Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 39
r að aðrir
ggjulaust
forsjár-
agði Sig-
r og hafa
eldur að
gan stein
lífið sam-
sorgum.
sem ég
stefnu-
notenda
tgangs-
un er því
i að vera
til að eld-
a
gurbjörg
töðukona
Kópavogi.
r heitið
i konur,“
ð dægur-
rðið varir
ndaklúbb
fur aðset-
vokallaða
ga sögu,“
Kópavogi
og tóm-
r í liðlega
unnur að
gn Sigur-
ldri fisk-
na. „Þær
ð hittast
sveitar-
m þær og
sér það
yrðu ann-
persónu-
og skipu-
tviðburði,
stofnanir
bb svo
upphafið
nú.“
akmark í
miðast við
kann að
hugsað
lögun að
hópurinn
Kópavogi
starfsemi
k félags-
nn, rjúfa
rúa kyn-
orfum til
all.“
avogi
tunnar í
agsheim-
og Gull-
smári. Fólkið sjálft mótar að veru-
legu leyti starfsemina, enda eru
einkunnarorð félagsstarfsins
„virkni – velferð – virðing“. „Bæj-
aryfirvöld styðja með öflugum
hætti við starfsemina og því má
segja að í Kópavogi ríki kjöraðstæð-
ur fyrir félagsstarf aldraðra,“ sagði
Sigurbjörg. Að sögn Sigurbjargar
er athyglisvert að aukin þátttaka
karla hefur haft í för með aukna
þátttöku kvenna einnig. „Það virðist
vera að þegar karlarnir eru heima,
sitja konurnar líka heima og þjón-
usta karlana. Þegar þeir svo fara út
af heimilunum fá konurnar aukið
frelsi og svigrúm til að gera slíkt hið
sama.“
Í auglýsingu frá Landlæknisemb-
ættinu í september sl. var vakin at-
hygli á því að félagsleg þátttaka efl-
ir heilsu og bætir líðan. „Bent var á
að þegar fólk er virkt viðheldur það
betur hugarstarfsemi,“ sagði Sigur-
björg, „og því má með sanni segja
að faglegt félagslegt starf er for-
varnarstarf.“
„Bágur fjárhagur er eitt af því
sem margir aldraðir þurfa að kljást
við og þar eru konur verr staddar. Á
móti kemur að konur geta frekar
bjargað sér af litlum efnum en karl-
ar. Þær eru hagsýnni í heimilis-
haldi, elda ódýrari mat og eiga auð-
veldara með að búa sjálfar til gjafir
af litlum efnum svo eitthvað sé
nefnt. Launamisrétti kynjanna er
enn til staðar, því miður.“
Jafnréttisbaráttan hófst
með ólöglegu verkfalli
Hvar eru konurnar í verkalýðs-
hreyfingunni? spurði Bjarnfríður
Leósdóttir í erindi sínu, en hún er
fyrrverandi kennari og verkalýðs-
forkólfur og er nú formaður Félags
eldri borgara á Akranesi. „Ég kom
fyrst á fund í Kvenréttindafélagi Ís-
lands á sjöunda áratugnum,“ sagði
Bjarnfríður, „með Herdísi Ólafs-
dóttur sem lengst allra var formað-
ur verkakvennadeildar Verkalýðs-
félags Akraness. Bjarnfríður rakti
sögu jafnréttisbaráttu sinnar gegn-
um árin en hún hófst á síldarplaninu
á sjötta áratugnum. „Þegar börnin
voru orðin stálpuð dreif ég mig í
síldarsöltun eitt haustið hjá Haraldi
Böðvarssyni og co. Þegar við kon-
urnar vorum kallaðar til að salta í
fyrsta skipti varð einhver bið á því
að við gætum hafið vinnu. Það kom
atvinnurekendum ekkert við. Við
fengum bara greitt fyrir hverja
tunnu sem við söltuðum. Það dróst á
langinn að síldin kæmi og við fórum
að spjalla saman. Ég spurði konurn-
ar hvað við fengjum fyrir að salta
hverja tunnu. Það vissi enginn.
Nokkrar konur sem höfðu verið í
síld fyrir norðan vissu hvað þær
fengu þar. Þessu spjalli lauk á því
að ég ásamt tveim öðrum konum
var send upp á skrifstofu til Har-
aldar, sem tók okkur vinsamlega en
sagðist engu ráða. Það væri Vinnu-
veitendasambandið sem semdi um
launin. Þessu lyktaði þannig að við
kölluðum í verkstjórann og sögð-
umst ekki vinna nema við vissum
hvað við fengjum í kaup. Hann
sagðist náttúrlega engu ráða held-
ur. Það varð úr að við söltuðum þá
síld sem komin var að landi en neit-
uðum að koma aftur til starfa nema
við fengjum samning. Það með vor-
um við komnar í ólöglegt verkfall,
því til þess hafði ekki verið boðað af
verkalýðsfélaginu.“ Bjarnfríður var
ekki einu sinni gengin í verkalýðs-
félagið þegar hér var komið sögu en
bætti snarlega úr því og fór síðan
ásamt áðurnefndri Herdísi og tveim
öðrum konum til Reykjavíkur á
fund Vinnuveitendasambandsins.
Þær komu samningslausar heim en
sömdu í beinu framhaldi beint við
Harald Böðvarsson. Eftir þetta
varð ekki aftur snúið, Bjarnfríður
var innan tíðar komin í forystusveit
verkalýðshreyfingarinnar.
„Var það ögurstund að við náðum
saman, eiginkonur og mæður sem
hlupum úr eldhúsum okkar, frá búi
og börnum, til að afla heimilum okk-
ar tekna? spurði Bjarnfríður. „Ég
held að engin okkar hafi verið að
hugsa um þjóðarhag, við fundum
bara að það var verið að brjóta á
okkur, líklega vegna þess að við vor-
um konur. Og ég spyr sjálfa mig:
Hvar eru konurnar í verkalýðs-
hreyfingunni nú? Af félögum í ASÍ
eru konur 62% félagsmanna. Í 15
manna miðstjórn eru 4 konur og
forseti og varaforseti eru karlar. Í
Vestmannaeyjum er verið að sam-
eina Snót og Verkalýðsfélag Vest-
mannaeyja í eitt, en ekki er búið að
halda aðalfund og því eru enn tveir
formenn starfandi, kona og karl. At-
vinnuástandið þar verður skelfilegt
ef vinnslustöð Ísfélagsins hættir að
vinna bolfisk. Langflestir sem þar
eru og verða atvinnulausir eru kon-
ur. Langstærsti hópur atvinnu-
lausra á landinu eru konur. Tveir
þriðju öryrkja í landinu eru konur.“
Um leið og við slökum
á missum við tökin
Bjarnfríður kom þessu næst inn á
almenna lífeyrissjóðakerfið, sem
stofnað var um áramótin 1969–1970.
„Í upphafi voru makabætur þannig
að einungis ekkjur fengu makabæt-
ur. Þegar sjóðirnir styrktust fengu
ekklar sömu réttindi. Fyrir nokkr-
um árum var þessu svo breytt þann-
ig að þegar maki fellur frá á eftirlif-
andi maki rétt á fullum makalífeyri í
þrjú, þá hálfum í tvö ár og síðan
ekki söguna meir. Það er búið að
eyðileggja makabætur í almennu
lífeyrissjóðunum og ég held að það
sama sé að gerast í nýjustu gerðinni
af lífeyrissjóðum ríkisstarfsmanna.
Og hverjum bitnar þetta fyrst á?
Konum.“
Bjarnfríður sagðist hafa verið
reið ung kona á sínum tíma en hún
væri ekki síður reið gömul kona.
„Um leið og við slökum á missum
við tökin. Ég horfi á hvernig hamast
er á konunum, hvar í stétt sem þær
eru.“
Ég held að ég muni ekki eiga
áhyggjulaust ævikvöld, lýsti Bjarn-
fríður yfir. „Svo hart finnst mér nú
gengið að öldruðum og öryrkjum.
Ég bíð eftir að sjá hvað lífeyrissjóð-
ur minn muni hækka í kjölfar nýrra
kjarasamninga við kennara, hann
færir mér nú tæp 60 þúsund á mán-
uði, en ég má gæta mín því ég er að-
eins vörslumaður ríkisins yfir þess-
um sjóði sem ég hef áunnið mér í
starfi sem kennari. Fyrsta septem-
ber nk. verður kallað úr kóngsríki:
Nú skaltu skila okkur þeirri upp-
hæð sem þú hefur fengið í hækkun
úr lífeyrissjóði. Á móti hverri krónu
í hækkun munum við taka af þér
tekjutrygginguna og heimilisupp-
bótina. Þetta heitir á stofnanamáli
jaðarskattar. Maður kemur engum
vörnum við. Ég segi eins og Jón
Hreggviðsson: „Vont er þeirra
ranglæti en verra er þeirra rétt-
læti.“
Bjarnfríður fjallaði einnig um
mikilvægi þess að mæta ellinni með
reisn og hafa nóg fyrir stafni.
„Fyrst eftir að ég hætti að vinna
hélt ég að nú yrði alltaf sunnudagur.
Í dag hef ég svo mikið að gera að
mér finnst óðara kominn sunnudag-
ur aftur, dagarnir fljúga hjá. En ef-
laust er þetta misjafnt hjá fólki, ég
held að því miður finnist mörgum
öldruðum dagarnir lengi að líða.
Með tilkomu Félags eldri borgara
vítt og breitt um landið höfum við
aldraðir orðið sýnilegri en kynslóð-
irnar sem á undan eru gengnar. Við
höfum gert okkur gildandi og ætl-
um ekki að láta setja okkur út í
horn.
Ríkisstjórn og sveitarfélög sjá
samkvæmt lögum um ýmsa þætti
sem varða líf eldri borgara. Þá er
fyrst að nefna almannatryggingar
sem voru ekki stofnaðar sem fá-
tækrastyrkur heldur sem lífeyrir.
Þessir þættir eru þau akkeri sem
aldraðir verða að geta treyst á og ég
tel að þjóðin hafi samþykkt. Ég er
ekki að vanþakka það sem vel er
gert en betur má ef duga skal.“
„Góð tengsl við annað fólk er það
dýrmætasta hnoss sem okkur getur
hlotnast í lífinu,“ sagði Bjarnfríður.
„Gömul vinkona mín sem átti mörg
börn sem öll voru farin að heiman
sagði þegar ég spurði hana hvort
hún væri ekki einmana: „Það er gott
að eiga fleyga fugla.““
Eftirlaunavandinn er stórt
efnahagsvandamál
Gunnar Páll Pálsson, forstöðu-
maður hagdeildar VR, hélt þessu
næst erindi um starfslok og at-
vinnuöryggi eldri kvenna. „Staða
kvenna við starfslok endurspeglast
af launamun kynjanna, sagði Gunn-
ar meðal annars. „Karlar eru með
30% hærri laun en konur. Stór hluti
þessa munar skýrist af miklu vinnu-
framlagi karlanna en þegar dag-
vinnulaunin eru skoðuð sérstaklega
situr samt 18% munur eftir. Í at-
hugun á atvinnuþátttöku árið 1999
kom fram að þegar líður á starfs-
ævina er þátttaka kvenna áberandi
minni en karla. Konur eru einnig
með mun lakari eftirlaunarétt en
karlar. Í alþjóðlegum samanburði
sést að atvinnuþátttaka er mest á
Íslandi í heiminum, eða 84%. Er
þetta jákvætt eða neikvætt? spurði
Gunnar. „Það er jákvætt að því leyti
að á Íslandi hafa menn möguleika á
að vinna lengur fram eftir ævinni ef
þeir kjósa svo, en á móti kemur að
vegna lágra launa neyðist fólk til að
vinna lengur. Eftirlaunavandinn er
að verða stærsta efnahagsvandamál
sumra landa, svo sem Frakklands
og Ítalíu. Sums staðar er gengið allt
of langt í að lækka eftirlaunaaldur,
til dæmis fara franskir vörubílstjór-
ar á eftirlaun við 52 ára aldur.“
Gunnar sagði að í launakönnun
VR árið 2000 hefði komið fram að
atvinnuleysi væri áberandi mest hjá
eldri konum. „Konur eru sá hópur
sem tekur að sér að vera atvinnu-
laus þegar atvinnu skortir.“
„Það er margt í vinnuumhverfinu
sem vegur að eldra starfsfólki, sagði
Gunnar, „til dæmis það að hefð-
bundin störf yfir- og undirmanna,
svo og ýmissa deilda, skarast í
auknum mæli og eins það að starfs-
fólk vinnur núorðið nánar með yf-
irmönnum en áður var. Áherslan er
á ungt vinnuafl sem á auðvelt með
að tileinka sér breytingar, en meðal
annarra breytinga á vinnumarkaðn-
um má nefna að störfin eru alltaf að
verða flóknari og margbreytilegri,
auknar kröfur eru gerðar um
menntun og hæfni og tæknin er að
breyta störfum gífurlega. Atvinnu-
lífið er harður heimur, atvinnu-
greinar dragast saman og þenjast
út á víxl og fólk flyst hratt á milli at-
vinnugreina.“
Gunnar sagði að sárlega skorti
betri mælikvarða í atvinnulífinu á
árangur vinnu, vegna þess að rang-
hugmyndir séu fyrirferðarmiklar
og það komi meðal annars niður á
eldri konum. „Meðal þess sem hefur
komið í ljós er að hæfni fólks er talin
tengjast útlitseiginleikum þess og
fleiru í þeim dúr,“ sagði Gunnar.
Best er að vera bláklæddur þegar
farið er í atvinnuviðtal, hávaxið fólk
er talið hæfara en lágvaxið, konur
sem brosa mikið fá hærri laun en
þær sem brosa lítið, en því er öfugt
farið með karlana. Rauðhærðar
konur fá hæstu launin en ljóshærð-
ar þau lægstu.
Gunnar nefndi jafnframt að það
væri sorglegt hversu hægt miðaði
að jafna launamun kynjanna.
„Launamunurinn var afnuminn af
töxtum í kjarasamningum á sjöunda
áratugnum en það hefur ekki tekist
að útrýma honum enn. Það sem þarf
að gera á þjóðfélagsvísu er að
breyta viðhorfum til vinnuframlags
og auka sveigjanleika í vinnu. Hið
opinbera þarf að hraða endurskoð-
un almannatrygginga og auka jafn-
rétti. Við verðum að átta okkur á því
að framtíðin er nú þegar til staðar
og framlag einstaklingsins sjálfs
felst ekki hvað síst í að viðhalda
verðgildi sínu á vinnumarkaði með
sí- og endurmenntun. Konur, og
fólk almennt, ætti að leggja fyrir í
séreignarsparnað, vera opið fyrir að
skipta um starfsgrein á efri árum og
loks gera samkomulag við maka um
sameiginlegan lífeyrisrétt. Þetta
síðasttalda er sérstaklega mikil-
vægt fyrir konur,“ sagði Gunnar.
„Það eru margir sem hreinlega
vita ekki af þessum möguleika, sem
kom inn í reglugerðir lífeyrissjóð-
anna 1997. Með þessu móti er hægt
að gera formlegan samning við
maka um jöfn skipti lífeyrir-
sgreiðslna beggja samanlagt, sagði
Gunnar að lokum.
Tekjutenging á að halda sér
Ráðstefnustjóri var Flosi Ólafs-
son og eins og hans er von og vísa
laumaði hann nokkrum skondnum
sögum að áheyrendum inn á milli
erinda. „Það er hörmulegt að heyra
að maður er ekki gjaldgengur á
vinnumarkaðnum, sagði Flosi eftir
að Gunnar Páll lauk máli sínu. „Ég
er nú nokkuð þungur og einu sinni
hringdi ég í Náttúruleysingjafélag-
ið í Hveragerði og bað um meðferð
við offitu. Þá hafði ég staðið á bað-
voginni, en hún sýnir hægra megin
hvað maður er þungur og vinstra
megin hvað maður eigi að vera hár
miðað við þyngd. Samkvæmt þessu
ætti ég að vera 2,15 m á hæð. Þann-
ig að ég gæti ef til vill fengið vinnu
út á það hvað ég ætti að vera hár!
Flosi kynnti þessu næst síðasta
ræðumann dagsins, Valgerði Sverr-
isdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, sem hélt stutt ávarp. Val-
gerður óskaði Kvenréttindafélaginu
til hamingju með afmælið og upp-
lýsti að hún væri í félaginu, þótt hún
hefði ekki tíma til að sinna því mik-
ið. Út af umræðunni um hugsunina
að baki yfirskrift ráðstefnunnar tók
Valgerður fram að hún skyldi þetta
svo að tryggja þyrfti að sá rammi
væri til staðar í samfélaginu sem
tryggði að fólk hefði ekki fjárhags-
lega áhyggjur á ævikvöldinu. Hún
tók undir með Gunnari um nauðsyn
þess að fólk vissi af og nýtti sér
ákvæðið úr lögunum frá 1997 og
sagði þetta ákvæði sérstaklega mik-
ilvægt ef til skilnaðar kæmi.
Valgerður gerði einnig tekju-
tenginguna að umtalsefni. „Það er
mín skoðun að tekjutenging ellilíf-
eyris eigi að vera til staðar. Við vit-
um að það er til ríkt gamalt fólk.
Núna er ástæða til að tala um hvort
lífeyrissjóðir eigi alfarið að sjá um
eftirlaunagreiðslur en ekki al-
mannatryggingarnar, ef til þess
kemur þarf auðvitað að koma til fé
úr ríkissjóði, og þessari vinnu verð-
ur hraðað eftir mætti,“ sagði Val-
gerður jafnframt.
Flosi kvaddi svo ráðstefnugesti
með eftirfarandi orðum: „Karlar
eiga að taka meiri þátt í kvenrétt-
indabaráttu. Þetta er jafnréttismál.
Og ég meina það!“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirlestrarnir á ráðstefnunni voru hver öðrum áhugaverðari enda skorti ekkert á athygli gesta hennar.
rhagslega verr í stakk
nar til að mæta ellinni
félag Íslands
æli laugardag-
r og sama dag
onur fyrir fjöl-
efnu með yf-
„Eiga konur
t ævikvöld?“
uðnadóttir sat
g komst að því
sem Kvenrétt-
etja ýmislegt
nn en það að
ausar í ellinni.
RÁÐSTEFNA UM MÁLEFNI ELDRI KVENNA