Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 02.02.2001, Blaðsíða 57
ekki að lögmál og dómur sé úr gildi fallinn. Þvert á móti. Orðræða Biblíunnar þar um sýnir okkur að lífið hefur tilgang og merkingu og maðurinn er sífellt kallaður til ábyrgðar og að lokum til að svara frammi fyrir augliti Guðs þar sem hann getur ekki skellt skuldinni á aðra. Þetta minnir okkur aftur á það að manneskjan er hluti af sköp- uninni en getur aldrei verið skap- arinn sjálfur en hún er samt hugs- andi vera sem tekur eigin ákvarð- anir. Kristin trú er eins og vörður á þessari leið frá sköpun til dóms og endurlausnar. Þessa leið fer hver og einn og sá sem er í fararbroddi sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Guð fól manninum ráðsmennsku- hlutverk og hvað í því felst má lesa úr orðum postulans Páls: „Og þetta bið ég um, að elska yðar aukist ennþá meir og meir, með þekkingu og allri greind, svo að þér getið metið rétt þá hluti, sem munur er á“ (Fil. 1.9). Þetta er náttúrulega ekki beint svar við þeim vanda sem hér um ræðir en þar sem góður vilji er fyrir hendi og þekking og vísindi eru tek- in í þjónustu kærleikans og látin stjórnast af honum hillir í lausnina þegar í upphafi.Vísindi sem stunduð eru með gróðavonina eina að mark- miði eða aukin völd og án allrar leiðsagnar kærleikans hafa marg- sinnis reynst vera stórhættuleg. Höfundur er prófessor í guðfræði og starfandi rektor Skálholtsskóla. ingur á sýktum og jafnvel banvæn- um matvælum til landsins fela í sér. Í yfirlýsingu frá stjórn matvæla- hóps Samtaka verslunarinnar sem birtist í Morgunblaðinu 25. janúar sl. er „varað eindregið við kröfum um innflutningsbann og upphróp- unum og dylgjum“ um framkvæmd innflutnings á kjötvöru til landsins og eftirliti með honum. Í yfirlýs- ingunni segir síðan: „Þessar upp- hrópanir eru byggðar á sértækum hagsmunum og vanþekkingu og öll þrenging á framkvæmd kann að ganga gegn lögum og alþjóðlegum samningum sem Ísland hefur gerst aðili að og getur skaðað útflutning afurða frá Íslandi.“ Í yfirlýsing- unni er fullyrt að fylgt sé í hvívetna ströngum reglum hjá eftirlitsaðil- um innfluttra sláturafurða, bæði yfirdýralækni, ráðgjöfum landbún- aðarráðuneytisins og tollyfirvöld- um. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum undanfarinna daga er þetta rangt. Það er einnig rangt að tala um „öruggar afurðir“ eins og gert er í yfirlýsingunni, þar sem engin örugg rannsóknaraðferð er enn til sem greinir kúariðusmit áð- ur en einkenni sjúkdómsins koma í ljós, sem oft gerist ekki fyrr en fimm árum eftir smit! Þá er sú full- yrðing stjórnar matvælahópsins að hún þekki „engin dæmi um vanhöld eða eftirgjöf frá ströngum vinnu- reglum“ af hálfu þeirra embættis- manna sem koma að leyfisveiting- um furðuleg í ljósi staðreynda málsins. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur þurfti að bregðast við þessum hættulega málflutningi og leiðrétta helstu rangfærslurnar til að vernda almannahagsmuni. Þess vegna flutti undirritaður svohljóð- andi tillögu að bókun á fundi Um- hverfis- og heilbrigðisnefndar Reykjavíkur 25. janúar sl.: „Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur lýsir þungum áhyggj- um yfir því að eftirlit með innflutn- ingi nautgripaafurða frá löndum þar sem kúariða hefur greinst virð- ist ekki vera í lagi en endurtekin dæmi um það hafa komið í ljós að undanförnu. Umhverfis- og heil- brigðisnefnd ítrekar því andstöðu sína við innflutning á nautakjöti frá löndum þar sem kúariða finnst og telur að heilbrigðissjónarmið eigi ekki að víkja fyrir viðskiptasamn- ingum og verslunarhagsmunum. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd varar við þeim sjónarmiðum sem m.a. koma fram í yfirlýsingu stjórnar matvöruhóps Samtaka verslunarinnar. Þar má finna full- yrðingar um „öruggar afurðir“ sem ekki standast, þar sem enn finnast ekki rannsóknaraðferðir sem taka af allan vafa um heilbrigði sláturaf- urða frá kúariðusýktum löndum. Jafnframt er gefið í skyn að kröfur um innflutningsbann séu byggðar á „sértækum hagsmunum og van- þekkingu“ og að eftirlit sé í lagi með innfluttum sláturafurðum. Það var Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur sem fyrst gagnrýndi opinberlega innflutning á nauta- lundum frá Írlandi og vinnubrögð eftirlitsaðila tengd þeim innflutn- ingi. Umhverfis- og heilbrigðis- nefnd stjórnast stjórnast ekki af „sértækum hagsmunum“ heldur hefur heilbrigðissjónarmið og al- mannaheill að leiðarljósi.“ Ofangreind tillaga mín var sam- þykkt samhljóða af nefndinni sem fram til þessa hefur borið gæfu til að setja almannahagsmuni og heil- brigðissjónarmið ofar sérhagsmun- um og fánýtu flokkspólitísku karpi. Vonandi heldur Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur áfram á þeirri braut. Ekki veitir af á tímum alvarlegrar hættu sem steðjar að íslensku þjóðfélagi. Höfundur er læknir og borgarfulltrúi í Reykjavík. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2001 57 Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette ELDASKÁLINN Invita sérverslun Brautarholti 3, 105 Reykjavík Sími: 562 1420 - Netfang: eldask@itn.is Rýmingarsala – Eldhús - Böð Persónulega eldhúsið 32-48 % afslá ttur af sýn ingar innré ttingu m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.