Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 18
AKUREYRI
18 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VOGIR
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum eitt mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
Síðumúla 13, sími 588 2122
www.eltak.is
Vilborg Gunnarsdóttir formaður
umhverfisráðs Akureyrarbæjar
sagði að fjallað yrði um þær athuga-
semdir sem bárust á næsta fundi
ráðsins síðar í þessum mánuði og þá
tekin afstaða til þess hvernig við þeim
verður brugðist. Vilborg sagði að svo
fljótt sem auðið væri eftir að búið
verður að staðfesta deiliskipulagið
yrðu lóðirnar auglýstar lausar til um-
sóknar. Í framkvæmdaáætlun fyrir
þetta ár er gert ráð fyrir 11 millj-
ónum króna til gatnagerðar á svæð-
inu og verður hafist handa með vor-
inu.
Lóðir miðsvæðis í bænum
„Ég á von á því að mikill áhugi
verði fyrir þessum lóðum. Þetta
svæði er miðsvæðis í bænum, það má
í raun segja að það sé í hjarta bæj-
arins og ég held að mörgum þyki eft-
irsóknarvert að byggja þarna,“ sagði
Vilborg.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð
fyrir að byggðar verði 58 íbúðir á
þessu svæði, en gert er ráð fyrir 19
lóðum fyrir einbýlishús og 36 íbúðum
í tveggja hæða raðhúsum. Svæðið
sem um ræðir liggur norðan og vest-
an undir háum brekkum við Kringlu-
mýri og Kotárgerði og meginhluti
þess er fyrir mynni lítils dalverpis
norður af Mýrarvegi. Svæðið hefur
gengið undir vinnuheitinu Tómasar-
hagi og kennt við fyrrverandi for-
mann skipulagsnefndar bæjarins, en
eldri bæjarbúar þekkja það undir
nafninu „Lallabrekka“. Lengi hefur
verið gert ráð fyrir í aðalskipulagi
Akureyrar að byggt yrði á svæðinu,
en fyrirhuguð landnotkun hefur
breyst frá einum skipulagsuppdrætt-
inum til annars.
Leitast er við í deiliskipulagi,sem
Finnur Birgisson arkitekt vann,að
móta byggðina þannig að hún falli
eðlilega að landslagi og að væntan-
legir íbúar fái notið þeirra kosta sem
svæðið býr yfir, en þeir eru einkum
gott útsýni til norðurs og nálægð við
opin svæði, sem bjóða upp á spenn-
andi möguleika til útivistar.
Við ákvörðun um þéttleika byggð-
ar og val á húsagerðum var m.a. tekið
mið af því að byggðin er ekki sérlega
vel staðsett með tilliti til skólasóknar
barna og því ekki talið æskilegt að
stefna að miklum fjölda íbúða, en
bjóða þó upp á blandaða byggð.
Morgunblaðið/Kristján
Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi við Klettaborg er gert ráð fyrir
byggingu 58 íbúða á svæðinu, 19 einbýlishúsa og 36 raðhúsaíbúða á
tveimur hæðum. Á þessari mynd yfir byggingarsvæðið má einnig sjá
byggingar Háskólans á Akureyri á Sólborg t.v. og Glerárskóla t.h.
Tvær athugasemdir bárust við deiliskipulag við Klettaborg
Fyrirhugað að byggja
58 íbúðir á svæðinu
!""
TVÆR athugasemdir bárust vegna deiliskipulags við Kletta-
borg en frestur til að gera athugasemdir við skipulagið rann út
nýlega. Þær voru báðar frá einstaklingum. Bæjarstjórn sam-
þykkti þetta nýja deiliskipulag á fundi í byrjun desember á
liðnu ári.
ÞORSTEINN Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segist ekki vilja tjá
sig um ummæli Þorsteins Vilhelms-
sonar, skipstjóra og fyrrverandi eig-
anda Samherja, sem fram koma í við-
tali við þann síðarnefnda í Ak-tímariti
sem út kom í gær.
„Við áttum mörg skemmtileg ár
saman,“ sagði Þorsteinn Már. „Ég
óska Þorsteini góðs gengis og velfarn-
aðar í því sem hann tekur sér fyrir
hendur nú eftir að hann hefur yfirgef-
ið Samherja.“
Þorsteinn Vilhelmsson segir í um-
ræddu viðtali að hann hafi hætt hjá
fyrirtækinu vegna erfiðleika í sam-
starfi þeirra frænda. Hann segir enn-
fremur að það hafi verið rangt af sér
að skrifa undir fréttatilkynningu sem
gefin hafi verið út af fyrirtækinu þeg-
ar hann hætti, því hún hafi verið röng.
Þar segir: „Þessi ákvörðun er tekin af
persónulegum ástæðum. Ég mun
áfram sitja í stjórn Samherja og sinna
þeim trúnaðarstörfum sem mér hafa
verið falin af fyrirtækinu...“ Nú hefur
komið í ljós að þetta gerði hann ekki
og hafa vaknað spurning um það
hvort tilkynningin hafi brotið í bága
við reglur Verðbréfaþings Íslands en
Samherji er skráður á þingið.
Finnur Sveinbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþingsins,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
þetta væri í fyrsta skipti sem Verð-
bréfaþingið þyrfti að taka á svona
máli. Hann sagði að málið væri í skoð-
un og að yrði leitað skýringa hjá Sam-
herja á innihaldi tilkynningarinnar.
Þorsteinn Már um
ummæli Þorsteins
Vilhelmssonar
Áttum
skemmtileg
ár saman
FYRSTA „Davíðsljóðakvöldið“ í vet-
ur sem jafnframt er fjórða ljóða-
kvöld ársins í „Húsi skáldsins“ verð-
ur í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6,
föstudaginn 2. febrúar, kl. 20.30 en
húsið verður opið kl. 20-22.
„Eg nefni nafnið þitt“ er yfir-
skriftin sem Erlingur Sigurðarson
hefur á flutningi sínum á ljóðum
Davíðs að þessu sinni en það er í
senn heiti og upphaf næstsíðasta
kvæðis næstfyrstu bókar skáldsins
frá Fagraskógi.
Davíðsljóðakvöld
AÐALHEIÐUR S. Eysteinsdóttir
opnar sýningu á Café Karólínu í
Grófargili á morgun, laugardaginn 3.
febrúar kl. 14.
Aðalheiður hefur starfað að mynd-
list frá því hún brautskráðist frá
Myndlistarskólanum á Akureyri árið
1993. Síðustu ár hefur hún einnig
rekið lítið sýningarrrými sem nefnist
Kompan og er í Grófargili.
Þetta er í þriðja sinn sem Aðal-
heiður setur upp sýningu á Café
Karólínu og jafnframt er þetta fjór-
tánda einkasýning hennar.
Aðalheiður sýnir
á Café Karólínu
♦ ♦ ♦