Morgunblaðið - 02.02.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sverrir Ragnars,fyrrverandi
kaupmaður og spari-
sjóðsstjóri, fæddist á
Akureyri 16. ágúst
1906. Hann lést 28.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ragnar Ólafsson,
kaupmaður á Akur-
eyri, f. 1871, d. 1928,
og Guðrún Ólafsson,
f. Johnsen f. 1880, d.
1973. Sverrir var
fjórði í röð ellefu
systkina, sem öll
náðu fullorðinsaldri
utan Ólafur, f. 1905, er lést af slys-
förum aðeins þriggja ára. Hin eru í
aldursröð: Egill, f. 1902, látinn;
Þuríður, f. 1903, látin; Valgerður
Ragnheiður, f. 1908, látin; Ólafur
Friðrik, f. 1909, látinn; Jón, f. 1910,
látinn; Ásgrímur, f. 1913, látinn;
Kjartan, f. 1916, látinn; Guðrún, f.
1917, og Ragna, f. 1918.
Eiginkona Sverris var María
Sverrir varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1926 og cand.
phil. frá Háskóla Íslands 1927. Las
lögfræði í þrjá vetur, en hvarf frá
námi við andlát föður síns. Tók við
rekstri föður síns og var kaupmað-
ur á Akureyri frá 1930 til 1970.
Sparisjóðsstjóri við Sparisjóð Akur-
eyrar frá 1957 og gegndi því starfi
til 1986 er hann hætti fyrir aldurs
sakir, þá nær áttræður. Bæjar-
fulltrúi á Akureyri 1950 til 1954,
stjórnarformaður í Möl & sandi hf.
frá 1955 til 1996 og umboðsmaður
fyrir Sameinaða gufuskipafélagið
og Bergenska gufuskipafélagið um
nokkurra ára skeið á fjórða ára-
tugnum. Hann var formaður
Vinnuveitendafélags Akureyrar
um langt árabil og sat í stjórn
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri og Rafveitu Akureyrar. Um-
dæmisstjóri Rotary á Íslandi var
Sverrir frá 1961 til 1962 og ræð-
ismaður Noregs og Frakklands um
langt árabil. Hann var sæmdur
riddarakrossi hinnar ísl. fálkaorðu
og norsku sánkti Ólafsorðunni og
hlaut einnig franska heiðursviður-
kenningu.
Útför Sverris verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Matthíasdóttir Ragn-
ars sem lést 1975. Dæt-
ur þeirra eru 1) Ellen,
f. 1933, eiginmaður
hennar er Arngímur
Sigurðsson, fyrrv.
kennari, f. 1933. Börn
þeirra eru a) Sverrir, f.
1956, eiginkona hans
var Elísabet Böðvars-
dóttir, þau skildu.
Börn þeirra eru Ellen,
f. 1982, og Ragnar, f.
1987. b) Sigurður, f.
1963, ókvæntur og
barnlaus. c) Matthías,
f. 1970, sambýliskona
Jóhanna Jakobsdóttir, f. 1980,
þeirra barn María, f. 2000. 2)
Ragna, f. 1935, eiginmaður hennar
er Ólafur Egilsson, sendiherra, f.
1936. Börn þeirra eru a) Ragnar
Friðrik, f. 1960, ókvæntur og barn-
laus. b) Anna Margrét Þuríður, f.
1962, eiginmaður hennar var Gunn-
ar Arnarson, f. 1962, þau skildu,
þeirra barn Ragnar Hrafn, f. 1990.
Falls er von af fornu tré. Nær
heila öld lifði Sverrir Ragnars sem
nú hefur kvatt. Meiru varðar þó hitt
hvernig lifað var og þar er margt
sem verðugt er að rifja upp.
Sverrir óx upp úr frjóum jarð-
vegi. Hann var fjórði í röð ellefu
barna Ragnars Friðriks Ólafssonar
(1871–1928) kaupmanns og konsúls
á Akureyri og konu hans sýslu-
mannsdótturinnar Guðrúnar John-
sen Ólafsson (1880–1973). Ragnar
var einn mesti athafnamaður sem
um getur í sögu Norðurlands og
raunar á landsvísu, lét að sér kveða
m.a. bæði í viðskiptalífi og líknar-
málum. Var heimili þeirra hjóna
annálað fyrir höfðingsskap.
Umsvif Ragnars leiddu til þess að
Sverrir ferðaðist ungur til útlanda
og öðlaðist við það víðsýni sem mót-
aði hann alla tíð. Eftir gagnfræða-
próf á Akureyri varð hann stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1926 og lagði svo stund á laganám.
En þá varð sá brestur sem markaði
lífi hans farveg fyrr en hann var
undir búinn. Faðir hans lést af ill-
kynja meinsemd haustið 1928, að-
eins 57 ára að aldri. Leiddi það til
þess að Sverrir hvarf frá námi,
tengdist æ meira inn í rekstur fyr-
irtækisins á Akureyri og tók síðan
við honum.
Það átti eftir að sýna sig að Sverr-
ir var vel til þessa hlutverks fallinn
sakir mannkosta sinna, þ.á m. áreið-
anleika og tungumálakunnáttu.
Kolainnflutningur og -dreifing
var veigamikill þáttur rekstrarins
enda þeirra brýn þörf til kyndingar
húsa og gufuknúinna skipa þessa
tíma.
Einnig tók Sverrir að sér umboð
fyrir þau tvö erlendu skipafélög sem
mest létu að sér kveða í flutningum
til og frá landinu, Sameinaða gufu-
skipafélagið danska og Bergenska
gufuskipafélagið. Síldarsöltun kom
við sögu og fleira. Á kreppuárunum
var á ýmsan hátt undir högg að
sækja en síðari heimsstyrjaldarárin
urðu efnahagslífi landsins lyftistöng
eins og alkunna er. Í framhaldi
hennar og lýðveldisstofnunarinnar
óx smám saman athafnafrelsi og
uppbygging. Tók Sverrir m.a. þátt í
eflingu byggingariðnaðarins með
stjórnarformennsku í Möl og sandi
hf. og fleiri fyrirtækjum á því sviði.
Þá var til Sverris leitað eins og
föður hans áður um störf í þágu
bæjarfélagsins. Sat hann í bæjar-
stjórn árin 1950–1954. Þeir klækir
sem stundum eru því miður þáttur í
stjórnmálastarfi voru honum frá-
bitnir og munu hafa átt þátt í að
hann ílentist ekki í því. Hann var
aftur á móti reiðubúinn til að leggja
þörfum málum samborgaranna lið
og sat árum saman bæði í stjórn
sjúkrahússins og Rafveitu Akureyr-
ar.
Viss þáttaskil urðu svo á starfs-
ferli Sverris árið 1957 þegar hann
gerðist sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Akureyrar. Því starfi gegndi hann í
nær þrjá áratugi uns hann var kom-
inn á 80. aldursár. Þar var án efa
réttur maður á réttum stað enda var
því við brugðið af þeim sem gerst
þekktu til starfsemi sparisjóðanna
um landið allt hve gætinni og
traustri hendi var haldið um rekst-
urinn. Þar hrjáðu ekki útlánatöpin
og skorti þó ekki mannúð við útlána-
stjórnina. Finna mátti dæmi um að
rekstrarútgjöld sparisjóðs með
áþekka veltu og Sparisjóður Akur-
eyrar væru tvöfalt hærri en reyndin
var hjá Sverri.
Eiginkona Sverris var María
dóttir Matthíasar læknis í Reykja-
vík Einarssonar og konu hans Ell-
enar Ludviku Johannessen. María
var falleg, ljúf og hæfileikarík. Þau
gengu að eigast 1932 og var brúð-
kaupið haldið í hinu sögufræga húsi
Höfða í Reykjavík sem foreldrar
hennar áttu og bjuggu í um árabil.
Hæfðu þau María og Sverrir hvort
öðru einkar vel, heimili þeirra
menningarlegt og framkoman fág-
uð. Þegar fram í sótti urðu þau
heimsborgarar sem hvarvetna var
sómi að. Það kom sér ekki síst vel í
ræðisstörfum sem Sverrir og þau
hjónin sinntu fyrir bæði Noreg og
Frakkland um árabil. Í byrjun 7.
áratugarins var Sverrir umdæmis-
stjóri Rotaryhreyfingarinnar á Ís-
landi um eins árs skeið. Sóttu þau
þá heimsþing Rotary í Japan og
gerðu úr því hnattferð.
Fjöldi áhugamála veitti Sverri
lífsfyllingu, þ.á m. hestamennska,
sem þau hjónin voru samstiga um
fram eftir árum, golf og laxveiði, en
innan dyra lestur, auk þess sem
hann lék listavel á píanó. Hann var
alla tíð vel á sig kominn líkamlega;
lét sig ekki muna um að fara höf-
uðstökk í stofunni á miðjum aldri.
Það var unun að vera nærstaddur
þegar dró að veiðitímabilinu í Laxá í
Aðaldal, ánni sem Sverrir stundaði
veiðiskap í meira en hálfa öld.
Þá mátti heyra hann blístra af til-
hlökkun meðan hann fór yfir veiði-
búnaðinn sem hann hafði búið um af
eðlislægri vandvirkni haustið áður.
Ekki var síðra að horfa á hann við
sjálfar veiðarnar. Að þeim gekk
hann skipulega eins og öllu öðru
sem hann tók sér fyrir hendur, fór
þolinmóður yfir svæðið með einni
flugunni af annarri – uns hann tók!
Og þá kom leikni hans og lagni við
að þreyta laxinn og landa honum í
góðar þarfir.
Þekkingin á veiðistöðum í ánni
var næsta óþrjótandi. Þessari
ástríðu sinni gat hann sinnt lengur
en ella fyrir dyggan stuðning Sig-
mundar Ófeigssonar veiðifélaga
síns.
Sverrir hafði dálæti á íslensku
máli, talaði og reit sjálfur meitlað
mál.
Hann var stuttorður og gagnorð-
ur, t.d. var síminn fyrir honum tæki
til að reka erindi en ekki rabba.
Sverrir var í senn gjörsamlega laus
við að vera uppáþrengjandi og lítið
fyrir að flíka skoðunum sínum. Það
var hins vegar eftirsóknarvert að
eiga samræður við hann því þær
þurftu ekki að standa lengi til þess
að vel fyndist hve djúpt þekking
hans risti og hve víðfeðm hún var.
Hann safnaði bókum af vandfýsni
fram eftir ævi – og var með fjölfróð-
ustu og gleggstu mönnum.
Átthagatryggð Sverris var mikil
– Akureyri miðdepill tilvistar hans –
og fyrir honum voru þeir sem ekki
höfðu fæðst í bænum aðkomumenn
án þess að í því fælist nokkuð nei-
kvætt af hans hálfu í þeirra garð.
Það var bara svo og við því gat eng-
inn gert. Sverrir var þegar á ævina
leið ónæmur fyrir aðdráttarafli höf-
uðborgarinnar sem nú dregur svo
marga af landsbyggðinni til sín.
Engu breytti að dætur hans tvær og
fjölskyldur þeirra var þar að finna.
Hann lét sér nægja að drepa niður
fæti í Reykjavík ef hann var á leið út
fyrir landsteinana eða að koma úr
slíkri ferð en aldrei lengi.
Eins og þetta ber með sér var
Sverri nokkur íhaldssemi í blóð bor-
in. Hann hélst líka barn síns tíma
t.d. í viðhorfi til hlutverks kynjanna.
Þannig hendum við Ragna stundum
gaman að því þegar hrökk út úr
honum einhvern tíma þegar þau
feðginin voru að ræða um merkingu
erlends orðs og eitthvað bar á milli:
„Á ekki Ólafur einhverja orðabók.“
Það hvarflaði ekki að honum að
dóttir hans háskólalærð í tungumál-
um og löggiltur skjalaþýðandi þyrfti
ekki til annarra að leita um slíkt.
Lokaáfanginn í lífi Sverris Ragn-
ars var langur en þar kom kannske
best fram yfir hverju hann bjó og
þar reis æðruleysi hans hæst. Með
vissum hætti hófst það skeið við lát
Maríu fyrir aldur fram á nýársdag
1975 – fyrir heilum fjórðungi aldar.
Það kom ekki á óvart því María
hafði þjáðst af sykursýki í þrjá ára-
tugi, varð haldin þeim þungbæra
sjúkdómi snemma í hjúskapnum.
Lán í því óláni var að nokkrum ár-
um áður hafði insúlínið verið upp-
götvað og varð það henni til lífs þó
þetta lengi. María sem horfði af
raunsæi til hins óumflýjanlega bjó
Sverri undir ekkilshlutverkið á alla
hugsanlega lund þannig að þegar til
þess kom hafði hann á heimilinu allt
sem til þurfti.
Er skemmst frá því að segja að
næstu áratugina sá Sverrir um sig
sjálfur að nær öllu leyti, þ.á m.
matbjó og þvoði þvotta eins og hon-
um hafði verið kennt, og lifði reglu-
bundnu lífi svo sem best átti við
hann. Seinna naut hann heimsends
matar fimm daga vikunnar, fór í
Rotary á föstudögum og lyfti sér
upp með því að borða á besta veit-
ingastaðnum um helgar. Snorri
bakari Kristjánsson, vinur hans, sá
fyrir sætabrauði. Hann fór í göngu-
ferðir reglulega, þrjár á dag. Las
mikið, hlustaði ennþá meira á út-
varp og um tíma á bókmenntir af
segulbandi. Augnsjúkdómur sem
hafði hrjáð hann allt frá unga aldri
réð þarna nokkru um. Aldrei gætti
uppgjafartóns.
SVERRIR
RAGNARS
*
%
% .
&.&
&
$
$
-*1 23001 #6 (78+
# (5 +
)
!
(
)
!
4!
# "
- )
)
6
$5")5(5+
.
$
$ #191+:-2%
"))5 7
)
/0
++"
(52 ) !
4!
!
;
4"( "
%
!
' )
!< "
)
!
0"
' "
(5*=))
(5"
#2 )
(5"
4" )):)
" ;
% ))
"((5+
)
043>-?1
#=
@7
; )
'
1""
#$
%
2
&
$*
3
$' !
' )5
A! !
B!)"
$) %+
A!" C!)3 !
-
5
A! !
#5 ' ) "D
) +
A! !
;
))) #"
"((5+
*
'E913
( FG
4
%
-
1""
# $1!) !
' !
.& 3)
.& "
!)' " *
+:)
!
' !
#
'5 +' " %& .& !
((5")(+
5
%
.
&
$
$
#19>:-2% 23001
$
+
:)
3)" ! !
3)" <
5) !
3)" ' 4!
!
3)3)" (5*$ !
)) 3)"
;
3) !
' ')) !"
3)" 2 ("< 3)"
((5"(((5+