Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 16

Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍBÚAR Kópavogs eru kvaddir saman til þings í Smáraskóla á morgun til að fjalla um vinnu bæjarfélags- ins að sjálfbærri þróun í tengslum við verkefnið Stað- ardagskrá 21. Þar gefst bæj- arbúum færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sín- um um flest það sem lýtur að þróun samfélagsins. Stöðu- mat, sem fjallað verður um á íbúaþinginu, hefur verið sett inn á heimasíðu bæjarins www.kopavogur.is. Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21) er heiti á verk- efni sem á rætur að rekja til Ríó-ráðstefnunnar, sem haldin var 1992. Nú er unnið að verkefninu víða um heim en það er heildaráætlun um þróun samfélagsins fram á 21. öldina og hvernig tryggja eigi lífsskilyrði komandi kynslóða. Í áætluninni eru tvinnuð saman vistfræðileg, efnahagsleg og félagsleg málefni samfélagsins. 31 sveitarfélag hér á landi hófst handa við þátttöku í verkefninu í október 1998. Helstu málaflokkar, sem rætt verður um á íbúa- þinginu í Smáraskóla á morgun, varða t.d. meðferð úrgangs frá heimilum og fyr- irtækjum; umhverfi og mengun; skipulags- og sam- göngumál, mannlíf og sam- félag; menningar- og fræðslumál, tómstundir, íþróttir og félagsmál. Á íbúaþinginu verður unn- ið í vinnuhópum og geta þátttakendur setið þingið allan daginn eða staðið skemur við og starfað með aðeins einum hópi. Næst- komandi þriðjudagskvöld verður svo haldinn annar fundur í Smáraskóla þar sem niðurstöður íbúaþings- ins verða kynntar. Stöðumat Útgangspunktur þeirrar vinnu sem unnin verður á laugardaginn er sérstakt mat, sem gert hefur verið á stöðu mála í þessu næst- stærsta bæjarfélagi lands- ins. Í stöðumatinu er komið víða við og úr því má lesa margs konar upplýsingar um samfélagið. Í kafla um fráveitumál kemur t.d. fram að þótt þeim áfanga sé nú náð að skolpi frá byggð í Kópavogi sé veitt í fullkomið fráveitukerfi og hreinsað í hreinsistöðinni við Ánanaust er eftir að tengja ræsi á norðvesturhluta Kársness við fráveitukerfið. Úr því verður bætt síðar á þessu ári þegar svokallað Vesturvararræsi verður tek- ið í notkun og þar með verða skilyrði mengunarvarnar- reglugerðar uppfyllt fyrir strendur í lögsögu bæjarins. Fram kemur að fráveitu- kerfi bæjarins er að mestu leyti tvöfalt, þ.e. með að- skildar lagnir fyrir skolp frá húsum annars vegar og regnvatn frá götum og lóð- um hins vegar. Í eldri hverf- um hefur verið gert átak til að tvöfalda lagnir en þó er eftir að tvöfalda safnræsi í nokkrum götum. Hvað varðar sorpförgun og endurvinnslu kemur fram að endurvinnsluhlutfall á höfuðborgarsvæðinu er talið vera 34–40%, að mati Sorpu. Sorpmagn frá heimilum og fyrirtækjum í Kópavogi var árið 1999 5.659 tonn eða um 251 kg/íbúa, einu kílói undir meðaltali höfuðborg- arsvæðisins alls. Í blaða- gáma í bænum söfnuðust 213 tonn eða um níu og hálft kíló á hvern íbúa og heildarinn- skil á endurvinnslustöðina í Kópavogi voru 4.363 tonn eða 19,3 kíló á hvern íbúa. Umferðarhávaði Í umfjöllun um mengun kemur fram að bærinn hefur látið reikna út umferðarhá- vaða á nokkrum völdum stöðum þar sem umferð er mikil. Kom þá í ljós að á nokkrum stöðum þarf að vinna að úrbótum og hefur bærinn markað reglur um þátttöku í kostnaði við hljóð- varnarveggi. Fram kemur að í Kópa- vogi er lítið um iðnaðar- eða athafnastarfsemi sem hefur í för með sér mikla hávaða- eða loftmengun. Meginhluti iðnfyrirtækja er í skipulögð- um iðnaðarhverfum en þar sem skammt er milli iðnað- ar- og íbúðarhverfa getur komið upp staðbundið ónæði eða vandamál varðandi há- vaða. Einnig er t.d. rakið að kvartanir hafa borist frá íbú- um í vesturbæ Kópavogs um hávaða frá flugumferð. Í umfjöllun um atvinnulíf- ið kemur einnig fram að meginatvinnugreinar í Kópavogi eru verslun, þjón- usta og iðnaður en upplýs- ingar um fjölda starfa í bæn- um eru ekki tiltækar. Skráð fyrirtæki eru um 2.000 tals- ins en inni í þeirri tölu eru óvirk félög og húsfélög. Þrengt að eldri iðnaðarsvæðum Hvað varðar iðnað í Kópa- vogi kemur fram að í flestum tilvikum er matvælastarf- semi í bænum staðsett innan um almenna iðnaðarstarf- semi. Þetta getur stundum verið óheppilegt, einkum þar sem matvælaiðnaður er í ná- býli við starfsemi á borð við vél- og járnsmiðjur. Í þeim tilfellum getur verið hætta á mengun af ýmsu tagi, bæði sjónmengun, lyktar- og efnamengun. Umhverfi í slíku nábýli eykur hættu á meindýrum, sem þó eru ekki talin alvarlegt vandamál á atvinnusvæðum bæjarins. Þá segir að stöðugar breytingar á rekstri fyrir- tækja hafi valdið því að nokkuð hefur þrengt að fyr- irtækjum á eldri iðnaðar- svæðum bæjarins. Margvís- leg starfsemi sem er í eðli sínu óþrifaleg hafi vaxið að umfangi, t.d. má nefna nið- urrif bíla. Einnig séu þess dæmi að bílaviðgerðum og annarri atvinnustarfsemi hafi verið komið fyrir í bíl- skúrum á íbúðasvæðum og valdið óþægindum fyrir íbúa. Aðgreining milli íbúða- og atvinnuhverfa er talin mis- jafnlega skýr eftir svæðum. Erfitt að rata Þá er greint frá því að for- svarsmenn fyrirtækja í Kópavogi telja sumir að erf- itt sé fyrir ókunnuga að rata að fyrirtækjum sínum. Þetta eigi einkum við í Smiðju- hverfi, á Hafnarsvæði og við Vesturvör. Einnig líði at- vinnustarfsemi í Smiðju- hverfi fyrir erfiðar aksturs- leiðir að og frá svæðinu. Einnig sé talsvert kvartað yfir sjónmengun frá grófari atvinnustarfsemi í þeim hluta Smiðjuhverfis, sem snýr að Breiðholtsbraut. Fram kemur að þótt nýr miðkjarni eða miðsvæði sé að myndast í Kópavogsdal verði miðbærinn í Hamra- borg áfram aðsetur stjórn- sýslu og viðskipta. Forsvars- menn verslana og annarra þjónustufyrirtækja á svæð- inu telja aðgengi að fyrir- tækjum þó áfátt, einkum vegna takmarkaðra bíla- stæða. Bílaeign Kópavogsbúa jafngildir um 600 bifreiðum á hverja 1.000 íbúa og er áætlað að þeim sé ekið sam- tals 120 milljón km á ári á höfuðborgarsvæðinu. Bílaumferð er talin sá þáttur sem mestu skiptir varðandi gróðurhúsaáhrif frá fyrirtækjum og íbúum í bænum en gera má ráð fyrir að bílar bæjarbúa losi um 36 þúsund tonn af koltvísýringi á ári við akstur á höfuðborg- arsvæðinu, eða um 4,4 kg á hvern íbúa í bænum á sólar- hring. Í umfjöllun um innkaup bæjarins kemur fram að mikilvægt er að beina inn- kaupum að vörum sem telj- ast umhverfisvænar og jafn- framt að byggingar á vegum sveitarfélagsins verði hann- aðar og reknar með sjálf- bæra þróun í huga. Þá segir að innkaup fyrir Kópa- vogsbæ og stofnanir bæjar- ins séu á höndum margra að- ila. Engin sérstök stefna er í innkaupamálum hvað varðar umhverfiskröfur þótt áhersla sé lögð á hagkvæm innkaup. Í útboðum fyrir byggingaframkvæmdir er hvorki spurt um umhverfis- stefnu bjóðenda né gerðar kröfur um umhverfisvænni byggingarefni þar sem því verður við komið. Erfitt að manna heimaþjónustu Í umfjöllun um lífskjör er m.a. vikið að málefnum aldr- aðra og fram kemur að um 400 heimili njóta heimaþjón- ustu að meðaltali á ári. Um 70% þjónustutíma fara til aldraðra, 23% til öryrkja en 7% í tímabundna þjónustu og annað. 1. desember 1999 voru Kópavogsbúar 67 ára og eldri 2.123 talsins og hafði fjöldi þeirra nær tvöfaldast frá 1991. Áætlað er að um 13% aldraðra bæjarbúa hafi fengið heimaþjónustu á síð- asta ári. Fram kemur að hlutfallið hefur yfirleitt verið hærra en síðastliðin tvö ár hafi reynst erfitt að manna störf á þessu sviði og því er talið að fleiri þurfi þjónustu en unnt er að veita hana. Þótt ekki hafi farið fram úttekt á fjárhagslegri stöðu eldri bæjarbúa þykja vís- bendingar gefa til kynna að hún sé almennt góð. Gjald- taka vegna heimaþjónustu er tekjutengd og greiða um 30% samkvæmt hæsta gjald- flokki en 13% njóta ókeypis þjónustu vegna lágra tekna. Hlutfallslega leita mjög fáir aldraðir til félagsmálayfir- valda vegna fjárhagsvanda. Fram kemur að vandi nú- verandi kerfis á þjónustu við fatlaða er sá að hún er bæði á höndum ríkisins og sveitar- félaga. Sveitarfélagið sinnir almennri þjónustu, svo sem ferðaþjónustu, heimilishjálp og aðstoð við félagslega færni, en önnur þjónusta og sérhæfðari er á vegum rík- isins. Í Kópavogi eru 5 sambýli fyrir fatlaða einstaklinga og að auki starfsþjálfunarstað- ur fyrir geðfatlaða. Á biðlista eftir viðeigandi húsnæðisúrræði eru u.þ.b. 30 manns og þykir því ljóst að verulega skortir á úrræði. Þá ríkir neyðarástand varð- andi úrræði fyrir fatlaða af völdum t.d. MS og alvarlegs heilaskaða. Kópavogsbúar taka þátt í mótun Staðardagskrár 21 á íbúaþingi á morgun Leitað verði sjón- armiða bæjarbúa Kópavogur Morgunblaðið/Arnaldur Kópavogsbúar ræða sjálfbæra þróun á íbúaþingi. BORGARSTARFSMENN eru nú önnum kafnir við ýmis störf sem bæði þeir og borg- arbúar eru vanari að sjá unn- in á öðrum árstímum. Í þeirri veðráttu sem ríkt hefur und- anfarið er ekki þörf á mikl- um skjólfatnaði, en samt er ekki hlýrra en svo að öllum öðrum en myndastyttum er nauðsyn á því að klæðast að minnsta kosti góðri úlpu. Morgunblaðið/Jim Smart Tveir léttklæddir á þorra Miðborg UMHVERFIS- og heilbrigðis- nefnd Reykjavíkur hefur sam- þykkt að fela gatnamálastjóra að vinna framkvæmdaáætlun til að draga úr mengun vegna frárennslisvatns í Elliðaánum. Hrannar B. Arnarsson, for- maður nefndarinnar, sagði að nefndin hefði fjallað um þá skýrslu sem verkfræðistofan Línuhönnun vann fyrir gatna- málastjóra um málið og kallað eftir umsögnum ýmissa aðila við hana. Nú hefði gatnamála- stjóra verið falið að gera áætl- un um framkvæmdir sem tækju tillit til skýrslunnar og umsagna um hana og þess tímaramma sem borgin var áð- ur búin að setja úrbótum og gerir ráð fyrir að þeim verði lokið á árinu 2003. Hrannar sagði að nefndin gerði ráð fyrir að fram- kvæmdaáætlunin lægi fyrir á næsta fundi í næstu viku en í skýrslu Línuhönnunar var áætlað að kostnaður við úr- bætur yrði um 136 milljónir króna. Hrannar sagði að við fram- kvæmdirnar þyrfti að huga að lífríki ánna og vinna verkið að mestu leyti um haust og vetur. Stefnt væri að því að hefjast handa í haust. Framkvæmda- áætlun undirbúin Elliðaár Frárennslismál við Elliðaár GATNAFRAMKVÆMDIR munu setja mikinn svip á kvos miðborgarinnar næsta vor og sumar en gert er ráð fyrir að framkvæmt verði fyrir um 230 m.kr. Sigurður Skarphéðinsson gatnamálastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að stefnt væri að því að byrja í apríl á því að fullklára um- hverfi Ingólfstorgs í Aðal- stræti og Hafnarstræti og síð- an vesturhluta Austurstrætis með því að skipta um jarðveg og lagnir í götum og leggja hellur á akbrautir og meira og minna upphitaðar gangstétt- ir. Ætlunin væri að komast svo vel á veg með verkið að það verði boðlegt á þjóðhátíð en að henni lokinni verður hafist handa við sams konar endurbætur á Pósthússtræti. Hann sagði að væntanlega yrðu akbrautir hellulagðar, þótt eftir væri að ákveða hvort það ætti einnig við um þann hluta Aðalstrætis sem unnið verður við og nær frá Morgunblaðshúsinu að Hafn- arstræti. Í suðurhluta Aðal- strætis var akbraut malbikuð við endurnýjun, m.a. vegna ótta við að fornleifum yrði spillt með jarðvegsskiptum. Kvosin hellulögð í sumar Miðborg

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.