Morgunblaðið - 02.02.2001, Page 29

Morgunblaðið - 02.02.2001, Page 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 29 Gullsmiðir Nýr rauðmagi Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1 sími 587 5070 • Stór humar • Lúða • Gellur kr. kg. meðan birgðir endast Eigum 1.000 kg.10 STÆRSTI stjórnarandstöðuflokkur Tanzaníu, Borgarabandalagið (CUF), heldur því fram að yfir 200 manns hafi týnt lífi í óeirðunum á milli lögreglu og mótmælenda á Zanzibar um helgina. „Við teljum að ríkisstjórnin og lögreglan hafi hagað sér með óábyrgum hætti, drepið yfir 200 manns sem voru óvopnuð og höfðu komið saman í rétti tjáningar- og fundafrelsis,“ sagði varaformaður flokksins, Wilfred Lwakatare. Lög- reglan fullyrðir hins vegar að ein- ungis 25 hafi látist. Óstaðfestar fregnir herma að 150 íbúar eyjunnar Pemba, minni eyju af þeim tveimur sem mynda Zanzibar, hafi verið drepnir af lögreglu og komið fyrir í fjöldagröf. Aðrir segja að 100 manns hafi látist í flóttatil- raun frá Pemba þegar lögregluþyrla réðst á bát þeirra. Deilt um meint kosningasvik Ófremdarástand hefur ríkt á Zanzibar síðan á laugardag. Þá efndi CUF til mótmæla vegna kosninga sem fram fóru sl. október, en flokk- urinn krefst þess að þær verði end- urteknar vegna meints kosninga- svindls. Flestir hinna látnu eru meðlimir CUF. Ríkisstjórnin sagði mótmælin ólögleg og handtók for- mann CUF, Ibrahaim Lipumba, en honum var sleppt á þriðjudag. Öryggisveitir náðu stjórn á ástandinu á mánudag og lögreglan ver aðgerðir sínar. Yfirvöld segja að stjórnarandstæðingar hafi gert að- súg að lögreglunni með steinum og bensínsprengjum. Líf lögreglu- manna hafi verið í hættu og þeir því tilneyddir að grípa til vopna. Forseti Zanzibar, Amani Karume, sagði að lögreglan myndi finna þá seku og draga til ábyrgðar, en Einingarsam- tök Afríkuríkja hvöttu til þess að málið yrði leyst með friðsamlegum hætti. Zanzibar myndaði ásamt Tang- anyika á meginlandinu sambands- lýðveldið Tansaníu árið 1964. Mörg- um íbúum eyjanna þykir sem ríkis- stjórn sambandsríkisins hafi lítinn áhuga á málefnum þeirra og vilja aukið sjálfstæði. Eyjarnar voru eitt sinn miðpunkt- ur þrælaverslunar í Indlandshafi en nú er Zanzibar vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mann- skæðar óeirðir á Zanzibar Pemba, Dar es Salaam. Reuters, AFP. FYRSTI hluti sjónvarpsþáttarins „Stóra bróður“, sem frumsýndur var í Danmörku á sunnudags- kvöld, mæltist illa fyrir hjá dönskum gagnrýn- endum en um hálf milljón Dana settist við skjáinn til að fylgjast með. Þátturinn er eftirmynd sam- nefndra þáttaraða sem hafa farið eins og eldur í sinu um Evrópu og Bandaríkin og vakið gríðarlega athygli og umræðu en þeir eru hluti hins svokallaða raunveruleikasjónvarps, sem mörgum þykir komið út í algerar öfgar en aðrir segja svar við kröfu áhorfenda um safaríkara sjónvarpsefni. „Stóri bróðir“ er sendur út frá húsi sem byggt hefur verið í sjónvarpsstúdíói í Kaupmannahöfn. Þar hafast tíu manns við í 100 daga og eru allar þeirra hreyfingar og samtöl tekin upp af 26 sjón- varpsmyndavélum og 47 hljóðnemum. Í hverri viku greiða sjónvarpsáhorfendur atkvæði um hver íbú- anna eigi að yfirgefa húsið og sá sem stendur uppi að 100 dögum liðnum hlýtur tæpar 5 milljónir ísl. króna að launum og ef heppnin er með, frægð og frama. Myndavélarnar eru alls staðar, á snyrtingunni, í eldhúsinu, í svefnherbergjunum. Framleiðendur þáttanna hafa lýst því yfir að ekkert ósiðlegt muni bera fyrir augu áhorfenda en sjónvarpsrýnar og þeir sem fylgst hafa með þáttunum, m.a. í Þýska- landi, Bretlandi og Hollandi, þar sem þeir eru upp- runnir, eru á öðru máli. Spennan snúist að miklu leyti um það hvort íbúarnir sængi saman. Svo virð- ist sem „Stóri bróðir“ muni hafa vinninginn af „Barnum“ þar sem hópur fólks dvelur í íbúð og á bar tengdum henni. Eins og í „Stóra bróður“ greiða áhorfendur atkvæði um hvern eigi að senda heim næst. Báðir eru þættirnir sýndir daglega á tveimur einkastöðvanna og þar að auki er hægt að fylgjast með íbúum hússins á netinu allan sólarhringinn. Barmfagur sigurvegari Í öllum þeim löndum þar sem þátturinn og aðrir af sama meiði hafa verið sýndir hefur fólk slegist um að komast í þá. Enda til mikils að vinna, háar fjárupphæðir og frægð fyrir þá sem hyggja á frama, t.d. í skemmtanabransanum. Fyrstu þætt- irnir sem sýndir voru í Danmörku og Svíþjóð, „Robinson“, hafa gert nokkra af þátttakendunum fræga og ríka. „Robinson“-þættirnir fjölluðu um hóp fólks sem þurfti að bjarga sér á eyðieyju í Suð- urhöfum og vikulega greiddu þátttakendur sjálfir atkvæði um hvern ætti að senda heim, þar til aðeins tveir voru eftir. Þættirnir kalla fram öfgarnar í mannskepnunni, þátttakendur víla ekki fyrir sér að fara á bak við náungann þegar þeir telja nauðsyn krefja. Þeir grípa til örþrifaráða til að vekja á sér athygli. Dæmi um það er sigurvegarinn í fyrstu þáttaröðinni af „Stóra bróður“ í Þýskalandi. Alida, 23 ára laga- nemi, þakkaði sigur sinn því að einn morguninn var hún óvenju lengi að klæða sig svo áhorfendur gátu virt fyrir sér brjóstin í fáeinar sekúndur. Atriðið var sýnt aftur og aftur, í öllum kynningum á þætt- inum, meira að segja í fréttatímum og árangurinn lét ekki á sér standa. Þær þrjár milljónir sem fylgd- ust með þáttunum völdu laganemann barmfagra. Danskir áhorfendur bíða nú spenntir eftir því að sjá ofan í tösku eins þátttakandans, sem lýsti því yfir að hún hefði tekið með sér kynlífsleikfang. Danskir sjónvarpsrýnar eru hins vegar lítt hrifnir, einn þeirra leyfði sér að efast um hvort fólkið sem birtist á skjánum væri raunverulega til. Sífellt eru kynntir til sögunnar nýir þættir og samkeppnin um áhorfendur hefur enda harðnað. Til þess að halda þýskum sjónvarpsáhorfendum við efnið hafa hurðirnar í þriðju þáttaröðinni um hús „Stóra bróður“ verið skrúfaðar af sturtuklefunum, stóru baðkari og sauna komið fyrir, bann hefur ver- ið lagt við því að þátttakendur baði sig í sundfötum og í stað einbreiðra rúma hefur tvíbreiðum verið komið fyrir í svefnherbergjunum. Forleikurinn endalausi Í Berlingske Tidende er fjallað um fyrirbærið „raunveruleikasjónvarp“ undir fyrirsögninni „For- leikurinn endalausi“ og er þar vísað til þess hlut- verks sem kynlíf eða öllu heldur kynlífsvænting- arnar leika í þáttunum. „Stóri bróðir býr yfir því sem erótískar myndir gera ekki, óvissunni. Þegar horft er á erótískar myndir leikur enginn vafi á því hvað muni að endingu gerast en sú er ekki raunin með Stóra bróður. Maður getur setið tímunum saman og beðið spenntur; gerist það í dag? ... Draumurinn er um fyrstu opinberu og raunveru- legu samfarirnar í beinni útsendingu.“ Sjónvarps- stjórnendur leggja æ meira á sig til að auka lík- urnar á þessum stórviðburði. Þeir virðast ekki hafa neinar áhyggjur af því að þeir geta ekki sýnt slíkt, ef það gerist. Það er nefnilega bannað að sýna raunverulegt klám í þýsku sjónvarpi. Sjónvarps- stöðvarnar ganga æ lengra til að halda í áhorfendur og halda þeim spenntum. Nýjasta þýska þáttaröð- in, „Stúlknaslagur“, snýst um tíu ungar konur sem komið er fyrir í lúxusvillu með sundlaug í átta vik- ur. Vikulega heimsækir þær ungur maður sem er uppálagt að draga eina stúlknanna á tálar og gefa þar með upp á bátinn drauminn um frægð og ríki- dæmi. Á sama tíma greiða áhorfendur atkvæði um hver stúlknanna eigi að fara heim. Að sögn fram- leiðandans snýst þátturinn um „hvernig sönn ást getur sigrað fé og frægð þótt kvikmyndatökuvél- arnar rúlli“. Önnur dæmi um þætti af sama meiði eru „Hús ástarinnar“ um 27 ára sölumann sem eyðir fimm dögum í sama rúmi og fimm konur. „Hlekkir ást- arinnar“ er um konu eða karl sem hlekkjuð eru við fjóra aðila af hinu kyninu í nokkra daga og að síð- ustu má nefna þann umdeildasta, „Eyju freisting- anna“, sem snýst um að nokkrir einhleypingar reyna að komast upp á milli para sem búið hafa saman um árabil. Hjón mega ekki vera þátttak- endur þar sem stjórnendurnir vilja ekki láta saka sig um að eyðileggja hjónabönd. Grafið undan siðferðisgildunum? Mikið hefur verið ritað og rætt um þessa tegund sjónvarps og andstæðingar þess hafa sakað stjórn- endur sjónvarpsstöðvanna sem þættina sýna um að grafa undan siðferðisgildum fólks, svo fátt eitt sé nefnt. Þeir benda þó ævinlega á að þátttakendur gangist sjálfviljugir undir þau skilyrði sem sett eru í þáttunum. Það virðast lítil takmörk fyrir hug- myndafluginu þegar kemur að því að finna upp á nýju þáttaefni. Í Bandaríkjunum eru uppi hug- myndir um að gera þátt þar sem föngum er boðið að láta framkvæma DNA-próf í beinni útsendingu til að sanna eða afsanna sekt þeirra. Þá hefur hollenska sjónvarpsstöðin Endemol, þar sem hugmyndin að „Stóra bróður“ varð til, í hyggju að gera þætti þar sem kona velur sæðis- gjafa úr hópi 30 karla. Stjórnendur stöðvarinnar segja málið reyndar vandmeðfarið. „Það gengur ekki að eftir fimmtán ár verði til unglingur sem veit að hann er niðurstaða skemmtiþáttar í sjónvarpi,“ segir talsmaður stöðvarinnar í samtali við Politik- en. „Við erum að ræða hvort það sé mögulegt að gera slíkan þátt.“ „Stóri bróðir“ á skjáinn Danir hafa fetað í fótspor fjölmargra Evrópuþjóða og hafið sýningar á „Stóra bróður“. Tíu karlar og konur eru lokuð inni í húsi í 100 daga þar sem friðhelgi einkalífsins heyrir sögunni til. Urður Gunnarsdóttir hefur fylgst með umræðunni um raunveruleikasjónvarpið svokallaða. Reuters Frá fagnaðarlátum er tilkynnt var um sigurvegara ítalska „stóra bróður-leikjarins“, Cristinu Plevani (í miðju), í desember sl. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.