Morgunblaðið - 02.02.2001, Page 20

Morgunblaðið - 02.02.2001, Page 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Leikmannaskóli þjóðkirkjunnar L minnir á næstu námskeið Að lifa með fjölmiðlum. Umsjón: sr. Bernharður Guðmundsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími: 3 fimmtudagar 8/2, 15/2, 22/2 kl. 18-20 Trúarleg stef í kvikmyndum. Kennarar: Bjarni Randver Sigurvinsson og Þorkell Á. Óttarsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími: 4 fimmtudagar 8/2, 15/2, 22/2, 1/3 kl. 20-22 Leyndardómur trúarinnar. Kennari: sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Staður: Háskóli Íslands. Tími: 4 mánudagar 12/2, 19/2, 26/2, 5/3 kl. 20-22 Pantaðu bækling! Nánari upplýsingar eru veittar á: Fræðslu- og þjónustudeild kirkjunnar, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík, sími 535 1500, bréfsími 551 3284. Netfang: frd@kirkjan.is Laxamýri - Mikill meirihluti þing- eyskra mjólkurframleiðenda vill fresta innflutningi fósturvísa og hefur samþykkt eftirfarandi álykt- un: „Bændafundur þingeyskra kúa- bænda haldinn að Breiðumýri 31. jan. 2001 samþykkir að beina því til Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands að fresta innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm um óákveðinn tíma vegna kúariðufárs í Evrópu. Þá hvetja þingeyskir kúabændur ís- lensku þjóðina til að sýna ýtrustu varkárni og standa vörð um ís- lenskan landbúnað og hollustu inn- lendra landbúnaðarvara.“ Tillaga þessi var samþykkt með meginþorra atkvæða gegn einu. Að undanförnu hafa mjög marg- ir mjólkurframleiðendur í Þingeyj- arsýslu gengið í Búkollu sem er nýtt félag stofnað til verndar ís- lensku kúnni og fjöldi fólks hefur skráð sig andvígan erfðablöndun. Andstaða við innflutning á fósturvísum Borgarnesi - Íþróttamaður Borg- arfjarðar var tilnefndur í lok árlegr- ar Íþróttahátíðar UMSB laugardag- inn 27. janúar sl. Liðlega 270 keppendur innan UMSB, allir undir 16 ára aldri, spreyttu sig í sundi og frjálsum á íþróttahátíðinni. Af fjölda þátttakenda er greinilegt að Borg- arnes er ekki „Latibær“ en sumir hafa reynt að halda því fram vegna þess að Magnús Scheving, höfundur bókarinnar um Latabæ, er uppalinn í Borgarnesi. Íþróttamaður Borgfjarðar er kos- inn af stjórn UMSB, stjórnum aðild- arfélaganna auk fulltrúa frá íþrótta- nefndum sambandsins. Að þessu sinni bárust 17 kjörseðlar. Íþrótta- maður Borgarfjarðar fyrir árið 2000 var kosinn Einar Trausti Sveinsson með 63 stig. Einar Trausti náði ól- ympíulágmarki í kringlukasti og var valinn af Íþróttasambandi Fatlaðra til keppni á Ólympíuleikum fatlaðra í Sydney. Hann hafnaði í 5. sæti í spjótkasti og 10. sæti í kringlukasti sem er frábær árangur. Hann á Norðurlandamet í spjótkasti í sínum flokki. Hann hefur stundað æfingar af miklum dugnaði og eljusemi. Aðrir sem skipuðu tíu efstu sætin voru; Kristín Þórhallsdóttir A- landsliðsmaður í frjálsum íþróttum með 58 stig, Hallbera Eiríksdóttir fyrir frjálsar íþróttir með 39 stig, Hlynur Bæringsson fyrir körfubolta með 30 stig, Gauti Jóhannsson fyrir frjálsar íþróttir með 10 stig, Róbert Logi Jóhannsson fyrir hestaíþróttir með 10 stig, Emil Sigurðsson fyrir knattspyrnu með 10 stig, Elísabet Fjeldsted fyrir hestaíþróttir með 6 stig, Óli Þór Birgisson fyrir knatt- spyrnu með 5 stig, Harpa Dröfn Skúladóttir fyrir sund með 5 stig. Styrktaraðili mótsins var Bún- aðarbanki Íslands í Borgarnesi og sá Skúli Ingvarsson um að veita verð- laun í kjöri Íþróttamanns Borg- arfjarðar fyrir hönd bankans. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Einar Trausti Sveinsson, Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2000, situr í stól fyrir miðju. Hallbera Eiríksdóttir krýpur vinstra megin við Einar. Erla Gunnlaugsdóttir, móðir Kristínar Þórhallsdóttur, krýpur hægra megin við Einar. Standandi frá vinstri: Birgir Guðmundsson, faðir Óla Þórs Birgissonar, Harpa Dröfn Skúladóttir, Emil Sigurðsson, Elísabet Fjelsted, Róbert Logi Jóhannsson, Jóhannes Guðjónsson, faðir Gauta Jóhannessonar, og loks Hlynur Bæringsson. Borgarnes er ekki „Latibær“ Íþróttamaður Borgarfjarðar kjörinn Egilsstöðum - Í gær var undirritað- ur nýr samstarfssamningur sveitar- félagsins Austur-Héraðs við Íþróttafélagið Hött. Hann nær til fimm ára tímabils og er ramma- samningur sem kveður á um gagn- kvæm réttindi og skyldur samnings- aðila. Samningurinn kveður m.a. á um framtíðarfjárframlög til félagsins, störf þess að æskulýðs- og forvarn- arstarfi meðal barna og unglinga og greiðari aðgang að íþróttamann- virkjum í sveitarfélaginu, en unnið hefur verið að tugmilljóna króna endurbótum og uppbyggingu á því sviði vegna Landsmóts UMFÍ á Eg- ilsstöðum á næsta ári. Þá þykir mjög til bóta í samskiptum félagsins og bæjarins að einn maður, Hreinn Halldórsson, stjórnar öllum íþrótta- mannvirkjum og er tengiliður á milli aðila. Höttur stendur með þessum samningi betur að vígi við langtíma- skipulag starfsemi sinnar, en íþróttafélagið hefur átt við fjárhags- erfiðleika að stríða um nokkurt skeið. Bæjarstjórn ákvað á fundi sínum fyrir skemmstu að skuld félagsins við bæjarsjóð, sem nú nemur tæpri einni milljón króna, yrði flutt á sér- stakan viðskiptareikning um áramót og að hinn almenni viðskiptareikn- ingur Hattar yrði með því móti núll- stilltur. Skuld félagsins verður ekki vaxtareiknuð, en afborganir vænt- anlega með þeim hætti að haldið verður eftir fjármagni af úthlutuðu árlegu framlagi bæjarsjóðs til félagsins. Fjárframlag Austur-Hér- aðs til Hattar nemur á þessu ári um 1,5 milljónum í beinhörðum pening- um og að auki fær félagið úthlutað tímakvóta í íþróttamannvirkjum sveitarfélagins og nemur sá styrkur lauslega uppreiknaður í það minnsta þremur og hálfri milljón króna. Höttur rekur nú sjö deildir, og voru tvær þeirra, blak- og hand- knattleiksdeild, stofnaðar í haust. Hafsteinn Jónasson er formaður Hattar, en Sigurjón Bjarnason, gjaldkeri félagsins, og Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur- Héraðs, undirrituðu samkomulagið. Morgunblaðið/Helga Guðmundsdóttir Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri A-Héraðs, og Sigurjón Bjarna- son, gjaldkeri Íþróttafélagsins Hattar, undirrita samstarfssamning. Samningur um að bæta fjárhag Hattar Egilsstöðum - Sveitarstjórnarmenn frá Austur-Héraði, Vopnafjarðar- hreppi, Norður-Héraði, Fljótsdals- hreppi, Fellahreppi, Borgarfjarðar- hreppi og Seyðisfjarðarkaupstað ræða nú hugsanlega mótun nýs sveitarfélags á norðursvæði Austur- lands. Vinnuhópur um verkefnið hefur sett sér það lokamarkmið að koma muni til sameiningar allra sveitar- félaga á norðursvæðinu svokallaða, frá Skeggjastaðahreppi til Seyðis- fjarðar. Undirmarkmið hópsins er að vinna að mjög nánu samstarfi sem geti leitt til sameiningar síðar. Horft er til grunnþátta svo sem samvinnu sveitarfélaganna og hvernig samein- ing samræmist sveitarstjórnarlög- um, uppbyggingar sterkra byggða- kjarna, stækkunar atvinnusvæðis, betri nýtingar framhaldsskóla og op- inberra stofnana og bættra sam- gangna. Sérstaklega er til skoðunar hvaða áhrif hugsanleg jarðgöng um Hellisheiði eystri hafa á byggðina. Ráðgjafi frá Þróunarstofu Austur- lands er starfsmaður hópsins. Félagsmálarráðuneytið hefur sýnt málinu áhuga og jöfnunarsjóður sveitarfélaga styrkir verkefnið um 1 milljón króna. Byrjunar- viðræður hafnar um sameiningu Eitt sveitarfélag frá Vopnafirði til Seyðisfjarðar Húsavík - Það kom vel í ljós á síðasta ári hvers virði það er að eiga góða björgunarsveit. Félagar í Björgunarsveitinni Garðari sönnuðu það margoft við erfið skilyrði. Það að hafa á góðri sveit að skipa kostar miklar æf- ingar í meðferð og notkun hinna ýmsu tækja. Þess utan þarf sjálfur björg- unarsveitarmaðurinn að vera í góðu líkamlegu formi og tilbúinn að tak- ast á við verkefnin. Frá áramótum hefur um 20 manna hópur úr Garðari æft markvisst líkamsrækt, gerður var þriggja mán- aða samningur við líkams- rætarstöðina Skokka þar sem Ingólfur Freysson, framkvæmdarstjóri og íþróttakennari, sér um að halda mönnum við efnið. Ingólfur segir að þetta sé ungt og hraust fólk en líkamsformið geti verið misjafnt, unnið sé að því að auka þol, þrek og styrk þeirra. Próf séu tekin reglulega á mönnum til að fylgjast með árangri þeirra. Jón Friðrik Ein- arsson, formaður Garð- ars, segir að markmiðið sé að gera góða sveit betri, björgunarfólkið verði hæfara að mæta þeim erf- iðleikum sem upp koma þegar á reynir. Þar getur líkamlegt form haft sitt að segja, t.d. þurfi kafarar að viðhalda ákveðinni þrek- tölu til að halda réttindum sínum. Árið 2000 var við- burðaríkt hjá Björg- unarsveitinni Garðari. Sveitin var verðlaunuð af Sjóvá-Almennum fyrir vel unnin störf við Lindaá eins og flestum er kunn- ugt um. Þórir Örn Gunn- arsson var síðan kosinn Norðlendingur ársins 2000 af hlustendum Svæð- isútvarps Norðlendinga fyrir þátt sinn í björg- uninni. Þórir Örn stýrði gúmíbátnum sem notaður var við að bjarga fólkinu. Björgunarsveitarmenn í líkamsrækt Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Félagar úr Björgunarsveitinni Garðari í ræktinni. Auka þol og þrek með æfingum í Skokka SEX umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Heilbrigðis- stofnunarinnar Ísafjarðarbæ. Þetta eru Gísli Halldór Halldórsson, við- skiptafræðingur, Ísafirði, Ólafur Als, rekstrarfræðingur, Reykjavík, Sigurður J. Hafberg, útgerðar- tæknir, Flateyri, Tómas Ibsen, for- stöðumaður, Ísafirði, Vignir Þór Jónsson, B.Sc., verkefnisstjóri, Súðavík, og Þröstur Óskarsson, BSc., fjármálastjóri, Akureyri. Samkvæmt lögum um heilbrigðis- þjónustu mun þriggja manna hæfn- isnefnd fara yfir og meta umsókn- irnar. Þegar fyrir liggur hverjir umsækjenda eru hæfir skilar nefndin heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra niðurstöðunni, sem skipar síðan í stöðuna til fimm ára að höfðu samráði við stjórn stofn- unarinnar. Sex sækja um framkvæmda- stjórastarf á Ísafirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.