Morgunblaðið - 02.02.2001, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 11
LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ
hyggst að beiðni heilbrigðisráðuneyt-
isins kanna mál mannsins sem játað
hefur á sig skemmdarverk og
íkveikju að bænum Hvalnesi í Lóni.
Í viðtali við Morgunblaðið í gær
sagði Einar Kristjánsson, faðir
mannsins, m.a. að eftir að sonur hans
braut fyrst af sér hefðu foreldrar
hans leitað eftir aðstoð geðdeildar
Landspítalans. Sonur hans var þá 17
ára gamall. Þar hefðu þau komið að
lokuðum dyrum. „Á fimm mínútum
er úrskurðað að sonur minn eigi ekki
erindi þangað. Geðlæknir ræddi við
son okkar og eftir tiltölulega stutt
viðtal, trúlega kringum fimm mínút-
ur, segir hann að hann eigi bara að
fara í afvötnun og hætta að drekka.
Það kom ekki til greina að setja hann
í neina meðferð hjá geðlækni.“
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir segist ekki geta tjáð sig
um mál mannsins enda þekki hann
það ekki. Því sé erfitt að segja til um
hvort vinnubrögð geðlæknisins hafi
verið óeðlileg. „Almennt talað verður
það að vera mat geðlæknis hvort lík-
legt sé að árangur verði af meðferð,“
segir Matthías. Geðlæknar geti metið
það svo að einstaklingar muni af ein-
hverjum orsökum ekki hafa gagn af
meðferð.
Einar sagði einnig að sálfræðiað-
stoð sem sonur hans þyrfti á að halda
væri of dýr. Svo dýr að hvorki hann
né foreldrar hans hefðu efni á með-
ferð sálfræðings.
Matthías segir að allir eigi að geta
leitað sér læknishjálpar vegna geð-
sjúkdóma án þess að kostnaður
vegna þess verði þeim ofviða. „Það er
að minnsta kosti markmið kerfisins
að svo sé ekki.“ Miðað við þau ein-
kenni sem faðir mannsins lýsti í
Morgunblaðinu í gær eigi kostnaður
ekki að koma í veg fyrir að hann fái
meðferð við hæfi. „Í sumum tilvikum
getur það verið svo að sjúklingar vilji
ekki meðferð og þá er málið orðið erf-
itt,“ segir Matthías. Ekki sé hægt að
þvinga sjálfráða menn í meðferð
vegna sjúkdóma.
Einar sagði einnig að aðeins með-
ferð sálfræðings myndi duga syni sín-
um. Matthías segir erfitt að leggja
mat á slíkt. Geðlæknar veiti geðmeð-
ferð en auk þess sé hægt að fá sál-
fræðiþjónustu inni á meðferðarstofn-
unum. Fyrir það þurfi ekki að greiða.
Matthías segir að meðferð geðlækna
og sálfræðinga sé áþekk. Þó geti ein-
ungis geðlæknir ávísað geðlyfjum og
sálfræðingar sérhæfi sig í sálfræði-
prófum og viðtalsmeðferð, svo dæmi
sé nefnt. Þá sinni geðlæknar frekar
alvarlegri geðsjúkdómum, þótt verk-
efni þeirra skarist að talsverðu leyti.
Hannes Pétursson, prófessor og
forstöðulæknir geðsviðs Landspítala
– háskólasjúkrahúss, segist ekki geta
tjáð sig um einstök mál auk þess sem
hann þekki ekki til málsins eða að-
stæður mannsins. Þegar hann var
spurður um þá lýsingu föður manns-
ins að úrskurður geðdeildar um að
hann ætti ekki erindi þangað hefði
aðeins tekið fimm mínútur sagði
Hannes að geðdeild Landspítalans
reyndi að standa eins vel og mögulegt
væri að bráðamóttöku og göngudeild-
arkomum o.s.frv. Honum þótti lýs-
ingin ólíkleg en sagði að hann gæti þó
ekkert fullyrt um málið fyrr en hann
hefði kannað það.
Hjá Tryggingastofnun ríkisins
fengust þær upplýsingar að stofnun-
in tæki engan þátt í kostnaði þeirra
sjúklinga sem eru í meðferð hjá sál-
fræðingum. Kristján Guðjónsson,
framkvæmdastjóri sjúkratrygginga-
sviðs Tryggingastofnunar ríkisins,
segir að til þess skorti einfaldlega
lagaheimild. Tryggingastofnun tekur
aftur á móti þátt í kostnaði vegna
þjónustu geðlæknis. Um það gilda
sömu reglur og varðandi meðferð hjá
öðrum sérfræðingum.
Viðbrögð við ummælum föður manns
sem sakaður er um íkveikju
Landlæknir beð-
inn um að skoða
mál mannsins
EINU versluninni með matvöru á
Bakkafirði var lokað nú um mánaða-
mótin og þurfa Bakkfirðingar því að
aka tugi kílómetra til næsta versl-
unarstaðar eða panta vörur símleið-
is. Steinar Hilmarsson, oddviti
Skeggjastaðahrepps, segir að þungt
hljóð sé í Bakkfirðingum en ekki hafi
verið ákveðið hvernig brugðist verði
við lokun verslunarinnar.
„Við erum kannski fyrst að átta
okkur á því núna að þetta er orðin
staðreynd. Þetta hefur komið til tals
áður en þá varð ekkert úr því að það
yrði lokað og kannski hefur verið
álitið að þetta yrði eitthvað svipað
núna.“
Verslunin er hluti af almennings-
hlutafélaginu Lóninu ehf. sem aðilar
á Þórshöfn og Bakkafirði stofnuðu í
kjölfar þess að Kaupfélag Langnes-
inga hætti rekstri en Kaupfélagið
var með útibú á Bakkafirði. Að sögn
Steinars tóku Bakkfirðingar virkan
þátt í stofnun nýja félagsins með
kaupum á hlutafé, bæði einstakling-
ar og sveitarfélagið, en stærðarinnar
vegna voru aðalstöðvar félagsins
settar upp á Þórshöfn.
Steinar segir það ljóst að félagið
eigi við rekstrarerfiðleika að stríða,
en telur það hins vegar fljótfærni að
loka strax versluninni á Bakkafirði
um leið og harðnar á dalnum.
„Manni finnst það svolítill flumbru-
gangur og án samráðs við nokkurn
hér. Ég held að óhætt sé að segja að
Bakkfirðingar séu dálítið svekktir út
í þessa aðferð og þessa stöðu. Það er
ekki einu sinni búið að gera upp eða
ganga frá bókhaldi endanlega, þann-
ig að það veit enginn alveg fyrir víst
hvort að þessi deild hér er eitthvað
verr sett en önnur.“
Næsta verslun við Bakkafjörð er á
Vopnafirði en þangað er 33 kíló-
metra leið, að hluta til yfir Sandvík-
urheiði sem oft er torfarin yfir vetr-
artímann. Til Þórshafnar eru 45
kílómetrar og heldur leiðinlegri og
erfiðari leið, að sögn Steinars.
Verulegt áfall fyrir
íbúa staðarins
Auk þess að reka matvöruverslun
á Bakkafirði annaðist Lónið af-
greiðslu fyrir Olíufélagið hf. á bens-
íni og olíu. Steinar segir að líklega
muni félagið hafa eitthvað opið
áfram og að nú sé verið að semja við
verslunarstjórann á Bakkafirði um
að hafa opið 2 tíma á dag, þótt óljóst
sé hvort það verði til frambúðar.
Á Bakkafirði búa um 150 manns
og segir Steinar að mannfjöldaþróun
hafi verið nokkuð stöðug og að held-
ur hafi fjölgað undanfarin ár. At-
vinnuhorfur eru ágætar og ástandið
almennt nokkuð gott, að sögn Stein-
ars, og því er lokun verslunarinnar
verulegt áfall fyrir byggðarlagið.
Í gær var borið út bréf frá Lóninu
ehf. þar sem íbúum er bent á þann
möguleika að panta vörur símleiðis
úr versluninni á Þórshöfn. Þar kem-
ur fram að íbúar geti pantað vörur á
laugardögum milli kl. 10 og 14 sem
afhentar verði á mánudagsmorgn-
um. Þá verður hægt að panta á mið-
vikudögum frá kl. 9 til 18 og fá þá
pöntun fimmtudagsmorgnum, en
vörurnar eru sendar íbúum að kostn-
aðarlausu. Sé hins vegar pantað utan
þessa tíma þarf viðkomandi sjálfur
að greiða fyrir flutninginn.
Einu versluninni með matvörur lokað á Bakkafirði
Næsta verslun
í 33 km fjarlægð
SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ í
Ólafsfirði hefur verið auglýst laust
til umsóknar og er umsóknarfrestur
útrunninn. Þessir sóttu um emb-
ættið:
Ástríður Grímsdóttir hdl., Bogi
Hjálmtýsson, fulltrúi, Eyþór Þor-
bergsson, fulltrúi, Hilmar Baldurs-
son hdl., Lára Huld Guðjónsdóttir,
lögfræðingur og Þorsteinn Péturs-
son hdl.
Sex sækja
um sýslu-
manns-
embættið
Ólafsfjörður
ATKVÆÐAGREIÐSLU um kjarasamning grunn-
skólakennara er lokið og eru atkvæði farin að berast í
hús Kennarasambands Íslands. U.þ.b. 4.000 kennarar
greiða atkvæði um samninginn, en viðhöfð er póst-
atkvæðagreiðsla. Atkvæði verða talin nk. mánudag. Á
myndinni er Valgeir Gestsson, kennari og fyrrver-
andi skólastjóri, að ganga frá atkvæðum. Í bakgrunni
eru Ólína Thoroddsen og Áslaug Ármannsdóttir.
Morgunblaðið/Þorkell
Atkvæðagreiðslu lokið
HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá
dómi máli fanga á Litla-Hrauni, sem
krafðist tveggja milljóna króna í
bætur fyrir agaviðurlög sem hann
var látinn sæta í fangelsinu eftir að
fíkniefni fundust í klefa hans. Hæsti-
réttur sagði kröfu mannsins ekki
reista á viðhlítandi lagagrunni.
Við leit í klefa fangans fannst 21
gramm af hassi. Hann var látinn
sæta agaviðurlögum, sem fólust í því
að hann var einangraður í 15 daga,
en á meðan hafði hann ekki aðgang
að sjónvarpi. Þá var hann sviptur
vinnulaunum eða dagpeningum að
hálfu í 30 daga og var í síma-, bréfa-
og sendingabanni á sama tíma. Loks
áttu heimsóknir til hans næstu 3
mánuði að fara fram án snertingar í
sérstöku heimsóknarherbergi í ör-
yggisálmu fangelsisins og máttu
vera ein klukkustund vikulega.
Fanginn sætti sig við þessi viðurlög.
Í framhaldi af fíkniefnafundinum
var höfðað opinbert mál á hendur
fanganum, en héraðsdómari komst
að þeirri niðurstöðu að gegn ein-
dreginni neitun hans væri ekki sann-
að að hassið hefði verið í hans eigu.
Þessum dómi var ekki áfrýjað til
Hæstaréttar, en fanginn taldi hann
sýna að agaviðurlögin hefðu ekki
verið réttmæt.
Hæstiréttur segir, að þar sem
ákvörðun um agaviðurlög hafi hvorki
verið tekin í tengslum við rannsókn
eða meðferð opinbers máls né á
grundvelli slíkrar rannsóknar, og
stoð fyrir henni hafi ekki verið sótt
til laga um meðferð opinberra mála
gæti fanginn ekki vísað til þeirra
laga til stuðning kröfu sinni.
Kröfu fanga hafnað