Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 36

Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 36
FJÖLMIÐLUN 36 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAGBLAÐIÐ The Orange County Register og fleiri dagblöð í Kali- forníu komust að því 1995, að unnt væri að lækka rafmagnsreikning- inn verulega. Það gátu þau gert með því að skuldbinda sig til að rjúfa strauminn alveg kæmi til al- varlegs raforkuskorts og skömmt- unar. Á sínum tíma þótti þetta al- veg fundið fé en nú er komið dálítið annað hljóð í strokkinn. Ráðamenn á blaðinu, því 28. stærsta í Bandaríkjunum, naga sig nú í handarbökin yfir ákvörðuninni 1995 en hún á líklega eftir að kosta það tugmilljónir íslenskra króna. „Þetta er alger martröð,“ segir Tom Grochow, einn stjórnenda blaðsins, en enginn vegur er að segja samningnum upp. Rafmagnsveiturnar Southern California Edison skipuðu blaðinu að rjúfa strauminn 17 sinnum á síð- asta ári og 12 sinnum aðeins í janú- ar á þessu ári. 1999 gerðist það að- eins tvisvar sinnum. Menn komust náttúrulega fljótt að raun um það, að nú á dögum er ekki unnt að gefa útblað án þess að hafa rafmagn, og þess vegna hefur verið gripið til þess ráðs að slökkva á loftkælingunni og sex af sjö lyft- um en ekki að öðru leyti. Það var að sjálfsögðu brot á samningnum og því þurfti blaðið að borga 100 sinn- um meira fyrir rafmagnið en ella. Eigendur Registers eru nú að velta fyrir sér kaupum á rafstöð en þá þarf að endurnýja rafkerfið í sex hæða háu húsinu og það getur tekið margar vikur. Los Angeles Times á einnig við þetta sama vandamál að glíma í einni af þremur prentsmiðjunum en þar er þó vararafstöð, sem unnt er að grípa til þegar í nauðirnar rekur. The Press-Enterprise í Riv- erdale hefur enn sem komið er sloppið við skömmtun af þessu tagi en þar eru menn þó við öllu búnir. Hefur öllu starfsfólkinu verið af- hent vasaljós og kennt að yfirgefa bygginguna skipulega verði raf- magnið tekið af. Rafmagnsleysið bitnar á blöðunum Reuters Verkamaður vinnur á jarðarberjaakri undir rafmagnslínum í Carlsbad í Kaliforníu. Orkukreppan þar hefur meðal annars bitnað á fjölmiðlum. Mannaskipti á Dagens Nyheter Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ENN einn yfirmaðurinn hefur lát- ið af störfum á Dagens Nyheter, að þessu sinni vegna deilna um stjórnmálatengsl hans. Anders Johnson, stjórnmálaritstjóri blaðs- ins og einn leiðarahöfunda þess, sá sig í síðustu viku knúinn til að láta af störfum vegna óánægju með tengsl hans við Þjóðarflokkinn sænska auk þess sem efasemd- araddir um blaðamennskuhæfi- leika Johnsons þögnuðu ekki. Johnson sagði í samtali við Svenska dagbladet í síðustu viku að sér hefði ekki verið vært lengur á blaðinu vegna andstöðu sumra samstarfsmanna sinna. Þeir voru einkum ósáttir við tengsl hans við Þjóðarflokkinn og áætlanir um að ráða Carl Hamilton, fyrrverandi þingmann flokksins, til starfa á Dagens Nyheter. Johnson kvaðst því hafa ákveðið að hætta þrátt fyrir að hann hefði notið stuðnings aðalritstjóra blaðsins og stjórnar þess. Þá bætti ekki úr skák að John- son hefur ekki reynslu sem blaða- maður, nokkuð sem hann viður- kennir að hafi háð sér í starfi. „Ég hef auðvitað orðið fyrir vonbrigð- um með að ég skyldi ekki geta leyst allt af hendi og skort minn á stjórnunarhæfileikum,“ sagði hann. Johnson, sem kom til starfa sl. sumar, kvað ýmislegt hafa farið öðru vísi en ætlað var, sér hefði t.d. ekki tekist það ætlunarverk sitt að hressa upp á leiðarasíðuna, gera umfjöllun hennar beittari og gamansamari. Þvert á móti hefðu skrif hans orðið alvarlegri eftir því sem leið á starfið vegna þess óör- yggis og reynsluleysis sem háði honum í byrjun. Leiðarahöfundurinn fyrrverandi segist eigi að síður munu sakna starfsins mjög, einkum þess að sjá ekki lengur eigin leiðara á prenti. Blaðamenn Dagens Nyheter telja hann hins vegar hafa gert rétt í því að viðurkenna að hann hafi ekki ráðið við starfið, auk þess sem athyglin hafi verið farin að beinast meira að pólitískum skoð- unum hans en blaðinu sjálfu. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan tímaritið Vision upplýsti að textahöfundur á auglýsingastofu hefði skrifað stefnuyfirlýsingu blaðsins og varð það að biðjast af- sökunar. Fyrir rúmu hálfu ári lét menningarritstjóri Dagens Nyhe- ter, Ingrid Elam, af störfum vegna óánægju með minna vægi menn- ingardeildarinnar í ritstjórn blaðs- ins. Hún tók við af Arne Ruth sem hætti vegna óánægju með eigna- samþjöppun Bonnier-fjölskyldunn- ar í fjölmiðlaheiminum en Bonnier er stærsta fjölmiðlafyrirtæki Norðurlanda og á m.a. Dagens Nyheter. Farsíma- gátt inn á Netið UM næstu mánaðamót munu Aftonbladet sænska og Svenska Dagbladet nota sms-kerfið til að opna farsímagátt inn á Netið. Þar verður boðið upp á almenn- ar fréttir, íþróttafréttir, kaup- hallartíðindi og skemmtiefni. Þetta verður fyrsta samstarfs- verkefni dagblaða innan Schib- sted-samsteypunnar. Schibsted Telecoms eða Inpoc.se mun bjóða upp margvíslega þjónustu í gegnum farsíma eða eins og Hörður Bender, aðstoðarfor- stjóri, segir, stendur til að „gera farsímana innihaldsríkari“. Byrjað var að undirbúa þetta í haust er leið þegar starfsmenn á hinum nýju miðlum blaðanna komu saman til skrafs og ráða- gerða. Svenska Dagbladet á t.d. að vera með fjármálatíðindi, fréttir úr atvinnu- og efnahags- lífinu, almennar fréttir og um menningu og listir. Aftonbladet verður aftur mest með íþrótta- fréttir og léttara efni. Inpoc.se verður fjármagnað með venju- legum netauglýsingum en þó fyrst og fremst með áskrift að hinni ýmsu sms-þjónustu. Mats Ericsson hjá Aftonblad- et segir, að vandamálið í Svíþjóð sé hins vegar, að sænsku síma- félögin neita að annast inn- heimtu fyrir aðra eins og gert er í Noregi. Því verði að finna ann- að greiðslufyrirkomulag. ÞÝSKI stjórnalagadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu fyrir viku að ekki bæri að afnema bann við sjónvarpsmyndavélum í réttarsöl- um. Þýskir stjórnmálamenn hafa fagnað þessari niðurstöðu og vísa til þess að þar með hafi verið útilokað að uppákomur á borð við réttarhöld- in yfir O.J. Simpson í Bandaríkjun- um verði í þýskum réttarsölum. Úrskurður dómstólsins var lesinn upp í beinni sjónvarpsútsendingu, en þýsk lög leyfa aðeins beinar útsend- ingar þegar æðsti dómstóll landsins kveður upp úrskurði, ekki á öðrum dómstigum. Átta dómarar kváðu upp úrskurð- inn og voru fimm sammála um að bannið, sem sett var fyrir 37 árum, væri enn nauðsynlegt, meðal annars til að vernda aðila að réttarhöldum og tryggja sanngjarna meðferð mála án óþarfra utanaðkomandi áhrifa. Hans-Jürgen Papier, varaforseti réttarins, sagði að dómsmál ættu ekki að vera skemmtun fyrir al- menning: „Réttarhöld eru opin al- menningi, en þau fara ekki fram með almenning í huga.“ Vildu sjónvarpa frá réttarhöldunum yfir Krenz Sjónvarpsfréttastöðin n-tv höfðaði málið og vildi fá að sjónvarpa frá réttarhöldunum yfir Egon Krenz, síðasta leiðtoga Austur-Þýskalands, sem var dæmdur fyrir að gefa skip- anir, sem leiddu til þess að landa- mæraverðir skutu borgara þegar þeir reyndu að flýja yfir Berlínar- múrinn. Talsmenn stöðvarinnar kváðust ekki vilja ala á æsifréttamennsku, heldur aðeins sýna frá réttarhöldum í málum, sem snerust um almanna- hag. „Ég hef alltaf sagt að ég hef ekki áhuga á að sýna frá skilnaðarréttar- höldum,“ sagði Karl-Ulrich Kuhlo, formaður n-tv og bætti við að rásin væri alvarleg fréttastöð og ætlunin væri ekki að sökkva sér ofan í einka- mál fólks. Þjóðverjar hafa undanfar- ið fengið smjörþefinn af því hvernig slíkt fer fram í Bandaríkjunum. Í byrjun janúar tóku dómstólar í Miami í Flórída fyrir forræðisdeilu tennisstjörnunnar Boris Beckers og konu hans Barböru og auglýstu þá nokkrar stöðvar beinar útsendingar. Myndavélabannið var sett árið 1964 á þeirri forsendu að það hefði áhrif á hlutleysi þátttakenda í rétt- arhöldum ef þeir yrðu „heftir af óút- reiknanlegum og ósýnilegum áhorf- endum“. Þrátt fyrir niðurstöðu stjórnlaga- dómstólsins kváðust ráðamenn n-tv, sem að hluta er í eigu CNN, sjá for- sendu fyrir því að knýja fram und- anþágu. Kuhlo kvaðst vona að sér tækist að koma því til leiðar að sýna mætti frá því þegar úrskurðir væru kveðnir upp á æðstu dómstigum og frá lokum málflutnings og dómsupp- kvaðningu á öðrum dómstigum. Annað fjölmiðlaumhverfi í Þýskalandi Siegfried Weischenberg, formað- ur Þýska blaðamannafélagsins og prófessor í blaðamennsku, kvaðst sjá fyrir sér að nýir fjölmiðlar á borð við netið myndu sennilega þrýsta á stjórnlagadómstólinn um að taka málið fyrir að nýju.æ Weischenberg er hins vegar ekki talsmaður þess að opna réttarhöld að öllu leyti fyrir fjölmiðlum og ber því við að í Þýska- landi sé umhverfi fjölmiðla mjög frá- brugðið því, sem annars staðar ger- ist. Þar í landi fái margar sjónvarpsstöðvar styrki af al- mannafé og lúti fyrir vikið ströngum reglum. Auk þess leggi stjórnarskrá- in um fram allt áherslu á gildi mann- legrar reisnar, þar á meðal málfrelsi. „Ég held að í Þýskalandi sé annar skilningur á því hvað er „opinbert“ en í Bandaríkjunum,“ sagði Weisc- henberg. „Árangursrík eftirsókn eft- ir gildum dómi er æðsta gildið.“ Stjórnlagadómstóll Þýskalands Engar mynda- vélar í dómsali Berlín. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.