Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 31                                                "  #        $    #%          # ! ' $     %        #                                 !  FRAMSÖGU höfðu Soffía Auður Birgisdóttir, leiklistar- og bók- menntagagnrýnandi Morgunblaðs- ins, Halldóra Friðjónsdóttir, leiklist- argagnrýnandi DV, Páll Baldvin Baldvinsson, formaður leikfélags Reykjavíkur og fyrrverandi gagn- rýnandi, og Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Fundarstjóri var Magnús Þór Þorbergsson, leiklistar- ráðunautur í Borgarleikhúsinu. Magnús Þór sagði í inngangi sín- um að undanfarið hefði friður ríkt milli gagnrýnenda og leikhúsanna. Var á honum að skilja að gagnrýnin væri fremur sviplaus og enginn gagnrýnandi skæri sig úr hvað stíl eða aðferð varðar. Ekki nógu dómhörð Halldóra Friðjónsdóttir sagði í framsögu sinni að gagnrýni gegndi margþættu hlutverki. Hún þyrfti að vera upplýsandi fyrir lesandann um sýninguna, hún þyrfti að veita leik- húsfólkinu aðhald og loks væri hún heimild til framtíðar um sýninguna. Hún tók undir sjónarmið Magnúsar Þórs um mildi gagnrýnenda. „Við er- um kannski ekki nægilega dómhörð. En smæð samfélagsins háir okkur og það kemur stundum í veg fyrir fulla hreinskilni að maður þekkir viðkomandi höfund eða leikara.“ Hörð gagnrýni selur Páll Baldvin Baldvinsson rakti feril sinn frá blautu barnsbeini og fram á fullorðinsár og lýsti því hvernig hann endaði sem gagnrýn- andi á Helgarpóstinum, RÚV og DV. Hann sagðist hafa verið undir stöð- ugri pressu af hálfu ritstjóra um að skrifa krassandi gagnrýni og vera harður. „Hörð gagnrýni selur blöð og það er það sem vakir fyrir útgef- endum. Tíminn sem gagnrýnendur hafa til umráða er einnig naumur og því er eðlilegt að gagnrýni verði yf- irborðskennd.“ Páll Baldvin skýrði frá því að Borgarleikhúsið hefði opn- að leikhúsvef þar sem birt yrði ít- arleg umfjöllun um verkin sem væru á fjölunum hverju sinni, ásamt gagn- rýni og viðtölum við áhorfendur. Hann hvatti gagnrýnendur til að leggja vefnum til lengri og ítarlegri dóma en blöðin hefðu áhuga á að birta svo leikhúsáhugafólk fengi svalað upplýsingaþörf sinni. Páll sagði ennfremur að leikhúsið í dag væri ofurselt því þrönga hlutverki að vera nánast eingöngu skemmtitæki. Því ættu gagnrýnendur að sporna gegn. Skrifa með lesendur í huga Soffía Auður Birgisdóttir kvaðst skrifa með ákveðinn markhóp í huga. „Það eru lesendur Morgun- blaðsins. „Ég skrifa mína gagnrýni með það í huga að lesendur geti gert sér glögga grein fyrir sýningunni, hvers konar leikrit er um að ræða og hvernig til hafi tekist með uppsetn- ingu þess, frammistöðu einstakra leikara o.s.frv.“ Hún tók undir orð Páls Baldvins og sagði að vantaði vettvang fyrir dýpri umræðu um leiklist. „Það er umhugsunarefni að leiklistarfólk skuli ekki hafa komið sér upp tíma- riti um leikhúsmál sem fjallar um leiklist á svipaðan hátt og Tímarit Máls og menningar, Skírnir og And- vari.“ Hún kvaðst hins vegar ekki kannast við lýsingar Páls Baldvins af afskiptum ritstjóra eða útgefanda af störfum gagnrýnenda. „Ég hef aldr- ei orðið vör við slíkt þau sex ár sem ég hef skrifað leiklistargagnrýni í Morgunblaðið.“ Undir þessi orð tók Silja Aðalsteinsdóttir, umsjónar- maður menningarsíðu DV. „Eina gagnrýnin sem leikhúsfólk virðist sætta sig við er lof,“ sagði Soffía Auður að lokum. Vantar hið almenna sjónarmið Gunnar Smári Egilsson sagði að sér fyndist of mikil áhersla lögð á sérfræðiþekkingu á öllum sviðum á kostnað hins almenna sjónarmiðs. „Blaðamenn eiga erfitt uppdráttar þar sem þeir eiga að túlka hið al- menna sjónarmið. Gagnrýnendur eiga líka að gera það. Þeir eiga að vera rödd hins almenna manns og birta viðhorf hans til leiklistarinn- ar.“ Hann kvaðst fremur vilja sjá al- menna umræðu um erindi og inntak leiksýninga en sérfræðilega og mjög tæknilega umfjöllun. Hjálmar Hjálmarsson leikari tók undir þetta sjónarmið þegar hann sagði að betra væri að fá einhverja þekkta áhorfendur til að lýsa skoðun sinni á leiksýningum en sérstaka gagnrýnendur. Í almennum um- ræðum kom fram að ýmsir vildu að gagnrýnendur eyddu minna púðri í lýsingar á söguþræði leikrita en beindu kröftum sínum að greiningu á verkinu og þeim þáttum sem lúta beint að sýningunni. Soffía Auður benti á að fyrir hinn almenna les- anda væri nauðsynlegt að fá upplýs- ingar um hvers konar leikrit væri verið að fjalla um og það yrði best gert með því að segja frá því efn- islega. Náttúrulegir fjandmenn Þorvarður Helgason tók til máls og vitnaði til reynslu sinnar af leik- gagnrýniskrifum fyrir Morgunblað- ið á áttunda áratugnum. Hann kvaðst allsendis mótfallinn því að gagnrýnandinn fylgdist með æfing- um til að setja sig inn í hugsanagang listamannanna og skilja betur hvaða hugmyndir lægju þar að baki. „Þannig getur gagnrýnandinn alveg misst sjónar á því hvort listamenn- irnir eru á réttri leið eða ekki. Gagn- rýnandinn á að mynda sér sjálfstæða skoðun á verkinu og bera hana sam- an við þá sýningu sem fyrir augu ber.“ Silja Aðalsteinsdóttir velti því fyrir sér hvort gagnrýnendur og leikhúsfólk ætti nokkuð að vera að hittast á málþingi sem þessu. „Gagn- rýnendur og leikhúsfólk eru nátt- úrulegir fjandmenn. Þeir ættu aldrei að hittast.“ Sigurður Karlsson leikari sagði grundvallarmun á list leikarans og listamanna annarra greina gagnvart gagnrýni. „Málarar og rithöfundar eru búnir með sitt verk og farnir að hugsa um annað þegar gagnrýnend- ur fjalla um verk þeirra. Leikarinn er rétt að hefja sína sköpun þegar gagnrýnin birtist. Hann á þá eftir að stíga fram á sviðið og leika hlutverk sitt ótal sinnum. Það er mjög erfitt að koma fram á sviðið í annarri sýn- ingu vitandi að flestir í salnum hafa lesið umsagnir í dagblöðunum dag- inn áður. Gildir þá einu hvort um- sögnin var góð eða slæm.“ Að rýna til gagns Sveinn Einarsson kvaddi sér hljóðs og ræddi um hlutverk leik- rýnis og kvað hann fyrst og fremst hafa skyldum að gegna gagnvart al- menningi. Hann sagðist ekki efast um að gagnrýni hefði áhrif en fyrir leikhúsfólk væri hún lítils virði. Hann tók tvö dæmi af gagnrýni um sýningarnar á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason og Einhver í dyrunum eftir Sigurð Pálsson. „Þó að báðir þessir dómar væru mjög já- kvæðir þá voru þeir gagnslausir,“ sagði Sveinn og færði rök fyrir þeirri skoðun sinni með tilvitnunum í báða dómana. Edda Heiðrún Backman kvaðst ósammála Silju og varpaði fram þeirri spurningu hvort gagnrýnend- ur vildu ekki eiga samtal um leiklist við leikhúsfólk. „Ég hélt að þetta snerist um það. Gagnrýnendur verða einnig að reyna skoða hlutina í stærra samhengi, velta fyrir sér hvers vegna verið er að flytja ákveð- in leikrit, því það er alltaf ástæða fyrir því. Það er ekki hrein tilviljun. Ég hélt að í orðinu fælist að rýna til gagns í leiklistina.“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir kvaðst sakna þess að gagnrýnendur tækju ekki eftir þroska einstakra listamanna. „Það er aldrei tekið eftir því hvort leikari blómstrar undir stjórn tiltekins leikstjóra eða honum fer aftur undir stjórn annars.“ Ljóst var af umræðunum sem stóðu fram undir miðnætti að gagn- rýni er viðkvæmt tilfinningamál fyr- ir leikhúsfólk þótt erfitt sé á stund- um að viðurkenna það. Óskin um faglega og djúpvitra umfjöllun stangast á við þær forsendur sem gagnrýni í fjölmiðlum gefur sér. All- ir voru sammála um að vettvang fyr- ir hina dýpri og vandaðri umræðu vantaði en Árni Ibsen leikskáld rifj- aði upp að gerðar hefðu verið ýmsar tilraunir til að halda úti tímariti um leiklist en þær hefðu allar mistekist. „Þrátt fyrir hinn mikla leikhúsáhuga þjóðarinnar hefur aldrei tekist að afla slíku riti nægilega margra áskrifenda, hvorki meðal almenn- ings né leikhúsfólks.“ Morgunblaðið/Kristinn Marta Nordal leikkona og Hlín Agnarsdóttir leikstjóri fylgdust grannt með. Fyrir hvern er leiklistar- gagnrýni? Borgarleikhúsið stóð fyrir málþingi um leiklistargagnrýni á miðvikudagskvöldið og var vel mætt af leikhúsfólki í bland við gagnrýnendur fjölmiðlanna. Hávar Sig- urjónsson fylgdist með umræðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.