Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ STERKLEGA kemur til greina að Persónuvernd skoði hvort Íslands- póstur hafi fengið upplýsingar um einstaklinga sem sóttu um starf hjá fyrirtækinu, frá lögreglu. Lögreglan í Reykjavík veitti Ís- landspósti ábendingar um meinta fíkniefnaneyslu umsækjenda um störf hjá fyrirtækinu, að því er sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu í gær. Samkvæmt heimildum frétta- stofu RÚV vissi kona sem vinnur hjá Íslandspósti að senda ætti kennitölur umsækjenda til lögregl- unnar. Hún bætti kennitölu sonar síns á listann vegna gruns hennar um að hann væri í slæmum félags- skap. Frá lögreglunni hafi síðan borist upplýsingar um umsækjend- ur og son konunnar. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir embættið ekki veita upplýsingar af þessu tagi. Óformlegar upplýsingar Andrés Magnússon, starfsmanna- stjóri Íslandspósts, sagði í samtali við Morgunblaðið ekki þekkja það dæmi sem rakið var í frétt RÚV. Hann sagðist hvorki geta játað því né neitað að lögreglu hafi verið sendur listi með kennitölum um- sækjenda um störf. Fylgt væri ákveðnum reglum hvað varðar upp- lýsingar um starfsmenn. „Þar erum við ekki með neinar ólöglegar upp- lýsingar eða að fara út fyrir per- sónuvernd. Við tryggjum persónu- vernd samkvæmt þeim lögum sem í gildi eru.“ Umsækjendur um störf hjá Ís- landspósti eru spurðir á eyðublaði hvort þeir hafi hreint sakavottorð. Andrés sagði um þetta spurt vegna eðlis starfsemi fyrirtækisins. Svari umsækjandi neitandi er hann beð- inn að leggja fram sakavottorð. „Við höfum spurt viðkomandi ít- arlegar eftir því sem liggur á bakvið brot sem sýnd eru á sakavottorði, en að jafnaði er ekki leitað eftir þessu.“ En hvað um öflun upplýsinga frá lögreglu um atriði sem ekki koma fram á sakavottorði? „Lögreglan veitir okkur í sjálfu sér ekki neinar formlegar upplýs- ingar. Þetta er ekki með neinum formlegum hætti – að við séum að kalla eftir þessu hjá lögreglunni. En við höfum að einhverju leyti fengið upplýsingar hjá þeim um einstaka aðila sem hafa sótt um vinnu hjá okkur,“ sagði Andrés. – Er fólki sagt upp á grundvelli upplýsinga frá lögreglunni? „Nei, þetta varðar þá sem eru að sækja um hjá okkur.“ – Og þá tekið til greina við ráðn- ingar? „Það er a.m.k. haft til hliðsjónar. Þetta fer svolítið eftir eðli starfsins og þess sem fram kemur á sakavott- orði, ef starfsmaður leggur það fram.“ Lögreglan veitir ekki þessar upplýsingar Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn sagði að Lögreglan í Reykjavík léti ekki fyrirtækjum í té upplýsingar um einstaklinga. Aðspurður um það dæmi sem rak- ið var í RÚV sagðist hann ekki vita til þess að slíkar upplýsingar væru veittar. Sér væri ekki kunnugt um að lögreglan tæki við listum yfir fólk og gæfi síðan upplýsingar um það. Sú þjónusta væri ekki í boði. Enn síður að verið væri að dreifa óstað- festum upplýsingum um einstak- linga. Slíkt væri fráleitt. Alvarleg eða aðsteðjandi hætta Hörður H. Helgason, lögfræðing- ur hjá Persónuvernd, sagði það koma sterklega til greina að stofn- unin taki þetta mál til skoðunar. Hann sagði aðspurður að það væri ekkert sem bannaði mönnum að leita upplýsinga um náungann, en málið snerist um það hvort lögregl- unni væri heimilt að láta slíkar upp- lýsingar af hendi. Það færi eftir reglugerð sem dómsmálaráðuneytið hefur sett. Í reglugerðinni (794/2000) segir m.a. í 6. grein að persónuupplýs- ingum skuli aðeins miðlað innan lög- reglu eftir því sem þörf krefji vegna tiltekinna löggæsluverkefna og „persónuupplýsingum verður aðeins miðlað til annarra stjórnvalda en lögreglu, eða til einkaaðila, í eftir- farandi tilvikum: Samkvæmt sam- þykki hins skráða, samkvæmt laga- heimild, samkvæmt heimild Persónuverndar eða ef miðlun upp- lýsinga er nauðsynleg til að koma í veg fyrir alvarlega og aðsteðjandi hættu. Þetta er tæmandi talning,“ sagði Hörður. Hann sagðist ekki sjá hvaða rök væru fyrir því að einka- fyrirtæki geti haft aðgang að per- sónuupplýsingum hjá lögreglu sé engu framangreindra skilyrða full- nægt. Samskipti Íslandspósts og lögreglu til skoðunar JÓHANNA Lárus- dóttir læknir, sem er ábyrg fyrir neyðar- hjálp Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar á heimsvísu, segir að aðstoð hafi borist of seint til Indlands í kjölfar jarðskjálftans mikla í Gujarat-ríki í Vestur-Indlandi. Jó- hanna stjórnar hjálp- arstarfinu á heilbrigð- issviðinu og stefnumótun í neyðar- aðgerðum í tengslum við náttúruhamfarir. „Það ennþá mikil ringulreið á svæðinu. Þeim sem hefur verið hægt að bjarga úr rústum hefur verið bjargað og engar líkur á því að fleiri finnist á lífi. Sumir leitarhóp- ar sem voru sendir til Indlands komu tímanlega en aðrir allt of seint. Komi leitarhópar ekki með öll þau tæki og áhöld sem þeir þurfa er afar erfitt að styðja við bakið á þeim. Sumir leitarhópar komu alltof seint og voru fastir á flugvöllum og komust því ekki á svæðið þar sem þeirra var þörf,“ segir Jóhanna. Hún kveðst hafa upplýsingar um að indverski herinn hafi staðið sig afar vel í leitarstarfinu og sömu- leiðis hafi skipulagning indverskra stjórnvalda á stjórnun læknishjálp- ar verið góð. Ekkert vitað um ástandið í einangruðum bæjum Undir stjórn Jóhönnu eru 11 manns við störf á jarðskjálftasvæð- inu. „Frá þeim hef ég heyrt að það hafi aldrei verið þörf á læknum, hjúkrunar- fólki og spítölum sem verið var að senda á svæðið. Við vitum hvað gerðist í Ahm- edabad og Bhuj en jafnframt vitum við að þarna eru margir bæir sem eru einangraðir og enginn hefur skoð- að. Enginn veit um skemmdirnar þarna eða hve margir eru í neyð þar. Það sem ég heyrði síðast er að það gangi frekar illa að koma á stjórnun heil- brigðismála milli stað- aryfirvalda og alls þess alþjóðaliðs sem er að koma inn í landið,“ segir Jóhanna. Hún segir að mikill rígur sé milli sveitarstjórna á svæðinu og al- þjóðaliðs hjálparsamtaka. „Við höf- um mikið þurft að vinna að því að sjá um að fólk í heilbrigðisgeiran- um tali saman og skilvirk samvinna sé þar á milli.“ Ekkert gefur til kynna að rotnandi lík valdi farsóttum Jóhanna segir að starfið gangi núna mest út á það að koma í veg fyrir að faraldrar brjótist út og að setja á laggirnar grundvallar heil- brigðisþjónustu á svæðinu. „Mér er sagt að það sé ömurlegt ástand í Bhuj. Þar er gífurleg rotn- unarlykt af líkum sem eru ennþá í rústunum. Það er alltaf sagt eftir svona hamfarir að það sé hætta á farsóttum vegna þess. BBC sagði þetta núna síðast í morgun. Þetta er vitleysa. Fræðilega getur þetta gerst. En séu skýrslur af náttúru- hamförum síðastliðin 150-200 ár skoðaðar kemur í ljós að ekkert gefur til kynna að rotnandi lík valdi farsóttum. Við erum því stöðugt að reyna að koma þeim skilaboðum í gegn, núna síðast í tengslum við jarðskjálftann í El Salvador, að ekki eigi að verja miklum fjármun- um í það að ná líkunum og eyða þeim. Fjármunina á að nota til að hjálpa þeim sem lifa af,“ segir Jó- hanna. Hún var fulltrúi Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar í Orrissa á austurströnd Indlands síðastliðið haust þegar fellibylur gekk þar yf- ir. Þar er steinolía notuð til mat- seldar. Þarna var verið að nota ol- íuna til þess að brenna líkin þannig að skortur varð á eldsneyti til eld- unar. Líkin hafa að vísu mjög nei- kvæð geðræn áhrif á eftirlifendur og hjálparstarfsmenn, en það á ekki að leggja svo mikla áherslu á þetta. Það er hægt að hella kalki yfir líkin til þess að draga úr rotn- unarlyktinni. Sett upp viðvörunarkerfi vegna farsóttahættu „Það sem við leggjum mesta áherslu á núna er að koma upp kerfi sem gefur okkur strax til kynna ef hætta er á að farsóttir brjótist út. Þetta kerfi gerir okkur kleift að bregðast við og koma í veg fyrir að um meiriháttar faraldur brjótist út. Þetta er kostnaðarsamt því nauðsynlegt er að hafa síma- kerfi og bíla og þetta er mannfrekt verkefni. Í Orrissa fundum við kól- eru og mislinga áður en úr varð meiriháttar faraldur. Nái faraldur að brjótast út stráfellur fólkið.“ Opinberar tölur um mannfall í Orrissa hljóðuðu upp á 10 þúsund manns en Jóhanna segir að mann- tal á Indlandi sé ekki nákvæmt og auk þess blandaðist pólitík inn í náttúruhamfarirnar. Staðfest hef- ur verið að 20 þúsund manns hafi farist í jarðskjálftunum en stjórn- völd látið hafa eftir sér að endanleg tala gæti farið upp í 100 þúsund manns. Jóhanna hóf störf fyrir Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina í fyrrum Júgóslavíu fyrir tíu árum. Hún var síðan í þrjú ár í Suðaustur-Asíu og einnig hefur hún tilheyrt hópi sem hefur unnið að endurmati á starfi stofnunarinnar við neyðaraðgerðir í tengslum við náttúruhamfarir. Hún segir að sú stefna hafi verið mörkuð, að Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin komi jafnan að mál- um við náttúruhamfarir og annist tæknilega útfærslu á neyðaraðstoð og gegni jafnframt því siðræna hlutverki að sjá til þess að sömu kröfur séu gerðar til neyðaraðstoð- ar hvar sem náttúruhamfarir dynja yfir í heiminum. Jóhanna er næstæðsti stjórnandi WHO með bækistöðvar í Genf og stjórnar þaðan stefnumótun stofn- unarinnar í tengslum við neyðarað- stoð af völdum náttúruhamfara. Markmiðið er að allir samstarfsað- ilar gangi að starfssviði stofnunar- innar vísu. Undir hana heyra sex svæðisskrifstofur og 11 manns starfa hjá henni í Genf. Hún skrifar skýrslur sem fara beint inn á borð Gro Harlem Brundtlands, for- stöðumanns WHO. Jóhanna kemur til Íslands af og til en hefur ekki starfað á Íslandi síðan 1992. Jóhanna Lárusdóttir læknir stjórnar á hamfaraslóðum á Indlandi Fjármunina á að nota til að hjálpa þeim sem lifa af Jóhanna Lárusdóttir MÁLEFNI Reykjavíkurflugvallar voru töluvert til umræðu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær- kvöldi. Einkum var rætt um stað- setningu flugvallarins, fyrirhugaða atkvæðagreiðslu og nýútkomna skýrslu Stefáns Ólafssonar pró- fessors. Við umræðu um málið lagði Ólafur F. Magnússon, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fram bókun þar sem fram kemur að hann telji eðlilegt að öll sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í atkvæðagreiðslu um staðsetningu vallarins. Látið verði af hrepparíg Bókun Ólafs var svohljóðandi: „Þegar og ef fyrirhugaður flutn- ingur Reykjavíkurflugvallar kem- ur til framkvæmda eftir a.m.k. 15 ár má vænta þess að sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu hafi bor- ið gæfu til þess að sameinast í eitt sveitarfélag. Sterk fjárhagsleg og skipulagsleg rök mæla með slíkri sameiningu og að látið verði af þeim hrepparíg sem stendur í vegi fyrir framgangi ýmissa góðra mála á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel því sjálfsagt og eðlilegt að öll sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í atkvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetningu Reykjavík- urflugvallar.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði í umræðunum um þessa bókun Ólafs að hvert ná- grannasveitarfélag fyrir sig gæti látið atkvæðagreiðslu fara fram hjá sér, eða látið gera skoðana- kannanir af einhverju tagi. Þessi mál mætti ræða við nágrannasveit- arfélögin en borgarstjóri vakti um leið athygli á því að Reykjavík- urborg hefði ekki borist formlegt erindi frá sveitarfélögunum í þessa átt. Hún hefði aðeins heyrt eða lesið um þennan áhuga þeirra í fjölmiðlum. „Menn þurfa þá að fara að ákveða sig ef áhugi er á að taka þátt í atkvæðagreiðslu því und- irbúningur tekur sinn tíma. Þetta fer einnig eftir því hvernig val- kostum er stillt upp,“ sagði Ingi- björg Sólrún sem taldi að at- kvæðagreiðsla um flugvöllinn ætti eftir að fá mikla umræðu, athygli og umfjöllun á næstunni. Í því sambandi minnti hún á fund í Ráð- húsinu á morgun, sem borgar- fulltrúum hefði verið boðið á, þar sem andstæðingar flugvallarins í Vatnsmýrinni ætluðu að koma saman og stofna samtök. Tillaga í borgarstjórn um atkvæða- greiðslu um Reykjavíkurflugvöll Öll sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu taki þátt ÁGREININGUR um veðréttarröð gæti tafið sölu á eignum þrotabús Nasco á Bolungarvík, en ágreiningn- um hefur verið skotið til Héraðs- dóms Vestfjarða. Fari málið alla leið fyrir Hæstarétt gæti málsmeðferðin tekið nokkra mánuði, að sögn Tryggva Guðmundssonar, skipta- stjóra þrotabús Nasco. Ágreiningur um 100 millj. kr. víkjandi lán Ágreiningurinn snýst um víkjandi lán á þriðja veðrétti sem Byggða- stofnun er eigandi að, en eftirstöðvar lánsins eru nú rúmlega 100 milljónir kr. Tryggvi sagði að lánið hefði verið veitt sem víkjandi lán á sínum tíma samkvæmt sérstökum lögum um Vestfjarðaaðstoð. Af hálfu Sjóvár- Almennra trygginga væri því haldið fram að þetta lán ætti að víkja við gjaldþrot og fara aftur fyrir í veð- réttarröðina, en Byggðastofnun hefði ekki fallist á það. Um þetta snerist ágreiningurinn milli aðila, en Sjóvá-Almennar tryggingar eiga veð upp á 25 milljónir króna, næst á eftir Byggðastofnun. Tryggvi sagði aðspurður að ágreiningurinn gæti orðið til þess að tefja sölu á verksmiðjunni vegna óvissunnar um það í hvaða röð eigi að afgreiða veðréttarhafa. Aðspurður um útlit varðandi sölu á verksmiðjunni sagði Tryggvi að það væri óljóst enn sem komið væri. Kröfulýsingarfrestur í þrotabú Nasco rennur út í lok febrúar og fyrr en hann er útrunninn er ekki hægt að segja fyrir um hverjar heildar- kröfur í búið verða. Gjaldþrot Nasco veldur dómsmáli Gæti tafið sölu á verk- smiðjunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.