Morgunblaðið - 02.02.2001, Síða 56
UMRÆÐAN
56 FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÚ ERU í uppsigl-
ingu skoðanaskipti um
innflutning á og eftirlit
með landbúnaðaraf-
urðum. Mál þetta á
eftir að hafa afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir
íslenskt hagkerfi,
byggðina í landinu og
sjálfsskilning Íslend-
inga. Næstu misserin
munu Hæstiréttur og
öryrkjamálið falla í
skuggann af stjórn-
málaumræðu um smit-
hættu og varnir gegn
henni og við verðum
að fara aftur um eina
og hálfa öld þegar fjár-
kláðamálið var á dagskrá til að
finna eitthvað sambærilegt. Þetta
mál teygir anga sína nánast inn í
alla megin þætti íslensks samfélags,
umhverfismál, verslunarmál og
heilbrigðis- og tryggingamál svo
eitthvað sé nefnt. Síðast en ekki síst
þarf siðfræðin að koma að þessari
umræðu.
Á tímum þegar allt stefnir í það
að efnahagslegir og menningarlegir
múrar, sem skilja þjóðirnar að, séu
að hverfa og alþjóðlegt samstarf
eflist á flestum sviðum er eins og í
einu vetfangi sé sú staða að koma
upp að eina skynsamlega lausnin sé
í því fólgin að einangra þjóðina og
hún búi í auknum mæli að sínu til
þess að varðveita heilsu og ham-
ingju. Farið er að auglýsa hreinar
íslenskar afurðir og hreinan ís-
lenskan áburð.
Þetta vekur upp sið-
ferðileg álitamál um
stöðu og hlutverk
mannsins gagnvart
náttúrunni, öðrum lif-
andi verum og sköpun-
inni sem heild.
Vísindamenn virðast
ekki sammála um að-
gerðir og margir fyll-
ast ótta nú á fyrsta ári
nýs árþúsunds. Skort-
ur á öruggri þekkingu
og markvissum að-
gerðum eykur á óvissu
og óttann. Ljóst er
a.m.k. að þeir er lengi
hafa viljað íslenskan
landbúnað feigan og
byggja þess í stað alfarið á inn-
fluttum matvælum fá ekki hljóm-
grunn lengur.
Aðdragandi umræðunnar, kúarið-
an, er ótrúlega stuttur en minnir
okkur á þá staðreynd sem okkur
gleymist oft, að við erum í nánum
og margvíslegum tengslum við önn-
ur lönd og þau vandamál sem þar er
verið að kljást við.
Það sem gerist úti í hinum stóra
heimi hefur bein áhrif á heilsu okk-
ar og framtíð. Kúariðuvandinn
tengist nú með beinum og óbeinum
hætti umræðunni um innflutning
erfðavísa sem hugsanlega eiga að
bæta í íslenska kúakynið. Að baki
býr sú staðreynd að erfðatækni get-
ur gert ótrúlega hluti með því að
krukkað sé í erfðamengi skepn-
unnar, manna, dýra og jurta og
margt af því sem þar hefur gerst og
gerast kann er vissulega ógnvekj-
andi.
Paradís og pólitík
Okkur hefur eins og öðrum þjóð-
um sem glíma við þessi viðfangsefni
verið vísað úr Edensgarði – og það
gerðist löngu áður en fjárkláðamál-
ið umturnaði íslenskri pólitík á upp-
gangstíma þjóðernisrómantíkur.
Við erum ekki einangruð og ekki
hrein og saklaus eyþjóð sem ber af
stórþjóðum og höfum aldrei verið
það. Það er löngu liðin tíð að ís-
lenskar kýr séu handmjólkaðar og
orf og ljáir eru komnir á söfn eins
og strokkar og rokkar.
Framleiðsla á landbúnaðarafurð-
um er að verða færibandavinna eins
og vinnsla þeirra hefur verið. Það
er hræðilegt að skyggnast bak við
glansumbúðir þessarar framleiðslu
þar sem hún hefur leiðst lengst á
villigötur.
Skepnurnar eru hlekkjaðar í búr
eða við bása og fá aldrei að hreyfa
sig til að missa ekki hold. Kynbæt-
ur, hormónar og lyfjagjöf hefur leitt
til þess að dýrin verða vansköpuð
og sjúk. Ég ætla ekki að lýsa þessu
nánar en taka það fram, að hér er
maðurinn farinn að níðast á nátt-
úrunni í stað þess að haga sér eins
og ráðsmaður sem ber virðingu fyr-
ir gjöfum Guðs sem hann nýtir sér
til viðurværis. Það leiðir til þess að
hann hættir að bera virðingu fyrir
sjálfum sér og sinni eigin vinnu.
Kristin siðfræði
Á hátíðum og við merk tímamót
er gjarnan minnt á það að íslensk
menning í þúsund ár byggist á
kristinni trú og flestir taka undir
það enda auðvelt að sýna fram á
það með rökum og sögulegum rann-
sóknum. Það er því ekki út í hött að
maðurinn grípi til trúarinnar þegar
hann stendur frammi fyrir óleys-
anlegum vandamálum og verður
fyrir áföllum. Þá gerist það að Guð
er settur upp við vegg og spurður:
Af hverju lætur þú algóður hið
vonda gerast? Mörgum finnst þeir
grípa í tómt. Oft verður talsmönn-
um kirkju og safnaða svarafátt í
tæknilegri umræðu um flókin
vandamál sem krefjast sérþekking-
ar sem þeir hafa ekki. Dóms-
dagspredikanir eru þá stundum á
næsta leiti og kenningar um heims-
slit þar sem blandað er saman
skammti af fróðleik úr sögu og sam-
tíð og tilvitnunum í Biblíuna. Sagan
hefur sýnt að þeir sem setja sig í
slíkar stellingar verða sér til
skammar enda á maðurinn hvorki
sæti né atkvæði í þeim dómi sem
Guð hefur sett. Þetta þýðir þó alls
Nýtt viðhorf til landbúnaðar
í ljósi kristinnar siðfræði
Pétur
Pétursson
Erfðavísindi
Maðurinn er farinn
að níðast á náttúrunni,
segir Pétur Pétursson,
í stað þess að haga sér
eins og ráðsmaður.
MARGIR fengu
hroll nú um áramótin,
þegar verslunarkeðja
á höfuðborgarsvæðinu
var komin með írskar
nautalundir í kjöt-
borðið hjá sér og aug-
lýsti þetta „úrvals-
kjöt“ til sölu á sama
tíma og aðrar þjóðir
fúlsa við vörunni og
telja stórhættulegt að
neyta hennar. Þegar
yfirdýralæknir kom
síðan fram í fjölmiðl-
um og lýsti þeirri
skoðun að hér væri
farið eftir reglum og
engin hætta væri af
neyslu þessara afurða frá landi þar
sem neyðarástand ríkir vegna kúa-
riðu var mönnum nóg boðið. Aug-
ljóst virtist að lög og reglur hefðu
verið sniðgengnar og að tekin hefði
verið stórhættuleg ákvörðun um að
leyfa áðurnefndan innflutning en
landbúnaðarráðuneytið varði emb-
ættisafglöp yfirdýralæknis og
landbúnaðarráðherra fór undan í
flæmingi. Enginn vildi bera ábyrgð
á verknaðinum sem hefði vafalítið
leitt til afsagnar embættismanna
og jafnvel ráðherra í flestum öðr-
um löndum Evrópu.
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur brást hart við þessum
ótæku vinnubrögðum og sam-
þykkti einróma á fyrsta fundi sín-
um á þessu ári að mótmæla því
harðlega „að leyft hafi verið að
flytja inn nautakjöt frá Írlandi, þar
sem greinst hefur kúariða og bend-
ir á að innflutningurinn virðist í
andstöðu við þær reglur sem í gildi
eru“. Nefndin benti jafnframt á
varnarleysi neytenda gagnvart
slíkum innflutningi og lagðist því
alfarið gegn innflutningi á nauta-
kjöti frá löndum þar sem kúariða
er landlæg. Nefndin fól síðan mat-
vælasviði Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur að kanna
ítarlega hvernig eftir-
lit með innfluttum
matvælum er fram-
kvæmt og gera nefnd-
inni grein fyrir leiðum
til að tryggja neytend-
um öruggari vernd
gegn erlendum sýk-
ingarhættum.
Að undanförnu hef-
ur komið æ betur í
ljós hversu víðtækur
brestur er á eftirliti
með innflutningi naut-
gripaafurða frá kúa-
riðusýktum löndum.
Almannahagsmunir
og heilbrigðissjónar-
mið krefjast ítrustu aðgátar, þann-
ig að tryggt verði að kúariðusmit
berist ekki til landsins. Einkenni
hins hræðilega sjúkdóms sem kúa-
riðusmit getur valdið hjá mönnum
koma seint í ljós og nú á tímum
mikillar græðgi og efnishyggju er
auðvelt að fljóta sofandi að feigð-
arósi. Því er nauðsynlegt að bregð-
ast hart við þegar hagsmunaaðilar
mótmæla tillögum um bann við
innflutningi nautgripaafurða frá
kúariðusýktum löndum. Áhyggjur
hagsmunaaðila í matvöruverslun
eru vel skiljanlegar en verða að
teljast léttvægar í samanburði við
þá alvarlegu hættu sem innflutn-
Kæruleysi í
kúariðumálum
Ólafur F.
Magnússon
Kjötinnflutningur
Víðtækur brestur er, að
mati Ólafs F. Magn-
ússonar, á eftirliti með
innflutningi á naut-
gripaafurðum frá kúa-
riðusýktum löndum.
Á UNDANFÖRNUM vikum
hefur mikið verið rætt um sykur í
fæðu. Ekki er vanþörf á umræðu
um sykur þar sem Íslendingar
neyta meira af honum en flestar
aðrar þjóðir. Í manneldismarkmið-
um frá Manneldisráði Íslands er
hvatt til þess að sykurneyslu sé
stillt í hóf og ekki komi meira en
10% orkunnar úr fínunnum sykri.
Öllum er ljóst að sykurneysla ýtir
undir tannskemmdir. Tennur
skemmast við það að bakteríur í
munni brjóta niður sykur í fæðunni
og mynda sýru sem vinnur á tönn-
unum.
Matvælarannsóknir Keldnaholti
reka í samvinnu við Manneldisráð
Íslands gagnagrunn um efnainni-
hald matvæla. Gagnagrunnurinn
hefur komið að góðum notum þeg-
ar leitað hefur verið eftir upplýs-
ingum um sykurinnihald matvæla.
Í grunninum er meðal annars að
finna upplýsingar um viðbættan
sykur, heildarmagn kolvetna og
trefjaefni. Í tilefni af þessari grein
voru allar upplýsingar um viðbætt-
an sykur í gagnagrunninum skoð-
aðar og fæðutegundum raðað eftir
vaxandi magni viðbætts sykurs. Af
900 fæðutegundum í gagnagrunn-
inum voru skráðar upplýsingar um
viðbættan sykur fyrir 170 fæðuteg-
undir. Eftir þessa skoðun er
ástæða til að fjalla um þrjú atriði
út frá tannverndarsjónarmiði:
drykki sem baða tennurnar í sykri,
klístraða fæðu sem límist við tenn-
urnar og ýmsar fæðutegundir sem
innihalda meiri sykur en margur
hyggur.
Sykurbað fyrir tennur
Strax er staldrað við gosdrykk-
ina en þeir innihalda rúmlega 10%
sykur. Sykurlausu drykkirnir eru
að sjálfsögðu undanskildir en þeir
innihalda alls engan sykur. Að
neyta sykurríkra gosdrykkja oft
milli máltíða er því eins og að
lauga tennurnar upp
úr sykurupplausn. Í
verslunum eru gos-
drykkir áberandi og
endurspeglar það
mikla neyslu. Einnig
er að finna mikið úr-
val af alls kyns hrein-
um ávaxtasöfum og
drykkjum sem eru
blanda úr ávaxtasöf-
um og sykurvatni.
Flestir þessara
drykkja innihalda um
10% sykur. Sykurinn
í hreinum ávaxtasöf-
um er að sjálfsögðu
kominn beint úr
ávöxtunum og telst
því ekki viðbættur sykur. Vert er
að vekja athygli á kolsýrðu vatni
án sykurs en það hefur náð aukn-
um vinsældum á síðustu árum.
Þess ber að geta að gosdrykkir
og ávaxtasafar eru súrir en sýran
hefur eyðandi áhrif á tannglerung-
inn. Sykurlausir gosdrykkir eru
einnig súrir en magn sýrunnar er
þó mismunandi eftir tegundum. Að
öllu þessu sögðu er óhætt að full-
yrða að vatn sé besti svaladrykk-
urinn.
Sykurforði
límdur við tennur
Efst á listanum yfir fæðutegund-
ir með viðbættum sykri er sælgæti
af ýmsum gerðum. Nefna má kara-
mellur, lakkrís og súkkulaði en
þessu sælgæti hættir til að loða við
tennurnar. Fleira fell-
ur þó í þennan flokk
og má sem dæmi taka
vínarbrauð en hvorki
meira né minna en
fjórðungur af þyngd
vínarbrauða er við-
bættur sykur. Í þenn-
an flokk bætist einnig
fjölbreytt úrval af
kaffibrauði og kökum.
Falinn sykur
Við hugsum oft ekki
um kex og morgun-
korn sem sérstaklega
sykurrík matvæli. Sú
er þó raunin þar sem
algengt er að kex inni-
haldi um 17% viðbættan sykur
jafnvel þótt kexið sé ekki húðað
með súkkulaði. Morgunkorn er
fjölbreyttur flokkur matvara, við-
bættur sykur í þessum vörum er
allt frá því að vera enginn upp í
það að vera tæpur helmingur af
þyngdinni. Mjög sykurríkt morg-
unkorn ætti í raun og veru að
flokka með sælgæti. Samkvæmt
því borða margir sælgæti í morg-
unmat, að vísu með mjólk út á. Það
eru þó til ýmsar tegundir af nær-
ingarríku morgunkorni án mikils
sykurs en besta leiðin til að átta
sig á næringargildinu er að lesa
upplýsingar um næringargildi og
innihald á umbúðunum. Viðbættur
sykur leynist víðar en í kexi og
morgunkorni og má í því sambandi
nefna ýmsar jógúrttegundir og
matarís.
Rétt fæðuval og góðar matar-
venjur eru mikilvægar fyrir tann-
heilsuna. Verst er að neyta sykurs
oft milli máltíða. Skæðust eru sæt-
indi sem loða við tennurnar og
drykkir sem baða þær í sykurupp-
lausn milli máltíða.
Viðbættur sykur í mat-
vælum og tannheilsa
Ólafur
Reykdal
Höfundur er matvælafræðingur hjá
Matvælarannsóknum Keldnaholti.
Tannverndardagur
Verst er, segir
Ólafur Reykdal,
að neyta sykurs oft
milli máltíða.
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14
Glæsilegir
stálbakkar
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050