Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 32
LISTIR
32 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
TRÚLEGA hafa sjaldan verið lagð-ar fram þyngri bækur til bók-menntaverðlauna Norðurlanda-ráðs en í ár og þá er bókstaflega
talað, því að lagðar eru fram tólf skáldsög-
ur, níu af þeim eru á fimmta og sjötta
hundrað blaðsíður að lengd.
Bronislaw og Stanislaw
fara til Ástralíu
Önnur bókanna sem lögð er fram af Svía
hálfu er einmitt svona stórbók sem heitir
Lord Nevermore eftir Agnetu Pleijel (f.
1940). Titillinn er gælunafn pólska málarans
Stanislaw á besta vininum Bronislaw sem er
hallur undir sektarkennd og alltaf að heita
því að gera vitleysurnar aldrei aftur.
Sömuleiðis vísar titillinn til hins magnaða
kvæðis Edgar Allan Poe, Hrafnsins, en þar
segir meðal annars: „Take thy beak from
out my heart, and take thy form from off my
door!“ Quoth the Raven, „Nevermore.“ Í
augum Stanislaw, Stas, er þunglyndi vin-
arins og vísindahyggja köld og tortímandi
og þeir vinirnir eru raunar gjörólíkir. Bron-
islaw, Bron, trúir á rök og kerfi, hann er
mannfræðingur og hans hlutverk er að
finna samhengi og kerfi í gjörsamlega vit-
lausu atferli þeirra frumstæðu og/eða há-
þróuðu eyjarskeggja í Nýju-Gíneu sem
hann rannsakar og verður heimsfrægur fyr-
ir.
Þetta er á öðrum áratug tuttugustu ald-
arinnar eða á sokkabandsárum mannfræð-
innar. Stas er aftur á móti listamaður sem
getur brugðið sér í allra kvikinda líki og
gert alla að vinum sínum – á meðan það
hentar honum sjálfum. Hann hefur „kven-
mannssál“ eins og Bron segir fullur fyrir-
litningar.
Þeir fara saman til Ástralíu, rífast heift-
arlega og leiðir skiljast. Böndin sem tengja
þá getur hins vegar ekkert slitið.
Vinirnir hafa gjörólíkan skilning á heim-
inum og tilganginum með þessu jarðlífi.
Saga þeirra fjallar um tvær heimsstyrjaldir,
innrás nútímans og sósíalískar byltingar en
líka um það að vera heil manneskja eða klof-
in, geta elskað eða ráða ekki við það. Um-
ræða skáldsögunnar um allt milli himins og
jarðar er stórfróðleg og Lord Nevermore
myndi trúlega flokkast meðal svokallaðra
„alfræðisagna“ sem urðu afar vinsælar á ní-
unda og tíunda áratugnum. Þó að fræðslan
verði stundum einum of mikið af því góða er
saga Agnetu Pleijel þó afskaplega vel skrif-
uð og grípandi, stíllinn er hraður, stuttar
setningar eru ráðandi og frásögnin er þétt
og einkennist af skarpskyggni og hlýju.
Rokkað í Vittula
og Råberg
Mikael Niemi (f. 1959) hefur skrifað leik-
rit og ljóð og barnabækur en skáldsagan
Dægurtónlist frá Vittula (Populärmusik
från Vittula) er fyrsta skáldsagan hans.
Vonandi ekki sú síðasta því að hún er dill-
andi fjörug og ljúfsár um leið.
Það er sjöundi og áttundi áratugurinn í
Norður-Svíþjóð, vegirnir eru malbikaðir og
samgönguæðar opnaðar til alls konar smá-
bæja sem verið höfðu afar einangraðir áður
og menn unað glaðir við sitt. Ef ekki glaðir
þá að minnsta kosti sæmilega ánægðir og
verandi til í friði guðs og manna. En svo
kemur nútíminn til Vittula og þá geta alls
konar „óvelkomnir“ menningarstraumar
lagt leið sína til bæjarins. Glymskrattar.
Hljómplötur með sjálfum Elvis Presley,
áratug á eftir áætlun, og öðru þaðan af
verra rokki og róli. Gamla fólkið hefur
þungar áhyggjur.
Í Torndalen, þar sem Vittula er, var töluð
finnska, eins konar Torndalsfinnska sem
var sérstakt tungumál sem aðeins var til
sem talmál.
Kennsla fór fram á sænsku en hana báru
íbúar svæðisins fram með sterkum finnsk-
um hreim. Það að tala og hugsa á tungumáli
sem eiginlega er ekkert mál – hvorki þetta
né hitt – er ekki gott fyrir sjálfstraustið.
Menn halda ekki að þeir séu neitt. Um þetta
fjallar Mikael Niemi á fallegan og nærfær-
inn hátt. Þetta er endurlit sem er ekki laust
við heimþrá til sjöunda og áttunda áratug-
arins og þessi saga hefur ákveðna snertifleti
við sögu Finnans Kjell Westö (f. 1961) sem
fjallar um svipað tímabil.
Ég heiti Skrake
– ég er slys
Saga Kjell Westö heitir Að lenda í að vera
Skrake eða kannski Ég heiti Skrake – ég er
slys (Våden av att vara Skrake). Aðalper-
sónan og fyrstu persónu sögumaðurinn,
Wiktor Jurij Skrake, kallaður Viki, er
skírður eftir geimfaranum Júríj Gagarín
sem faðirinn dýrkar næst á eftir Elvis Pres-
ley.
Faðirinn, Werner Skrake, er borgara-
stéttardrengur sem
er sendur til náms í
Cleveland í Banda-
ríkjunum á sjötta
áratugnum og lærir
þar fátt annað en að
elska Elvis Presley.
Þessi Bandaríkja-
tengsl verða til þess
að honum er falið það
heiðurshlutverk að
keyra einn kókbílinn
niður aðalgötuna í
Helsinki í fyrstu
stóru markaðsher-
ferð Coca Cola í
Finnlandi. Bílalestin
fer mjög hægt.
Werner Skrake dott-
ar undir stýri, klessukeyrir kókbílinn, þús-
undir gosflaskna liggja í valnum og hlegið
er að fíflinu um allt Finnland ekki bara dag-
inn þann heldur næstu tuttugu árin. Werner
býðst líka fyrsta umboðið fyrir poppkorn í
Finnlandi en tekst að klúðra því. Hann ræð-
ur ekkert við nútímann, þessi maður. Hann
flytur með konu og barn til Råberg utan við
Helsinki, gengst þar upp í sleggjukasti og
er húsvörður við grunnskólann. Geðheilsan
gæti verið betri.
Sonurinn er mjög upptekinn af þessum
skrautlega föður og föðurfjölskyldunni enda
hefur hún orðið vitni að ýmsum þeim mar-
tröðum sem gengið hafa yfir finnsku þjóðina
á tuttugustu öld og hinar sterku menning-
arlegu og pólitísku andstæður sem ein-
kenna Finnland endurspeglast í sögunni.
Bókin heitir á finnsku Í nafni föðurins og
það er að mörgu leyti betri titill en sá
sænski því að faðirinn er í raun meira barn
en sonurinn og svíkur hann á svo mörgum
sviðum að drengurinn hefur varla undan að
réttlæta hann og ljúga fyrir hann. Hann
hefur takmarkaða fjarlægð á bæði sjálfan
sig og föðurinn. Í því liggur veikleiki sög-
unnar sem er bæði útúrdúra- og tilfinninga-
söm á köflum þó að hún sé dillandi fyndin og
kraftmikil líka.
Lítil stelpa
í stórri blokk
Saga Mari Mörö (f. 1963) sem heitir Gjaf-
ir fyrir góða nótt (Gåvor för en snäll natt) er
krassandi texti. Í bókinni skiptast á stuttir
kaflar þar sem fylgst er með þremur per-
sónum, sex ára telpu og tveimur ungum
karlmönnum.
Annar þeirra býr í sömu blokk og telpan
og hinn er vinur hans sem kynnist telpunni í
rás sögunnar.
Mamma telpunnar er erótískur dansari
sem sefur (hjá) ef hún er ekki að drekka eða
afla sér tekna öðru vísi. Telpan er skilin ein
eftir heima og sér um sig sjálf. Hún er af-
skaplega skynsamur og skemmtilegur
krakki en ekki hefur lengi verið lesið þegar
lesandi byrjar að skilja hve ömurlegur veru-
leiki hennar er. Hún er sex ára, matarlaus,
svöng og skítug og íbúðin hefur ekki verið
þrifin lengi. Enginn tekur ábyrgð á henni og
fáir tala við hana svo að hugarheimur henn-
ar takmarkast af bíómyndum í sjónvarps-
garmi heimilisins, stopulli dvöl á barna-
heimili og stöku samtölum við nágrannana.
Hún og vinkona hennar sækja í versl-
unarmiðstöð nálægt heimilinu þar sem
hægt er að stelast til að leika sér að vör-
unum í hlutaheimi sem er bjartur og fagur.
Hlutirnir fá sömuleiðis eigið líf og gildi í ein-
manalegum leikjum telpunnar því að
mamman gefur henni alltaf gjafir eftir
„góða“ nótt.
Efnishyggjan ræður öllu og öllum í kring-
um barnið, þetta er heimur hörku og mis-
notkunar, allt er til sölu og ekkert fæst gef-
ið. Börnin og þeir veiklyndustu verða undir.
Smákrimminn í næstu íbúð verður vinur
litlu telpunnar og þegar mamman hefur
ekki látið sjá sig í meira en sólarhring byrj-
ar hann að sinna krakkanum. Samband
þeirra tveggja er bæði fallegt og morðfynd-
ið því að Mari Mörö tekst að segja þessa
ömurlegu sögu þannig að hún verður þrung-
in af kímni og fullkomlega laus við tilfinn-
ingasemi. Persónurnar nota merkilegustu
nýyrði, slangur og orðaleiki og létt hefur
það ekki verið að þýða þessa bók en það er
þess virði. Þetta er fyrsta skáldsaga höf-
undarins og glæsilegt byrjendaverk.
Játningar
Hans Anthon Lynge (f. 1945) er þekkt
nafn í grænlenskum bókmenntum og áður
hefur verið lögð fram eftir hann bók til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs en það
var undurfalleg ljóðabók sem hét Hér
nyrðra þar sem ég bý (1991).
Lynge skrifaði líka með öðrum kvik-
myndahandritið að myndinni Lysets hjerte
og bókin eftir hann sem nú er lögð fram
heitir Játningar (Bekendelser). Það er svo-
lítið erfitt að flokka þessa bók því að
rammasagan segir frá manni sem fær vin
sinn í heimsókn og sá réttir honum blaða-
bunka og kveður hann. Í blaðabunkanum
eru sendibréf og stuttar ritgerðir eða frá-
sagnir sem eiga það sameiginlegt að fjalla
um það að vera Grænlendingur í dag.
Mörgu áhugaverðu fitjar Hans Anthon
Lynge upp á þar og samfélagsgagnrýni
hans er bæði hörð og full af sorg því að það
er engin einföld lausn til á kreppu græn-
lenskrar menningar í dag, svífandi á milli
beiskju heimastjórnarpólitíkusanna annars
vegar og reiði og hörku yngri mannanna
sem ganga að heimastjórninni sem gefinni
en vilja meira eða eitthvað annað.
Verstir eru þó þeir sem leggja bara upp
laupana en það hafa of margir gert frá upp-
hafi, segir Lynge. Bókin er mikilvæg um-
ræða um stöðu menningarinnar á Græn-
landi í dag en skáldsaga er hún ekki og varla
esseyjusafn heldur.
Kaldur félagi
Allt öðruvísi bók er ljóðabókin Kaldur
félagi (Kall kamerat) eftir samíska skáldið
Rose-Marie Huuva. Það gerir mann svolítið
stoltan að í fréttatilkynningu samíska rit-
höfundasambandsins er það sérstaklega
tekið fram að ljóð Rose-Marie Huuva hafi
verið þýdd á íslensku í bókinni Hvíslað að
klettinum (1981) og að nýja ljóðabókin
hennar Kaldur félagi hafi þegar verið þýdd
á íslensku. Það er náttúrlega Einar Bragi
sem á heiðurinn af þessari bókmenntamiðl-
un. Sérlega góðar fréttir eru að ljóðabálk-
urinn sem hér um ræðir hafi þegar verið
þýddur því að þetta eru sterk og afar góð
ljóð.
Hinn kaldi félagi er dauðinn. Ljóðmæl-
andinn er veik, greinilega með brjósta-
krabba. Baráttan við sjúkdóminn felur í sér
sterkt tilfinningasamband við hinn kalda
félaga, konuna bláu. Í meitluðum ljóðum
leiðir ljóðmælandinn lesandann með sér
gegnum kvalirnar, óttann og gleðina.
Rose-Marie Huuva er myndlistarmaður
og eitt lengsta ljóð bókarinnar klýfur text-
ann í tvennt og notar endurtekningar á milli
vinstri og hægri hliðar blaðsíðunnar sem
þannig „sýnir“ og endurskapar eins konar
bergmálsklett sem kastar ákallinu stöðugt
tilbaka til síns hrjáða upphafs.
Sumarið bak við brekkuna
Sveitasaga Jóns Kalmans kallast á við
sögur Niemi og Vestö. Sumarið bak við
brekkuna gerist líka á sjöunda og áttunda
áratugnum og skiptist í þrennt. Í fyrsta
hlutanum kemur gestur í sveitina og menn
halda að þetta kunni að vera Guð meðal ann-
ars af því að hann sést aðeins sem móða í
kíki bændanna þar sem hann gengur um
túnin. Annar hluti bókarinnar gerist hundr-
að árum áður og segir frá forfeðrum þeirra
bænda sem nú ganga um garða í sveitinni og
ekki þarf að kvarta yfir vöntun á yfirnátt-
úrlegum uppákomum þá fremur en nú.
Þriðji hlutinn gerist aftur í nútímanum og
endar á sigri ástarinnar.
Jón Kalman skrifar forkunnarskemmti-
lega, blæbrigðaríka og kjarnyrta íslensku.
Hann býr til talmálsstíl, lipran og persónu-
legan, þar sem brugðið er á leik í skringileg-
ustu myndhverfingum sem fá lesendur til að
skellihlæja upp úr lestrinum. Áreynslulaust
og glaðlega byggir Jón upp lýsinguna af
sveitamenningu sem freistandi væri að
kenna við töfraraunsæi ef persónurnar
væru ekki jafn meðvitaðar og raun ber vitni
um að þær eru hraðlygnar bókmenntaper-
sónur úr hugskoti höfundar sem stillir þeim
upp til sýnis fyrir hvern sem er og hvernig
sem á stendur fyrir þeim.
Á sama hátt og bók Niemi er saga Jóns
Kalmans annað og meira en fyndnar og ljúf-
sárar lýsingar á veröld sem var – þær eru
líka að greina árekstur og yfirtöku einnar
menningar á annarri og um leið umbreyt-
ingarnar sem verða á þeirri fyrstu. Um það
mætti skrifa langt mál en nóg er komið af
svo góðu.
Í dag klukkan tólf verður tilkynnt í Osló
hver þessara góðu bóka og ágætu höfunda
fær bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
árið 2001.
Lærðir karlar,
lítil telpa
og bændur
í banastuði
Í seinni grein sinni kynnir Dagný Kristjánsdóttir
bókmenntafræðingur sjö af þeim höfundum sem til-
nefndir eru til bókmenntaverðlauna Norðurlanda. Til-
kynnt verður á hádegi í dag hver hlýtur verðlaunin.
Mari
Mörö
Jón Kalman
Stefánsson
Kjell
Westö
Hans Anthon
Lynge
Agneta
Pleijel
Rose-Marie
Huuva
Mikael
Niemi