Morgunblaðið - 02.02.2001, Side 28
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Vorum að fá í sölu glæsilegt ca 124 fm nýtt parhús með opnu
bílskýli á Seltjarnarnesi. Húsið er fullbúið á tveimur hæðum með
gegnheilu eikarparketi á öllum gólfum nema baðherbergjum og
þvottahúsi. Þrjú góð herbergi og björt og falleg stofa. Útsýni til
sjávar. Verð 19,9 millj.
FOLD FASTEIGNASALA,
sími 5521400, fax 5521405.
SUÐURMÝRI SELTJARNARNESI
Opið virka daga
kl. 8.00 - 17.00 Sími 552 1400
Fax 552 1405
Heimasíða: www.mbl.is/fasteignir/fold Netfang: fold@islandia.is
ANNEY BÆRINGSDÓTTIR ✬ EINAR GUÐMUNDSSON ✬ GUÐBJÖRG GYLFADÓTTIR ✬ SIGRÍÐUR SIF SÆVARSDÓTTIR ✬ VIÐAR BÖÐVARSSON ✬ ÞORGRÍMUR JÓNSSON ✬ ÆVAR DUNGAL ✬ HÁLFDÁN STEIÞÓRSSON
Viðar Böðvarsson
viðskiptafræðingur
löggiltur fasteignasali
Laugavegi 170, 2. hæð
105 Reykjavík
ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, lýsti því yfir á afvopnun-
arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í
Genf í gær að Rússar væru reiðubún-
ir að fækka kjarnavopnum sínum
verulega ef Bandaríkjastjórn félli frá
áformum um að koma upp eldflauga-
varnakerfi. Hann óskaði jafnframt
eftir viðræðum við Bandaríkjastjórn
um málið.
Ívanov sagði að Gagneldflauga-
sáttmálinn frá 1972, sem bannar
beitingu eldflaugavarnakerfa, væri
hornsteinninn í allri viðleitni til að
draga úr kjarnorkuvá. Lagði hann
áherslu á að styrkja bæri sáttmál-
ann, en ekki að veikja hann.
Bandaríkjaher hefur um nokkurt
skeið unnið að þróun eldflaugavarna-
kerfis og Bandaríkjastjórn hefur far-
ið fram á að breytingar verði gerðar
á Gagneldflaugasáttmálanum til að
heimila beitingu slíks búnaðar. Ýmis
ríki, einkum Rússland og Kína, hafa
gagnrýnt áformin harðlega og segja
þau grafa undan friði í heiminum.
Ívanov fordæmdi í gær hugmyndir
um eldflaugavarnakerfi og sagði að
ríki heims, þar á meðal Bandaríkin,
ættu að halda sig við hefðbundna
samninga til að draga úr hættunni af
kjarnavopnum. Hvatti hann Banda-
ríkjastjórn til að ganga til viðræðna
um undirbúning þriðja START-sátt-
málans, þar sem gengið yrði mun
lengra en gert var í START II. Ív-
anov sagði Rússa reiðubúna að að
fækka kjarnaoddum í 1.500.
Samkvæmt START II skuldbinda
Rússar og Bandaríkjamenn sig til að
fækka kjarnaoddum sínum í um
3.500. Hernaðarsérfræðingar telja
að Bandaríkjamenn búi nú yfir um
7.500 kjarnaoddum, en Rússar á milli
6 og 7 þúsund.
Rússar vilja viðræður um eldflaugavarnakerfi
Reiðubúnir að fækka
kjarnaoddum í staðinn
Genf. AFP, AP.
INDÓNESÍUÞING samþykkti í
gær með miklum meirihluta
skýrslu um spillingu Abdurrahm-
ans Wahids, forseta landsins, og
opnaði þar með fyrir málsókn
gegn honum. Var einnig samþykkt
að áminna hann sérstaklega fyrir
að brjóta af sér í starfi og áminn-
ingin hugsanlega fyrsta skrefið í
átt til málshöfðunar.
Skýrslan var samþykkt með 393
atkvæðum gegn fjórum en rúm-
lega 50 stuðningsmenn Wahids
gengu út úr þingsalnum. Í skýrsl-
unni segir, að ástæða sé til að
gruna Wahid um aðild að tveimur
spillingarmálum sem snúast um
rúmlega hálfan milljarð íslenskra
króna.
Þingið ákvað einnig með al-
mennu samþykki en án beinnar at-
kvæðagreiðslu að áminna forset-
ann harðlega fyrir að fara ekki að
lögum. Er áminningin mikið áfall
fyrir Wahid og gerir það ólíklegra
en ella, að hann geti setið út kjör-
tímabilið eða til 2004.
Mikill mannsöfnuður var fyrir
utan þinghúsið meðan á um-
ræðunni stóð, jafnt stuðningsmenn
Wahids sem andstæðingar, en ekki
kom til alvarlegra átaka.
Tímafrekur
málarekstur
Verði ákveðið að höfða mál á
hendur forsetanum, með það fyrir
augum að svipta hann embætti,
getur það tekið langan tíma. Að-
eins undirbúningurinn tekur fjóra
mánuði og margir telja að ástandið
í efnahags- og stjórnmálum lands-
ins sé svo viðkvæmt, að ekki sé
hættandi á margra mánaða mála-
vafstur. Amien Rais, forseti indó-
nesíska þingsins, reyndi að höggva
á þennan hnút í gær þegar hann
sagði, að rétt væri að boða til
skyndifundar í efri deild þingsins
og gæti hún þá gengið frá ákæru á
hendur Wahid. Styðst það við
ákveðið lagaákvæði en þingmenn
líta hins vegar almennt svo á, að
það fari í bága við stjórnarskrána.
Miklar vonir voru bundnar við
Wahid, sem er fyrsti lýðræðislega
kjörni forseti Indónesíu, er hann
tók við völdum fyrir 15 mánuðum
en stjórn hans hefur einkennst af
mistökum og ráðleysi. Það bætir
síðan ekki úr skák, að hann er
grunaður um aðild að miklum fjár-
drætti hjá matvæladreifingarstöð
ríkisins og hann hefur ekki getað
gert grein fyrir 170 millj. króna,
sem soldáninn í Brunei gaf til upp-
byggingar í Aceh-héraði.
Þótt næstum allur þingheimur
hafi snúist gegn Wahid, segist
hann enn njóta stuðnings ríkis-
stjórnarinnar og varaforsetans,
Megawati Sukarnoputri, en flokk-
ur hennar, sá stærsti í landinu,
snerist þó gegn forsetanum á
þingi.
Varað við valdatöku hersins
Mahfud, varnarmálaráðherra
Indónesíu, varaði við því fyrr í vik-
unni, að herinn kynni að taka völd-
in ef hann teldi stjórnmálamennina
stefna landinu í voða með deilum
sínum og sundurlyndi. Stuðnings-
menn hersins í þinginu samþykktu
þó skýrsluna um hugsanlega spill-
ingu Wahids.
Atburðirnir í Indónesíu minna
marga á það, sem gerðist á Fil-
ippseyjum, brottrekstur Josephs
Estrada úr forsetaembætti, en
aðrir vara við slíkum samanburði.
Benda þeir á, að í Indónesíu blasi
ekki við hver eigi að taka við af
Wahid og í öðru lagi sé óttinn við
upplausn ríkisins svo mikill, að
jafnvel hörðustu andstæðingar
Wahids fari að öllu með gát.
Indónesíuþing samþykkir
skýrslu um spillingu forsetans
Forsetinn áminntur en óvíst
hvort eða hvenær höfðað verði
mál á hendur honum
AP
Þingmenn úr flokki Wahids forseta, Þjóðlega vakningarflokknum,
brugðust ævareiðir við er þingið samþykkti skýrslu sem bendlar forset-
ann við spillingu.
Jakarta. AFP, Reuters.
ÞÝSK stjórnvöld heimiluðu í
fyrradag slátrun 400.000 naut-
gripa. Er það liður í áætlunum
Evrópusambandsins um að
slátra alls tveimur milljónum
gripa, en vonast er til að það
hefti útbreiðslu kúariðu.
Kýrnar, sem slátrað verður,
eru 30 mánaða gamlar eða eldri
en auk þess hefur þýska stjórnin
látið slátra öllum gripum á bæj-
um þar sem kúariða hefur komið
upp. Bændur eru óánægðir með
aðgerðirnar og hafa mótmælt
þeim harðlega.
Nýtt kúariðutilfelli greindist í
Brandenburg í fyrradag, og eru
þau þá alls 25 í Þýskalandi síðan
það fyrsta kom upp í nóvember.
Stórslátr-
un á naut-
peningi
Berlín. AFP.
ROLAND Dumas, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Frakklands, neyddist
til að biðjast afsökunar fyrir rétti í
París í fyrradag. Hafði hann þá haft í
hótunum við rannsóknardómarana,
sem hafa ákært hann fyrir spillingu.
„Ég á eftir að ná til ákveðinna
dómara hér og þá munu þeir komast
að því full-
keyptu,“ hrópaði
Dumas ævareið-
ur þegar sak-
sóknararnir
reyndu að fá
hann til að út-
skýra mikil fjár-
ráð sín og fyrr-
verandi ástkonu
hans, Christine
Deviers-Joncour.
Dumas, sem er 78 ára, var á sínum
tíma einn af nánustu samstarfs-
mönnum Francois Mitterrands
Frakklandsforseta. Hann er sakað-
ur um að hafa fengið sinn skerf af
því mikla fé, sem olíufélagið Elf-
Aquitaine jós í ástkonuna, en það
nam hátt í 900 milljónir króna. Hafði
Dumas útvegað Deviers-Joncour
málamyndastarf hjá Elf og forráða-
menn þess greiddu henni síðan of-
fjár fyrir að hafa áhrif á ákvarðanir
ástmannsins.
Dumas, sem var forseti franska
stjórnlagadómstólsins fram á síðasta
ár, hefur haldið stíft fram sakleysi
sínu og af nokkrum þótta og hof-
móði, en í fyrradag missti hann
grímuna þegar Jean-Pierre
Champerenault, einn saksóknar-
anna, neitaði að sætta sig við óljós
svör hans. Eftir hrópin frá Dumas
spurði Champerenault hvort um
væri að ræða hótun og var réttar-
haldinu síðan frestað í 90 mínútur.
Að því búnu baðst Dumas afsökunar.
Hótaði
dómurunum
París. Daily Telegraph.
Roland
Dumas