Morgunblaðið - 02.02.2001, Page 49

Morgunblaðið - 02.02.2001, Page 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 49 Sverrir hélt upp á 85 ára afmæli sitt með því að heimsækja okkur Rögnu í Moskvu ásamt Gunnari Sverri Ragnars, bróðursyni sínum, sem reynst hefur frænda sínum traustur vinur og hjálparhella eftir að aldurinn tók að færast yfir. Þarna úti lék Sverrir á als oddi, sat m.a. við hljóðfærið og spilaði Scott Joplin. Ferðin átti eftir að verða söguleg, því þegar þeir frændur skruppu í skoðunarferð til Skt. Pét- ursborgar brast á valdaránstilraun- in í ágúst 1991 þegar reynt var að koma Gorbatsjov frá. Jeltsín brást sem kunnugt er hart við og hvatti til allsherjarverkfalls í landinu þannig að hætta var á að allar samgöngur lömuðust. Er leiðsögumaður flutti þeim tíðindin lét Sverrir það ekki raska ró sinni. Var síðar vitnað til þess að hann hefði einungis spurt: Breytir þetta áætlun okkar? Í stað þess að hraða sér úr landi komu þeir rakleiðis aftur til Moskvu og urðu sjónarvottar ýmissa helstu viðburða næstu daga. Vol og víl var víðsfjarri Sverri alla tíð – það var um sumt eins og hann sækti í sig veðrið með aldrinum. Hann varð sér úti um nýjustu kennslubók í latínu, gladdist yfir þeim framförum sem orðið hafa í kennslubókagerð, og tók að rifja upp það sem hann áður kunni af því göfga máli lærðra manna. Einhverju sinni þegar við komum norður til hans rakst ég á lista yfir fyrstu biskupana í Skálholti og hve- nær þeir hefðu þjónað sem Sverrir hafði unnið upp úr greinum í Les- bók Morgunblaðsins. Þegar hann var 92 ára keypti hann sér nýjan bíl. Frjór í hugsun og athöfn horfði hann sífellt fram á við. Það var gald- urinn. Ekki fyrr en annar fóturinn brást honum og hann gat ekki leng- ur farið í gönguferðir sínar hafði hann orð á að þetta mundi upphaf endalokanna. Nú dugði ekki að báð- ir fætur væru jafnlangir. Það má margt af Sverri Ragnars læra og nú að leiðarlokum lít ég með aðdáun yfir margt í fari hans. Ljómi verður ætíð yfir minningunni um hann í huga okkar sem kynntust honum. Það er svo tímanna tákn að í hús- inu þar sem Sverrir fæddist fyrir næstum einni öld í bæ undir sterk- um dönskum áhrifum er nú veit- ingastaður með heitinu Bing Dao – heiti Íslands á kínversku. Ólafur Egilsson. Einn af vorboðunum í gamla daga á Siglufirði var þegar við bræður fengum að fara í heimsókn til ömmu okkar og annars frændfólks á Ak- ureyri, en þar bjó einmitt Sverrir Ragnars, föðurbróðir okkar. Ragn- ar bróðir minn var orðinn þar heimagangur og tók sérstöku ást- fóstri við Sverri og Maríu, konu hans, og þau einnig við hann. En svo vildi hann allt í einu fara til þeirra um jólin og þá varð mömmu að orði: „Hvað ætlar þú að fara að gera til þeirra á jólunum, Ragnar minn, viltu ekki vera heima hjá þér um jól- in?“ „Ég ætla að fara að læra mannasiði“ var svarið. Hann mun þá hafa verið um 10 ára og meinti þetta nákvæmlega eins og það var sagt. Og bragð er að þá barnið finn- ur, því annað eins öndvegisheimili og Þingvallastræti 27 var ekki auð- fundið. Þar var allt í föstum skorum og mikil reisn yfir öllum hlutum, en andi húsmóðurinnar sveif yfir vötn- unum. Sverrir frændi minn var í þá daga nákvæmlega eins og hann var alla tíð alveg fram á síðasta dag. Hann var ekki margmáll eða sér- lega mannblendinn, hann var fast- heldinn á góð gildi og góða siði, en einnig gat hann verið hrókur alls fagnaðar á góðum stundum og mik- ill höfðingi heim að sækja. Hann var íhaldsmaður af gamla skólanum, í góðri merkingu þess orðs, sem fólst m.a. í því að hafa ímigust á hvers konar uppvöðslu og þrýstihópum, hafa alla hluti á sínum stað og að fara vel með fé, hvort sem það var hans eigið eða annarra. Og stundvísi og nákvæmni var honum í blóð bor- in. Maja var hins vegar sérlega mannblendin létt og kát og einstak- lega gjörn á að fylgja góðum siðum og hvers kyns moðreykur var eitur í hennar beinum. Var alveg einstakt hversu ætíð sópaði að henni, þegar þess er gætt, að hún átti við alvar- lega veikindi að stríða um langt ára- bil, sem leiddu til þess að hún féll frá langt um aldur fram árið 1975. Um margt voru þau ólík, Sverrir og Mæja, en þau vógu hvort annað upp og saman sköpuðu þau minnisstætt menningarheimili. Mannasiðir, í víðustu merkingu þess orðs, er ein- mitt sú sýn sem maður hefur, þegar litið er til baka til þessara gömlu góðu daga og minningin um Sverri og Mæju kemur upp í hugann. Það þarf því engan að undra þótt dreng- urinn hafi sagt í einlægni, að hann ætlaði að eyða jólunum hjá þeim til þess að læra þessa siði. Ég er búinn að þekkja Sverri frænda minn í rúmlega 50 ár. Fyrst, sem barn og unglingur eins og áður er sagt, en samskipti okkar voru einnig allnokkur á menntaskólaár- um mínum á seinni hluta sjötta ára- tugarins. Í þá rúmlega þrjá áratugi, sem ég hef búið á Akureyri, hafa samskipti okkar frændanna hins vegar verið mikil og náin, enda finn ég til einhvers konar tómleika nú þegar hann er ekki lengur til staðar. Strax og ég fluttist til bæjarins gerðist ég, fyrir hans atbeina, með- limur í Stangveiðifélaginu Straum- um og upp frá því fórum við saman í laxveiði í Laxá í Aðaldal á hverju sumri. Þetta gerðum við í 22 ár, þegar hann loks dró sig í hlé árið 1991 þá 85 ára gamall. Hafði hann þá stundað veiðar í Laxá samfellt í 50 ár. Var vel við hæfi, þegar hann var sérstaklega hylltur af veiði- félögunum í lok síðustu veiðiferðar- innar. Það væri efni í heila bók, að segja frá öllu því sem á dagana dreif á þessum veiðiárum, en það verður að bíða síns tíma. Hins vegar var ein skondnasta uppákoman, þegar frændi hóf eitt sinn 16 feta Hardy- stöngina til lofts og hugðist kasta flugunni á Brúarstreng. Ekki voru mikil svipbrigði á honum fremur venju þótt línan kæmi ekki fram í framkastinu eins og vera bar, held- ur rann hún baksviðs út af hjólinu með feikna hvissi. Nokkur stund leið án þess að veiðimaður gerði sér grein fyrir hvað um var að vera, en þegar flugan átti fyrir löngu að vera komin í vatnið þótti honum ástæða til að líta aftur og kanna hvað um væri að vera. Hafði þá kría skellt sér á fluguna í bakkastinu og flaug nú með línuna gargandi og skrækj- andi til himins. Upphófst þá mikið „jumm og japl og fuður“, enda áhorfendur í engu standi til þess að koma til hjálpar, lamaðir af hlátur- skrampa. Um síðir tókst þó að frelsa blessaða kríuna, en lengi var þessi saga sögð við mikla kátínu áheyr- enda. Að eiga minningar frá Laxá í Aðaldal með góðum veiðifélögum er eitt það dýrmætasta, sem maður eignast og svo lengi sem ég lifi mun ég hugsa til þeirra tíma, þegar við Sverrir vorum þar saman. Það voru sömu mannasiðirnir og áður, allt var í röð og reglu, alveg sama hvort um var að ræða veiðiáhöldin og meðferð þeirra eða umgengni við ána og veigarnar, sem drukknar voru. Ein var sú ferð, sem okkur þótti einna mest til koma. Dóttir Sverris og tengdasonur bjuggu um tíma í Moskvu, þar sem hann var þar sendiherra. Sverrir hafði mikinn hug á að not- færa sér þessa aðstöðu og heim- sækja Sovétríkin, en treysti sér illa til þess að leggja einn í slíkt ferða- lag. Ef þú kemur með mér, Gunnar minn, sagði hann við jólaborðið þá væri ég til í að fara. „Þá bara kem ég með þér,“ svaraði ég og upp lögðum við síðan um miðjan ágúst 1991 rétt fyrir 85. afmælisdaginn. Er ekki að orðlengja það, að þremur dögum eftir að við komum til þessa fyrir- heitna lands braust út bylting og til- raun var gerð til þess að koma Gorbatsjov aðalritara frá völdum. Það var mikil upplifun að sjá Borís Jeltsín klifra upp á skriðdrekahræ og ávarpa mannfjöldann og verða vitni að því þegar heil skriðdreka- herdeild geystist niður eina breið- götuna þannig að jörðin nötraði undir fótum manns eins og um jarð- skjálfta væri að ræða. Um 200 metr- um neðan við stéttina þar sem við stóðum hentu fjórir ungir stúdentar sér fyrir drekana og létu lífið. Olli lát þeirra mikilli geðshræringu hjá fólkinu, þegar uppreisnartilraunin var afstaðin. Þarna vorum við í mið- depli heimsviðburðar, sem vart á sinn líka á seinni árum. Sá gamli var eins og unglamb á þessu ferðalagi og gaf mér ekkert eftir. Ég var nú ekki veraldarvanari en það, að ég hafði aldrei inn á „Hvids vinstue“ komið, en þangað dreif Sverrir mig, þegar við áðum í Kaupmannahöfn og endurlifði um leið gamla tíma frá því að hann dvaldi í þeirri borg upp úr 1920. Síðar fluttust þau sendiherrahjón til Kína. Ræddum við stundum laus- lega um það hvort við ættum að leggja í’ann þangað, en komum okk- ur saman um að ekki væri á það hættandi að verða líka valdir að byltingu í því mikla ríki. Sverrir lifði með mikilli reisn allt fram á síðasta dag. Það var aðdáun- arvert að fylgjast með honum á efstu árunum, þegar ellin fór að setja mark sitt á. Hann bjó einn í 25 ár eftir að eiginkonan lést og æðr- aðist aldrei. Góð dómgreind og hug- arró var hans aðalsmerki og hann var sjálfum sér nógur á nánast öll- um sviðum, hélt sitt heimili alveg þar til fyrir um fjórum mánuðum, þegar hann fluttist á öldrunarheim- ilið að Kjarnalundi. Það var lær- dómsríkt fyrir mig að fá tækifæri til þess að kynnast í raun því starfi, sem unnið er hér á Akureyri í þágu aldraðra. Venjulega heyrir fólk að- eins talað um erfiðleika og um hin ýmsu kerfi, sem sífellt er verið að koma á eða einhvers konar stöðlum sem unnið er eftir. Og vissulega á það fólk sem veitir þessum málum forstöðu oft við mikil vandkvæði að etja í störfum sínum og stöðugt er sótt á um úrlausnir. En að sjá síðan verkin tala styrkir mann í þeirri trú að enn sé mannkærleikurinn í fyr- irrúmi þrátt fyrir stöðuga innrás mammons í daglegt líf. Heimilis- þjónustan, sem Sverrir hafði síð- ustu árin fannst mér til mikillar fyr- irmyndar og öllum til sóma, sem að henni standa. Ég veit að ég tala fyr- ir munn frænda, þegar ég leyfi mér að þakka Maríu Sigurbjörnsdóttur og hennar liði fyrir umönnunina og fyrir að stytta honum stundirnar, sem án efa voru oft ansi langar. Þá skal einnig þakka starfsfólkinu í Kjarnalundi og ekki er að sjá annað, en að þar hafi tekist vel til í þjón- ustu við eldri borgarana. Ég kveð nú þennan ágæta frænda minn og vin með söknuði um leið og ég og fjölskylda mín sendum afkom- endum hans samúðarkveðjur. Megi minning Sverris Ragnars lifa. Gunnar Ragnars. Þá er hinn aldni höfðingi fallinn frá. Sverri Ragnars hitti ég fyrst þegar ég var rétt innan við ferm- ingu í sendiferð fyrir föður minn. Kom ég þá til hans á „Kolaskrifstof- una“ sem við kölluðum, í gamla hús- inu austan Búnaðarbankans í Geislagötu. Ég man það að Sverrir gaf mér þá fullt umslag af frímerkj- um, hann hafði frétt að ég safnaði þeim. Eftir það þótti mér hann alltaf minn maður. Leiðir Sverris og föður míns lágu snemma saman, eða upp úr 1950 þegar þeir hófu saman rekstur. Alla tíð var samstarf þeirra farsælt og traust. Síðar er ég hóf störf hjá þeim félögunum kynntist ég Sverri mjög vel sem stjórnarfor- manni hjá Möl og sandi hf. til fjölda ára. Var Sverrir ávallt áhugasamur og jákvæður þegar rætt var um nýj- ungar í rekstri, endurnýjun tækja og framþróun. Allt fram á síðustu ár var hann fyrstur manna til þess að mæla með þeim, en ætíð fylgdi var- færni hverri ákvörðun hjá honum. Við verðum að standa í skilum, ráð- um við við þessa fjárfestingu? Ein- kenni Sverris voru einmitt heiðar- leiki og nákvæmni. Á hann var alltaf hægt að reiða sig. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Sverri Ragnars og átt samleið með honum um tíma. Ég votta dætrum hans og skyld- mennum samúð mína við fráfall þessa heiðursmanns. Blessuð sé minning hans. Hólmsteinn. ✝ Alice M. Snorra-son fæddist í Baldurshaga í Geysi- sbyggð, næstelst sjö systkina. Hún lést á Johnson Memorial- sjúkrahúsinu í Winni- peg 30. ágúst síðast- liðinn eftir stutta en erfiða baráttu við sjúkdóm sem var það langt genginn er hann uppgötvaðist að ekki varð við ráðið. Foreldrar hennar voru hjónin Herbert Baldvinsson og Vald- heiður Ólöf Eastman. Herbert var sonur Baldvins Halldórssonar sem fæddist í Hamarsgerði í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði 1863 og konu hans Jóhönnu Maríu Ólafs- dóttur, f. á Karlsstöðum í Berunes- hreppi í S-Múl. 1893. Valdheiður var dóttir Halldórs Jónssonar er var fæddur í Geitarvíkurhjáleigu í Borgarfirði eystra 1874 og konu hans Önnu Hálfdánardóttur, sem fæddist í Garði í Kelduhverfi 1876. Eftirlifandi systkini Alice eru: María Ingibjörg Sigurgeirsson, f. 1922, gift Vilhjálmi Sigurgeirsson. Herbert Baldwin Baldwinson, f. 1927, kvæntur Isabel Davis, Norm- an Sigurjón Baldwinson, f. 1930, kvæntur Joan Stefánson (látin). Neil Oliver Baldwinson, f. 1936. Látin eru: Columbine Anna, f. 1934, d. 1996. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Grímsi Brynjólf- son. Rodney Clifford Baldwinson, f. 1941, d. 1989. Alice ólst upp í Riverton í Mani- tobafylki. Eftir að hafa lokið grunnskólanámi réð Alice sig í vinnu hjá The Winnipeg Flying club á Stevenson Field. Þar kynnt- ist hún tilvonandi eiginmanni sín- um, Jóhannesi R. Snorrasyni, sem var þar við flugnám. Þau fluttust til Íslands árið 1942. Alice var hægri hönd Jóhannesar við ýmis- legt sýsl sem hann hafði aukalega við flugmannsstarfið. Síðustu árin sem hún dvaldi hér á landi bjuggu þau í Hlíðar- gerði 17, í húsi sem þau byggðu sér. Börn Alice og Jó- hannesar eru: 1) Margrét Bernice, f. 1944, maður hennar er Agnar Loftsson, f. 1946. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. 2) Snorri Herbert, f. 1947, kona hans er Jóhanna G. Björnsdóttir, f. 1949, búsett á Augastöðum í Borgar- firði. Börn þeirra eru: Jóhanna Laufey, f. 1974, gift Þorgeiri Terjesyni, f. 1974; Kristrún, f. 1976, í sambúð med Erni Eyfjörð, f. 1974; Jóhannes, f. 1978; og Alice, f. 1984. 3) Baldvin Þór, f. 1953, kona hans er Gloria Ann Johann- esson, f. 1955, búsett í Gimli í Mani- toba. Dóttir þeirra er Rikki Lee Valdheiður, f. 1982. 4) Richard Hilmar, f. 1957, búsettur í Gimli í Manitoba. Var kvæntur Michelle Goodman, f. 1961. Börn þeirra eru Karl Norman Ögmundur, f. 1984, og Jaymi Alison, f. 1988. 5) Cynthia Alice, f. 1957, gift Alvin Johnson, f. 1957, búsett í Gimli í Manitoba. Fyrri eiginmaður Larry Lewis, f. 1957. Börn þeirra eru Tara Lewis, f. 1980, Landon Lewis, f. 1982, og María Ashley Shewchuk, f. 1987. Alice fluttist til Kanada árið 1956 eftir skilnað þeirra hjóna. Hún vann við öldrunarheimilið Betel í Gimli í Manitoba allt þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Lengi eftir að hún hætti störfum á Betel fór hún þangað og las úr ís- lenskum bókum fyrir vistmenn sem ekki sáu til þess. Útför Alice var gerð frá Hnausa Lutheran Church í Riverton hinn 4. september. Okkur langar með þessum orðum að minnast ömmu okkar sem, þrátt fyrir fjarlægðina okkar á milli, á stóran hluta af hjörtum okkar. Amma var Íslendingur í húð og hár þrátt fyrir að vera fædd og upp- alin í Kanada. Hún var afar stolt af rótum sínum á Íslandi og kunni fjöl- mörg ljóð og frásagnir utanbókar. Hún var í essinu sínu þegar hún gat séð sér fært að koma „yfir“ til litla landsins síns og áttum við með henni fjölmargar yndislegar samveru- stundir hérna heima. Amma elskaði tónlist og átti marga uppáhaldstón- listarmenn. Hún vissi ótrúlegustu hluti um til dæmis Frank Sinatra og alla hina sem sungu svo oft fyrir hana. Aldrei brást það að amma hringdi á afmælisdögum okkar. Og þá litlu peninga sem hún hafði notaði hún til að gleðja aðra. Amma var glæsileg kona og hefði eflaust ekki átt í vandræðum með að giftast á ný, en það hvarflaði aldrei að henni. Henni var mikið í mun að fjölskylduböndin rofnuðu ekki þó að hún og þrjú systkini pabba væru bú- sett í Kanada. Það má í rauninni þakka henni fyrir að hafa haldið hópnum saman og hefur hún gert það með þvílíkum ágætum, að tengsl okkar og skyldmenna okkar fyrir vestan haf munu aldrei rofna. Við barnabörnin höfum verið svo heppin að hafa öll fengið tækifæri til að fara vestur um haf og heimsækja ætt- ingja okkar þar og er það lífsreynsla sem aldrei verður frá okkur tekin. Þar kynntumst við umhverfinu sem amma ólst upp í og hittum marga ættingja okkar sem allir tóku okkur opnum örmum. Amma ólst upp á heimili þar sem allt sem íslenskt var var haft í háveg- um, hvort sem um talað mál eða siði var að ræða, og það að senda henni lifrarpylsu, skyr og mysing var eins og að senda henni gull og gimsteina. Amma var mjög létt í lund og fann ætíð skondnar hliðar á flestum mál- um. Eins og til dæmis þegar hún á sínum seinni árum bjó í þjónustu- íbúð, í byggingu ásamt fleira full- orðnu fólki, þá var komið á þeirri reglu að húsinu yrði læst klukkan 11 á kvöldin svo að enginn óviðkomandi kæmist inn. Ömmu fannst þetta hin mesta vitleysa og sagðist ekki skilja í því að nokkur maður vildi koma þar inn til að trufla gamlar konur þegar allar ungu fallegu stelpurnar væru úti á götunum. Með þessum fátæklegu orðum viljum við systkinin þakka fyrir að hafa átt bestu ömmu í heimi. Eitt það síðasta sem amma bað um var að skilað yrði kveðju til allra vin- anna á Íslandi. Megi góður guð geyma Alice ömmu. Jóhanna Laufey Snorradóttir, Alice Snorradóttir, Kristrún Snorradóttir, Jóhannes Snorrason. ALICE M. SNORRASON EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Skilafrestur minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.