Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GORGEIR er heiti á sýnirými starf- andi listamanna með aðsetur á Korpúlfsstöðum. Sýningar í Gor- geir hafa staðið í eitt ár og verið með fjölbreyttum hætti. Einn liður í starfsemi Gorgeirs er útgáfa graf- íkmöppu sem inniheldur sex verk, árituð og tölusett af listamönn- unum. Verkin eru tölvuprent Ásu Ólafsdóttur vefara, háþrykk Bryn- dísar Jónsdóttur leirlistamanns, trérista Kristínar Geirsdóttur list- málara, flísar-afþrykk Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur, þurrnál Pjeturs Stefánssonar og tölvuprent Þorgerðar Sigurðardóttur graf- íklistamanns. Það var Inga Pálsdóttir sem keypti fyrstu möppuna. Nú stendur yfir sýning Bryndísar Jónsdóttur í sýnirýminu og nefnist hún Blæðandi hjarta, Suomelinna Helsinki, Finnland 1998. Henni lýk- ur 1.mars. Sýningarýmið er opið alla mið- vikudaga frá kl. 12-18, eða eftir samkomulagi við listamenn stað- arins. Gorgeir gefur út grafíkmöppu Listamennirnir afhenda Ingu Pálsdóttur fyrstu grafíkmöppuna. LEIKRITIÐ Sniglaveislan eftir ÓlafJóhann Ólafsson verður frumsýnt íSamkomuhúsinu á Akureyri í kvöld,föstudagskvöldið 2. febrúar, í upp- setningu Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Íslands. Leikgerðin er eftir Sigurð Hróarsson, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar, og höfundinn, Ólaf Jóhann. Sigurður Sigurjóns- son leikstýrir verkinu en Gunnar Eyjólfsson fer með aðalhlutverkið. Auk hans leika í Sniglaveislunni þau Sigurþór Albert Heimis- son, Sunna Borg og Hrefna Hallgrímsdóttir. Skáldsagan Sniglaveislan kom út árið 1994 og naut þá þegar mikilla vinsælda. Þetta er fyrsta leikgerðin sem unnin er eftir sögum Ólafs Jóhanns, en áður hefur verið sýnt við mikla aðsókn leikrit hans Fjögur hjörtu í Loft- kastalanum árið 1997. Sú sýning vakti athygli og gekk í tvö ár. Nú nýlega var keyptur kvik- myndaréttur að nýjustu skáldsögu Ólafs Jó- hanns, Slóð fiðrildanna, en hún hefur þegar verið þýdd á átta tungumál. Í Sniglaveislunni segir af Gils Thordarsen stórkaupmanni sem ársfjórðungslega heldur sjálfum sér mikla veislu, en sagan gerist ein- mitt á slíku kvöldi. Svo vill til að þessu sinni að óboðinn gest ber að garði og verður úr að Gils býður honum að setjast með sér að veisluborði, öldungis grunlaus um erindi gestsins. Smám saman kemur í ljós að gesturinn er ekki allur þar sem hann er séður, átökin fara vaxandi og uppgjör er óumflýjanlegt. Sá söguna strax fyrir mér á sviði Sigurður Hróarsson sagði að strax og hann hefði lesið söguna þegar hún kom út hefði hann fengið hugmynd að því að leikgera hana. „Ég sá þessa sögu strax fyrir mér á sviði,“ sagði hann. „Þetta er myndræn saga, í henni er sterk persónusköpun, hún er af hentugri lengd, gerist á afmörkuðum tíma og í afmörk- uðu rými og stærsti hluti hennar er í beinni ræðu. Innri og ytri aðstæður hennar eru þann- ig að vel hentar að gera upp úr sögunni leik- gerð,“ sagði Sigurður. Hugmyndin blundaði lengi með Sigurði og þegar fleiri fóru að nefna hugmyndir af svip- uðu tagi hafði hann samband við höfundinn, Ólaf Jóhann, og falaðist eftir höfundarrétti til að gera leikgerðina. Sigurður sagði Ólaf Jó- hann hafa brugðist góðfúslega við beiðni sinni og nefndi einnig hvort höfundurinn vildi taka þátt í að semja leikgerðina og sýndi hann því strax áhuga. Sigurður hafði þá þegar unnið fyrstu drög að því að snúa sögunni í leikbúning, en langur vegur var frá því að leikgerðin væri fullbúin. „Grunnhugmyndin var komin fram og í kjöl- farið hófst okkar samvinna sem fólst í því að koma sögunni yfir í leikritsform. Það þurfti ýmsu að breyta, atvikum, samtölum, færa til senur og fleira því það eru önnur lögmál í gildi hvað varðar leikrit en sögu á bók,“ sagði Sig- urður. Hann sagði samstarfið hafa gengið einkar vel þó að höfundurinn sé búsettur í Bandaríkj- unum og Sigurður á Akureyri, en þeir hafi ver- ið í sambandi með tölvupósti að mestu leyti. Vinnan hófst síðla sumars og stóð fram eftir hausti, en þó að leikgerðin hafi verið tilbúin nokkru fyrir jól hafi þeir unnið að ýmsum breytingum allt fram á síðasta dag. Spennandi og dramatísk saga „Sagan er spennandi og dramatísk, afskap- lega vel skrifuð og það á eflaust þátt í vinsæld- um hennar,“ sagði Sigurður. Hann taldi það frekar kost en galla að margir þekktu til sög- unnar, hefðu lesið hana og hefðu á henni skoð- anir. „Vissulega eru menn búnir að gera sér sínar eigin hugmyndir um persónurnar, en við þekkjum ótal dæmi um slíkt áður. Íslensk sviðsverk eru rík af leikgerðum upp úr skáld- sögum og nægir þar að nefna sögur Halldórs Laxness í því sambandi,“ sagði Sigurður. Sýningin á Sniglaveislunni er samstarfs- verkefni Leikfélags Akureyrar og Leikfélags Íslands og verða sýningar fyrst í Samkomu- húsinu á Akureyri nú í febrúar og fram í mars, en þá hefjast sýningar í Iðnó í Reykjavík. Sig- urður sagði að leikfélögin tvö hafi áður átt með sér ágætt samstarf og þau hafi við uppsetn- ingu þessa verks séð að listrænn og fjárhags- legur ávinningur hlytist af því að setja þetta leikrit upp í sameiningu. Sigurður Sigurjóns- son leikstjóri kemur frá Leikfélagi Íslands en þetta er í fyrsta sinn sem hann starfar með Leikfélagi Akureyrar. „Það var mjög kröftugt að fá hann til liðs við okkur í þetta verkefni, ég er mjög ánægður með það og líst vel á það sem hann er að gera,“ sagði Sigurður. Heiður að fá Gunnar til liðs við okkur Gunnar Eyjólfsson leikur sem fyrr segir að- alhlutverkið, Gils Thordarsen stórkaupmann, og er þetta í annað sinn sem hann starfar með Leikfélagi Akureyrar, en hann fór með hlut- verk Galdra-Lofts árið 1964. Gunnar lék einn- ig í leikriti Ólafs Jóhanns, Fjórum hjörtum, á sínum tíma. Hann fagnar 75 ára afmæli sínu 24. febrúar næstkomandi og mun af því tilefni flytja einsamall Pétur Gaut, leikrit Ibsens, á sviði Þjóðleikhússins. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá Gunnar til liðs við okkur í Sniglaveislunni á þessum merku tímamótum í lífi hans. Við erum mjög stolt af því,“ sagði Sig- urður. Finn fyrir miklum áhuga Hann sagðist finna fyrir miklum áhuga á sýningunni en hann kæmi sér ekki á óvart. Höfundur verksins hefði vakið mikla athygli og hrifningu meðal íslenskra lesenda, en sögur hans hefðu átt greiða leið að hjörtum Íslend- inga. Þá hefði Ólafur Jóhann einnig vakið verðskuldaða athygli úti í hinum stóra heimi þar sem hann hefði hlotið einróma lof gagn- rýnenda fyrir skáldskap sinn. „Þannig að það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhuga á þessu leikriti og ég finn að áhorfendur ætla sér ekki að missa af því.“ Elín Edda Árnadóttir sér um leikmynd og búninga í Sniglaveislunni, Hilmar Örn Hilm- arsson semur tónlist, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu og Randver Þorláksson hefur verið aðstoðarmaður leikstjóra við uppsetn- ingu Sniglaveislunnar. Frumsýning verður sem fyrr segir í kvöld en einnig verða sýningar á laugardags- og sunnudagskvöld. Sigurður sagði að ætlunin væri að sýna nokkuð þétt þar sem tíminn sem til umráða væri fyrir þessa sýningu væri tak- markaður. Það kæmi bæði til af því að verkið verður sýnt í Reykjavík í næsta mánuði og eins þarf að rýma Samkomuhúsið vegna næstu sýninga, en mikið stendur til þar allt fram á vor. Næsta leikrit verður frumsýnt fyrir páska, Ball í Gúttó eftir Maju Árdal, þá verður leiklesið verk eftir Guðmund L. Friðfinnsson, sem er 95 ára gamall, og loks setur Leikhús- kórinn upp Sígaunabaróninn á fjölum Sam- komuhússins á vordögum. Leikfélag Akureyrar og Leikfélag Íslands frumsýna Sniglaveisluna á Akureyri í kvöld Vel skrifuð saga sem hentar vel til leikgerðar Morgunblaðið/Kristján Gunnar Eyjólfsson og Hrefna Hallgrímsdóttir í hlutverkum sínum. Gunnar Eyjólfsson og Sigurþór Albert Heimisson í hlutverkum sínum. Fátt er betra en íslenskir brekkusniglar. Gunnar Eyjólfsson í hlutverki sínu. 200. SÝNING á barnaleikritinu Snuðra og Tuðra verður í Möguleik- húsinu við Hlemm á sunnudag kl. 16. Sýningin var frumsýnd í október 1998 og hefur síðan verið sýnd um land allt. Leikritið er byggt á sögum Iðunn- ar Steinsdóttur um systurnar Snuðru og Tuðru. Sýningin er aðal- lega byggð á fjórum sögum; Snuðra og Tuðra verða vinir, Snuðra og Tuðra missa af matnum, Snuðra og Tuðra laga til í skápum og Snuðra og Tuðra og fjóshaugurinn. Snuðra og Tuðra eru leiknar af þeim Aino Freyju Järvelä og Ingi- björgu Stefánsdóttur. 200. sýning á Snuðru og Tuðru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.