dagskrá, s.s. spennumyndaflokkum
og kvikmyndum. Auk þess verður
sent út dagskráefni og tónlistarmynd-
bönd frá 101 Reykjavík allan sólar-
hringinn.
Stöðin mun ekki reka fréttastofu,
og ekki heldur innlenda dagskrár-
deild.
Sent er út á hefðbundnum staðli, og
eiga því öll heimili á útsendingar-
svæði stöðvarinnar, sem er fyrst um
sinn Faxaflóasvæðið, frá Akranesi til
Suðurnesja, að geta nýtt sér ókeypis
aðgang með venjulegum VHF/UHF-
loftnetum. Auk þess verður sent út
um rafveitukapalinn í Hafnarfirði,
kapalkerfið í Keflavík og á Suðurnesj-
um, nýtt sjónvarpsnet Línu.nets og á
breiðvarpi Landsímans.
Í athugun er dreifing á örbylgju á
sama svæði. Tilraunir með móttöku
merkis stöðvarinnar munu hefjast um
leið og uppsetningu stafræns búnaðar
er lokið, og er áætlað að framkvæmd-
ir hefjist í lok febrúar nk.
Til stóð að útsendingar Stöðvar 1
hæfust á síðasta ári, en horfið var frá
því vegna mikils kostnaðar við upp-
byggingu hefðbundinnar dreifingar
um landið, segir í tilkynningunni.
Ákveðið var að bíða eftir nýrri staf-
rænni tækni sem nú er komin.
Stöð 1 hf. skilgreinir sig fyrst og
fremst sem fjarskiptafélag og er hefð-
bundinn rekstur afþreyingarmiðla
svo sem sjónvarps og útvarpsstöðva
einungis hluti af heildarstarfsemi
félagsins. Í frétt frá Stöð 1 kemur
fram að félagið eigi í viðræðum við er-
lenda aðila um tengingu að mörkuð-
um í Evrópu. Jafnvel sé fyrirhugað að
félagið hefji Internet- og einhvers-
konar símaþjónustu.
Stöð 1 fékk úthlutað hefðbundnum
senditíðnum á landinu öllu um miðjan
desember sl. og verður 1. áfangi dreif-
ingar á Faxaflóasvæðinu, Borgarnesi
og Suðurlandi, auk þess sem settir
verða upp sendar á Hnjúkum og á
Hegranesi.
Blönduð tónlist
Tónlistarstefna Útvarps 101
Reykjavík verður blönduð. Ekkert
talað mál verður á stöðinni, heldur
einungis leikin fjölbreytt tónlist.
Kjörorð stöðvarinnar er besta tónlist-
in, einmitt núna. Markhópur stöðvar-
innar er sóttur til eldri hlustenda,
fólks á þrítugsaldri og upp úr,
og er fjölbreytnin höfð að leiðar-
ljósi, en ekki afmörkuð tónlistar-
stefna, tengd við ákveðna hópa eins
og hér hefur tíðkast undanfarin miss-
eri. Stöðin sendir út á FM 101.5 á
Faxaflóasvæðinu, og hefjast útsend-
ingar á næstu vikum.
Í fyrsta áfanga verða sendar einnig
settir upp í Borgarnesi og á Selfossi.
Bæði félögin eru í eigu bræðranna
Hólmgeirs og Birgirs Ragnars Bald-
urssona, og hafa 4 starfsmenn sinnt
málefnum félaganna beggja fram að
þessu, en fyrirsjáanlegt er að fjölga
starfsmönnum á næstunni, þar sem
augljós samlegðaráhrif felast í rekstri
stöðvanna þriggja. Þó munu félögin
ekki reka sérstaka auglýsingadeild,
og hefur verið samið við sérhæft birt-
ingarfélag um sölu auglýsinga, en
slíkt er liður í sérhæfingu og aðgrein-
ingu einstakra deilda innan félag-
anna, segir enn fremur.
Boða tvær sjónvarps-
stöðvar og útvarpsstöð
NORÐURLJÓS senda um þessar
mundir aðeins út á sex af þeim tíu út-
varpsrásum sem fyrirtækið hefur til
umráða. Allt að tveir mánuðir eru
liðnir frá því útsendingum á fjórum
rásanna var hætt en samkvæmt gild-
andi reglugerð fellur útvarpsleyfi
sjálfkrafa úr gildi liggi útsendingar
niðri í fjóra mánuði. Hreggviður
Jónsson, forstjóri Norðurljósa, segir
að fyrirtækið muni hefja útsending-
ar að nýju áður en sá tími er liðinn.
Í menntamálaráðuneytinu fékk
Morgunblaðið þær upplýsingar að
um þessar mundir væri verið að
senda Norðurljósum bréf og spyrj-
ast fyrir um hvað fyrirtækið hyggist
fyrir með þær rásir sem fyrirtækið
hefur yfir að ráða en notar nú ekki.
Í júní á síðasta ári keyptu Norður-
ljós meirihluta hlutafjár í Fínum
miðli sem rak m.a. útvarpsstöðvarn-
ar Gull, Létt, X-ið og FM 957. Eftir
yfirtökuna á Fínum miðli voru Norð-
urljós komin með alls 10 útvarps-
stöðvar í rekstur.
Sömu markhópar
Hreggviður Jónsson sagði að það
væri rétt að sumar stöðva Norður-
ljósa og Fíns miðils hefðu höfðað til
sömu markhópa.
Í lok nóvember sl. var hætt út-
sendingum á Stjörnunni FM 102,2
og einnig stöðinni Rokk FM 97,7.
Um áramót var hætt útsendingum á
Gull FM 90,9 en áður hafði útsend-
ingum á Mono FM 87,7 verið hætt.
Þær stöðvar sem nú eru reknar á
vegum Norðurljósa eru Bylgjan FM
98,9, FM 95,7, Létt FM 96,7 Radíó X
103,7, Klassík FM 100,7 og Saga FM
94,3.
Ef frá eru taldar rásir Ríkisút-
varpsins og kristilegu útvarpsstöðv-
arinnar Lindarinnar hafa Norðurljós
því yfir að ráða öllum FM-útvarps-
stöðvum sem reknar eru í landinu og
ekki senda út staðbundið eða eru
reknar á vegum félagasamtaka. Enn
er sú takmarkaða auðlind, sem út-
varpstíðnin er, þó ekki á þrotum og
menntamálaráðuneytið á enn á lausu
útvarpsrrásir á FM-tíðni til úthlut-
unar.
Hreggviður sagði að ákveðin lög
og reglugerðir væru í gildi sem
heimiluðu þeim sem ráða yfir út-
varpsrásum að taka þær úr loftinu
tímabundið í allt að fjóra mánuði.
Hann sagði að fyrirtækið hefði haft
samráð við Póst- og fjarskiptastofn-
un og væri að vinna að því að koma
dagskrá í loftið á þeim fjórum stöðv-
um, þar sem ekkert er nú sent út á,
áður en fjögurra mánaða fresturinn
væri liðinn.
Um útvarp samkvæmt tíma-
bundnum leyfum gildir reglugerð nr.
610 frá 1989 og í 2. mgr. 5. greinar
hennar er skýrt ákvæði þess efnis að
leyfi til útvarps verði ekki framseld.
Eigendaskipti á útvarpsstöðvum
geta því einungis farið fram með sölu
meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu
sem fengið hefur útvarpsleyfið.
Í næstu málsgrein reglugerðar-
innar segir að sé útvarpsrekstri hætt
og eigi hafinn á ný innan fjögurra
mánaða teljist leyfi til útvarps-
rekstrar sjálfkrafa fallið niður.
Norðurljós hafa því enn 2-3 mánuði
til að koma í gang útsendingum á
þeim rásum, sem ekki eru nýttar að
svo stöddu, áður en leyfi fyrirtæk-
isins til rekstrarins fellur niður.
Til skoðunar
„Við gerum okkur grein fyrir því
að það er alveg klárt að við missum
tíðnirnar ef við erum ekki komnir í
loftið innan fjögurra mánaða frá því
að útsendingum var hætt,“ sagði
Hreggviður Jónsson.
Jón Axel Ólafsson, framkvæmda-
stjóri útvarpssviðs Norðurljósa,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
þar væru menn nú að endurskoða
reksturinn og fara gætilega yfir hvað
hægt sé að gera „til að auka okkar
vöruúrval og þjónustu við hlustend-
ur.“
Hreggviður segir ljóst að útsend-
ingar verði hafnar á ný áður en fjórir
mánuðir eru liðnir en ekki sé end-
anlega ákveðið hvað muni hljóma á
nýjum rásum. Hann vildi ekki viðra
opinberlega neina þeirra hugmynda
sem til skoðunar eru en sagði líklegt
að með nýjum stöðvum yrði reynt að
höfða til nýrra hópa.
Spurður um möguleika á því að
lögð yrði meiri áhersla á talað mál og
dagskrárgerð en gert hefur verið á
einkareknum útvarpsstöðvum til
þessa, sagði Hreggviður að vissulega
væri spennandi að reka talmálsút-
varp. Samkeppnisumhverfið gerði
mönnum hins vegar erfitt fyrir í því
efni.
„Ríkisútvarpið er með 600-650
m.kr. í tekjur af afnotagjöldum og
um 300 milljónir í auglýsingatekjur.
Ég heyrði í viðtali við útvarpsstjóra
á afmælisdegi RÚV fyrir skömmu að
þeir væru þeir einu sem geti haldið
uppi alvöru dagskrá og vandaðri
dagskrárgerð í útvarpi. Það gætum
við svo sannarlega gert ef við fengj-
um 600-650 m.kr. úr vasa skattborg-
aranna,“ sagði Hreggviður. „Þessi
mismunun er gríðarleg.“
600 m.kr. björgunarhringur
Hann sagði að fyrirtækið hefði
sett Samkeppnisstofnun inn í stöð-
una á þessum markaði við samruna
Norðurljósa og Fíns miðils.
„Ef þeir sjá ástæðu til að taka
þetta upp hjá sjálfum sér geta þeir
gert það. En ég veit ekki til að marg-
ir búi við þessar markaðsaðstæður
að einn keppandinn fái að synda um
með 600 m.kr. björgunarhring og
haga sér eins og hann vill,“ sagði
Hreggviður.
Norðurljós nýta nú aðeins sex af þeim tíu útvarpsrásum sem fyrirtækið hefur yfir að ráða
Nýjar rásir
í loftið á
næstu vikum
Leyfi til útvarpsrekstrar fellur niður hefjist
útsendingar ekki að nýju innan fjögurra
mánaða frá því þeim er hætt, segir í sam-
antekt Péturs Gunnarssonar.
Norðurljós hefur leyfi til rekstrar 10 útvarpsrása en útvarpar aðeins á sex þeirra um þessar mundir.