Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI
24 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Snyrtivöruverslunin
Clara í Kringlunni
Til hamingju með
25 ára afmælið
Kynnum Professionails naglaskólann í Kringlunni
föstudag frá kl. 14-18 og laugardag frá kl. 12-17
Professionails naglaskólinn
• Alþjóðlegur naglaskóli sem útskrifar naglafræðinga
með diploma sem gildir í 20 löndum.
• Nýir nemendur teknir inn á hverjum laugardegi.
• Sveigjanlegur kennslutími.
• Einstaklingskennsla.
Uppl. í síma 588 8300
Inga Þyri Þórðardóttir vinnur á snyrtist.
Greifynjunnin í Árbæ við naglaásetningar.
Umsögn:
Góð vinna með námi, sveigjanlegur
vinnutími, góð laun, skemmtileg vinna.
Professionails naglaskólinn er frábær
skóli.
Chrome Mate
áhrifarík megrun
Elderberry Zinc
vetrarbomban
inniheldur
elderberry, sólhatt,
bee propolis, zinc,
c-vítamín o.fl.
C-500
kaupauki með
annað hvort
Elderberry Zinc
eða
Chrome Mate
Kynning næstu daga
Kynning
VAXTALÆKKUN Seðlabanka
Bandaríkjanna virtist koma fæstum
á óvart og ekki urðu miklar breyt-
ingar á helstu hlutabréfavísitölum
sama dag nema á Nasdaq sem féll
um 2,31%. Þetta var í annað skipti í
janúarmánuði sem seðlabankinn
lækkaði vextina, í bæði skiptin um
0,5%, enda orðið nokkuð ljóst að
mjög hefur hægt á hagvexti í Banda-
ríkjunum og það töluvert meira en
margir höfðu átt von á. Síðustu þrjá
mánuðina í fyrra mældist hagvöxt-
urinn í Bandaríkjunum vera 1,4% á
ársgrundvelli og hefur hann ekki
mælst vera minni síðastliðin fimm ár.
Fjármálasérfræðingar höfðu flest-
ir gert ráð fyrir að hægja myndi á
hagvextinum en þó alls ekki svona
ört; flestir höfðu spáð 2,3% hagvexti
á ársgrundvelli miðað við síðasta
fjórðung ársins 2000. Þannig má
segja að vonir manna um svokallaða
mjúka lendingu hafi beðið mikinn
hnekki og jafnvel nokkur hætta á
samdrætti í þjóðarframleiðslu. Flest-
ir hagfræðingar virðast þó vera á
þeirri skoðun að með skjótum við-
brögðum Seðlabanka Bandaríkjanna
megi koma í veg fyrir samdráttar-
skeið. Af ummælum Alan Greenspan,
stjórnarformanns bandaríska seðla-
bankans, má ráða að ekki horfi byr-
lega í upphafi þessa árs og að hag-
vöxturinn í Bandaríkjunum sé nú
nálega enginn. Greenspan sagðist þó
hafa fulla trú á því að komast mætti
hjá efnahagskreppu.
Vísitala, sem mælir tiltrú banda-
rískra neytenda á hagkerfinu, virðist
staðfesta hinn öra samdrátt í Banda-
ríkjunum en margir sérfræðingar
telja þessa vísitölu mjög mikilvæga.
Vísitalan féll um 11,4% og lækkaði í
114,4 stig í janúar og kom þessi mikla
lækkun mönnum nokkuð á óvart. Í
The Financial Times kemur fram að
vísitalan hefur ekki mælst lægri frá
því í desember árið 1996. Lækkun
vísitölunnar allt síðasta ár nemur um
20% og til samanburðar má minna á
að árið fyrir kreppuna 1990 til 1991
féll vísitalan nokkru minna eða um
15,5%.
Búist við frekari lækkun vaxta
Í tilkynningu frá seðlabankanum
bandaríska kemur fram að þrátt fyr-
ir vaxtalækkunina nú í 5% sé enn
töluverð hætta á því að „hagkerfið sé
að sveiflast í átt til veikingar“, eins og
það er orðað í tilkynningunni. Flestir
sérfræðingar hafa túlkað þessa yfir-
lýsingu á þann veg að gera megi ráð
fyrir að vextir verði lækkaðir enn
frekar næst þegar seðlabankinn tek-
ur afstöðu til vaxta. Margir telja
einnig að þetta sé vísbending um að
hlutabréfamarkaðirnir muni ekki
fara að taka við sér fyrr en síðar á
árinu. Í tilkynningu seðlabankans
segir einnig að tiltrú bæði fyrirtækja
og neytenda hafi minnkað, að velta í
smásölu, útgjöld fyrirtækjanna og
framleiðsla á vörum hafi dregist sam-
an. Þar sem veruleg tímatöf er frá
lækkun vaxta og þangað til áhrifa
hennar tekur að gæta – margir segja
sex mánuðir – eru flestir á því að um-
svif fyrirtækja í Bandaríkjunum taki
ekki að vaxa að ráði fyrr en á síðari
helmingi ársins.
Óbreyttir vextir í Evrópu
Evrópski seðlabankinn ákvað í
gær að halda vöxtum óbreyttum, þ.e.
í 4,75%, og kom sú ákvörðun ekki á
óvart, að því er segir í Süddeutsche
Zeitung. Flestir hagfræðingar höfðu
reiknað með að Evrópski seðlabank-
inn myndi halda fast í peningastefnu
sína þrátt fyrir lækkunina í Banda-
ríkjunum. Stjórnendur bankans
sögðu verðbólgu vera meginástæðu
þess að ekki kom til lækkunar vaxta
en verðbólgan í Evrópusambands-
löndunum er nú um 2,6%. Margir
hagfræðingar hafa þó látið í ljós þá
skoðun að vegna minnkandi verð-
bólguhættu og hægari hagvaxtar í
Evrópu sé eðlilegt að seðlabankinn
lækki vextina mjög fljótlega eða að
minnsta kosti innan fárra mánaða.
Hagfræðingar sem Süddeutsche
Zeitung ræddi við telja að seðlabank-
inn muni enn um sinn fylgjast náið
með hvort ekki haldi áfram að draga
úr verðbólgunni. Fjórir af þeim fimm
hagfræðingum sem blaðið ræddu við
voru þó á þeirri skoðun að bankinn
myndi lækka vexti á fyrri helmingi
ársins en vextirnir hafa verið
óbreyttir síðustu fjóra mánuði.
Erfitt að spá fyrir um framvinduna
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, segir að það sé
margt sem bendi til þess að sam-
dráttareinkennin séu og verði sterk-
ari í Bandaríkjunum en menn reikn-
uðu áður með. Til dæmis hafi Alan
Blinder, einn af helstu hagfræðing-
um Bandaríkjanna, gengið fram fyrir
skjöldu á ráðstefnunni í Davos í Sviss
og sagt að um 30% líkur séu á alvar-
legum samdrætti. „Flestir hagfræð-
ingar telja reyndar að þetta verði
frekar skammvinn niðursveifla en að
svo muni hagvöxtur glæðast á ný.
Það er hins vegar einfaldlega mjög
erfitt að sjá fyrir hvers konar at-
burðarás muni eiga sér stað. Hún
gæti orðið hröð eins og margir hafa
gefið til kynna eða hæg og einnig get-
ur þetta orðið skammvinn lægð eða
langvinn.“
Þegar hann er spurður um stöðu
mála hér heima og afstöðu til mögu-
legrar vaxtalækkunar, sem margir
hafi farið fram á, segir Þórður að það
sem mæli helst á móti aðgerðum við
þessar aðstæður sé meðal annars það
að það séu enn áhöld um hvort þensl-
an í efnahagslífinu, sérstaklega þeg-
ar litið sé til vinnumarkaðar, sé í ein-
hverri rénun að ráði.
„Í öðru lagi er einnig álitamál að
hvaða marki vextir eða vaxtalækkun
hefðu áhrif á gengi krónunnar og
þannig síðan á verðbólgu og þaðan
yfir í kjarasamningagerð. Þriðja at-
riðið sem mælir gegn vaxtalækkun
við þessar aðstæður er auðvitað
vinnumarkaðurinn og staða samn-
inga. Þetta þrennt sýnist mér að segi
í raun og veru að við eigum að fara
rólega og sjá hvort ekki komi fram
skýrari merki um samdrátt hér.“
Gríðarlegur vaxtamunur
„Það sem mælir hins vegar með
aðgerðum nú þegar er í fyrsta lagi að
vaxtamunur fer núna vaxandi, hann
var gríðarlega mikill og fer nú vax-
andi. Það er auðvitað spurning um
hvort það sé skynsamlegt að ganga
svona langt að bregðast ekki einu
sinni við með þeim hætti að aðhaldið
sé óbreytt hér á landi miðað við það
sem verið hefur, það er að segja að
lækka vexti hér til samræmis við
vaxtalækkanir annars staðar en það
myndi fela í sér óbreytt aðhald. Það
er í sjálfu sér hægt að færa fyrir því
góð og gild rök og raunar mæla
margir með 50 punkta lækkun eða
0,5% sem er sjálfsagt mjög nálægt
því að vera óbreytt aðhald. Í öðru lagi
má nefna að peningavextir hér eru
auðvitað miklu hærri en í nokkru
öðru vestrænu ríki. Það má auðvitað
hafa skiptar skoðanir á svona háum
vöxtum eins og eru hér, hvort þetta
vaxtatæki skili því sem ætlast er til af
því þegar við erum komin svona
langt með vextina upp, þ.e. á jaðr-
inum.“
Vaxtabreytingar hér fylgi
vaxtabreytingum erlendis
„Í þriðja lagi mælir það með því að
menn auki í það minnsta ekki aðhald-
ið með því að láta vaxtamuninn
aukast vegna vaxtalækkana erlendis
að það eru svona viss merki um að
það sé að hægjast um. Í því sambandi
má til dæmis benda á að fjárfesting-
arhorfur eru að breytast frekar í þá
veru að fjárfesting aukist ekki eins
hratt og áður. Það má minna á það að
það er veruleg tímatöf frá aðgerðum
þangað til raunverulegra áhrifa
þeirra tekur að gæta. Í fjórða lagi má
nefna að háir vextir valda auðvitað
sprotafyrirtækjum og vaxtargrein-
um í hagkerfinu erfiðleikum. Ef vext-
ir eru hér miklu hærri en annars
staðar í langan tíma getur það haft
skaðleg áhrif á hagvöxt til lengri
tíma.
Allt þetta þurfa menn að vega og
meta í samhengi. Ég tel margt mæla
með að við núverandi aðstæður og
horfur í efnahagslífinu sé eðlilegt að
fylgja hlutlausri peningastefnu sem
felur þá í sér að vaxtabreytingar hér
á landi fylgi í aðalatriðum breyting-
um erlendis,“ segir Þórður Friðjóns-
son.
Útlit fyrir alvar-
legan samdrátt
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar telur að vaxtabreytingar
hér eigi að fylgja í aðalatriðum breytingum erlendis
Washington. AFP. AP.
LANDSBANKI Íslands og
Kaupþing spá lítilsháttar hækk-
un á vísitölu neysluverðs nú í
febrúar en Íslandsbanki–FBA
spáir lítilsháttar lækkun vísitölu-
neysluverðs nú í febrúar. Bún-
aðarbanki Íslands spáir því að
vísitalan verði óbreytt á milli
mánaða.
Hagstofan birtir vísitölu
neysluverðs 12. febrúar næst-
komandi. Þeir þættir sem taldir
eru stuðla að hækkun vísitölunn-
ar samkvæmt spám verðbréfafyr-
irtækjanna, eru verðhækkanir á
bensíni, matvöru og áfengi. Gert
er ráð fyrir að áhrif húsnæðis á
vísitöluna séu óveruleg og verð á
fasteignamarkaði haldist nokk-
urn veginn óbreytt. Árlegar vetr-
arútsölur hafa hins vegar áhrif til
lækkunar á vísitölu neysluverðs.
Spá Íslandsbanka–FBA gerir
ráð fyrir að vísitalan lækki um
0,1% milli mánaða og vísitalan
verði 202,2 stig í byrjun febrúar.
Kaupþing og Landsbanki spá
hækkun um 0,1–0,15%
Spá Kaupþings gerir aftur á
móti ráð fyrir að hækkun milli
janúar- og febrúarmánaða verði
0,1%. Landsbankinn telur að vísi-
talan muni hækka um 0,15% milli
mánaða. Þar vegi þyngst verð-
hækkanir á mjólkurvörum,
hækkanir á innfluttum matvörum
vegna áhrifa gengisbreytinga og
hækkun á heimsmarkaðsverði
bensíns.
Verðbólguspár
fyrir febrúar
GOTTSKÁLK Þ. Eggertsson,
stjórnarformaður í Harðviðarvali,
var kosinn forseti Euparal, al-
þjóðafélags parkett-innflytjenda,
á aðalfundi félagsins sem haldinn
var í Hannover í Þýskalandi þann
15. janúar síðastliðinn.
Gottskálk segir þetta mikinn
heiður því að mikla reynslu þurfi
til að verða ráðandi í samtökum
sem þessum, en þess má geta að
hann hefur verslað með bygg-
ingavörur, harðvið og gólfefni úr
ýmsum efnum í 37 ár. Hann segir
jafnframt að þetta geti orðið til
þess að parkett verði enn ódýr-
ara á Íslandi en er nú. „Í dag er
parkett mest selda gólfefnið á Ís-
landi og hefur verið svo und-
anfarin ár. Því er mjög mikilvægt
að fylgst sé með verði og gæðum
á parketti“, segir hann. Euparal
var stofnað árið 1989 í Amst-
erdam.
Félagið nær yfir 15 Evrópu-
lönd en aðeins eitt fyrirtæki í
hverju landi getur orðið meðlim-
ur.
Gottskálk Þ. Eggerts-
son forseti Euparal
Flísar
og
parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri