Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hamar tapaði á heimavelli /B2
Egyptar lögðu Rússa óvænt /B4
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á FÖSTUDÖGUM
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði ástandið í Bolungarvík
ekki eins slæmt og hann hefði hald-
ið, þótt vissulega væri það ekki gott,
en ráðherra og Gissur Pétursson,
forstjóri Vinnumálastofnunar ríkis-
ins, heimsóttu Bolvíkinga í gær til að
kynna sér ástand atvinnumála stað-
arins. Þeir sátu fundi með bæjar-
stjórnarmönnum og fulltrúum
verkalýðsfélagsins sem og þeim sem
eru og hafa verið á atvinnuleysis-
skrá frá því rækjuverksmiðja Nasco
varð gjaldþrota í desember sl.
Páll sagði atvinnuvandann í Bol-
ungarvík viðráðanlegri en t.d. í Vest-
mannaeyjum þar sem fiskvinnslu-
húsið hefði brunnið, hér væri
verksmiðjan til staðar og unnið að
því hörðum höndum að finna færa
leið til að koma henni í gang að nýju.
Þá kæmi sér nokkuð á óvart hversu
mikið af þeim afla, sem bærist á
land, væri fluttur óunninn úr bæn-
um. Á síðasta ári hefði t.d. verið
landað um 9.000 lestum af bolfiski en
aðeins um þriðjungur aflans unninn í
bænum en tveir þriðju fluttir til
vinnslu utan bæjarins. Páll sagði
unnt að breyta þessari þróun og
nefndi að hægt væri að reka öfluga
saltfiskvinnslu við þessi skilyrði.
Loðnan væri einnig farin að gera
vart við sig við bæjardyrnar svo
ástæða væri til bjartsýni um að
rættist úr atvinnumálum innan
skamms tíma. Ólafur Kristjánsson
bæjarstjóri kynnti fundarmönnum
bókun sem lögð var fram á fundi
með þingmönnum Vestfirðinga sl.
miðvikudag þar sem bæjarstjórn
Bolungarvíkur lýsti yfir þungum
áhyggjum vegna stöðu atvinnumála í
kjölfar gjaldþrots Nasco ehf. Mikil
óvissa ríkir nú um framtíð þrotabús-
ins. Ágreiningur er um stöðu ein-
stakra verðkrafna sem nú eru fyrir
dómstólum og geta liðið allt að þrír
mánuðir þar til niðurstaða fæst í
þeim málum. Þá segir í bókuninni að
þegar þurfi að grípa til aðgerða til að
koma í veg fyrir yfirvofandi hættu á
fólksflótta úr bænum með ófyrirséð-
um afleiðingum, búseturöskun og
tekjutapi heimila, fyrirtækja og
stofnana. Bæjarstjórn skorar á
þingmenn Vestfirðinga að beita sér
fyrir því að aðalkröfuhafar komi sér
hið fyrsta saman um að selja eða
leigja eignir og tryggja að rekstur
hefjist sem fyrst að nýju.
Halldór Björnsson, starfandi for-
seti ASÍ, ræddi stöðuna frá sjónar-
hóli verkalýðsfélagsins og hét Bol-
víkingum öllum þeim stuðningi sem
verkalýðsforystan gæti látið í té.
Í dag eru 66 einstaklingar skráðir
atvinnulausir í Bolungarvík en voru
flestir 92 þegar Nasco fór í gjald-
þrot. Á fundinum voru þessu fyrr-
verandi starfsfólki verksmiðjunnar
kynntar hugmyndir um átaksverk-
efni og námskeið sem fólki gefst
kostur á til að nýta tímann til þarfra
og uppbyggilegra verka meðan
óvissuástandið varir. Einnig var
kynnt samstarfsverkefni, verkalýðs-
félagsins og átakshóps um heilsuefl-
ingu í Bolungarvík, sem hrundið hef-
ur verið af stað til eflingar líkama og
sál fyrir þá sem eru atvinnulausir.
Félagsmálaráðherra skoðar ástand atvinnumála í Bolungarvík
Vandinn viðráðanlegri
en í Vestmannaeyjum
Morgunblaðið/Gunnar
Páll Pétursson félagsmálaráðherra fór til Bolungarvíkur í gær til að kynna sér atvinnuástandið. Við hlið hans
situr Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar ríkisins (t.v.), og Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri.
Bolungarvík. Morgunblaðið.
GREIDDAR voru út bætur til ör-
yrkja í gær samkvæmt nýjum lögum
frá Alþingi. Nýju lögin hafa áhrif á
greiðslur til takmarkaðs hóps ör-
yrkja eða um eða innan við 10%
þeirra. Þetta eru 676 einstaklingar,
þar af 16 karlmenn. Samkvæmt eldri
lögum hefði þessi hópur fengið um
mánaðamótin 3.804.003 kr. en eftir
breytinguna fær hann 11.906.107
krónur. Mismunurinn er 8.102.104
krónur.
Meðalviðmiðunartekjur hjóna á
ári í þessum hópi eru 1.870.726 krón-
ur. Meðaltekjur lífeyrisþega í þess-
um hópi eru 134.386 krónur. Þarna
er um brúttóupphæðir að ræða og
hluti af þeim rennur aftur í ríkissjóð í
formi staðgreiðsluskatta.
Meira álag en venjulega
hjá Tryggingastofnun
Sæmundur Stefánsson hjá Trygg-
ingastofnun segir að ekki hafi orðið
vart við að mikils misskilnings gætti
hjá bótaþegum um þessi mánaða-
mót. Hann segir að mánaðamót séu
ávallt talsverður álagstími hjá
Tryggingastofnun því að þá er greitt
út. Var því viðbúið að meira yrði um
fyrirspurnir nú í ljósi nýju laganna
en venja er til. Í símaver Trygginga-
stofnunar höfðu fyrir hádegi í gær
hringt um 300 manns sem er meira
en um venjuleg áramót en þó engin
flóðbylgja, segir Sæmundur. Hann
bendir á að breytingarnar nú í kjöl-
far nýju laganna snúi eingöngu að
öryrkjum en ekki ellilífeyrisþegum
og snerta einungis afmarkaðan hóp
öryrkja, þ.e. öryrkja sem eiga eða
hafa átt maka eða eru í skráðri sam-
búð. Allt sé óbreytt hjá öryrkjum
sem búa einir.
Tekjutrygging er áfram reiknuð
út eins og fyrir lagabreytingu,
þ.e.a.s. reiknað er út frá sameigin-
legum tekjum hjóna. Komi þá í ljós,
eftir þann útreikning, að tekjutrygg-
ing skerðist verulega eða falli alveg
niður tekur önnur og ný reikniregla
við, þannig að 2/3 hlutar eigin tekna,
þ.m.t. launatekjur, greiðslur úr líf-
eyrissjóðum og helmingur fjár-
magnstekna, koma til skerðingar
samkvæmt nýju lögunum, en ein-
ungis í þeim tilvikum sem tekju-
trygging verður lægri en 25.000 kr.
eftir útreikning, eins og hann hefur
hingað til verið. Tryggt er með þessu
að tekjutrygging örorkulífeyrisþega
lækkar ekki með nýju lögunum. Hins
vegar er rétt að benda á að tekju-
trygging örorkulífeyrisþega getur
verið lægri en 25.000 kr. eða fallið
niður vegna áhrifa eigin tekna.
Sæmundur segir að það hafi verið
fyrsta verkefnið hjá Tryggingastofn-
un að ljúka greiðslum vegna febrúar
og leiðréttingum vegna janúar sam-
kvæmt nýju lögunum. Leiðréttingar
á greiðslum aftur í tímann til þeirra
sem eiga rétt á því fyrir árin 1997,
1998, 1999 og 2000 verða greiddar út
1. apríl.
Greiðslur örorkubóta í kjölfar nýrra laga
Rúmar 8 millj. króna
í auknar bætur
KONAN, sem ákærð er fyrir að
hafa rænt og síðan myrt Hall-
grím Elísson í kjallaraíbúð á
Leifsgötu 10 þann 23. júlí sl.,
sagði við þingfestingu málsins
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær að ákæra ríkissaksóknara
væri alröng. Konunni er gefið
að sök að hafa slegið hann í and-
litið svo hann hlaut blóðnasir og
síðan rifið af honum seðlaveski
sem í voru um 100.000 krónur.
Þá er hún sökuð um að hafa
skömmu síðar ráðist að Hall-
grími, sest klofvega ofan á hann
og þrengt að hálsi hans þar til
hann lést. Konan neitaði báðum
ákæruatriðum.
Við þingfestingu málsins í
gær var konunni ennfremur birt
ákæra um að hafa nokkru áður
stolið lambalæri úr verslun í
Reykjavík. Þessu neitaði konan
en kvaðst hafa samið um
greiðslu við framkvæmdastjóra
verslunarinnar.
Ásamt konunni voru tveir
karlmenn, annar á sjötugsaldri
en hinn rúmlega fertugur,
ákærðir fyrir hylmingu með því
að hafa tekið við 5-20.000 krón-
um af ránsfeng konunnar. Sá
eldri var einnig kærður fyrir að
hafa þegið veitingar sem konan
greiddi fyrir með þýfinu. Sá ját-
að sakarefnið. Yngri maðurinn
viðurkenndi einnig að hafa tekið
við 5.000 krónum en neitaði að
hafa vitað að það væri illa feng-
ið fé.
Sökuð um að hafa rænt og myrt
karlmann í íbúð við Leifsgötu
Segir ákæru
ríkissaksókn-
ara alranga
44% FYRIRTÆKJA hyggjast draga
úr fjárfestingum sínum á árinu 2001
samanborið við árið 2000, um fjórð-
ungur hyggst fjárfesta meira á nýju
ári og 32% hyggjast fjárfesta álíka
mikið og í fyrra. Þetta er niðurstaða
könnunar Samtaka atvinnulífsins á
fjárfestingaráformum tæplega 400
aðildarfyrirtækja SA árið 2001.
Það er aðeins í raf- og tölvuiðnaði
þar sem fleiri fyrirtæki hyggjast
auka fjárfestingar en draga úr þeim,
en í öllum öðrum aðildarfélögum SA
ætla mun fleiri fyrirtæki að fjárfesta
minna en í fyrra. Samdrátturinn
virðist mestur í útgerð. Ástæða
þessa er rakin til þess að útvegs-
menn haldi að sér höndum við fjár-
festingar vegna minnkunar botns-
fiskskvóta og spá Þjóðhagsstofnunar
um að 7% minna verði flutt út af sjáv-
arafurðum á þessu ári en í fyrra. Í
öðrum greinum virðast fjárfestingar
fáar en stórar.
Mikill munur er á samdrætti fjár-
festinga fyrirtækja á höfuðborgar-
svæðinu og landsbyggðinni. Þau síð-
arnefndu gera ráð fyrir helmingi
minni fjárfestingum nú en í fyrra en
fyrirtæki sem starfa á höfuðborgar-
svæðinu eða landinu öllu sjá aðeins
fram á 5% minnkun. Ekki er hægt að
lesa út úr könnuninni vísbendingu
um að fjárfestingar minnki á höfuð-
borgarsvæðinu fyrr en árið er á enda
þar sem í árslok er ráðgert að ljúka
ýmsum stórum framkvæmdum á
suðvesturhorninu.
44% fyrirtækja
ætla að draga úr
fjárfestingu
Mestur
samdráttur
í útgerð