Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 30
LISTIR 30 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýbýlavegi 12, Kóp., s. 554 4433. Mikið af fatnaði í stórum númerum Jakkar frá kr. 4.500 Stuttir jakkar frá kr. 5.900 Síðir jakkar frá kr. 6.900 Pils frá kr. 2.900 Buxur frá kr. 1.690 Bolir frá kr. 990 Kjólar stuttir og síðir Blússur Alltaf eitthvað nýtt ÍSLENSKU bókmenntaverðlaunin voru afhent Guðmundi Páli Ólafs- syni og Gyrði Elíassyni við hátíða- lega athöfn á Bessastöðum í gær. Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, setti athöfnina. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerði grein fyrir niðurstöðu dómnefndar og afhenti verðlaunin. Í ávarpi sem hann flutti sagði forsetinn meðal annars að síðastliðið ár hefði verið óvenju gjöfult á sviði bókmennta og bæri að þakka öllum þeim fjölmörgu höfundum sem hefðu lagt sitt af mörkum, sem og lesendum sem ætíð sýndu bókmenntunum áhuga þrátt fyrir að nýir miðlar kæmu fram á sjónarsviðið. Verðlaunin í flokki fræðirita hlaut Guðmundur Páll Ólafsson fyrir ritið Hálendið í náttúru Íslands, sem gef- in var út af Máli og menningu. Er Guðmundur tók til máls að lokinni afhendingu verðlaunanna líkti hann vinnu sinni við vinnu pípulagninga- manns; „ég hef lagt mínar leiðslur og reynt að tengja ólíka þætti sam- an, náttúrufræði, sögur, ljóð og myndir.“ Guðmundur sagði enn- fremur að hann hefði fyrir löngu gert sér grein fyrir því að starf hans væri eins og að „kenna fólki að lesa, lesa landslag og lífríki“. Guðmundur lauk þakkarávarpi sínu með því að syngja og blístra vísu fyrir við- stadda, fólki til ómældrar ánægju. Gyrðir Elíasson hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir smá- sagnasafnið Gula húsið sem gefið var úr af Vöku Helgafelli og Máli og menningu. Gyrðir hlaut einnig bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir sömu bók í nóvember síðast- liðnum. Er hann hafði tekið við verð- launum sínum sagðist Gyrðir ekki ætla að hafa mörg orð um þýðingu slíkra verðlauna „enda held ég að Megas sé búinn að afgreiða það í eitt skipti fyrir öll“, sagði hann og vísaði þar til ummæla Megasar þegar hann var heiðraður á degi íslenskrar tungu. „Hitt get ég þó sagt að það voru lagðar fram góðar bækur við hliðina á minni og þær hefðu alveg eins getað unnið þessi verðlaun. Annars er ég mikill talsmaður þess að bókaútgefendur taki það upp eftir íþróttahreyfingunni að veita gull, silfur og brons,“ sagði Gyrðir enn- fremur og tók jafnframt fram að hann hefði verið mjög sáttur við bronsið. Þriggja manna dómnefnd sem skipuð var þeim Haraldi Ólafssyni, Svanhildi Óskarsdóttur og Vilhjálmi Lúðvíkssyni valdi verðlaunahafana að þessu sinni. Haraldur var formað- ur nefndarinnar en þau Svanhildur og Vilhjálmur völdu verkin sem út- nefnd voru í desember. Auk verð- launabókarinnar voru eftirtaldar bækur útnefndar í flokki fagurbók- mennta: Draumar á jörðu eftir Einar Má Guðmundsson, Fyrirlestur um hamingjuna eftir Guðrúnu Evu Mín- ervudóttur, Myndin af heiminum eft- ir Pétur Gunnarsson og Ósýnilega konan eftir Sigurð Guðmundsson. Í flokki fræðirita og bóka almenns efn- is voru tilnefndar auk verðlaunabók- arinnar; Saga Akureyrar eftir Jón Hjaltason, Kristni á Íslandi í rit- stjórn Hjalta Hugasonar, Steinn Steinarr - Leit að ævi skálds eftir Gylfa Gröndal og Undir bárujárns- boga eftir Eggert Þór Bernharðsson. Er verðlaunahafarnir höfðu lokið máli sínu léku þeir Guðni Franzson og Einar Kristján Einarsson tónlist á klarínett og gítar. Frumfluttu þeir nýtt verk eftir Guðna við ljóð Jón- asar Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa. Verðlaunin í ár nema 750 þúsund krónum og fylgdu þeim verðlauna- gripir hannaðir af Jóni Snorra Sig- urðssyni. Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2000 afhent Þakka ber öllum höf- undum og lesendum Morgunblaðið/Ásdís Guðmundur Páll Ólafsson og Gyrðir Elíasson hlutu hin íslensku bókmennta- verðlaun. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti þeim verðlaun- in við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. FRUMSÝNINGU á Fjand- manni fólksins eftir Henrik Ibsen í Borgarleikhúsinu, sem fyrirhuguð var föstu- daginn 9. febrúar, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Aðalleikari sýningar- innar, Ingvar Sigurðsson, fékk tilboð um að leika í kvikmyndinni K-19, sem Kathryn Bigelow leikstýrir, í Kanada. Að sögn Guðjóns Peder- sens leikhússtjóra í Borgarleikhús- inu eru allar líkur á að frumsýning frestist til haustsins þar sem ekki eru uppi áform um að æfa annan leikara í hlutverkið í stað Ingvars. „Þetta er hlutverk af þeirri stærð að við höfum ekki lausan leik- ara á svipuðum aldri og Ing- var sem getur tekið við hlut- verkinu. Þetta setur okkur auðvitað í ákveðinn vanda en eftir vandlega umhugsun þótti okkur ekki fært að standa á móti þessu tækifæri fyrir Ingvar. Við hefðum kosið að hafa lengri aðdrag- anda að þessu þar sem þetta hefur legið í loftinu um nokkurt skeið en Ingvar var boðaður til Kan- ada með nánast engum fyrirvara.“ Guðjón sagði að reynt yrði að flýta næstu frumsýningu eftir föngum sem er gamanleikritið Blúndur og blásýra. Leikritið Fjandmaður fólksins Frumsýningu líklega frestað til haustsins Ingvar E. Sigurðsson HEKLA Dögg Jónsdóttir fjallar um verk sín og viðfangsefni á fyrirlestri í Listaháskóla Íslands á Laugarnes- vegi 91 mánudaginn 5. febrúar kl. 12.30 í stofu 24. Hekla Dögg Jónsdóttir er mynd- listarmaður og kennari við LHÍ. Hún lauk mastersnámi frá California Institute of the Arts árið 1999 og ný- verið hlaut hún styrk úr Listasjóði Pennans. Fyrirlesturinn ber nafnið „Raunveruleiki?“ Skosku hönnuðirnir Evelynn Smith og Meriel Scott fjalla um hönn- un á fyrirlestri miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12.30 í sal 113 í Skipholti 1. Þær reka fyrirtækið Precious McBane í London þar sem þær eru búsettar. Þórey Sigþórsdóttir leikkona kenn- ir á námskeiði um raddbeitingu. Kennt verður í leiklistardeild LHÍ, Sölvhólsgötu 13, og hefst námskeiðið 5. febrúar. Spuni – list augnabliksins er yfir- skrift námskeiðs sem hefst 19. febrú- ar. Kennari er Harpa Árnadóttir. Markmið námskeiðsins er að þátt- takendur fái beina reynslu af því hvað spuni er og styrki með því sköpunar- gleði sína og lífsleikni. Kennt verður í húsnæði leiklistardeildar LHÍ. Námskeið og fyrir- lestrar í LHÍ FRUMHERJAR í grafík heitir sýn- ing sem félagið Íslensk grafík opnar á morgun, laugardag, kl. 16, í sal sínum að Tryggvagötu 17 (hafnar- megin). Á sýningunni verður steinþrykk frá fyrstu áratugum 20. aldar þegar fátítt var að Íslendingar ynnu graf- íkmyndir. Þarna er meðal annars verk eftir Kjarval frá því 1919 en þá vann hann nokkrar steinþrykks- myndir þar sem myndefnið er landslag með kynlegum ævin- týrablæ eins og fylgdi honum alla ævi.Einnig eru þarna nokkur verk frá Þingvöllum eftir Jón Þorleifsson, frá 1929-30, sem hann vann á síðasta námsári sínu í Kaupmannahöfn. Leitað til sýningargesta Auk þess eru fleiri myndir af svipuðu myndefni frá Þingvöllum eftir erlendan listamann sem ekki er auðlesið hver er. Þær eru unnar á sama tíma og myndir Jóns og geta má sér þess til að hann hafi skissað þær á Þingvöllum með Jóni á þús- und ára afmæli Alþingis. Er m.a. leitað til sýningargesta við að reyna að hafa uppi á hver höfundurinn muni vera. Ennfremur eru þarna aðrar gaml- ar grafíkmyndir sem álitnar eru eft- ir íslenska höfunda en áletranir og staðfestingar skortir. Steinþrykkin á sýningunni eru í eigu Gunnars Arnar myndlistar- manns á Kambi í Rangárvallasýslu. Hann eignaðist þau í gegnum Gall- eri Stalke á Vesturbrúargötu í Kaupmannahöfn, þar sem hann er einn af föstum sýnendum. Þau fundust fyrir nokkrum miss- erum þegar hreinsað var til í geymslum fornfrægs og aflagðs steinþrykksverkstæðis í borginni, Chr. J. Cato. Flest eru þetta for- þrykk eða prufuþrykk en verkstæði Chr. J. Cato var stórt verkstæði með nokkrum vélknúnum þrykk- pressum og allfjölmennu starfsliði. Sýningin stendur til 25. febrúar og er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14 - 18. Frumherj- ar í grafík Gunnar Örn myndlistarmaður verður með grafíkmyndir sínar í sal félagsins Íslensk grafík. bert Museum í London,“ segir Lilja Árnadóttir, deildarstjóri munadeild- ar Þjóðminjasafnsins. „Þá brúðu Sigríðar eign- aðist Þjóðminjasafnið fyrir nokkrum árum og var hún höfð til sýnis með íslenskum kvenbún- ingum þar til aðalsýn- ingu safnsins í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu var lokað árið 1998. Það er mikill fengur fyrir Þjóð- minjasafn Íslands að veita viðtöku þessari gjöf Sigríðar Kjaran. Brúðurnar munu koma að góðum notum fyrir safnið við að sinna lagaskyldu sinni að uppfræða landsmenn um líf fólks á fyrri tíð,“ segir Lilja. Sýningin stendur til 25. febrúar og er opin á afgreiðslutíma Þjóð- arbókhlöðu, frá kl. 8.15–22 alla daga, nema föstudaga, en þá er op- ið til kl. 19 og um helgar til kl. 17. LISTAKONAN Sigríð- ur Kjaran gaf nýverið Þjóðminjasafni Íslands tíu brúður sem hún hef- ur gert á umliðnum ár- um, og verður opnuð sýning á þeim í Þjóð- arbókhlöðu á laugardag kl. 14. Sigríður Kjaran er fædd í Reykjavík 1919 og stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík og listaskóla í Noregi og á Spáni. Sig- ríður hefur um árabil sérhæft sig í að skapa þjóðlífsmyndir af sér- stakri gerð, sem sýna fólk við ýmis störf. Brúður hennar hafa verið sýndar víða um land og um hríð var sýning helguð þeim í Hvera- gerði. „Brúður þær, sem hér eru sýnd- ar, eru flestar unnar á síðasta ári, nema ein sem sýnir eftirlíkingu af íslenskum brúðarbúningi sem varðveittur er í Victoria and Al- Brúður Sigríðar Kjaran sýndar í Þjóðarbókhlöðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.